Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis o'g verkaiýðshreyfingar
Fátækt í
Bandaríkjunum
Þegar dæmigerður fjölmiðlanotandi hefur lagt frá sér
blöðin og slökkt á sjónvarpinu, hvaða heildarmynd situr eftir
í kolli hans? Að öllum líkindum er hún ekki beinlínis fögur,
meðal annars vegna þess að í fjölmiðlaheiminum eru góðar
fréttirsvosem engarfréttirog því næsta sjaldgæfar. Kannski
er heimsmyndin eitthvað á þá leið að heimurinn skiptist í þrjá
parta og eru allir slæmir, hver á sinn hátt. í fyrsta heimi -
vestrænum iðnríkjum - ríkir spilling auðsins. í öðrum heimi -
Sovétríkjunum og skyldum ríkjum - ríður spilling skrifræðis
húsum. I þriðja heiminum blómstrar sú spilling sem tengist
fátækt hinna mörgu og ríkidæmi hinna fáu.
Þessi grófa skipting heimsins sem fjölmiðlar skilja eftir sig,
hún felur ísér marga blekkingu. Hún eins og þurrkar þurrkar
út þann mismun sem er reyndar á milli samfélaga innan
hvers ríkjahóps, en hann er meiri en margir vilja vera láta.
Þessi heimsmynd skyggir líka á þá möguleika sem
stjórnmálamenn og félagsmálahreyfingar eiga á því að hafa
áhrif, breyta ástandi, andæfa ranglæti.
Til dæmis að taka: í fyrsta heiminum, í vestrænum iðnríkj-
um er miklu meiri munur á þjóðfélögum en sá sem kemur
fram í misjöfnum hagvexti, sem markaðstrúarmenn vilja
telja eina marktæka mælikvarðann á þjóðfélög. Munurinn
kemur ekki síst fram í því, hvaða tökum mál hinna fátækustu
í hverju samfélagi eru tekin. Eins og bent er á í nýlegum
leiðara í blaðinu Washington Post, er sú hugsun ríkjandi í
bandarískum stjórnmálum að fátækt sé einskonar óum-
flýjanleg afleiðing samfélags í örum vexti. Þar hafa þeir ráðið
ferðinni sem hafna velferðarkerfum á borð við hin evrópsku,
sem mótast hafa af áhrifum verklýðshreyfinga og flokka
þeim tengdum. Hinn bandaríski þanki hefur verið sá, að slík
velferðarkerfi skaði efnahagslífið vegna þess að þau krefjist
mikillar skattlagningar og þau hafi siðspillandi áhrif á það
fólk sem tekur við félagslegri aðstoð.
Þessi viðhorf leiða m.a. til þess að þótt meðaltekjur
Bandaríkjamanna hafi vaxið sl. áratug, þá hefur það góðæri
Reaganstíma sneitt hjá þeim sem fátækastir eru. Sá hluti
landsmanna sem lifir undir opinberum fátæktarmörkum er
stærri en 1978 eða 1968 - og hann er mun stærri en í
Vestur-Þýskalandi eða þá Bretlandi, jafnvel þótt stjórn
Margaretar Thatchers hafi krukkað í velferðarkerfið þar í
landi. Washington Post minnir á það, að fimmta hvert
bandarískt barn búi við fátækt, mörg þeirra hafi ekki sæmi-
legan aðgang hvorki að heislugæslu né menntun sem til
nokkurs dugi.
Hin bandaríska hugsun, sem reynir að réttlæta fátækt
sem óumflýjanlegt ástand, er röng í fleiri skilningi en einum.
Það er vitanlega hægt að standa svo að félagslegri aðstoð
að hún lítillækki ekki og „spilli" viðtakendum hennar. Sú
„spilling" er líka smá í samanburði við þá siðferðilegu hnign-
un alls samfélagsins sem fylgir því að þeir vel stæðu dýpka
jafnt og þétt þá gjá, sem skilur þá frá þeim sem eftir sitja, og
réttlæta þá þróun með því að hún sé náttúrulögmál. Og þá er
eftir að telja þá röksemd með evrópskri félagshyggju sem
kemur þeim hjá Washington Post einna mest á óvart: En
hún er sú, að skattfrek velferðarkerfi Evrópu draga ekki úr
vexti efnahagslífsins. Að minnsta kosti er hagvöxturinn ekki
minni í þeim iðnvæddu samfélögum sem leggja meira á sig í
þágu hinna fátækari en Bandaríkjamenn gera. Eins líklegt
reyndar að hagvöxturinn sé meiri hjá þeim. Hvað hefði
Friedman sagt?....
ÁB.
KLIPPT OG SKORIÐ
Barnaheimili -
fyrirmyndarheimili
Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar
greinina Nauðsyn á þjóðarátaki í
dagvistarmálum í nýtt hefti Þjóð-
lífs. Hún minnir í upphafi á óaf-
látanleg rök þeirra sem ekki vilja
heyra um slíkar stofnanir eins og
frú Árland setur þau fram í At-
ómstöðinni:
„Ég og mínir líkar sem höfum
átt okkar börn eftir guðs og
manna lögum; alið þau upp á sið-
ferðilegan hátt og skapað þeim
fyrirmyndarheimili, viðættum nú
ekki annað eftir en fara að kosta
ólifnað fólks, sem vill brjóta hús á
börnunum okkar.“ Ja svei.
Allir lesendur bókarinnar
muna eftir þessu fyrirmyndarhei-
mili, þar sem foreldrar voru víðs
fjarri þegar börnin þurftu þeirra
mest með, þar sem hroki og sið-
leysi var alið upp í krakkanórun-
um þangað til þau vissu ekkert
hvernig þau áttu að koma fram
við annað fólk. Árlandsbörnun-
um hefði sannarlega ekki veitt af
að komast á gott barnaheimili á
sínum tíma.
Nú orðið eru flestir á því að
börn eigi rétt á forskólamenntun
á leikskóla eða dagheimili, en
fjarri fer þvf að þau geti öll not-
fært sér þann rétt. Kristín segir:
Hættulegur sparnaður
„í Reykjavík birtist leikskóla-
stefna Sjálfstæðisflokksins í því
að aðeins 14 af hverjum 100 börn-
um undir skólaaldri eiga kost á
dagheimilisvist, eða u.þ.b. 1200
böm. Leikskólarými eru hins
vegar um 2600. Sú gerð af dag-
vistarheimilum sem borgin hefur
byggt undanfarið hefur leik-
skólapláss fyrir 72 börn en aðeins
17 dagheimilispláss. Skorturinn á
dagheimilum hefur leitt til þess
að á þeim eru nær eingöngu börn
úr forgangshópum. Börn ein-
stæðra foreldra, námsmanna og
starfsfólks heimilanna. Börn for-
eldra í sambúð sem þurfa á heils
dags vistun að halda eru því ýmist
hjá dagmæðrum eða þeytast á
milli leikskóla og dagmömmu í
hádeginu. Það sama gildir um
forgangsbörnin sem enn eru á
biðlista, en biðtími þeirra hefur
þrefaldast síðan 1981....
Áhersla ráðamanna á leikskóla
skýrist í því ljósi, að rekstrar-
kostnaður dagheimila er þrisvar
til fjórum sinnum hærri en
leikskólanna. Ástæðan er því
sparnaður, þótt uppeldisrök séu
notuð sem yfirvarp. Það að halda
niðri fjölda dagheimila leiðir ekki
til aukinnar samveru barna og
foreldra eins og borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins reyndu að
rökstyðja. Afleiðingin er sú að
fjöldi barna býr við verri uppeld-
isaðstæður en hinu ríka íslenska
samfélagi er sæmandi.
...Daglegur tætingur milli
þriggja eða jafnvel fleiri staða
getur varla verið hollur ungum
sálum. Samt er það hlutskipti
fjölda forskólabarna í íslenska
velferðarsamfélaginu. “
Menntastofnanir
Kristín heldur áfram: „Ég er
þeirrar skoðunar að æskilegt sé
fyrir öll börn, a.m.k. frá tveggja
ára aldri, að komast á barna-
heimili, hvort sem foreldrar
vinna úti eða ekki. Ekkert einka-
heimili er sérstaklega útbúið með
leiktækjum, föndurdóti, bóka-
kosti eða öðru því sem sjálfsagt
þykir á dagvistarheimilum. ...
Fóstrur, með sína uppeldis-
menntun, eiga öðrum fremur að
vera hæfar til að veita börnum
örvun og atlæti sem ýtir undir
hæfileika og þroska hvers ein-
staklings. ...
Draumurinn um rétt allra
barna á forskólamenntun og
tryggum uppeldisaðstæðum ræt-
ist ekki næstu áratugi, nema við
séum reiðubúin til þjóðarátaks.
Ríki, sveitarfélög, samtök launa-
fólks og atvinnurekendur gætu
sameiginlega lyft grettistaki.
Með ríflegum fjárveitingum þess-
ara aðila næstu 5 árin mætti ná
langt í uppbyggingu dagvistar-
heimila.“
James Baker þriðji
Jónas Kristjánsson skrifar
snöfurlegan leiðara í DV á laug-
ardag um bandaríska utanríkis-
ráðherrann James Baker og hef-
ur mál sitt á þessa leið:
„Gesturinn, sem utanríkisráð-
herra okkar hittir í dag í Leifs-
stöð, hefur markað ógeðfelld
spor í stjórnmálasögu Vestur-
landa. James Baker, hinn nýi
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, innleiddi í fyrra hina
neikvæðu baráttu í undirbúning
forsetakosninga vestanhafs.
Baker var starfsmannastjóri
Reagans Bandaríkjaforseta, en
sagði af sér til að geta stjórnað
kosningabaráttu George Bush.
Hann var þar yfirmaður
illræmdra ímyndarfræðinga á
borð við Lee Átwater og Roger
Ailes. Þessir þrír sáu um að draga
baráttuna niður í svaðið.“
Dæmi um þessa „kosningabar-
áttu“ nefnir Jónas fjölmörg:
„Eiginkona mótframbjóðandans
var sökuð um að hafa í skóla
brennt bandaríska fánann...Bak-
er gerði Willie Horton að horn-
steini kosningabaráttunnar.
Horton þessi...framdi óhugnan-
legan glæp í helgarleyfi úr fang-
elsi. Dukakis hafði sem ríkisstjóri
...stutt að fangar fengju helgar-
leyfi við ákveðnar aðstæður...
Baker lét sjónvarpið hamra
auglýsingar, sem gáfu undir niðri
í skyn, að óöld mundi hefjast, ef
Dukakis næði kosningu. Morð-
ingjar og nauðgarar mundu leika
lausum hala undir sérstakri vernd
hins útlenzka hatursmanns þjóð-
arinnar og fánans. ... Eftirminni-
legt er einnig, hvernig honum
tókst að gera orðið „frjálslyndur“
að skammaryrði og próf frá
Harvard-háskóla að eins konar
sakavottorði. ... hin ógeðfellda
kosningabarátta...gafst svo vel,
að menn Dukakis tóku hana upp
um síðir. Framvegis má því búast
við, að kosningabarátta í Banda-
ríkjunum verði háð í svínastí-
unni.“
Einungis eðlilegt
Á mánudag var svo heilsíðu-
grein í DV undir fyrirsögninni
James Addison Baker III, Mikil-
hæfur og farsæll stjórnmálamað-
ur. Þar setur ÓA ofan í við rit-
stjóra sinn og færir hann „up to
date“ f kosningabaráttu vestra,
Jónas hefur greinilega ekki fylgst
nógu vel með:
„Á síðasta sumri lét Baker af
embætti fjármálaráðherra til að
taka að sér stjórn á kosningabar-
áttu vinar síns, George Bush. Þar
vann hann náið með tveimur
þekktum og virtum sérfræðing-
um repúblikana í kosningastarfi,
þeim Lee Atwater og Roger Ai-
les.
Verkefni þeirra var ekki
auðvelt. George Bush var langt
að baki Michael Dukakis sam-
kvæmt skoðanakönnunum og
hafði á sér stimpil sem hálfgerður
auli... Á örskömmum tíma tókst
Baker...að gerbreyta ímynd
Bush í hugum fólks...
Kosningabaráttan á síðasta ári
var talin fremur neikvæð. Slíkt er
hins vegar ekkert nýtt í banda-
rískum stjórnmálum því þar hef-
ur skítkast verið talið eðlilegur
hluti kosningabaráttunnar frá því
elstu menn muna. Á síðasta ári
beittu báðir frambjóðendur
skítkasti gegn mótframbjóðanda
sínum, en slíkt er einungis eðli-
legt.“
Þá veistu það, Jónas.
SA
Þjóðviljinn
Síðumúla 6 -108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet
Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim
Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.ólafur
Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs
Helgarblaðs), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ömarsson (íþr.),
Þröstur Haraldsson.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingast jóri: Olga Clausen.
Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Eria Lárusdóttir
reiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
roiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
heimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
ey rsla, afgreiðsla, ritstjórn:
umúla 6, Reykjavík, símar: 681333 &
glysingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
ibrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt Helgarblað: 100 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. febrúar 1989