Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 11
I DAG LESANDI VIKUNNAR „Ég er latur og fer sjaldan í bíó, en ég fer stundum á myndbanda- leigur og tek 3-4 myndir í einu, og ég er ákveðinn í að sjá Red Heat þegar hún kemur á myndbandi.“ En í sjónvarpi? „Ég reyni að missa ekki af Valgerði Matthíasdóttur." En í útvarpi? „Ég lýsi yfir sérstakri ánægju minni með Illuga Jökulsson (og Guðmund Andra Thorsson). Svo hef ég stundum gaman af dæg- urmálaútvarpi. Þeir eru svo drýldnir strákarnir þar. Fólk á að vera ánægt með sjálft sig.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Steingrím J. Sigfússon. Hann tekur lífið svo ótrúlega alvar- lega.“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Ég myndi gera það með eftir- farandi hætti: Ég myndi gera Egil Jónsson frá Seljavöllum að for- sætisráðherra. Ég hef mikla trú á honum, þetta er stórlega vanmet- inn maður." Á að iækka kaupið ef fyrirtæki gengur illa? „Eg er andvígur fyrirtækjum sem borga illa, þó að mörg þeirra séu auðvitað bráðnauðsynleg. Ég legg til að málið verði sett í nefnd.“ Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Það á að vera þannig að allir eigi einhvers staðar heima. Ég var að velta þessu vandlega fyrir mér á kaffihúsi nýlega, þú veist hvað maður hittir gáfað fólk þar, og niðurstaðan þar varð sú að mjög æskilegt væri að allir ættu einhvers staðar heima. Það er gott fyrirkomulag.“ Hvaða kaffítegund notarðu? „Einu sinni tók ég viðtal við ungt og efnilegt skáld sem heitir Jón Gnarr. Hann gaf mér ósköp gott kaffi og ég spurði hvaðan það kæmi. Hann sagði að þetta væri grískt kaffi. Eftir viðtalið spurði ég hann hvar hann fengi svona grískt kaffi og þá sagði hann að það héti bara Bragakaffi. Síðan drekk ég það.“ Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða aldrei súrsaða sels- hreifa. Að baki er bitur reynslu- saga sem við skulum ekki rekja á þessum vettvangi." Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „í Istambúl. Ég las einu sinni ljóð eftir Henrik Norbrandt sem gekk út á að allir hlutir í lífinu ættu að heita eitthvað. Einn hét skóhorn og annar María, og Mar- ía dó. Að skóhorninu leitaði hann hins vegar í fjórar klukku- stundir á skítugu hóteli í Istamb- Úl.“ Hvernig fínnst þér þægilegast að ferðast? „í huganum.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Gott og friðsælt og grösugt, þar sem menn, dýr, blóm og hús- flugur lifa í sátt og samlyndi. Stundum skín sól og stundum skín ekki sól.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hver er fallegasta kona sem þú hefur nokkru sinni séð.“ Hver er fallegasta kona sem þú hefur nokkru sinni séð, Hrafn? „Ingrid Bergman á yngri árum. Og Ragnheiður." SA Hrafn Jökulsson blaðamaður /tskilegt að allir eigi einhvers slaðar Hvað ertu að gera núna, Hrafn? „Þessari spurningu ætla ég að . svara snöfurlega. Ég er að taka saman sokkaplöggin mín og ætla upp í sveit." Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Um þetta leyti fyrir tíu árum var ég að jafna mig eftir alvarlegt andlegt áfall sem ég varð fyrir þegar Flosi vinur minn Albert Helgi Kristjánsson henti mér út úr enskutíma í gagnfræðaskóla. Henti f orðsins fyllstu merkingu. Einhver sagði einhvern tíma: ég var vondur sonur. Ég var hins vegar ódæll nemandi, og það endaði með því að Flosi henti mér út. Sárgrætilegast var að bekknum mínum fannst þetta sjálfsagt og eðlilegt, þó að sumir hafi seinna séð eftir stuðningi sín- um við Flosa Albert Helga. Ég náði síðar að hefna mín á Flosa: ég kenndi honum að meta Megas." Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Skák. Ég held því fram að líf manna sé aðeins leit að einhverj- um til að tefla við.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Margar.“ Hvað fínnst þér þægílegast að lesa í rúminu á kvöldin? „Ég les eiginlega aldrei í rúm- , inu á kvöldin.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Egils sögu. Þegar ég var 15 ára, nýbúinn að jafna mig eftir áfallið í enskutímanum, ákvað móðir mín að senda mig á sumar- skóla í Englandi. Þar var ég í mánuð. Ég tók einhverra hluta vegna með mér eina bók, það var heima Egils saga. Mér leiddist voðalega mikið í skólanum. Og ég bjó hjá konu sem átti sjö ketti svo ég var alltaf að lesa Égils sögu. Ég las hana sex sinnum. Ég hitti engan íslending — nema Egil náttúr- lega. Svo hitti ég Illuga í London og hann fór að spilla mér eins og hann hefur alltaf gert síðan, fór með mig á pöbb og eftir tvo bjóra - meira þurfti ekki í þá daga - var ég farinn að tala forníslensku upp úr Egils sögu. Það var það sem ég lærði í þessum skóla.“ Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Ég var frekar ómenningarlegt barn og hafði áhyggjur af því framan af aldri. Én ég las alls konar strákabækur, ævintýra- bækur, sjóræningjasögur og Ali- stair MacLean, ég átti verk hans komplett. 20. apríl 1978 seldi ég Alistair MacLean komplett, og um kvöldið á Melavellinum vann Valur Ármann 9:1 á Reykjavík- urmótinu." Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Það var í haust einhverju sinni að Sveinn Einarsson hringdi til mín af því að fjölskylda hans hafði brugðist og hann vantaði einhvern til að sjá Hvar er hamar- inn? eftir Njörð P. Njarðvík með sér. Það var óhemjulega leiðin- legt stykki.“ Er eitthvað í leikhúsunum núna sem þú ætiar ekki að missa af? „Það eru alltaf sýningar í leikhúsunum sem ég ætla ekki að missa af en sem ég missi jafnstað- fastlega af. Sýningar sem ég ætla að missa af núna eru Koss kóng- ulóarkonunnar, „og mærin fór í dansinn..." og Óvitar." En í bíó? þJÓÐVILIINN FYRIR50ÁRUM Hlíf ÍHafnarf. rekin úrAlþýðu- sambandinu fyrir að framfylgja lögumfélagsins. Nokkriratvinnu- rekendurstofnaklofningsfélag. Dagsbrún og félögin í varnar- bandalaginu munu veita Hlíf full- an stuðning. Bretar og Frakkar hóta Spán- arstjórn afarkostum. Verkalýðsfélag Dalvíkurskor- ar á Alþingi að lækka ekki gengi krónunnar. 15. FEBRUAR miðvikudagur í sautjándu viku vetrar, tuttugasti og sjöundi dag- ur þorra, fertugasti og sjötti dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl.9.23 en sestkl. 18.02.Tungl vaxandi á öðru kvartili. VIÐBURÐIR Imbrudagar. ASB stofnað 1933, fyrsti formaður Laufey Valdi- marsdóttir. Ingibjörg H. Bjarna- son tekur sæti á þingi fyrst kvenna1923. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 10.-16. febr. er í Laugavegs Apóteki og HoltsApóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............simi 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær...............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjukrabílar: Reykjavík...............sími 1 11 00 Kópavogur...............simi 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LCKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavfkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar i sim- svara 18888. Borgarspftalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17ogfyrirþá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstöðinvið Barónsstíg opi'n alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: aila daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöf in Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miövikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar haf a verið of beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vfnnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260allavirka dagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aöstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. GENGIÐ Gengisskráning 14. febrúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 51,18000 Sterlingspund.............. 90,07700 Kanadadollar............... 43,19500 Dönsk króna................. 7,07390 Norskkróna.................. 7,61100 Sænsk króna................. 8,09680 Finnsktmark................ 11,92730 Franskurfranki.............. 8,08050 Belglskur f.ranki....... 1,31220 Svissn.franki.............. 32,37190 Holl.gyllini............... 24,35350 V.-þýskt mark.............. 27,49760 Itölsklíra.................. 0,03773 Austurr. sch................ 3,90990 Portúg. escudo.............. 0,33620 Spánskurpeseti.............. 0,44260 Japanskt yen................ 0,40283 Irsktpund.................. 73,43100 KROSSGATA 1 2 3 m 4 I5- 3 3 i^J 9 i 9 10 L3 11 12 3 13 □ 14 • L J 1B 19 ' L. J ÍrJ 10 10 20 n 22 ii □ 24 9 2C ' J Lárétt: 1 poka4bund- ið 8 fugl 9 viðauki 11 uml 12 vætan 14 eins 15þolgóð17gott19 Stilltur21 kvabb22 band 24 bindi 25 kven- mannsnafn Lóðrétt: 1 litill 2 slungin3gleöst4gild- ni 5 mann 6 afturendi 7 pinnar10hringur13 ffngerð 16 hugboð 17 kærleikur18þjóta20 skelfing 23 samtök Lausnásfðustu krossgátu Lárétt: 1 dekk 4 safa 8 vestrið 9 spöl 11 Otti 12 alltaf 141115 alur 17 snúni 19aur21 æti22 nögl24lurk25rall Lóðrétt: 1 dúsa2 kvöl 3keltan4stofu5art6 fltl 7 aðilar 10 plöntu 13 alin16ragaf7sæl18 Úir20ull23ör Miðvikudagur 15. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.