Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 7
Handbolti ___>k. 4_ Enska knattspyrnan Úrslit 5. umferð bikarkeppninnar Barnsley-Everton.................0-1 Blackburn-Brentford...............0-2 Bournemouth-Man.Utd..............1-1 Charlton-WestHam.................0-1 Hull-Liverpool....................2-3 Norwich-Sheff. Utd................3-2 Wimbledon-Grirnsby...............3-1 Watford-Nott. Forest..............0-3 1. deild Luton-Middlesbrough...............1-0 QPR-Arsenal.......................0-0 Sheff. Wed.-Southampton...........1-1 2. deild Birmingham-Man. City..............1-2 Bradford-WBA......................2-0 Leicester-Leeds...................1-2 Oldham-Brighton..................2-1 Plymouth-Chelsea.................0-1 Portsmouth-Walsall...............1-1 Swindon-Sunderland...............4-1 Staðan 1. deild Arsenal ........24 15 6 3 50-24 51 Norwich .......24 13 8 3 36-25 47 Man. Utd........24 10 9 5 34-26 39 Nott. Forest....24 9 11 4 34-26 38 Coventry........24 10 7 7 33-25 37 Liverpool.......23 9 9 5 30-20 36. Millwall .......23 10 6 7 35-30 36 Derby...........23 10 5 8 26-18 35 Everton.........24 8 9 7 29-26 33 Wimbledon.......23 9 5 9 27-30 32 Aston Villa.....25 7 9 9 34-38 30 Middlesbro......24 8 6 10 30-36 30 Luton .........24 7 8 9 27-29 29 Southampton ....25 6 10 9 37-47 28 Tottenham ......24 6 9 9 34-36 27 QPR............ 25 6 8 11 24-24 26 Charlton........24 5 9 10 26-35 24 Sheff.Wed.......24 5 9 10 19-34 24 Newcastle.......24 5 6 13 21-43 21 WestHam.........23 4 5 14 20-41 17 2. deild Chelsea.........29 16 9 4 60-29 57 Man.City........29 16 8 5 44-25 56 Watford.........28 14 6 8 42-29 48 Blackburn.......28 14 6 8 46-40 48 WBA.............29 12 10 7 46-29 46 Leeds...........29 11 11 7 36-27 44 Bournemouth.....28 13 4 11 31-32 43 Cr.Palace.......27 11 9 7 43-35 42 Barnsley........28 11 9 8 39-37 42 Stoke...........28 11 8 9 34-44 41 Swindon.........28 10 10 8 42-36 40 Ipswich .......28 12 4 12 42-39 40 Sunderland......29 10 10 9 37-36 40 Portsmouth ....29 10 9 10 38-36 39 Huil............28 10 8 10 39-39 38 Plymouth........29 10 7 12 36-41 37 Leicester.......29 9 10 10 35-40 47 Bradford........29 8 11 10 30-34 35 Oxford..........28 9 6 13 42-43 33 Oldham..........29 7 10 12 44-47 31 Brighton........29 8 6 15 40-48 30 Shrewsbury......28 4 11 13 22-43 23 Birmingham .....29 4 7 18 19-53 19 Walsall.........29 3 9 17 25-52 18 [/NOIVC><p1 kœliskápur semer rúmgóbur ogódýr en tekmlítið pláss V-Þjóðverjar skotnir í kaf íslendingar stóðust sameinað áhlaup Frakka og Pjóðverja. Alfreð og Kristján útilokaðir um miðjan síðari hálfleik r Islenska handboltalandsliðið sigraði lið V-Þýskalands í hörkuleik í Strassborg í gær með 23:21. Leikurinn var jafn og spennandi og það var ekki fyrr en í seinni hluta síðari hálfleiks sem okkar menn gerðu út um leikinn þegar þeir náðu 4ra marka for- skoti 22:18. Eftir það var engin spurning um úrslitin og sigur á V-Þjóðverjum var í höfn. Franskir dómarar dæmdu leikinn og var dómgæsla þeirra með eindæmum og bitnaði mest á íslenska liðinu. Um miðjan síðari hálfleik leit út fyrir að þeir ætluðu að vinna leikinn fyrir V- Þjóðverja þegar þeir útilokuðu bæði Kristján Arason og Alfreð Gíslason frá frekari þátttöku. í Staðan: Milliriðill 1 (A/B): Danmörk-Spánn.............22-28 Pólland-israel............30-15 Kúba-Frakkland............14-21 Staðan: Pólland..........3 3 0 0 82-62 6 Spánn............33 0 0 68-59 6 Frakkland........3 2 0 1 66-51 4 Danmörk..........3 1 0 2 73-77 2 Kúba.............3 0 0 3 60-740 ísrael...........3 0 0 3 52-78 0 stað þess að brotna tvíefldust ís- lensku leikmennirnir og þrumu- fleygar þeirra Sigurðar Sveins- sonar og Héðins Gilssonar gerðu síðan út um leikinn. íslenska liðið byrjaði með boltann í fyrri hálfleik og það var enginn annar en hornamaðurinn knái úr Víkingi Guðmundur Guðmundsson sem gaf tóninn með því að skora fyrsta mark leiksins. Jafnræði var með liðun- um allan fyrri hálfleikinn og jafnt á öllum töíum. í hálfleik var stað- an 10:9 V-Þjóðverjum í vil. Þegar skammt var liðið á seinni hálfleikinn átti íslenska liðið frá- bæran leikkafla og náði 4ra marka forystu 15:11. Þá sýndu frönsku dómararnir Kristjáni Milliriðill 2 (C/D): Búlgaría-Sviss.............20-24 fsland-Vestur-Þýskaland...23-21 Rúmenía-Holland...........36-21 Staðan: Rúmenía...........3 3 0 0 84-54 6 Sviss.............3 3 0 0 64-53 6 ísland............320 1 64-56 4 Vestur-Þýskaland .... 3 1 0 2 64-55 2 Búlgaría..........3003 53-69 0 Holland...........3 0 0 3 42-84 0 Botnkeppnin: Egyptaland-Kuwait..........25-23 Austurríki-Noregur.........20-29 Héðinn Gilsson tók til sinna ráða þegar Alfreð Gíslasyni var vísað af leikvelli og skoraði þýðingar- mikil glæsimörk í lok leiksins. Arasyni rauða spjaldið og þar með var hann útilokaður frá frek- ari þátttöku í leiknum. Þjóðverj- ar gengu þá á lagið og breyttu stöðunni í 16:15. Þegar hér var komið í leiknum og allt á suðup- unkti gripu frönsku dómararnir enn á ný til rauða spjaldsins og vísuðu Alfreð Gíslasyni af leikvelli fyrir fullt og allt. Þá bjuggust menn við að eftirleikur- inn yrði Þjóðverjum auðveldur en annað kom á daginn. í stað þess að brotna niður við mótlætið tvíefldust leikmenn ís- lenska liðsins og breyttu stöðunni í 20:17 með mörkum Sigurðar Sveinssonar og Héðins Gilssonar sem sjaldan eða aldrei hafa leikið eins vel og í gær. Þegar staðan var orðin 22:19 var sigurinn nánast í höfn og 23ja markið skoraði síð- an Guðmundur Guðmundsson og þá var staðan 23:19. Á síðustu mínútu leiksins löguðu Þjóðverj- ar stöðuna með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum. Allt íslenska liðið lék alvegfrá- bærlega vel í gær bæði í sókn og vörn. Markahæstur var Sigurður Sveinsson sem skoraði 9 mörk og þar af 5 úr vítum. Guðmundur Guðmundsson skoraði 4 mörk, Alfreð og Héðinn 3 mörk hvor, Sigurður Gunnarsson 2 og Krist- ján og Valdimar 1 mark hvor. Þá varði Einar Þorvarðarson á þýð- ingarmiklum augnablikum en alls varði hann um 10 skot. -grh Enska knattspyrnan Basl á ýmsum vígstöðvum Meistararnirsluppuífjórðungsúrslitbikarsins. Sigurður áttigóðan leik í Sheffield > Eftir mikil vonbrigði ensku mcistaranna frá Liverpool í deildinni í vetur munaði litlu að þeir yrðu slegnir út úr bikarkeppninni á laugardag. Þeir héldu yfir til austurstrand- arinnar og máttu þakka John Aldridge fyrir sigurinn á Hull. Hann skoraði tvö mörk með að- eins mfnútu millibili í síðari hálf- leik en Hull leiddi í hálfleik, 2-1. John Barnes náði þó forystunni fyrir Liverpool en þeir Billy Whitehurst og Keith Edwards komu heimamönnum yfir. Ian Rush, sem skorað hefur mark í hverjum leik að undanförnu, er nú meiddur en Aldridge kvittaði fyrir félaga sinn og tryggði Liver- pool sæti í fjórðungsúrslitum. Bikarmeistararnir í Wimble- don áttu einnig í mesta basli með mótherja sína hinum megin við Humberfjörð, Grimsby Town. Wimbledon var undir í leikhléi, 0-1, en John Fashanu, Terry Phelan og Dennis Wise skoruðu sitt markið hver f síðari hálfleik og liðið á því enn möguleika á að verja titilinn. Enda þótt West Ham sitji á botni 1. deildar er liðið enn á fullri ferð í bikarnum. Stuart Slater skoraði eina mark leiksins gegn Charlton eftir að félagi hans Mark Ward hafði verið rekinn af leikvelli. Charlton náði ekki að færa sér liðsmuninn í nyt og „Hammararnir" eru greinilega til alls líklegir í bikarkeppninni. Eina jafnteflið í bikarnum var í sjónvarpsleiknum í Bournemo- uth. Mark Hughes kom Manch- ester United í 0-1 en Trevor Ay- lott jafnaði og leika liðin því að nýju á Old Trafford á miðviku- dag. Leikmenn Norwich máttu hafa sig alla við að vinna sigur á Shef- field United. Norwich sigraði 3-2 og réð sjálfsmark 3. deildarliðs- ins úrslitum. Malcolm Allen og Dale Gordon skoruðu sitt markið hvor en mörk Sheffield skoruðu Brian Deane og Tony Agana. Önnur úrslit í bikarnum urðu þannig að Everton og Notting- ham Forest unnu sigra á 2. deildarliðum Barnsley og Wat- ford en 3. deildarlið Brentford vann óvæntan sigur á Blackburn, 0-2. Aðeins þrír leikir fóru fram í 1. deild. Sigurður Jónsson fékk góða dóma með Sheffield Wedn- esday gegn Southampton þegar liðin skildu jöfn á Hillsborough. Þetta var fyrsti leikur miðviku- dagsmanna undir stjórn Rons Atkinsons og stefndi í tap þegar Rodney Wallace skoraði fyrir ge- stina skömmu fyrir ieikslok. Mark Proctor jafnaði síðan á síð- ustu mínútunni þannig að liðin skiptu tveimur stigum á milli sín. Leiðinlegasti leikur helgarinn- ar var markalaus Lundúnaslagur QPR og Arsenal. Topplið deildarinnar mátti þakka fyrir eitt stig úr viðureigninni en Andy Gray skoraði mark fyrir heima- menn sem ranglega var dæmt af vegna rangstöðu. -Þóm. Jafnar tölur - Oddatölur - Happatölur BÓNUSTALA Þetta eru tölurnar sem upp komu 18. febrúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 5.115.168,- 1. vinningur var kr. 2.354.802.-. Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 409.464,- skiptist á 3 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 136.488,-. Fjórar tölur róttar, kr. 706.314,- skiptast á 134 vinningshafa, kr. 5.271,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.644.588,- skiptast á 4.153 vinningshafa, kr. 396,- á mann. Sölustaðir eru opnlr frá mánudegi tll laugardags og er lokað 15 mfnútum fyrir ■ útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.