Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 7
 Pjóðarbókhla&a Vestur á Melum stendur þrettán þúsund fermctra hús sem enn hýsir einungis vinda himins- ins en var reist til að rúma hand- rit, hljóðsnældur, plötur, geisla- diska og miljón bækur. Það heitir Þjóðarbókhlaða og starfsemin sem það á að hýsa heitir Þjóð- bókasafn. Og menn spyrja: Hve- nær verður flutt í þetta mikla menningarhús? Ályktunin komin á fertugsaldur Það var árið 1957 sem Alþingi ályktaði að sameina ætti eins fljótt og hægt væri Háskólasafn og Landsbókasafn í eitt bókasafn sem yrði aðalsafn landsins í fjöl- mörgum greinum mennta og vís- inda. Áratug síðar var stofnaður byggingarsjóður og Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá því að nýju bókasafnshúsi hefði verið úthlut- að lóðinni vestan við Melavöll- inn; enn einum áratug síðar voru teikningar að Þjóðarbókhlöðu samþykktar. Fyrsta skóflustunga var tekin 1978, og smám saman reis húsið með sérkennilegum háum og mjóum gluggum sínum. Þegar núverandi Bandaríkjafor- seti heimsótti Island í varafor- setatíð sinni og hljóp morgun- hlaupið sitt á Melavellinum voru öryggisverðir hans lafhræddir við þennan mikla miðaldakastala með skotraufunum og bjuggust sífellt við árás þaðan. Hornsteinn var lagður 1981 og nú er húsið að mestu tilbúið undir tréverk. Talað er um að flutt verði inn í það 1992-3. Af þessu tilefni boðaði stjórn Háskólabókasafns til fundar á föstudaginn, í samráði við Lands- bókasafn og byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu, til að kynna fréttamönnum og framámönnum húsið og starfsemina sem það á að hýsa fullbúið. Kalt var í veðri þennan dag og næddi um fundar- menn í víðum steinsalnum þar sem einhvern tíma verður meðal annars vel búinn fyrirlestrasalur fyrir hundrað gesti. Mörg híbýli Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður gekk með gestum um hið mikla hús eftir brýningar- ræður og myndasýningu úr er- lendum söfnum. Hann byrjaði efst, uppi á fjórðu hæð, og innréttaði snarlega á þriðja þús- und fermetra, kom þar fyrir stól- um og vinnuborðum fyrir nokkur hundruð manns, hillum undir er- lendan ritakost, snældur, hljóm- plötur og geisladiska, mynd- bönd, kvikmyndir og skyggnur og kennslustofum fyrir bóka- safnsfræði. Á þriðju hæð verður einnig rými fyrir fólk sem vill vinna á safninu, en alls verða í húsinu um 800 lessæti fyrir gesti safnsins. Þarna verður hins vegar aðal- tímaritageymsla safnahússins, bæði innlend og erlend tímarit í Ofarlegaá forgangslista Áróðursfundur um Þjóðarbókhlöðu sem áætlað er að taka í notkun eftir fjögur ár 4.1 4.2 4.3 4.4 4.5 4.6 4.7 3. HÆÐ Lessvæði Málstofur og kennslustofur Ilópvinnuherbergi Bækur á sjálfbeina Illjóðrit Nýsigögn Lesbácar 2.1 Aðföng og skráning 2.2 Útlán og upplýslngar 2.3 Handbækur, skrár og skjáir 2.4 Stjórnsýsla 2.5 Fyrirlestrasalur 2.6 Sýningarsvæði 2.7 Kaffistofa 3.1 3.2 3.3 3.4 3.5 3.6 3.7 Lessvæði Lesherbergi Timarit á sjálfbelna Ný tfmarit Námsbókasafn Tlmaritaþjónusta Lesbásar 1.1 Lestrarsalur 1.2 Handritadeild 1.3 Sérsöfn, kortasafn 1.4 íslandsdetld (Þjóðdeild) 1.5 Skrár og skjáir 1.6 Vörumóttaka 1.7 Bókband, viðgerðastofa K.l öryggisgeymsla K.2 Handritageymsla K.3 Bókageymslur K.4 Myndastofa K.5 Prentstofa K.6 Tölvumlðstöð K.7 Loftræsi- og tæknibúnaður K.8 Loftinntaksstokkur FORHÝSI 0.1 Inngangur 0.2 Lyfta 0.3 Brú CARDUR G.l Tjörn Þversnið af Þjóðarbókhlöðu með skýringum. A sjálfbeina merkir að þar nái gestir sér sjálfir í bækur og tímarit. stórum stfl, og öll þjónusta varð- andi þau. Svo hjartanlega velkominn Önnur hæð hússins er aðalhæð þess, inn á hana koma gestir yfir brúna inn í forhýsi og blasir þá við þeim rúmgóð afgreiðsla. Finn- bogi sagðist jafnan hafa í huga, þegar hann hugsaði um þessa af- greiðslu, spjaldið í glugga Hjálp- ræðishersins þar sem hefði stað- ið: Af hverju kemurðu ekki inn? Þú ert svo hjartanlega velkom- inn! Á þessari hæð verða líka spjaldskrár og tölvuupplýsingar um gögn safnsins, sýningarsvæði, fyrirlestrasalurinn áðurnefndi, kaffistofa og lessæti í handbóka- deild. Öryggisvarsla verður við aðal- inngang og inn í bækur verða lagðar málmþynnur sem ýla ef af- Þjóðarbókhlaðan minnir á mið- aldakastala með turnum sínum, skotraufum í álskjöldunum, síkj- um og brú. Mynd Jim Smart. greiðslumenn hafa ekki afhlaðið þær með þar til gerðum búnaði. Á fyrstu hæðinni slær hjarta hússins, þar verður íslands- deildin með bókum og handritum sem gestir hafa ekki beinan að- gang að heldur panta þeir bækur sem þeir fá svo Iánaðar í sæti sín líkt og nú tíðkast á Landsbóka- safni. Á þessari hæð verða líka ýmis sérsöfn, til dæmis Benediktssafn- ið sem nú er á Háskólasafni, Nonnasafn að norðan, Kvenna- sögusafnið og safn Jóns Steff- enssen. Þarna verður líka bókbands- og viðgerðastofa. Aðalhandritageymslur verða í kjallara, en Landsbókasafn á nú um 14.000 handrit. Öryggis- geymsla verður fyrir það allra dýrmætasta, merkustu handrit og bækur frá 16. og 17. öld. Miljón bækur Sameiginlegur bókakostur Há- skólasafns og Landsbókasafns er nú um 650.000 bindi, en árleg aukning nemur um 20.000 bind- um. Gert er ráð fyrir að Þjóðar- bókhlaðan rúmi um miljón bindi. Á þessu ári verður 90 miljón- um króna varið til bókhlöðunnar, en menntamálaráðherra sagði í lokaávarpi fundarins að ætti hún að komast í gagnið 1993 yrði að verja meira fé til hennar árlega þangað til, líklega 180 miljónum 1990, 230 miljónum árið 1991 og 250 miljónum 1992. Eignaskatts- aukinn sem á að renna til bygg- ingarinnar verður framlengdur eins og þörf krefur, og þann hluta hans sem ekki hefur farið í bók- hlöðuna á hún inni á vöxtum hjá ríkinu. Það kostar mikið að reka svona safn, sagði Svavar, og nóg um verkefni sem heimta fé eftir að húsið er komið í notkun. Þjóðarbókhlaðan hefur stund- um færst neðarlega á verkefna- lista ríkisstjórna, sagði Svavar Gestsson að lokum, en það dugir ekki að láta svona framkvæmd sofna út af. Verk týnast ef þeim er ekki haldið vakandi. Nú er þetta mikla safn bundið í mál- efnasamningi og komið ofarlega á forgangslista og þar þarf það að vera uns því er lokið. Áfram safnahús Þegar flutt verður í Þjóðarbók- hlöðu losnar húsnæði í fegursta húsi Reykjavíkurborgar að margra mati, Landsbókasafninu eða Safnahúsinu við Hverfisgötu við hliðina á Þjóðleikhúsinu. Skipuð hefur verið nefnd til að gera tillögur um framtíð þess en nefndarmenn verjast enn allra frétta um niðurstöður. Þó var á þeim og menntamálaráðherra að skilja að húsið yrði áfram safn af einhverju tagi. SA idagur 15. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Tryggvi Ólafsson málari ræðir við Hörð Helgason sendiherra í nýja sýningarsalnum Myndlist Nýtt gallerí Fyrr í þessum mánuði var opn- að nýtt gallerí í gömlu friðuðu húsi við Amaliegötu í Kaup- mannahöfn. Galleríið ætlar fý'rst og fremst að þjóna nýrri nor- rænni myndlist og hlaut nafnið SCAG (Scandinavian Contem- porary Art Gallery). Fyrsta sýn- ingin er á nýrri íslenskri list, sam- sýning margra listamanna sem eins konar forsmekkur, því mörgum þeirra eiga gestir eftir að kynnast nánar. Núna á föstudag- inn verður svo fyrsta einkasýn- ingin opnuð, þar sýnir Hafsteinn Austmann 30 ný málverk. íslenski dansflokkurinn Leggur land undir fót Hlíf Svavarsdóttir vann í fyrra fyrstu verðlaun fyrir ballettinn „Af mönnum“, við tónlist Þork- els Sigurbjörnssonar, í keppni ungra danshöfunda í Osló. Nú hefur íslenska dansflokknum boðist að sýna verk Hlífar á heilskvöldssýningum í fjórum óp- eruhúsum Norðurlanda í haust, Svenska teatern í Helsinki, Stora teatern í Gautaborg, Södra teat- ern í Stokkhólmi og Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Háskólatónleikar Víóla og píanó Á Háskólatónleikunum í dag kl. 12.30 í Norræna húsinu leika Helga Þórarinsdóttir og Þor- steinn Gauti Sigurðsson saman á víólu og píanó sónötur eftir J. S. Bach og Boccerini og útsetningu á adagiokafla úr Toccötu fyrir orgel eftir Bach. Myndlist Ásgerður í Borg Ásgerður Búadóttir opnar sýn- ingu á níu verkum í Gallerí Borg á morgun, fimmtudag, kl. 17.00. Elsta verkið er frá 1986 en það nýjasta var tekið úr vefstólnum fyrir fáeinum dögum. Þetta er sjöunda einkasýning Ásgerðar hér á landi. „Myrkir músíkdagar“ Hljóðskúlptúrar Þriðju tónleikar „Myrkra mús- íkdaga“ verða haldnir í kvöld í Norræna húsinu og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni verður ný raf- og tölvutónlist, hljóðskúlp- túrar eftir Jonathan Harvey, Paul Lansky, Þorstein Hauksson, Ali- stair MacDonald, Stefanos Vassiliadis og Kaija Saariho. Verk Þorsteins heitir Chanto- uria og fjallar um ímyndað land söngva og dansa, töfra og galdra, ljóss og myrkurs. Það var samið að tilhlutan miðstöðvar nútíma- tónlistarrannsókna í Aþenu 1987-8.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.