Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Skyldu stjórnmálamenn gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif orð þeirra hafa á hinn almenna borg- ara? Ætli þeir sjái fyrir, hvaða sprengjum þeir varpa stundum á heimilin, um skjái og útvarps- bylgjur? Eg efast um það. Ég er a.m.k. viss um, að hvorki borgarstjóri, fulltrúi sjálfstæðis- manna í dagvistunarmálum eða yfirmaður félagsmála Reykjavík- urborgar hafa íhugað nándar nærri nógu vel, hvaða orð þau hafa látið falla um dagvistunar- mál í ýmsum útvarps- og sjón- varpsþáttum undanfarin misseri. Fyrir u.þ.b. hálfu ári horfði og hlustaði ég á Önnu K. Jónsdóttur segja okkur, að vandinn í dagvist- un væri allt að því leystur. Reykjavíkurborg væri sneisafull af velbúnum dagvistarheimilum og leikskólum, þar sem allt mor- aði af menntuðum fóstrum, og þess utan væru prúðar og yndis- legar dagmæður eins og mý á mykjuskán um alla borg, fýrir þau örfáu börn sem einhverra (?!) hluta vegna væru á biðlista. Nokkrum vikum síðar var myndavél beint að borgarstjóra, Davíð Oddssyni og hann horfði hreinskilnislegum augum sínum beint í hjartastað foreldra og tjáði okkur, að konur ynnu bara hálfan daginn og þar með væri hverfandi þörf á dagvistarheimil- um; leikskólar og aðrar hálfs- dagsvistanir væru meira áherslu- atriði. Og nú síðast á föstudagskvöld 3. febrúar taldi Árni Sigfússon upp allt það sem Sjálfstæðis- flokkurinn væri búinn að gera fyrir foreldra og ennfremur hvað hann ætlaði að gera allt miklu betur en Vinstri-borgarstjórnin gamla hafði gert. Svo kallaði hann málaflokkinn, sem hann er skipaður yfir „Smámál.“ Mikið væri nú gaman að lifa ef allt þetta fólk hefði verið að segja satt. Ekki einasta væri þá ekki um það að ræða, að foreldrar og þá einkum konur, væru þeir nútíma- smámál smáfólksins Hanna Lára Gunnarsdóttir skrifar þrælar sem þeir eru og. börnin væru þá örugg hjá hæfu og góðu fólki - heldur ekki síður hitt, að mikið væri nú gaman að eiga sannsöglan borgarstjóra og borg- arfulltrúa. Dauð og ómerk orð Tilefni þessara skrifa minna nú eru auk annars grein eftir Kristínu Á. Ólafsdóttur í nýjasta tölublaði Þjóðlífs. Þar gerir hún ítarlega grein fyrir stöðu dagvistarmála og þar er ekki allt jafn fallegt. Fyrr- greind orð sjálfstæðismanna í 'borgarstjórn eru þar með dauð og ómerk. starfi, þá er einfaldlega ekki nóg að gert í dagvistarmálum Reykja- vikurborgar. En stöldrum nú aðeins við. Þetta er að sjálfsögðu aðeins mat mitt og hugsanlega þeirra, sem eru eða hafa verið í vanda staddir með gæslu fyrir börn sín. Stóra spurningin er auðvitað: tölum við sama tungumál og þeir, sem með völdin fara hér í Reykjavík? Höfum við sama verðmætamat að leiðarljósi, eða er hugsanlegt, að ekki séu allir sammála um það hvað gefi lífinu gildi og hvaða forgang málin eigi að hafa? Satt að segja veit ég ekki hvað mér þætti verst; að vanræksla nú- unum, eigi að vera launað sam- kvæmt ábyrgð og álagi, en ekki 10 - 15 launaflokkum neðar en störf við dauða og forgengilega hluti (með allri virðingu fyrir slík- um). Áð ég tali nú ekki um þau mannréttindi, að foreldrum sé gert kleift að vinna sín störf án þess að hafa nagandi áhyggjur af velferð barna sinna dag hvern. Fallegir frasar - en ósannir Nú þykist ég heyra andmælin, sem koma frá stuðningsmönnum borgarmeirihlutans. Það eru frasar á borð við það, „Satt að segja veit ég ekki hvað mérþætti verst; að vanræksla núverandi borgarstjórnar við yngstu borgarana stafaði afkœruleysi, brengluðu verðmætamati eðaþví að borgar- stjórn veit ekki betur. “ Vissulega eru til falleg dag- heimili í Reykjavík og þeim hefur fjölgað - en svo hefur og íbúum hennar, ungum sem öldnum. Vissulega eru til alveg sérstak- lega hæfar og yndislegar mann- eskjur, sem vinna við það á stofn- unum að gæta, uppfræða og þroska börnin okkar, meðan við foreldrarnir vinnum fyrir daglegu brauði. Vissulega er til sérlega elsku- legt fólk sem tekur að sér að gæta barna í heimahúsum. En þetta er bara ekki nóg. Meðan nokkurt barn býr við það óöryggi að vita ekki frá degi til dags hver á að gæta þess, með- an nokkurt foreldri hefur sam- viskukvalir vegna vanlíðanar barns síns og meðan fóstrur eru illa haldnar í launum og fjár- magni til uppbyggingar í sínu verandi borgarstjórnar við yngstu borgarana stafaði af kæru- leysi, brengluðu verðmætamati eða því að borgarstjórn veit ekki betur. Ef til vill er það ímyndun mín, að vaxtarbroddur eins samfélags liggi í börnunum og þeim mun betur sem búið sé að þeim öllum - þeim mun lífvænlegra sé í því sama samfélagi og framtíðarsýn- in bjartari. Sömuleiðis er það kannski ímyndun mín, að ef börn eru van- rækt, þá sé harla lítið fengið með því að byggja hallir og skrauthýsi, því þau sem landið erfi muni alls ekki hafa vit á að meta það. Þá er það auðvitað hjárænuleg rómantík, að ímynda sér að erfitt starf þeirra fórnfúsu og dugmiklu sem gera sitt til að börnunum okkar líði betur á dagvistarstofn- að foreldrar eigi að vera heima hjá ungum börnum sínum. - Þar er einfalt úr að greiða: við höfum fæst okkar efni á því. Þá eigum við bara að vinna háifan daginn - sama svar. Þá stinga borgarstjórnarmenn upp á því að borga okkur fyrir að vera heima. - Hljómar ekki illa í byrjun, en þá ber að athuga þrennt: 1) Hvað með þá, sem vilja vinna við sitt fag, sem þeir með ærnum tilkostnaði og fyrir- höfn hafa lært til og vilja vinna við? 2) Hvað með velferð barn- anna? Er henni betur borgið með því að barnið sé eitt heima með foreldri eða eru dagvistarstofn- anir ekki líka menntasetur, sem búa börnin undir að lifa í samfé- lagi við aðra? Við skulum minn- ast þess að stórfjölskyldurnar gömlu, þar sem systkinahópurinn var stór og jafnvel leiðbeinandi amma og afi voru á heimilinu eru liðin tíð. 3) Hafi borgaryfirvöld efni á að greiða heimavinnandi foreldrum laun, fyrir að gæta barna sinna sjálf, hljóta þau að hafa efni á að leyfa fólki að velja, því auðvitað væri æskilegt að minnka vinnuálag foreldra þann- ig að meiri tíma væri varið saman í fjölskyldunni, án þess að skerða til skaða lífsafkomu og þann fé- lagsskap sem bæði böm og full- orðnir þurfa á að halda til and- legrar upplyftingar og þroska. Ég hef nú rétt tæpt á nokkrum þáttum er varða dagvistun for- skólabarna. Þá er enn eftir vandamál þeirra barna sem byrj- uð eru í skóla en eru þar ekki nema hluta úr degi og ganga sjálf- ala þess á milli. Ég veit, að ég er ekki ein um það, að vera órótt í sinni vegna bams, sem þarf að sjá um sig sjálft frá því snemma á morgnana þar til síðdegis hvern virkan dag. Krafan hlýtur að vera sú, að börn geti verið í skólanum sem svarar heilum vinnudegi og lokið þar við sitt dagsverk, fengið að borða og sé þar hólpið með sínum félögum og áhugamálum. Væri öllum þessum kröfum foreldra vel sinnt, er það fjall- grimm vissa mín að slíkt skilaði sér í betri og sannari velmegun hér á íslandi, í áhyggjulausara lífi foreldra og barna, sem aftur lað- aði fram bestu mannlegu kosti allra. Slíkt er aldrei of dýru verði keypt og er meira virði en allar hallir og stórvirki samanlagt. Þetta er spurning um samtaka- mátt foreldra - að raddir þeirra og kröfur um betra líf fyrir börnin heyrist nægilega vel til að ná hlustum þeirra sem ráðskast með peningana okkar - með líf okkar allra. Reykjavík 6. febrúar 1989 Hanna Lára Gunnarsdóttir Höfundur er skrifstofumaður. EB ráðstefna Aðild að EB er ekki á dagskrá Hjörleifur Guttormssons: Brýntað ræða ítarlega stöðu okkar gagnvart EB Evrópubandalagið hefur verið í brennidepli undanfarin ár, ekki síst eftir að það ákvað að rcisa tollmúra um sig og slá þann- ig skjaldborg um eigin innri markað árið 1992. Ríki utan EB eru uggandi vegna þessa, ekki síst smá Evrópuríki sem lítils mega sín í viðskiptaheiminum. ísland er eitt þeirra ríkja. Á laugardaginn gengst Al- þýðubandalagið fyrir ráðstefnu um EB. Fjöldi manna flytur er- indi, þ.á m. norskur þingmaður, Tora Aasland Houg. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður hef- ur haft veg og vanda af undirbún- ingi ráðstefnunnar. En hvers vegna er efnt til þess- arar ráðstefnu nú? Ástæða þessa er hreyfingin á viðskipta- og félagsmálum um- hverfis okkur, einkum þó í Evr- ópu. Þungamiðja ráðstefnunnar verður Evrópubandalagið, það sem verið hefur að gerast, mun gerast og kann að gerast innan þess. Og þá í tengslum við innri markað bandalagsins sem verið er að undirbúa. En fyrir utan Evrópubanda- lagið sjálft eiga sér stað ýmsar breytingar sem gefa þarf gaum að, bæði í Evrópu og utan. Við sem að ráðstefnuhni stöndum hyggjumst einnig koma þeim á dagskrá hennar. Umræða um þessi mál hefur verið takmörkuð á fslandi fram að þessu og f.o.fr. tengst hagsmunaaðiljum í þröngri merkinu þess orðs, fólki sem starfar í utanríkisviðskiptum og stjórnvöldum sem hafa þar hönd í Tora Aasland Houg, þingmaður Sósíalíska vinstrif lokksins í Nor- egi, flytur erindi á ráðstefnunni. HjörleifurGuttormsson: Ráð- stefnan er ekki síður ætluð þeim sem litla eða enga þekkingu haf a á þessum málum bagga. Hinsvegar er það afar brýnt að mati Alþýðubandalagsins, sem stendur að ráðstefnunni, að miðla til almennings í ríkari mæli en verið hefur upplýsingum um þá þróun sem á sér stað í kringum okkur. Það er markmiðið með þessari ráðstefnu 18. febrúar. Fremur lítið hefur verið rætt um þessi mál á alþingi og mjög takmarkað undanfarin þing. Helst verið í tengslum við skýrslu utanríkisráðherra, ss. eðlilegt er, því ráðuneyti hans hefur nú tekið við utanríkisviðskiptum af við- skiptaráðuneytinu. Þó gerðist það í fyrravor að samþykkt var þingsályktunartillaga um að það ætti að marka stefnu gagnvart Evrópubandalaginu og þeim breytingum sem því tengjast út frá íslenskum hagsmunum. Til þess var skipuð 7 manna nefnd og sit ég í henni fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins. Henni er ætlað að ljúka störfum fyrir 1. apríl og vonumst við til að það dragist ekki. Nú hafa þær raddir heyrst að Islendingar eigi ekki annars úr- kosti en ganga til liðs við EB. Aðild að Evrópubandalaginu er ekki á dagskrá hérlendis, það hefur enginn stjórnmálaflokkur sett mál fram á þann veg að aðild væri skynsamlegt markmið. Við. höfum ekki fjallað um málið í því ljósi heldur fyrst og fremst hvern- ig við bregðumst við þeirri þróun sem á sér stað innan Evrópu- bandalagsins. Ráðstefnan á laugardaginn verður með mjög breiðum svip, bæði hvað snertir þann hóp sem þarna kemur við sögu og um- ræðuefnið. Þarna er ekki um fund að ræða sem er það sértækur að það eigi að hindra nokkurn mann í því að koma og afla sér fróðleiks. Þangað eiga menn ekki síður erindi þótt þeir hafi litla sem enga þekkingu á þessum málum. ks. Miðvikudagur 15. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.