Þjóðviljinn - 21.02.1989, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Qupperneq 10
VIÐ BENDUM Á Rúrik Haraldsson gerir upp sakir og við tennur Haralds G. Har- aldssonar. Hjá tannlækni Rás 1 kl. 22.30 Leikrit vikunnar að þessu sinni Hjá tannlækni. Er það eftir hinn þekkta, breska leikritahöfund James Saunders. Þýðandi og leik- stjóri er Jón Viðar Jónsson. - Leikurinn gerist í tannlæknastofu Charles tannlæknis. Hann er nú um það bil að enda starfsferil sinn, kannski hvíldinni feginn. Er með síðasta sjúklinginn í stóln- um. Þá knýr náungi nokkur dyra. Honum bráðliggur á að fá gert við tönn. Þegar tannlæknirinn áttar sig á því hver kominn er sér hann samstundis að þarna berst honum upp í hendur tækifæri til að gera upp gamlar sakir, - og er nú leikurinn ójafn. - Viðkvæmu fólki og þeim, sem óttast tann- lækna og þeirra stól, er ráðið frá að hlusta á leikritið. Það er bara það. - Leikendur eru: RúrikHar- aldsson, Harald G. Haraldsson, Þórunn Magnúsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. - Tæknimaður Hreinn Valdimarsson. -mhg Síðdegis- tónlist Rás 1 kl. 17.03 Það er ekki minni ástæða til þess fyrir unnendur sígildrar tón- listar að leggja eyrun við síðdeg- istónlistinni í dag en oftast endra- nær. Nú verða þeir á ferðinni Handel, Mozart og Haydn. Fyrst kemur sónata nr. 1 op. 12 í F-dúr eftirHándel. IonaBrownleikurá fiðlu, Denis Vigay á selló og Micholas Kreemer á sembal. - Þá er það píanósónata í C-dúr eftir Mozart. Daniel Barenboim leikur. - Og loks strengjakvartett í B-dúr op. 74 eftir Haydn. Ama- deuskvartettinn leikur. -mhg Hrollvekjur í bókmenntum Rás 1 kl. 19.32 Sumir eru hrifnir af svonefnd- um hryllingsbókmenntum. Aðrir finna kalda strauma niður eftir bakinu þegar minnst er á þær. Og hvar eru svo mörkin milli hryll- ingsbókmennta og annarra bók- mennta? Auðvitað eru til þau verk sem allir eru væntanlega sammála um að séu hryllingur. En svo geta risið up landamæra- deilur um það hvar línuna eigi að draga, þar hefur hver sinn smekk. - í Kviksjá í kvöld fjallar Matthías Viðar Sæmundsson um hryllingsbókmenntir og kynnir þessa „merkilegu og dálítið van- metnu“ bókmenntagrein. Segir hann frá helstu kenningum manna um hryllingsbókmenntir og veltir fyrir sér í hverju að- dráttarafl þeirra er einkum fólg- ið. -mhg DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ 18.00 Gullregn Lokaþáttur. Danskur fram- haldsmyndaflokkur fyrir börn í sex þátt- um. Pýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Danska sjónvarpið). 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn - Endursýndur þáttur frá 15. febr. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Smellir - Robbie Robertson. Endursýndur þáttur frá í haust. 19.54 Ævintýri Tinna. Krabbinn með gullnu klærnar (4) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Matarlist Umsjón Sigmar B. Hauks- son. 20.50 Á þv( herrans ári 1974 Edda And- résdóttir og Árni Gunnarsson skoða at- burði ársins í nýju Ijósi með aðstoð frétt- annála Sjónvarpsins. 21.55 Leyndardómar Sahara (Secret of the Sahra) - Sjötti þáttur. Framhalds- myndaflokkur í sjö þáttum. 23.00 Seinni fréttir. 12.10 B-keppnin í handknattleik. Endur- sýndur leikur frá því fyrr um daginn. 23.55 Dagskrárlok. Ath.l Hugsanlegt er að bein útsending frá B-keppninni raski dagskránni að einhverju leyti. STÖÐ 2 15.45 Santa Barbara Bandarískur fram- haldsþáttur. 16.30 Lög gera ráð fyrir... Penalty Phe- ase. Leikarinn Peter Strauss fer hér með vandasamt hlutverk hæstaréttar- dómara. Hann teflir frama sínum i tví- sýnu þegar hann lætur hættulegan morðingja lausan sem hugsanlegt er að gengið hafi verið á rétt hans. 18.00 Selurinn Snorri Seabert. Teikni- mynd meö íslensku tali. 18.20 Feldur Foofur. Teiknimynd með ís- lensku tali. 18.45 Bílaþáttur Stöðvar 2 Kynntar verða nýjungar á bílamarkaðnum, skoðaðir nokkrir bílar og gefin umsögn um þá. 19.19 19.19 20.30 Leiðarinn. 20.45 Iþróttir á þriðjudegi. 21.40 Hunter Vinsæll spennumyndaflokk- ur. 22.30 Rumpole gamli Rumpole of the Ba- iley. Breskur myndaflokkur í sex hlutum. 3. þáttur. 23.20 Lykilnúmerið Call Northside 777. Myndin er byggð á sönnu sakamáli. 01.10 Dagskrárlok. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Kristinn Ág- úst Friðfinnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Óskari Ingólfs- syni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Litli barnatiminn - „Kári litli og Lappi" Stefán Júlíuson les sögu sína. (6) Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 9.30 í pokahorninu Sigríður Pétursdóttir gefur hlustendum holl ráð varðandi heimilishald. 9.40 Landpósturinn - Frá Vesturlandi. Umsjón: Einar Kristjánsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Einnig útvarpað ettir fréttir á miðnætti). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Barnamenning. Umsjón Steinunn Harðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Blóðbrúðkaup" eftir Yann Queffeléc Guörún Finnbog- adóttir þýddi. Þórarinn Eyfjörð les (19). 14.00 Snjóalög - Inga Eydal. (Frá Akur- eyri) (Einnig útvarpað aðfaranótt þriðju- dags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Af þeim Héloise og Abélard Dag- skrá í umsjón Ragnheiðar Gyðu Jóns- dóttur. (Endurtekinn frá 29. janúar sl.) 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Leikhúsferð: „Óvitar“eftirGuðrúnu Helgadóttur. Um- sjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Frétlir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Hándel, Mozart og Heydn. - Sónata nr. 1 op. 12 í F-dúr eftir Georg Friedrich Hándel. lona Brown leikur á fiðlu, Denis Vigay á selló og Nicholas Kraemer á sembal. - Pían- ósónata í C-dúr eftir Wolfgang Amade- us Mozart. Daniel Barenboim leikur. - Strengjakvartett í B-dúr op 74 eftir Jos- eph Haydn. Amadeus kvartettinn leikur. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón. Bjarni Sig- tryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá - Hrollvekjur í íslenskum frásögnum. Umsjón: Matthías Viöar Sæmundsson. (Einnig útvarpað á föstudagsmorgun kl. 9.30). 20.00 Litli barnatíminn - „Kári litli og Lappi" Sfefán Júlíusson les sögu sína. (6) Endurtekinn frá morgni). 20.15 „Herrens bön“, óratoría eftir Hugo Alfvén Texti óratoríunnar er úr „Píslarvottunum" eftir Erik Johan Stagnelius. Iwa Sörenson, Birgitta Svendén, Christer Solén og Rolf Leanderson syngja með Mótettukórn- um í Stokkhólmi, Kór Dómkirkjunnar í Stokkhóimi og Sinfóniuhljómsveitinni í Norrköping; Gustav Sjökvist stjórnar. 21.00 Kveðja að norðan Úrval svæðisút- varpsins á Norðurlandi í liðinni viku. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 21.30 Útvarpssagan: „Þjónn þinn heyrir“ eftir Söru Lidman Hannes Sig- fússon les þýðingu sína (14). 22.00 Fréttir. 22.07 Frá alþjóðlega skákmótinu f Reykjavik Jón Þ. Þór segir frá gangi skáka í sjöundu umferð. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma Guðrún Ægis- dóttir les 26. sálm. 22.30 Leikrit: „Hjá tannlækni“ eftir Jam- es Saunders. Þýðandi og leikstjóri: Jón Viðar Jónsson. Leikendur: Rúrik Har- aldsson og Þórunn Magnea Magnús- dóttir. (Einnig útvarpað nk. fimmtudag kl. 15.03) 23.20 Tónskáldatími Guðmundur Emils- son kynnir íslenska tónlist, í þetta sinn verk eftir Karólínu Eiríksdóttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Endurtekinn frá morgni) 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. RÁS 2 01.10 Vökulögin. 7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum. 9.03 Stúlkan sem bræðir ishjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ás- rúnar Albertsdóttur með afmæliskveðj- um kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Mar- grét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldartónlist og gefa gaum að smáblómum í mannlífsreitnum. 14.05 Milli mála - Óskar Páll á útkíkki og leikur nýja og fína tónlist. - Útkíkkið kl. 14.14,- Auður Haralds i Róm og „Hvað gera bændur nú?“ 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, hlustendaþjónustan kl. 16.45. - Frétta- naflinn, Sigurður G. Tómasson flytur fjölmiðlarýni eftir kl. 17.00. - Stóru mál dagsins milli kl. 17 og 18. Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu að lokn- um fréttum kl. 18.03. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram island. Dægurlög með is- lenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóð- nemann: Vernharður Linnet. 21.30 Fræðsluvarp: Lærum ensku. Enskukennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslunefndar og Málaskólans Mímis. Þrettándi þáttur endurtekinn frá liðnu hausti. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 23.45 Frá Alþjóðlega skákmótinu í Reykjavík. Jón Þ. Þór skýrir valdar skákir úr fyrstu umferð. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Að loknum frétlum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúflingslög" í um- sjá Svanhildar Jakobsdóttur. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands ÚTVARP RÓT FM 106,8 13.00 Úr Dauðahafshandritunum. 13.30 Nýi tirninn Bahá’í samfélagið á ís- landi. E. 14.00 í hreinskilni sagt E. 15.00 Kakó Tónlistarþáttur. 16.30 Umrót. Tónlist, fréttirog upplýsing- ar um félagslíf. 17.00 Kvennalistinn Þáttur á vegum þing- flokks Kvennalistans. 17.30 Samtök græningja. Nýr þáttur. 18.00 Hanagal. Umsjón: Féiag áhugafólks um franska tungu. 19.00 Opið. 20.00 Fés. Unglingaþáttur. 21.00 Barnatími. 21.30 Úr Dauðahafshandritunum. E. 22.00 Við við viðtækið. Tónlistarþáttur í umsjá Gunnars L. Hjálmarssonar og Jó- hanns Eiríkssonar. 23.30 Rótardraugar. 24.00 Prógramm. Tónlistarþáttur í umsjá Sigurðar (varss. E. 02.00 Næturvakt til morguns með Baldri Bragasyni. Fjölbreytt tónlist og svarað í síma 623666. BYLGJAN FM 98,9 07.30 Páll Þorsteinsson. Þægileg morg- untónlist - upplýsingar um veður og færð. Fréttir kl. 08 og Potturinn kl. 09. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Allt í einum pakka - hádegis og kvöldtónlist. Fréttir kl. 10, 12 og 13 - Potturinn kl. 11. Brá- vallagatan milli kl. 10 og 11. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Síðdegis- tónlist eins og hún gerist best. Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn kl. 15 og 17. Bibba og Halldór milli kl. 17 og 18 18.00 Fréttir. 18.10 Reykjavik sfðdegis - Hvað finnst þér? Steingrímur Ólafsson spjallar við hlustendur. Síminn er 61 11 11. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson Meiri mússík — minna mas. 20.00 Islenski listinn - Ólöf Marin kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. 22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson Þægileg kvöldtónlist. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. STJARNAN FM 102,2 14.00 Gísli Kristjánsson spilar óska- lögin og rabbar við hlustendur. 18.00 Róleg tónlist á meðan hlustendur borða í rólegheitum heima eða heiman. 20.00 Sigurður Helgi Hlöðversson og Sigursteinn Másson Þessir tveir bráð- hressu dagskrárgerðarmenn fara á kostum á kvöldin. Óskalagasiminn sem fyrr 681900. 24.00 Næturstjörnur Ókynnt tónlist úr ýmsum áttum. ÓLUND AKUREYRI FM 100,4 19.00 Gatið 20.00 Skólaþáttur. Nemendur Verk- menntaskolans. 21.00 Fregnir. Fréttaþáttur um bæjarmál. 21.30 Sagnfræðiþáttur 22.00 Æðri dægurlög Diddi og Freyr spila sígildar lummur. 23.00 Kjöt. Ási og Pétur 24.00 Dagskrárlok. Og þú hefur ekki sagt mér aö þrífa mig, þannig að ég á aö vera heima í kvöld. Er þaö ekki? Og fyrst ég á að vera heima þá þýðir það að þú hefur útvegaö barnapíu. Ekki rétt? Það þýðir að þú hefur sennilega fengið Rósu. Hef ég á réttu að 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.