Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 2
LANDBUNAÐUR Landbúnaður í sátt við náttúruna Úr rœðu Hjartar E. Þórarinssonar, formanns Búnaðarfélags Islands, við setningu Búnaðarþings Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarfélags Islands. Við setningu Búnaðarþings á dögunum flutti formaður Búnaðarfélags Islands, Hjört- ur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn í Svarfaðardal, yfirgrips- mikið erindi, sem hér er því miður ekki unnt að rekja nema að litlu einu. Hjörtur ræddi eðlilega töluvert um hin innri mál Búnaðarfélagsins og þá þýðingu, sem það hefur haft fyrir íslenskan landbúnað undanfarna áratugi. Vék að þeim breytingum á félagskerfi landbúnaðarins, sem nú eru í deiglunni og þeim áróðri gegn bændastéttinni, sem óneitan- lega hefur verið nokkuð uppi- vöðslumikill. Um þessi mál sagði Hjörtur m.a.: „Líklega má segja, að allt fé- lagskerfi landbúnaðarins sé svo Búnaðarþing Gróðurvernd og landgræðsla Meðal merkra mála, sem fjallað var um á Búnaðarþingi, voru erindi um gróðurvernd- armál, m.a. frá stjórn Búnað- arfélags íslands. Um þau samþykkti þingið svofellda ályktun: Þingið fagnar þeim mikla ár- angri í gróðurvernd og land- græðslu sem náðst hefur í seinni tíð, með þróun nýrrar verktækni og tilkomu nýrra jurta og trjáteg- unda, sem henta íslenskum nátt- úruskilyrðum. Binda má vonir við að aukinn áhugi á gróður- vernd og skógrækt verði til þess, að skógar til nytja og prýði vaxi og gróðurþekja landsins styrkist. Þingið vísar til fyrri ályktana sinna um brýna þörf fyrir aukið fjármagn til landgræðslu og skóg- ræktar. Jafnframt leggur þingið áherslu á, að forsenda fyrir ár- angri er, að full sátt sé milli allra aðila um nýtingu landsins. Þingið leggur áherslu á að upp- græðsla lands og útbreíðsla skóga er verkefni, sem tekur langan tíma og krefst mikils úthalds og þolgæðis. Því vonast þingið til að umræða og athafnir í þessu mikla þjóðþrifamálið fari fram í anda hófsemi og raunsæis. Rýrnun gróðurlendis snertir hinsvegar bændur meir en aðra og hafa þeir tíðum haft frumkvæði í gróður- vernd, enda eru aðgerðir til úr- bóta samofnar vinnu og lífshags- munum þeirra. Því verður aldrei unnið að gróðurvernd og endur- heimt landgæða með góðum ár- angri nema í fullri sátt og sam- vinnu við bændur landsins og fé- lagssamtök þeirra. Þingið felur stjórn Búnaðarfé- lags íslands að beita sér fyrir því, að gerð verði kvikmynd eða vandað myndband, sem sýnir á sönnu myndmáli ástand gróðurs, landgræðslustarf og nýtingu landsins. -mhg mykjutæki Mykjudælan og dreifarinn leysa mykjuvandann í eitt skipti fyrir öll. sem á hverfanda hveli, um þessar mundir. Og líklega eru allir sam- mála um að það sé orðið allt of þungt og flókið í vöfum. Við getum lýst því á lík- ingamáli sem tvístofna tré á einni rót með mörgum greinum, stór- um og smáum. Upp á síðkastið hefur greinunum fjölgað með til- komu svokallaðra búgreinafé- laga, sem leitast við að tengjast stofnunum á einhvern hátt. Út- koman er ekki fríður meiður í trjágarðinum heldur hálfgerður óskapnaður, sem óhjákvæmilegt er að höggva eitthvað til, ef hann á að lifa góðu lífi til frambúðar.“ Breytileg vandamál „Það má með sanni segja að vandamál landbúnaðarins hafi verið mikið á dagskrá almennrar þjóðfélagsumræðu undanfarin misseri og reyndar miklu lengur. Orðið vandamál er oft nefnt í því sambandi og vel má nota það orð. Vandamál eru allsstaðar og í öllum atvinnugreinum. Rekstur þjóðfélagsins er eilíft vandamál, ef út í það fer. Og ekki bara okkar þjóðfélags heldur allra þjóðfé- laga. Það felst mikill sannleikur í orðum, sem höfð eru eftir de Gaulle Frakklandsforseta: Vandamál eru óumflýjanleg. Það eru einungis þeir dauðu, sem hafa engin vandamál. Hitt er það, að þessi dýrmætu lífsmerki, sem kallast vandamál, breytast frá ári til árs og taka á sig nýjar og nýjar myndir. Á árum áður birtust þau gjarnan í formi frumstæðra vinnubragða og lítilla afkasta og eftirtekju. Upp á síð- kastið eru þau fremur í formi erf- iðra markaðsmála og offram- leiðslu. Þessi tegund vandamála er, samkvæmt viðtekinni verka- skiptingu, fyrst og fremst við- fangsefni Stéttarsambands bænda. Hinsvegar hafa þau svo áhrif á allt í kringum sig, svo sem á landbúnaðarlöggjöfina, sem Búnaðarþing hefur jafnan látið sig miklu varða.“ Málmþreyta „Umræðan um málefni land- búnaðar og bændastéttar hefur lengi verið lífleg og stundum harkaleg, svo bændur hafa nokk- uð kveinkað sér undan á stund- um. Ekki tjóir að taka það svo mjög nærri sér, íslensk þjóðfé- lagsumræða hefur tilhneigingu til að fara út í öfgar og mega fleiri stéttir þola slíkt, reyndar flestar stéttir þegnanna. Hinsvegar er ekki örgrannt um, að áróðurinn gegn bændum, sem við köllum svo, sé eitthvað rénandi upp á síðkastið. Það er eins og sumir þeir, sem grimmastir hafa verið í ádeilunni, séu teknir að linast nokkuð. Eins og þeir séu að þreytast á ofsanum í sjálfum sér, líkt og málmurinn, sem sagt er að þreytist innvortis við langvarandi of-álag og gefi sig að lokum. Ekki veit ég hvort það er misskilning- ur, - en held þó ekki, - að þjóðin sé sáttari við landbúnaðinn nú en fyrir nokkrum árum.“ Nytjpskógrækt „Enginn efi er á því að almenn- ingur á fslandi hefur um þessar mundir einlægan og vaxandi hug á verndun og útbreiðslu gróðurs í landinu. Fólk vill sjá grænna ís- land og er tilbúið að leggja nokk- uð á sig til að svo megi verða. Er þetta eitt hið jákvæðasta, sem þjóðin hefur tileinkað sér á síðari tímum. Það er því full ástæða til að fagna þeim árangri, sem þegar hefur náðst í þessu þjóðþrifamáli m.a. með innleiðingu nýrrar verktækni og með tilkomu nýrra jurta- og trjátegunda, sem stand- ast vel hin hörðu, íslensku náttúr- uskilyrði. Það er sannfæring margra og von allra að möguleiki á nytja- skógrækt sé orðinn íslenskur raunveruleiki í dag. Fyrir 1100 árum fluttu landnámsmenn hing- að með sér dýrategundirnar hest, kú og kind sem voru nýgræðingar í íslenskri náttúru en mynduðu grundvöllinn undir mannlífi í landinu. Það getur verið, að inn- flutningur trjátegunda, sem líka eru framandi í íslenskri náttúru, ösp, lerki, fura o.s.frv., verði hliðstæður grundvöllur fyrir mannlífið hér þegar stundir líða. Fyrir þessu þingi liggja erindi, sem lúta að þessu viðfangsefni þ.e. gróðurvernd og land- græðslu, þar á meðal skóg- græðslu og svo búfjárhaldi.og bú- skaparlagi, sem ekki komi í bág við þau gróðurmarkmið, sem þjóðin vill setja sér. Ekki er að efa að þjóðin tekur á þessum mál- um af víðsýni og ábyrgðartilfinn- ingu og lætur það ekki rugla sig í ríminu þótt sumir gróðuráhuga- menn tali þannig að í raun og veru sé ekkert pláss fyrir land- búnað í þessu landi, ef hugmynd- ir þeirra yrðu að veruleika. Eðlilegt tvíbýli Það nær t.d. ekki nokkurri átt 'að tala um að landið skuli verða viði vaxið milli fjalls og fjöru, rétt eins og í árdga og að blómin eigi að fá að brosa móti sólinni í friði fyrir grasbítum. Kenningin er þessi: Landið á að vera ósnortið. Bitið land er ljótt land. Á þetta getum við með engu móti fallist. Við viljum stöðva gróður- eyðingu, það vilja allir. Við vilj- um græða upp örfoka land og við viljum koma upp vænum skógum sem víðast um sveitir. En jafn- framt viljum við sjá landbúnað, sem byggir á kvikfjárrækt, stór- gripi á láglengi og sauðfé í hlíðum og á grónum heiðum. Og þá hlýtur landið að bera þess merki. Þannig er það um allan heim og verður svo að vera. Búnaðarfélag íslands, - og raunar bændasamtökin sem ■ heild, - vilja taka höndum saman við Landgræðslu, Skógrækt og Rala undir yfirstjórn landbúnað- arráðuneytisins og vinna að þessu verðugasta af öllum verkefnum, stækkun hins græna lslands og stýra málum þannig, að við get- um stundað hér landbúnað í sátt við náttúruna. (Fyrirsagnir eru blaðsins). -mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.