Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 15
sem vofir yfir, geta allir bændur orðið bókhaldsskyldir. Sem aukastarf með sauðfjárbúskap hentar fátt betur en bókhalds- þjónusta. Aðalstarfstíminn er frá janúar til apríl og stofnkostnaður undir 200 þús. kr. Minjagripagerð. Að þeim markaði hefur nokkuð verið hug- að. Nefna má sem dæmi sérstaka hluti fyrir hvert hérað og brúðu- gerð tengda þjóðsögunum. Hönnun slíkra gripa hefur á hinn bóginn oft verið ábótavant, enda skoða margir þessa iðju sem föndur en ekki atvinnu. Uilarvinnsla. Að henni hefur lítið verið hugað heima í sveitun- um. Lopinn frá verksmiðjunum fellur ekki í geð öllum, sem prjóna. Smærri spunastofur geta aukið fjölbreytni framboðs á bandi. Dvalarheimili. Víða eru rekin sumardvalarheimili fyrir börn en að fleiri valkostum má huga. Námsdvalir í sveit geta verið með ýmsu móti. Víða er aðstaða til að reka sumarskóla og sumardvalar- heimili fyrir fólk á öllum aldri, íþróttamenn, fatlaða, stressaða o.s.frv. Dvalarheimili fyrir aldr- aða eru allvíða rekin í sveitum en þar er áreiðanlega verkefni fyrir fleiri. Ýmiss konar aðhlynning manna og dýra er mikið vanda- mál og e.t.v. geta konur í sveit sinnt þeim verðefnum. Framkvæmdir Staðreyndin er hinsvegar sú, að konur, sem hug hafa á að hefja atvinnustarfsemi, sem ekki hefur áður verið stunduð í þeirra byggðarlagi, þurfa næstum að hafa óbilandi kjark og trú á því verkefni, sem þær vilja takast á við. Viðbrögðin eru ótrúlega nei- kvæð og eina stoðin sem veitt er, og nánast óumbeðið, er upptaln- ing þeirra ljóna, sem á veginum geta verið. Margar konur hafa guggnað fyrir þessu. Bændakonur þyrftu að geta snúið sér til ákveðins aðila í kerf- inu með beiðni um athugun á markaðsmöguleikum og arðsemi hugmynda sinna. Sá aðili þyrfti að geta veitt upplýsingar um öll þau skilyrði, sem uppfylla þarf varðandi starfsemina, og ætti það að vera forgangsverkefni. Nú eru slíkar upplýsingar hvergi að fá, a.m.k. ekki á einum stað. Fjár- mögnun er erfið vegna vanmats á framtaki kvenna. Þær eru var- færnar og óskir þeirra um fjár- hagsaðstoð hógværar. Þær hrópa ekki á gatnamótum um ágæti sitt og hugmynda sinna. Þó að slíkar beiðnir fái jákvæða umfjöllun þykja þær ekki nógu stórar í snið- um til að afgreiða þær. Klapp á kollinn og góðlátlegt glott er oft árangurinn. Það þekki ég af eigin reynslu. En þessu á að vera auðvelt að breyta og það verður að breytast. Framtíð sveitanna byggist á tekjumöguleikum þeirra, sem þar vilja búa. Fyrirmyndir um að- stoð við nýsköpun atvinnu getum við sótt til frænda okkar Norð- manna. Þeir hafa gert sér ljóst, að með sérstökum stuðningi við konur í dreifbýli má treysta byggðirnar. Þar er í gangi fjöldi verkefna til styrktar konum, skóli fyrir þær, sem vilja hefja sjálf- stæðan rekstur og styrktarsjóðir, sem veita aðstoð á meðan gildi hugmyndanna er kannað. í Finn- landi eru starfandi ráðunautar, sem eingöngu sinna því verkefni að aðstoða dreifbýlisfólk, sem ætlar sér að takast á við nýsköpun atvinnu. Fleiri slík dæmi mætti nefna. Tillaga um athugun á þessum málum bíður nú afgreiðslu Al- þingis. Fyrirheit um aðgerðir finnast í samstarfssáttmála ríkis- stjórnarinnar. Nokkrar nefndir á vegum hins opinbera og annarra fjalla um málið. Nóg er þannig skrafað og nokkuð vitað en það, sem á skortir, er samstillt átak allra þessara afla. Þess átaks væntum við sveitakonur og það sem fyrst. -mhg ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 ________LANDBÚNAÐUR_______________________ Búnaðarþing Eftirlit með innfluttum matvælum Fyrir Búnaöarþingi lá erindi frá Bjarna Guöráðssyni og Jóni Kristinssyni um eiturefni í innfluttum matvælum og eftir- lit meö gæöum og framleiðslu þeirra. Búnaðarþing sam- þykkti ítarlega ályktun um málið og þykir rétt að birta hana hér, í heild. „Búnaðarþing skorar á land- búnaðarráðherra og heilbrigðis- ráðherra að beita sér fyrir þvf, að settar verði strangar reglur um innflutning á hverskyns matvæl- um, þar sem m.a. komi fram eftirfarandi: 1. Gerð verði krafa um, að ferskleiki og meðferð innfluttrar matvöru verði ekki síðri en í inn- lendri matvælaframleiðslu. 2. Innihald skaðlegra aukaefna í innfluttum matvælum, sem stafa kann af mengun, notkun eitur- efna gegn meindýrum eða plöntusjúkdómum í blöndun lyfja eða rotvarnarefna, verði að hámarki hið sama og gerist við matvælaframleiðslu hér á landi. 3. Gerðar verði hliðstæðar kröfur til framleiðenda innfluttra matvæla og gerðar eru af hálfu útlendinga gagnvart íslandi um umhverfi og gerð húsa á fram- leiðslustað, klæðnað og heilbrigði þess fólk, sem vinnur við viðkomandi framleiðslu, vörumerkingar á íslensku, upp- skerudagsetningar og annað hlið- stætt því, sem krafist er hér, t.d. af sláturhúsum til útflutnings, mjólkurbúum og fiskvinnslu- stöðvum. 4. Matvælainnflutningurinn verði skyldur að kosta mat ís- lenskra yfirvalda á framleiðslu- aðstöðu, meðhöndlun og gæðum hinnar innfluttu vöru og hlíta úr- skurði um stöðvun á sölu ef ekki er fullnægt sömu kröfum og gerð- ar eru til íslenskrar framleiðslu. 5. Hollusuvernd ríkisins verði gert fjárhagslega kleift að sinna hlutverki sínu varðandi eftirlit með gæðum og hollustu matvæla. Búnðarþing bendir einnig á þann möguleika að sameina nauðsynlegar rannsóknir og efnagreiningar fleiri stofnana hjá einni stofnun og nýta þannig sem best tækjakost og mannafla með nauðsynlega sérfræðiþekkingu. Einnig beinir þingið því til rannsókna- og leiðbeiningaþjón- ustu landbúnaðarins að gera það sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir hverskonar mengun búvöruframleiðslunnar á frumstigi. Sérstaklega bendir þingið á nauðsyn þess að herða eftirlit með innfluttum fóður- vörum. Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags Islands að fylgja þessu máli eftir við viðkomandi aðila." -mhg ZETOR dráttarvélin njtur mestra vinsælda á íslandi, það sýna sölutölur Búnaðarfélags Islands. Síðastliðna tæpa 2 áratugi hafa um 3000 ZETOR vélar verið seldar á íslandi. Bændur, verktakar og bæjar- félög velja ZETOR vegna styrkleika þeirra og góðrar endingar. Það mælir allt með kaupum á ZETOR dráttarvélum. • Rúmgott hljóðeinangrað ökumannshús • Mikil dráttarhæfni • Fullkominn fylgibúnaður • Ávallt til afgreiðslu af lager • Gott þjónustu og umboðsmannakerfi • Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Verðið á Zetor stenst allan samanburð. Markaðshlutdeild á íslandi 1988. ÍSTÉKK HF íslensk-tékkneska verslunarfélagið h.f. Lágmúla 5, 108 Reykjavík, Sími 91-84525.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.