Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 15. febrúar 1989 32. tölublað 54. árgangur Verkalýðshreyfingin Full mannrétGndi að nýju Samningsrétturinn endurheimtur. Viljifyrirvíðtœkrisamstöðu launþegahreyfingarinnar. Áhersla á aukinn kaupmátt, atvinnuöryggi, vaxtalœkkun og kauptryggingu. Ásmundur Stefánsson: KröfurBSRB efnislega samhljóða okkar. Björn Grétar Sveinsson: Fagna samstöðunni. GuðmundurÞ. Jónsson: Áhersla á lœgstu launin. BenediktDavíðsson: Stjórnvöld skili því sem tekið var Verkalýðshreyfingin ö'ðlasl t'uil mannréttindi að nýju í dag 15. febrúar. Stjórnvöld bönnuðu alla kjarasamninga með bráða- birgðalögum sl. haust, en nú er samningsréttur hreyfingarinnar aftur orðinn frjáls. Á þessum tíma hafa umsamdar launahækk- anir uppá rúm 4% verið skornar af, en í dag hækka öll laun í iandinu um 1,25% samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Flestir forystumenn launþega- hreyfingarinnar telj a brýna þörf á samstöðu og samvinnu um kröfu- gerð og samningagerð við stjórnvöld. Bæði forystusveit Verkamannasambandsins og BSRB hafa lagt áherslu á sam- vinnu launþegahreyfingarinnar og að gengið verði hið fyrsta til samninga við ríkisstjórnina um félagslegar úrbætur, aukinn kaupmátt, lækkun vaxta og at- vinnuöryggi. Ásmundur Stef- ánsson forseti Alþýðusambands íslands segir að hugmyndir for- mannaráðstefnu BSRB um við- ræður við ríkisvaldið séu hlið- Bolungarvík Áfengi I KII ahrinnu Ungtfólkflýr íaðra lands- fjórðunga í atvinnuleit Störfum í sjávarútvegi hefur fækkað svo í Bolungarvík að ungt fólk er farið að leita í aðra lands- fjórðunga eftir atvinnu. Sýnu bjartast er í byggingariðnaðinum við byggingu 14 þjónustuíbúða fyrir aldraða og 4ra verkamanna- íbúða. Að sögn Kristins H. Gunnars- sonar bæjarfulltrúa bitnar 10% kvótaskerðing harkalega á atvinnulífi bæjarins auk þess sem 2 bátar hafa verið seldir frá byggðarlaginu með kvóta. Er nú svo komið að sjávarútvegsfyrir- tækin í bænum eru hætt að geta bætt við sig fólki og það sem fyrir er má vera ánægt með að halda atvinnunni. Mikil óánægja er með At- vinnumálanefnd bæjarins sem virðist hafa meiri áhuga á að innrétta bari í félagsheimilinu fyrir 7 miljónir króna í stað 2,5 miljóna samkvæmt fjárhagsáætl- un, en að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi og styrkja það sem fyrir er. _grh stæðar viðhorfum ASÍ og efnis- lega í samræmi við þau. Hann sagði í gær of snemmt að svara því hvort um samstarf og/eða samflot yrði að ræða meðal félaga launþega þar sem verið væri að ræða það úti á meðal aðildarfé- laga ASÍ og niðurstaða mundi fást í því á formannafundi ASÍ sem væntanlega yrði haldinn 27. febrúar. Ásmundur sagði að nú væri lykilatriðið eftir að samningsrétt- urinn væri í höfn að víðtækt sam- starf tækist í launþegahreyfing- unni til að tryggja að sagan end- urtæki sig ekki og koma þeim skilaboðum á ótvíræðan hátt til stjórnvalda. - Ég fagna mjög þessum sam- þykktum BSRB, því þetta eru sömu höfuðáherslur og við hjá Verkamannasambandinu höfum verið að tala um. Nú er bara að setjast niður með fulltrúum BSRB og stilla saman strengina, segir Björn Grétar Sveinsson for- maður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði og stjörnar- maður í VMSÍ. Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Landssambands iðn- verkafólks segist leggja áherslu á samstöðu innan Alþýðusam- bandsins. - Ég tel eðlilegt að menn vinni saman að því sem þeir eiga sameiginlegt og það er sjálf- sagt hægt að finna flöt á víð- tækum sameiginlegum kröfum, eins og í vaxtamálum og fleiru. - En ég legg áherslu á að kaupmáttur verði aukinn. Það fólk sem er með kaup á bilinu 37-44 þús. eins og kauptaxtar iðn- verkafólks eru lifir engan veginn af slíkum iaunum og þetta getur ekki gengið svona áfram. Ef við ætlum að halda þessu kaupmátt- arstigi óbreyttu, þá erum við að kalla fátækt yfir fólk. Hins vegar er jafnljóst að það er mýgrútur af fólki hér, sem er fullsatt af sínu kaupi. Við verðum að ieggja áherslu á þá lægst settu í næstu samningum og standa við það, segir Guðmundur Þ. Jónsson. Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingariðnaðar- manna sagði í gær að þó að samn- ingar félaga sambandsins væru í gildi fram á næsta haust, væri alls ekki útilokað að félögin tækju þátt í kröfugerð og samningum með öðrum samböndum verka- fólks, ef slíkir samningar myndu gilda framyfir núgildandi samn- ingstíma. - Samflot er auðvitað langþýð- ingarmest fyrir þá sem verst standa og mér þykir líklegt að það verði sótt hart að stjórnvöldum um kjarabætur, því stór hluti þeirrar skerðingar sem hefur orðið er vegna aðgerða i stjórnvalda, segir Benedikt Da- víðsson. -grh.Mg. Vaxandi líkur eru nú á víötæku samfloti og samstöðu launþega- hreyfingarinnar til sóknar fyrir bættum kjörum í komandi kjara- samningum, en í dag er samn- ingsrétturinn aftur kominn í hend- ur verkalýðshreyfingarinnar. Mynd -Jim. Samningafrelsi Ráðherrar fara með löndum Forsœtisráðherra: Stendur ekki til að setja lóg á ný Mú er mönnum frjálst á ný að semja um kaup og kjor, en oddvitar ríkisstjórnarinnar vilja ekki lýsa því yfir að hún muni virða hverja þá samninga sem gerðir verða, allsherjar yfirlýs- ingar um þau efni séu óskynsam- legar einsog sakir standi. Þó sé næsta víst að samningar sem gerðir verða við hinar stóru launþegafylkingar á grundvelli efnahagsforsenda ríkisstjórnar- innar verði látnir óáreittir. Og „ekki stendur til að setja lög". Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði við Þjóðvilj- ann í gær að það væri út í hött að gefa út slíkar yfirlýsingar nú þeg- ar samningagerð væri á næsta leiti, að gefa út „yfirlýsingar fyrir- fram" væri að binda bæði hendur og fætur og því alrangt. Þó lýsti hann því yfir að ekki stæði til að „setja lög um samninga". Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir ríkis- valdið ekki þess umkomið að tryggja að kjarasamningar fái að standa því „engar slíkar trygging- ar eru til". Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði að Alþýðu- bandalagið væri andvígt því að beita lögum á kjarasamninga þótt flokkurinn hefði stundum neyðst til að fallast á málamiðlanir í þeim efnum. Ekki væri skynsam- íegt að gefa út einhverja allsherj- aryfirlýsingu í eitt skipti fyrir öll viðvíkjandi væntanlegum samn- ingum. En hvað varðaði hinn stóru og fjölmennu samtök launafólks þá væri það ætlun ríkisstjórnarinnar og vilji að samningar tækjust og gengju út frá efnahagsþáttum sem hún hefði lagt fram. Og héldu sínu fulla gildi. ks. Ríkisstjórnin Viðræður við BSRB Ríkisstjórnin ákvað í gær að hefja samningaviðræður við við fulltrúa opinberra starfs- manna á grundvelli samþykktar formannaráðstefnu BSRB frá því í fyrradag. Fjármálaráðherra kynnti sam- þykktina á ríkisstjórnarfundi í gær og féll hún mönnum vel í geð enda í líkum dúr og hugmyndir hennar um samningsgerð. Þár er rætt um ýmsar leiðir að bættum kjörum alþýðu manna með því að stemma stigu við vaxtaokri, bæta um í húsnæðis- og dagvistarmál- um, lækka kostnað heimila ss. söluskatt af matvælum o. fl. ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.