Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 14
SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Netabátar slægja ekki fiskinn heldur blóðga hann aðeins. í stað þess að setja hann í kör er hann ísaður í stíum sem er að verða æ sjaldgæfari sjón um borð í vertíðarbátum sem og öðrum. Mynd: ÞÓM. Gert klárt við löndunina. Vörubíllinn kominn á sinn stað og búið að opna lestarlúquna. Mynd: ÞÓM. Eins og sjá má er þorskurinn í afla bátsins allþokkalegur að stærð og mun stærri en hefðbundinn togaraf iskur sem er að meðaltali um 2 - 3 kíló að þyngd. Að hrúga þorskinum í mál við löndun er tímaskekkja og ekki er til þess fallið að halda við gæðum hans frá því hann var dreginn upp úr sjónum. Mynd: ÞÓM. Þegar upp úr lestinni er komið er sturtað úr málinu á vörubílspall. Þar sem aflinn var lítill má fastlega búast við því að fiskurinn hafi valsað um pallinn á leiðinni suður eftir. Hvernig fiskurinn hefur litið út eftir ökuferðina skal ósagt látið en víst er að ekki hefur hann þótt kræsilegur á að líta við komuna í fiskverkunarstöðina. Mynd: ÞÓM. /■ Veiðarfærí Verkfærí Vinnufatnaður Hvers vegna að leita langt yfir skammt? VIÐ HÖFUM: Veiðarfæri fyrir togara jafnt sem trillur. Verkfæri og alls kyns útgerðarvörur. Vinnufatnað fyrir sjómenn og landverkafólk. Eflum austfirskt atvinnulíf. Verslun SÚfSI NESKAUPSTAÐ Meðferð afla Gæðaátak eða livað? Misbrestur í meðferð afla. ísað ístíur ogflutt óvarið á vörubílspalli langar leiðir Að undanförnu hefur Ríkis- mat sjávarafurða ásamt hagsmunaaðilum í sjávarút- vegi unnið að því að upplýsa sjómenn sem fiskkaupendur um gildi þess að bæta með- ferð aflans. Þetta á ekki síst við á tímum aflasamdráttar og kvóta þegar minna er til skipt- anna en áður og því brýnt að fá sem mest fyrir þann afla sem berst á land. í því skyni hafa útgerðarmenn tekið í notkun plastkör sem fisk- urinn er lagður í og ísað yfir. Við löndun eru körin hífð á vörubíls- pall og tjaldað yfir, sé keyrt með hann langan veg. Það kemur í veg fyrir að fiskurinn sé á róli á pallin- um og ótímabærar skemmdir sem á honum geta orðið við flutning- inn. Myndirnar voru teknar við Reykj avíkurhöfn á dögunum þegar netabátur kom inn til lönd- unar og var aflinn síðan fluttur óvarinn á vörubílspalli í fiskverk- unarstöð suður með sjó. -grh 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.