Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Hvað viltu fá út úr kom- andi kjarasamningum? Heiðar Baldursson rafeindavirki: Að þeir lægstlaunuðu fái nauðsynlega kauphækkun og að öllum verði tryggð full atvinna. Guðmundur Guðbrands- son sjómaður: Ég vil lengri kaffi- og matartíma, frí á milli mála og kaupið sent heim. Að sjálfsögðu vill maður að takist að jafna tekjuskiptinguna í landinu en þó er ég svartsýnn á það. Oddur Guðmundsson bílstjóri: Ég vil sjá jafnari tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, en að hækka launin með sömu prósentuhækkun á alla launaflokka tel ég núna vera tímaskekkju. Vilhjálmur Gíslason verkstjóri: Meiri kaupmátt. Ég hef í Ijósi reynslu liðinna ára ekki trú á að takist að jafna tekjuskiptinguna frá því sem nú er. Páll Sigurðsson lagerstjóri: Meiri kaupmátt með hærri launum og lægri vöxtum. Svo má alltaf reyna að jafna tekjuskipt- inguna þó svo að það hafi ekki borið mikinn árangur hingað tii. þiÓÐVIUINN Mlðvikudagur 15. febrúar 1989 32. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN CQ4 OZ[Q ÁLAUGARDÖGUM 681663 Natóaðild Mótmælt af list Listagyðjurnar rísa enn á ný öndverðar gegn Natóaðild og hersetu. Bœkistöð baráttunnar í ár verður Listasafn ASÍ Herstöðvaandstæðingar mót- mæla því í næsta mánuði að íslendingar skuli enn vera í Nató. 30. mars 1949 hurfum við frá hlutleysi og gengum í hernaðar- bandalag, mörgum til sárrar raunar. Listamenn og aðrir bar- áttumenn hafa árlega minnst þessa óheillaskrefs með baráttu- fundum, en inn á milli hafa verið viðameiri aðgerðir, til dæmis var haldin eftirminnileg fundaröð á Kjarvalsstöðum fyrir tíu árum. Undirbúningsnefnd baráttu- daganna í vor hefur nú starfað í tæpt ár og er að leggja síðustu hönd á undirbúninginn þessa- dagana. Við höfðum samband við Guðmund Georgsson og Árna Hjartarson af því tilefni. Steingrímur Hermannsson tók í utanríkisráðherratíð sinni við leyniskjölum úr höndum Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Á milli þeirra kemur Árni Hjartarson auga á að í möppunum sé líklega gott efni í leikrit. verður óvenjuleg og spennandi sýning, því má lofa. Á kaffistofunni í Listasafninu verður sérstök sýning á „Ræksnu“, skopteikningum sem Sigurður Thoroddsen gerði af þingmönnunum sem stóðu að að- ildinni að Nató. Svo verða daglega dagskrár af öllu tagi innan um listaverkin, sérstakur sönghópur starfar þessa baráttudaga, flutt verður önnur tónlist af ýmsu tagi, bæði sígild tónlist og djass. Kolbeinn Bjarnason hefur verið okkur innan handar við að velja verk og tóniistarfólk. Auk þess eru ráð- gerðir popptónleikar, líklega í stærra húsnæði. Svo verða bók- menntadagskrár, upplestur bæði á bundnu máli og lausu. Og loks verður frumflutt leikrit sem nú er verið að æfa af krafti. Lokadagurinn verður 2. apríl, þá verður stór baráttufundur í Háskólabíói." Réttardrama Árni Hjartarson sagði að leikritið héti „Réttvísin gegn fréttastofu útvarps" og væri eftir höfund sem kallaði sig Justus. „Pað er byggt á málinu sem varð út af leyniskjölunum sem Norð- maðurinn Dag Tangen sagðist hafa séð um óeðlileg samskipti íslenskra ráðamanna og banda- rískra sendiráðsmanna og sem Þór Whitehead sagði tóman uppspuna til að koma höggi á pól- itíska andstæðinga. Síðan hafa komið fram gögn sem koma heim við skjölin sem Tangen talaði um. Leikritið gerist í dómsalnum þar sem málið er leitt til lykta, kveðinn upp dómur yfir útvarps- mönnum. Þetta gerðist ekki í raun og veru en hefði verið eðli- legt framhald af málsatvikum að reifa þau fyrir rétti.“ Árni sagði að leikritið væri um klukkustundar langt í flutningi og æfingar gengju vel. SA Flogið stjómlaust Yngsta skáldakynslóðin treður upp á Hressó í kvöld Málverkasýning ramminn „Miðvikudaginn 22. mars verður opnuð málverkasýning í Listasafni ASÍ við Grensásveg sem verður eins konar rammi utan um dagskrána alla vikuna á eftir,“ sagði Guðmundur. „Við fengum Ingiberg Magnússon og Þorlák Kristinsson til að hafa samband við listamenn og velja myndir á sýninguna. Mönnum var í sjálfsvald sett hvort þeir sendu verk sem þeir áttu eða sköpuðu ný og ekki var kveðið strangt á um myndefni, en þetta Ikvöld ætla yngstu og bestu skáldin að lesa úr verkum sín- um á Café Hressó og byrja kl. 20.30. Tiiefnið er ný og safarík bók sem Útgáfufélag framhalds- skólanna var að gefa út með Ijóð- um og smásögum: Flogið stjórn- laust upp úr sandkassanum. Árið 1987 stóð Útgáfufélag framhaldsskólanna fyrir sam- keppni meðal skólafólics um smá- sögur og ljóð. Þokkalegur af- rakstur varð, um 80 ljóð bárust og 20 smásögur og úrvalið fór í bókina Kjaftæði. I vor stóð fé- lagið aftur fyrir samkeppni ásamt Ríkisútvarpinu og urðu undir- tektir ennþá betri, nú bárust alls um 300 ljóð og 70 smásögur frá öllum framhaldsskólum á landinu. Úr þessu völdu Einar Kárason, Hildur Bjarnadóttir og Sjón efni í bókina auk þess sem þau verðlaunuðu þrjú ljóð og fjórar smásögur. Einstakt tæki- færi gefst í kvöld til að sjá skáldin sjálf lesa úr verkum sínum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.