Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 6
MENNING Frá gljúfrum til stjama Flutningur „Des Canyons aux Etoiles" eftir Messiaen er eitt af því sem ísland ætti ekki að vera fært um, en gerir engu að síður mæta vel, segir Paul Zukofsky sem st j órnar Kammersveit Reykj avíkur á afmælistónleikunum annað kvöld Það er óhætt að segja að Kammersveit Reykjavíkur haldi upp á 15 ára afmæli sitt með myndarlegum hætti, en hijóm- sveitin hefur ráðist í það stórvirki að flytja hljómsveitarverkið „Frái gljúfrum til stjarna" eftir franska tónskáidið Olivier Messiaen á af- mælistónleikunum í Langholts- kirkju annað kvöld kl. 20.30. Tónverkið var samið á fyrri hluta 8. áratugarins í tilefrii 200 ára af- mælis bandarísku stjórnarskrár- innar og er fyrir 40 manna hljóm- sveit og fjóra einleikara. Þar af er viðamikið einleikshlutverk fyrir píanó, sem Anna Guðný Guð- mundsdóttir leikur. Stjórnandi verður Paul Zukofsky. Við hittum stjórnandann að máli í gærmorgun og ræddum við hann um verkið, hugmyndaheim þess og þann vanda sem felst í því að koma honum til skila. Zukofsky, fyrst langaði mig til þess að fá þig til þess að lýsa tón- verkinu í fáum orðum, hvað það er sem gerir það áhugavert, og hvaða þýðingu það hefur í sam- hengi tónlistarsögunnar? P.Z.: Verkið var samið eftir ferð Messiaens til Vesturríkja Bandaríkjanna, og þá sérstak- lega til Utah. Það er í 12 þáttum og hefur meðal annars að geyma umhverfislýsingu á stöðum, sem höfðu djúp áhrif á tónskáldið. Hann skoðaði meðal annars Zíon Park en þar er að finna veðraðar klettamyndanir sem líta út eins og borg og eru kallaðar „Himn- eska borgin". Þessi staður hafði mikil áhrif á tónskáldið. Verkið er sambland af djúpri náttúru- upplifun og trúarlegum hug- myndum Messiaens um tónlistina sem opinberun trúarlegs sann- ieika um dýrð Guðs. Hvað varðar sögulega þýðingu þessa verks, þá getur sagan ein dæmt þar um. En sjálfum finnst mér Messiaen vera einn þýðing- armesti tónsmiður núlifandi á þessari öld, hann er sá sem ég persónulega hef mestar mætur á. Þegar maður hlustar á þetta verk, eins og ég hef gert nýverið af hljóðupptöku, þá fer ekki hjá því að manni finnist það hljóta að vera afar erfitt í flutningi. Var það ekki ofdirfska af Kammer- sveitinni að ráðast í þetta verk- efni, einkum ef tekið er tillit til þess að hér er fyrst og fremst um sjálfboðavinnu að ræða? P.Z.: Flest hljómsveitarverk Messiaens eru afar viðamikil og krefjast margra flytjenda. Hér eru hins vegar 44 flytjendur, og þetta er því aðgengilegra en mörg önnur verk hans. En þetta er erf- ið tónlist, og mér finnst það virð- ingarvert að Kammersveitin skuli taka þetta upp. En Kammersveit Reykjavíkur hefur sýnt slíkt for- dæmi áður: hún hefur m.a. frum- flutt hér á landi fjögur tónverk eftir Schönberg, t.d. Pierrot Lun- aire, og hún hefur einnig frum- flutt íslenska nútímatónlist. Kammersveitin hefur því hefð fyrir því að koma með nýsköpun í íslenskan tónlistarflutning, og framlag hennar hefur verið langt umfram þann stuðning sem henni hefur verið veittur. Það á því ekki að koma á óvart að Kammer- sveitin tekur þetta frumkvæði. Það má vel koma fram að ég tel að vaxtarbroddinn í íslensku tón- listarlífi sé einmitt að finna hjá Kammersveitinni og Sinfóníu- hljómsveit æskunnar. Þar eru stærstu hlutirnir að gerast að mínu mati og það undrar mig að yfirvöld skuli ekki hafa komið auga á þetta með viðeigandi stuðningi. Þegar ég var að hlusta á þetta verk af hljóðritun, þá fannst mér erfiðast að finna fyrir því sem við eriiin vön að kalla byggingu: upp- haf, hápunkt, niðurlag. Það er eins og það sé auðvelt að villast í þessu verki og vita ekki hvar mað- ur er staddur. Hvernig fer hljóm- sveitarstjórinn að því að koma þessu til skila til hljómsveitarinn- ar á þeim fáu dögum sem eru til stefnu? P.Z.: Við höfðum foræfingar nú í janúar. Þá lásum við í gegn- um verkið, og hljóðfæraleikar- arnir hafa rannsakað efnið. Ég tafðist svo um nokkra daga vegna veðurs núna, en þessa dagana eru æfingar stífar. Hvað varðar heildarbyggingu eða form verks- ins, þá er það rétt, að í þessu til- felli er auðvelt að viilast, þekki maður ekki verkið þeim mun bet- ur. En þú verður að skilja að á vissu stigi er meginviðfangsefni stjórnandans einfaldlega að kom- ast í gegnum verkið í heild. Þar eru það tæknileg vandamál, sem eru fyrst og fremst í veginum. Spurningin um form verksins vex síðan upp úr þeirri vinnu, án þess að vera sérstaklega til umræðu. Við munum fara tvisvar í gegnum verkið samfellt án þess að stoppa, og þá á tilfinningin fyrir heildar- forminu að koma fram. Megin- vandinn við þetta verk er kannski, hvað það er langt. Há- punktur verksins kemur í lok sjö- unda kaflans (Bryce-gljúfrið og rauðgulu klettarnir) með gríðar mikilli hljómkviðu í E-dúr, en beggja vegna þessa kafla eru sólókaflar fyrir píanó og sólókafl- ar fyrir horn, sem eru eins konar stólpar sem hægt er að taka mið af þegar litið er á byggingu verks- ins. Annar mikilvægur burðar- stólpi í verkinu er 10. kaflinn Kristján Steingrímur sýnir í Nýló Laugardaginn 25. febrúar kl. 16.00 verður opnuð í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg 3b, sýning á málverkum eftir Kristján Steingrím. Myndir Kristjáns eru bæði tví- og þrívíð málverk, mál- uð á striga. í myndum Kristjáns má finna goðsagnakennda frásögn byggða á allegorískum táknum, annars- vegar framsett sem hefðbundið málverk og hinsvegar málverk sem objekt eða hlutur. Kristján stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla fslands á árunum 1977-81, og 1983-87 við listahá- skólann í Hamborg. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars á Kjarvalsstöðum 1987. Sýningin stendur til 12. mars. Nýlistasafnið er opið frá kl. 16.00-20.00 virka daga en um helgar frá kl. 14.00-20.00. (söngþrösturinn) í C-dúr, sem byggist meðal annars á eins konar kíukknahljómi, sem er líka ekki ósvipaður hljóðmerki NBC sjón- varpsstöðvarinnar, hvort sem það er tilviljun eða ekki. Inn á milli þessara þátta eru svo fugla- hljóð og fleira, sem við verðum að komast í gegnum til þess að finna burðarstólpana. En megin- hrynjandin í verkinu er í rauninni hefðbundin. Er hægt að líta á notkun hans á fuglahljóðum og öðrum náttúru- hijóðum sem framhald af im- pressíónisma Debussy, eða er hér um hreina nýjung að ræða? P.Z.: Nei, náttúruhljóð Messi- aens eru ekki impressíónistísk, þau eru ekki túlkun á persónu- legri upplifun, heldur eins hlut- læg eftirlíking og hægt er að ná fram. Impressíónisminn er ekki nauðsynlega lýsandi, hann tekur áhrifin af upplifun og mótar þau á persónulegan hátt. I verkinu La mere (Hafið) eftir Debussy heyrum við áhrif frá sjónum, en ekki hafið sjálft. Og í verkinu „Spor í snjó" fáum við ekki eftir- prentun sporanna heldur þá til- finningu sem sporin gefa. Messia- en á með hljóðlíkingum sínum rætur aftur í Pasioralsinfóníu Be- ethovens eða miðaldatónskáld- inu Jannequin. Það er ekki til- finningin fyrir gaukshljóðinu, heldur gaukshljóðið sjálft, sem við heyrum í Pastortalsinfóní- unni. Og í Alpasynfóníu Strauss heyrum við haglélið bókstaflega bylja. Messiaen kemur frá þess- ari hefð og viðfangsefni hans er að nálgast fuglasönginn eins mikið og hægt er út frá forsend- um tónlistarinnar, sem eru þó alltaf aðrar en þær sem búa í hálsi fuglsins. Það sem gerir aðferð hans hins vegar einstaka er að hann tengir náttúruhljóðin áhuga sínum á indverskri tónlist. Messiaen hefur sjálfur lýst því yfir að öll tónlist hans hafi trúar- lega merkingu sem eins konar lof- söngur til sköpunarverksins og opinberun á dýrð drottins. Ég er ekki trúarlega sinnaður maður og upplifði ekki trúarlega opinberun við að hlusta á verkið. Fór ég ein- hvers á mis? P.Z.: Það er ljóst að trúarleg þýðing tónlistarinnar skiptir Messiaen öllu máli, og það er engum vafa undirorpið að í þeim efnum er hann fullkomlega heill. Sjálfur er ég ekki trúarlega sinn- aður á sama hátt og Messiaen. Ég nálgast hlutina meira út frá vís- indalegu sjónarmiði, þótt ef til vill megi segja að það séu hin nýju trúarbrögð. Sá skilningur Messiaens að það að skapa tón- Paul Zukofsky. Ljósm. Jim Smart list, flytja tónlist og taka þátt í tónlist þjóni þeim tilgangi að auka við dýrð drottins, er ekki nýr, og hann er vissulega fagur, og jafnvel ég, sem er ekki trú- hneigður maður, get vel tekið undir hann, og ég kýs frekar að flytja tónlist til dýrðar Guði en til dýrðar Herbert von Karajan svo dæmi sé tekið. En þar væri herra von Karajan trúlega ekki á sama máli og ég, en herra von Karajan er ekki Guð. Og ef við lítum á tónlistarsöguna þá litu bæði Bach, Haydn og Mozart og jafnvel tónskáld eins og Liszt (sem ekki var sérlega trúrækinn) á það sem eðlilegan hlut að tón- listin væri Guði til dýrðar. Þetta er í rauninni það sama og að segja að maður skapi eða flytji tónlist í öðrum tilgangi en manns eigin. Það eru aðrar ástæður til þess að flytja tónlist en sjálf tónlistar- mannsins, og góður flytjandi verður að taka mið af því. Aiinað sem kemur í hugann þegar hlustað er á verk Messiaens eru litir. Hljómarnir verða oft á tíðuin eins og litaleiftur sem brugðið er upp. Er þetta mín ein- staklingsbundna skynjun, eða hafa tónarnir lit? P.Z.: Það er athyglisvert að þegar við lesum skýringar og lýs- ingar Messiaens sjálfs á tónlist sinni, þá finnum við mitt í trúar- 6 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN Mlðvikudagur 22. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.