Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 1
13 ný flugskýli fyrir F-15 orrustuþotur eru í 80 miljarðaáætluninni um síaukna hernaðaruppbyggingu hérlendis. Vígbúnaður Hemaðarframkvæmdir fyrir 50 miljarða Einn miljarðurdollara íhernaðarframkvœmdir hérálandi á vegum Bandaríkjahers ogNatoáárunum 1984-94. Þarafkostar ratsjárkerfið hálfan miljarð Bandarfkjaher og Nato munu verja a.m.k. 50 miljörðum ís- lenskra króna til þeirrar endur- nýjunar á vígbúnaði í herstöðinni á Miðnesheiði sem nú stendur yfir. Þar vegur þyngst endurnýj- un ratsjárkerfísins með 4 nýjum ratsjárstöðvum, tengingum þeirra á milli og nýrri ratsjármið- stöð á Keflavikurflugvelli. Sú framkvæmd mun kosta um hálf- an miljarð dollara eða 25 milj- arða íslenskra króna. Þessar upplýsingar komu fram í kynnisferð blaðamanna í her- stöðina á Miðnesheiði s.l. þriðju- dag. Inn í þessari tölu eru eícki áform um lagningu nýrrar hliðar- brautar meðfram norður-suður flugbrautinni á Keflavíkurflug- velli, né heldur þær óskir sem fram hafa komið frá herstöðinni um byggingu nýs varaflugvallar í Aðaldal í N-Þingeyjarsýslu. En Eric McWadon aðmíráll sagði blaðamönnum að af þeirra hálfu væri slík lausn æskilegri en bygg- ing varaflugvallar á austurströnd Grænlands. Áætlað er að þessum fram- kvæmdum verði lokið 1994, en þær fela í sér auk nýs ratsjárkerfis nýja olíuhöfn og olíubirgðastöð í Helguvík, 15 ný flugskýli fyrir F- 15 sprengjuþotur af „hertri gerð", nýja stjórnstöð á Kefla- víkurflugvelli, sömuleiðis af „hertri gerð" og nýja varastjórn- stöð og vararatsjármiðstöð í Grindavík auk byggingar um 250 nýrra íbúða fyrir hermenn og fjölskyldur þeirra á vallarsvæð- inu. Flugskýlin hafa þegar verið tekin í gagnið og höfnin í Helgu- vík er nú tilbúin, en önnur mannvirki eru á framkvæmda- stigi. McWadon flotaforingi sagði að samningar stæðu nú yfir við Póst og síma um lagningu ljósleiðara frá ratsjárstöðvunum til Keflavíkur, en Ólafur Tómas- son Póst- og símamálastjóri sagði í viðtali við blaðið að ratsjárkerf- ið hefði enn ekki raskað fram- kvæmdaáætlun stofnunarinnar um lagningu ljósleiðarakerfis hringinn í kringum landið, sem myndi m.a. þjóna ratsjárstöðv- unum. Nánar verður sagt frá hernaðarframkvæmdum á vegum hersins og Nato í helgarblaðinu á föstudag. ^jg Borgarstjórn Gæluveriœfnin ganga fyrir KristínÁ. Ólafsdóttir: Fjárhagsáœtlunin berkeim afþví, aðkosið verður eftir rúmt ár. 665 miljónum veitt íbyggingu tveggja gœluverkefna á meðan nánast ekkertfer til viðhalds annarra fasteigna borgarinnar Það sem einkennir þessa fjár- hagsáætlun er að það er naumt skammtað í allan rekstur. Hann er nánast skorinn inn að beini. Það sem er gagnrýnisverð- ast í þeim efnum, er að fé til við- halds fasteigna borgarinnar, hvort sem það eru skólar, íþrótt- amannvirki eða annað húsnæði er mjög lítið. Ég myndi álíta að það vantaði hundruð milióna þar upp á, ef það ætti að vera viðun- andi, segir Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir yfir- standi ár, sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram og verður tU fyrstu umræðu á borgarstjórnarfundi i kvöld. - Á sama tíma og peningar til viðhalds á fasteignum borgarinn- ar eru skornir við nögl, með þeim afleiðingum að þær grotna niður, er engu til sparað með gæluverk- efnin, sem sést t.d. á því að í ráð- húsið eiga að fara 365 miljónir kr. Þar á ekkert að slá af hraða. Ann- að dæmi um þessa óráðsíu er bygging veitingarhússins á hita- veitutönkunum, þar á einnig að halda fullum dampi þó það kosti 300 miljóna kr. lántökur, segir Kristín, og bendir á að þetta stingi í augu í ljósi þess að allur rekstur verður mjög aðþrengdur á árinu og settur er hægagangur á aðrar framkvæmdir sem eru miklu nauðsynlegri en þessi tvö gæluverkefni. Kristín sagði að samkvæmt fjárhagsáætlun Sjálfstæðismanna verði dregið úr framlögum borg- arsjóðs til dagvistarheimila um 8 miljónir miðað við það sem var, áætlað fyrir nýliðið ár. - Það má lesa út úr þessari fj ár-1 hagsáætlun Sjálfstæðismanna að( það eru kosningar eftir rúmt ár. Þá á að benda á glæsilegheitin. Til viðbótar þessum tveimur gíæsibyggingum sem peningum er ausið í, verða veittar 40 miljón- ir til að byrja á húsdýragarði í Laugardalnum. Það er að sjálf- sögðu gott mál, en ég er þeirrar skoðunar að þannig skemmtileg- heit eigi ekki að r'áðast í, á sam- dráttartímum, sagði Kristín. -sg Hassfíklum »m ¦ ¦ | 473 grunaðir um fíkniefnaneyslu- og/eða dreifingu. 299 kœrðir Hérlendis gerist annað tveggja að fíkniefnalögreglunni fleygir fram og hún nær æ betri árangri í glfmunni við fíkniefnavandann eða að hassneysla eykst frá ári tU árs. Því miður er hið síðarnefnda líkasttilhiðrétta og ífréttatil- kynningu frá Ávana- og fíkniefn- adeild lögreglunnar kemur fram að hún gerði nær 20 kílógrömm af hassi upptæk á árinu sem leið en það er fjórum kílógrömmum meira en í hittiðfyrra. Alls komst lögreglan yfir meira magn af kannabísefnum, amfetamíni, sveppum, LSD óg heróíni á ný- liðnu ári en 1987 en hafa ber í huga að af tveim síðastnefndu tegundunum var um lítið magn að ræða (6 grömm af LSD og 0,1 gramm af heróíni). Og ef efnið sem lögreglan leggur hald á er mælikvarði á neyslu þá hafa fíklar sagt skilið við ýms efni í stórum stíl, t. d. hafa stöðugt færri maríjúana undir höndum (upptækt: 55,3 grömm í fyrra en 235,9 grömm í hittiðfyrra) og sömu sögu er að segja af kókæni sem orðið er landlæg plága í Vesturheimi (100,1 gramm í fyrra en 534,1 gramm í hittiðfyrra). Alls voru 473 einstaklingar grunaðir um neyslu (388), dreif- ingu (80), innflutning (53) fíkni- efna og sprautunotkun (30) á síð- asta ári. Lanflestir þeirra (178) sögðust vera og voru skráðir atvinnulausir og langflestir voru á aldrinum 22-25 ára eða 150. Af 473 grunsamlegum voru 299 að endingu kærðir. -ks. Davíð Oddsson borgarstjóri slær ekki slöku við gœluhúsin sln. 700 miljónir þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.