Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 11
FRA LESENDUM Hverjir ráða í landinu? ÞAU HRINGDU Ánægja með lesandabréf Iðunn hringdi: Ég vil lýsa ánægju minni með lesandabréfið frá henni Björk þar sem hún tók á dæmalausum yfir- lýsingum borgarlögmanns í sjón- varpsþætti á dögunum. Aðra eins mannfyrirlitingu og sá maður lét frá sér fara hef ég ekki heyrt áður. Ég vil einnig hvetja lesendur Þjóðviljans til að láta í sér heyra um þjóðmálin og annað það sem fólki er hugleikið. Þá vil ég þakka fyrir gott helgarblað, sem er ör- ugglega besta lesefnið sem völ er á um þessar mundir. Svívirðingar bankastjóra Hilmar hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna sífelldra yfirlýsinga Sverris Her- mannssonar bankastjóra Lands- bankans. Hann er með slíkar sví- virðingar í garð fjármálaráðherra og annarra embættismanna, sem samræmast engan veginn stöðu hans. Hvernig er það, lét Sverrir Hermannsson ekki af þing- mennsku fyrir íhaldsmenn þegar búið var að troða honum í bank- astjórastólinn? Það er ekki að heyra á þessum dæmalausu yfir- lýsingum hans að hann sé hættur að sinna sinni íhaldspólitík. Þessar árásir Sverris á ráða- menn þjóðarinnar og dæmalausi kjaftháttur er fyrir neðan alla virðingu Landsbankans og mér finnst að bankráð verði að taka þegar í taumana og stöðva þenn- an orðflaum og ljóta munnsöfnuð bankastjórans. Að öðrum kosti grípi bankaráðið til sömu ráða og Sverrir í Sturlumálum og láti undirmanninn í bankastjóra- stólnum fjúka. Kæri Þjóðvilji. Nú er svo kom- ið að ég fæ ekki lengur orða bundist og verð að leggja orð í belg. Hvernig er þetta eiginlega? Hverjir ráða í landinu, ráðherrar og slíkir, alþingi, eða einhverjar bankadruslur úti í bæ? Ég er nú kominn vel til ára minna og man tímanna tvenna. Sitthvað hefur á dagana drifið og margt borið fyrir sjónir. Ekki allt jafn ánægjulegt en þó lærdómsríkt. Þingmenn koma og þingmenn fara og eru flestir hinir ágætustu menn þótt stundum sé heitt í kolunum á lög- gj afarsamkomunni. Ólafur Thors var ætíð fyrir- mannlegur og vörpulegur leið- togi íhaldsins og Bjarni Bene- diktsson bráðgreindur skörungur þótt hann færi offari í herstöðva- og natómálinu (Jú, vel á minnst, er það ekki ennþá stefna Alþýðu- bandalagsins að herinn hverfi af landi brott og að ísland segi skilið við Nató?). Geir er góður dreng- ur. Þorsteinn góður reglu- og heimilismaður. Albert áförum til útlanda sem er drengskapar- bragð. Brynjólfur, Einar, Magn- ús og Svavar: allt verðugir fulltrú- ar sósíalismans á hinu háa al- þingi. Hermann og Eysteinn, Óli Jóh. ogSteingrímur allt eljusamir og gegnir erindrekar SÍS. Stefán Jóhann, Emil, Gylfi, Gröndal, Kjartan og Jón alls ekki verri en gengur og gerist um íslendinga. Það er bara þessi Sverrir Her- mannsson, þessi sem kolféll svo ógleymanlega á stafsetningar- prófi DV, rak menn úr störfum í geðvonskuköstum, eyðilagði lánasjóð námsmanna, talaði þindarlaust í hálfan sólarhring í frægu málþófi. Sjálfstæðisflokk- urinn losaði sig við hann af þingi og í Landsbankann og nú stendur bunan út úr honum þaðan. Hann hyggst standa vörð um heimsku- legasta okurvaxtakerfi á byggðu bóli, kerfi sem tröllríður atvinnu- vegum landsmanna, kerfi sem blóðmjólkar barnungt fjöl- skyldufólk sem af litlum efnum er að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Sú þjóð er dauð sem étur afkvæmi sín! Og ég spyr: Ætlar Ólafur Ragnar Grímsson ekki að tuska þessa bankablók svolítið til? Hverskonar ráðherra er það sem lætur svona smákarli í kerfinu, brjóstmylkingi ríkisins, haldast uppi að rægja og rógbera löglega kjörin stjórnarvöld? Sá spyr sem ekki veit. Eitt er víst að hér á mínum yngri árum, þegar MENN héldu um stjórnvölinn, hefðu svona spraðurbasar fengið verðuga ráðningu! Aldinn áhugamaður um þjóðmál. íslenskir pennavinir óskast Þjóðviljanum berast reglulega bréfvíða erlendisfrá þar sem óskað er eftir íslenskum pennavin- um. Hér á eftir eru birt heimilisföng nokkurra þeirra sem eru að leita að pennavinum hér á landi: Michael Walter Elmstr. 11 3338 Schöningen West-Germany Michael er 21 árs, skrifar á ensku og hefur áhuga á íþróttum, tónlist, ferðalögum og mótor- hjólum. Béatrice Flachat 19, allée Honoré Daumier 42100 St Etienne France I Béatrice er 19 ára gömul. Hún skrifar frönsku, þýsku eða ensku og hefur áhuga á íþróttum, tónlist og bóklestri. Sherry Porther 4, Regent Drive, Blue Range, Diego Martin, Trinidad West Indies Sherry skrifar á ensku og óskar eftir pennavinum á aldrinum 26- 29 ára af báðum kynjum. Hún hefur áhuga á lestri, matargerð og gróðurrækt. Mustapha Benhaddar 02, Rue de la Mosquée 42420 Khemisti-Port Algeria og Hocine Akhi 35, Cité tellas Bouallam 42420 Khemisti-Port Algeria Þeir vinir Mustapha og Hocine vilja komast í bréfasamband við stúlkur 16-21 árs. Þeir skrifa á ensku. Abraham Sackey P.O. Box 253 Cape District Oguaa City C/R Ghana W/A Abraham er 19 ára og skrifar á ensku. Hann hefur áhuga á íþróttum, tónlist, dansi, ást og vináttu. Ulrike Pape Glockhammer 17-21 4040 Neuss 1 West-Germany Úlrika er 31 árs gömul skrifar á ensku, þýsku eða frönsku. Hún er mjög áhugasöm um ísland og helstu áhugamál hennar eru list- ir, íþróttir og bókalestur. Anja Diemer Am Schwarzenberg 17 8700 Wursburg Germany Anja óskar eftir pennavinum, strákum eða steipum í kringum tvítugt. Hún skrifar á ensku eða þýsku og hefur áhuga á tónlist, íþróttum og börnum. Stefan Wucherer Dorfstrasse 68 A-6574 Pettneu a.A. Austria Stefán er nemandi í tækniskóla og hefur mikinn áhuga á öllum tæknimálum og vill gjarnan skrif- ast á um tæknimál við einhvern íslending. Hann skrifar á ensku. Agnieszka Wrebiak ul. Orzechowa 52/15 21-500 Biala Podl. Poland Angieszka er 23 ára gömul. Hún skrifar á ensku og hefur mikinn áhuga á bókmennum, ljóðum, kvikmyndum, og alls konar tón- list. þlÓÐVILIINN FYRIR50ÁRUM Þeir Dagsbrúnarmenn sem vilja baráttu gegn gengislækk- un og hverskonar kaupkúgun kjósa A-listann. Þeim sem skipa B- og C-listana er ætlað það hlutverk að gæta hagsmuna framleiðenda gegn verkamönnum. 343 Dagsbrún- armennkusuígær. Ætlar S. I. F. að leggja sölu- bann á fiskinn? Aðalfundi sam- bandsins frestað. í DAG ER 19. JANÚAR fimmtudagur í þrettándu viku vetrar, þrítugasti dagur mör- sugs, nítjándidagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.45 en sest kl. 16.33. T ungl vaxandi áöðrukvartili. VIÐBURÐIR FæddurÓlafurThors 1892. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lytj- abúða vikuna 13.-19. jan. 1989 er í Breiðholts Apó- teki og Ápóteki Austurbæjar. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 trídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes 1 84 55 Hafnarfj 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 1 1 1 nn Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars.3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvaktlæknas. 1966. SJÚKRAHÚS SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúslð Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ neyðarathvarf fyrir unglingaTjarnargötu 35. Sími 622266 opið allan sólarhrínginn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-fólagið Álandi 13.0piðvirkadaga frákl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl.20-22, sfmi 21500, simsvari: Sjálfshjálparhóp- ar þeirra sem hafa orðið fyrirsifjaspell- um, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um ónæmistæringu. (al- næmi). Upplýsingar í síma 622280, milli- liðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78 Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtakanna '78 félags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-23. Sím- svari á öðrum tfmum. Síminn er 91 - 28539. Félag eldri borgara. Opiö hús f Goö- heimum, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudagaogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sfmi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sfma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. GENGIÐ 16. janúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 49,80000 Sterlingspund............. 87,66000 Kanadadollar.............. 41,51600 Dönsk króna................ 6,94800 Norskkróna................. 7,40470 Sænskkróna................. 7,88470 Finnsktmark............... 11,62740 Franskurfranki............. 7,88910 Belgískur franki........ 1,28340 Svissn.franki............. 31,50200 Holl.gyllini.............. 23,82150 V.-þýskt mark............. 26,88040 Itölsklíra................. 0,03669 Austurr. sch............... 3,82560 Portúg. escudo............. 0,32760 Spánskur peseti............ 0,42990 Japansktyen................ 0,39044 frsktpund................. 71,89100 KROSSGÁTAN Lárétt: 1 dreifa4vesalt 6andi7hnjóð9steinn 12varpa14þannig15 kvendýr 16 hækka 19 kyrrð20fugl21 hrelli Lóðrétt: 2 spil 3 kona 4 ragn 5 mánuður 7 lás 8 festa10fálmaði11 lé- Iegri13eyði17stök18 haf Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 slæg4brot6 ról7örva9Æsir12 æstra 14dár15ur116 amper 19 nasa 20 gufu 21 trygg Lóðrétt: 2 lúr 3 gras 4 blær5oki7öldung8 værast10saurug11 réttur13táp17mar18 egg Flmmtudagur 19. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.