Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRÉTTIR
Nató
Agreiningur um Lance
Vestur-Þjóðverjar vilja að ákvörðun um endurnýjun flauganna sé
frestað um 2-3 ár
Samkomulag náðist ekki í við-
ræðum James A. Baker, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, og
vesturþýskra ráðamanna á sunn-
udag og mánudag um endurnýjun
skammdrægra kjarnaflauga Nató
af gerðinni Lance, sem flestar eru
staðsettar í Vestur-Þýskalandi.
Vill vesturþýska stjórnin að frest-
að sé að taka ákvörðun um
endurnýjunina til 1991 eða 1992.
Bandaríkjamenn og Bretar
hafa hinsvegar lagt áherslu á að
ákvörðun um endurnýjunina yrði
tekin á þessu ári. Hans-Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra
Vestur-Þýskalands, sagði í gær að
endurnýjun flauganna væri ekki
grundvallaratriði viðvíkjandi ör-
yggi Vesturlanda; öllu meira máli
skipti að ná samkomulagi við
Varsjárbandalagið um að herir
þess og Atlantshafsbandalagsins,
væddir svokölluðum venjulegum
vopnum, yrðu jafnir að styrk.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakannana er meirihluti fólks í
Vestur-Þýskalandi andvígur því
að nokkur ný kjarnorkuvopn séu
staðsett þarlendis og ekki telur
almenningur þar heldur mikla
hættu á hernaðarárás að austan.
Ólíklegt er talið að Bandaríkja-
stjórn muni leggja fast að stjórn
Helmuts Kohl í þessu máli, því að
það gæti leitt til þess að hún félli
og við tæki stjórn undir forustu
jafnaðarmanna, sem vilja öll
kjarnorkuvopn burt af evrópskri
grund.
Reuter/-dþ.
Rushdie dæmdur
til dauða
Khomeini höfuðklerkur eggjar múslíma að
drepa höfund Kölskaversa og alla þá erstuðli
að útgáfu bókarinnar
Ruhollah Khomeini, hiiyi há-
aldraði höfuðklerkur Irana,
dæmdi í gær til dauða indversk-
breska rithöfundinn Salman
Rushdie, höfund þeirrar nú
heimsþekktu bókar Kölskaversa
(Satanic Verses), sem og alla þá,
er stuðluðu að útgáfu bókarinnar
vitandi vits um efni hennar. Hef-
ur Khomeini komist að þeirri
niðurstöðu, að sögn Teheranút-
varpsins, að téð bók Rushdies sé
guðlast og árás á íslam, Múham-
eð spámann og Kóraninn.
„Eg heiti á alla múslíma að
taka þá (þ.e. höfund bókarinnar
og þá sem stuðla að útgáfu henn-
ar) af lífi hvar sem þeir hitta þá
fyrir,“ stóð í boðskap Khomeinis.
Hann tók ennfremur fram, að
þeir sem sjálfir kynnu að láta lífið
við að fullnægja dauðadómun-
um, yrðu píslarvottar. Það þýðir
samkvæmt íslömskum átrúnaði
að þeir fara til paradísar þegar
eftir dauðann og þurfa ekki að
bíða dómsdags.
Mir-Hossein Mousavi, forsæt-
isráðherra írans, tilkynnti í gær
að dagurinn í dag yrði sorgardag-
ur þarlendis í mótmælaskyni gegn
Kölskaversum. Fimm menn voru
drepnir í óeirðum út af bókinni í
Islamabad, höfuðborg Pakistans,
Morð algengasta dánarorsök
Síðustu árin hafa morðog dráp verið algengastadánarorsökfullorð-
inna karlmanna í Kólombíu, samkvæmt skýrslu gerðri fyrir yfirstand-
andi ráðstefnu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf. Um
11.000 manns voru drepnir í Suður-Ameríkulandi þessu, sem hefur
um 28 miljónir ibúa, 1987. Sláturreikningur þessi skiptist niður á her,
lögreglu, dauðasveitir svokallaðar, eiturlyfjamafíur, „venjulega"
glæpamenn og skæruliða. Yfir 3400 voru drepnir af pólitískum ástæð-
um þarlendis á tímabilinu frá jan. til okt. s.l. ár og hægrisinnaðar
dauðasveitir drápu á sama tíma um 150 vændiskonur, betlara og
flökkubörn í „hreinsunarskyni".
Reuter/-dþ.
Pólskrússnesk mótmæli
Tugþúsundir manna, flestir af pólsku og rússnesku þjóðerni, komu
á sunnudag saman í Vilnu, höfuðborg Litháens, til að mótmæla til-
skipun, sem þarlend stjórnvöld nýlega gáfu út til eflingar litháísku.
Samkvæmt tilskipuninni verða allir embættismenn, opinberir starfs-
menn og leiðandi menn (atvinnurekstri að kunna landsins tungu. Haft
er eftir fólki á mótmælafundinum að það telji að tilskipunin geri það að
„annars flokks borgurum" í landinu.
Reuter/-dþ.
Kópadráp rannsökuð
Tilkynnt hefur verið af hálfu norsku stjórnarinnar að hún hafi ákveðið
að láta alþjóðlega nefnd rannsaka hvað hæft sé í ásökunum á hendur
Norðmönnum um grimmdaraðferðir við selveiðar. í heimildakvik-
mynd, sem tekin var af selveiðum á Norður-íshafi s.l. ár og sýnd í
Bretlandi og Svíþjóð í s.l. viku, sáust selkópar drepnir á næsta hroða-
legan hátt og vakti þetta áköf mótmæli í báðum löndum. Reuter/-dþ.
Boeynants sleppt
Paul Vanden Boeynants, fyrrum forsætisráðherra Belgíu, sem rænt
var fyrir mánuði, var sleppt úr haldi á mánudagsnótt, eftir að fjölskylda
hans haföi greitt mannræningjunum yfir 150 miljónir króna í lausnar-
gjald. Vanden Boeynants, sem er 69 ára, er að sögn við sæmilega
heilsu eftir fangavistina. Honum var að sögn lögreglu haldið föngnum í
Frakklandi, en ekki mun enn vitað með vissu hverjir rændu honum.
Reuter/-dþ.
Khomeini - banamenn „guðlast-
ara“ verða píslarvottar.
á sunnudag og einn á mánudag í
Srinagar, höfuðborg Kasmírs.
Reuter/-dþ.
Lettland
Lög gegn
innflutningi
fólks
Ríkisstjórn Lettlands hefur
ákveðið að setja höft á innflutn-
ing fólks frá öðrum sovétlýðveld-
um, og liggur á bak við ákvörðun-
ina ótti um að Lettar verði að öðr-
um kosti innan skamms þjóðern-
isminnihluti í eigin landi. Talið er
að nú sé aðeins um helmingur
íbúa landsins af lettnesku þjóð-
erni.
Nánar verður greint frá smáat-
riðum þessarar ráðstöfunar síðar
í vikunni. Einnig hefur lettneska
stjórnin ákveðið að staðartími
verði þar frá komandi vori klukk-
utíma á eftir Moskvutíma, eins og
var meðan Lettland var sjálfstætt
á tímabilinu milli heimsstyrjald-
anna. Áður hafði stjórn Eistlands
tekið samskonar ákvörðun.
Reuter/-dþ.
ITT
Sjónvarpstæki
Qárfesting í gæðum
(jNOircdp]
HÆU og FRYSTISKAPAR
Ótrúlegt verð
4ú4ti*t*i en
ALÞYPUBANDALAQÍP
Alþýðubandalagið
Umræöufundur um EB
Sunnudaginn 19. febrúar í framhaldi af opinni ráðstefnu
Alþýðubandalagsins um EB, heldur Alþýðubandalagið
umræðufund að Hverfisgötu 105 frá kl. 13-17.
Stuttar framsögur og umræður. Tora Aasland Houg,
þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi situr fyrir
svörum. Félagar fjölmennið.
AB
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Bæjarmálaráð
Alþýðubandalagið í Kópavogi boðar til fundar mánudaginn 20. febrúar kl.
20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11.
Áríðandi umræður um fjármál bæjarins.
Stjórn ABK
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Morgunkaffi
laugardaginn 18. feb. kl. 10-12.
Valþór Hlöðversson hellir uppá könnuna á skrifstofunni í Þinghóli.
Stjórnin
ABR-félagar
Hernaðarframkvæmdir
ABR hvetur félaga sína til að mæta á fundinn um auknar hernaðarfram-
kvæmdir, sem verður á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 að Hverfisgötu 105.
Aukin hernaðaruppbygging?
Varaflugvöllurinn - hluti heildaráætlunar um
hervæðingu á norðurslóðum
Vigfús Geirdal flytur framsögu á fundi áhugahóps um
utanríkismál á fimmtudagskvöld kl. 20.30 á Hverfisgötu
105, 4. hæð.
Áhugahópur um utanríkismál
Alþýðubandalagið Neskaupsstað
Félagsfundur
Alþýðubandalagið heldur félagsfund miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20.30
að Egilsbraut 11.
Dagskrá:
1) Kosning bæjarmálaráðs.
2) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
ABfí
Spilakvöld
Þriðja spilakvöldið í fjögurra kvölda keppninni verður
þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 105.
Svavar Gestsson menntamálaráðherrá verður gestur
kvöldsins.
Mætið vel og stundvíslega.
Spiianefndin.
Svavar
Verkamannafélagið
Hlíf
Hafnarfirði
Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaöarráös
Verkamannafélagsins Hlífar um stjórn og aðra
trúnaðarmenn félagsins fyrir áriö 1989 liggja
frammi á skrifstofu Hlífar frá og með þriðjudegin-
um 14. febrúar. Öðrum tillögum ber að skila á
skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, fyrir kl.
16.30 föstudaginn 17. febrúar og er þáframboðs-
frestur útrunninn.
Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar
Breiðfirðingafélagið
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík
verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl.
20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50A.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur
mál.
Stjórnin
Auglýsið í Þjóðviljanum