Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 14
LANDBÚNAÐUR Klapp á kollinn og góðlátlegt glott Rœtt við Agústu Þorkelsdóttur, bónda á Refsstað, um atvinnumöguleika sveitakvenna Á ráðunautafundi þeim, sem haldinn var í Reykjavík dagana 6.-10. febrúar sl. flutti Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi á Refsstað í Vopnafirði erindi um atvinnumöguleika kvenna í sveitum. Slíkt mál er auðvit- að kjörið umræðuefni í land- búnaðarblað pg því lá beint við að biðja Ágústu á Refs- stað að greina okkur ofurlftið frá hugmyndum sínum um at- vinnumöguleika sveita- kvenna, tvímælalaust áhuga- vert þjóðnytjamál. Og ekki stóð á því að Ágústa væri „til í slaginn". - Hingað til hefur það verið þannig, sagði Ágústa,- að sveita- fólk hefur í mestum mæli haft tekjur sínar af hefðbundnum bú- skap. Með samdrætti í hefðbund- num búgreinum hafa þessir tekjumöguleikar minnkað. Hin- ar svonefndu aukabúgreinar áttu að bæta þar úr og horfðu menn þá ekki hvað síst til loðdýraræktar- innar. Þær vonir, sem við hana voru bundnar, hafa þó ennþá engan veginn ræst. Til þess að glöggva sig betur á ástandinu má benda á, að umhirða 225 ærgilda suðafjárbúa er talin eitt ársverk en á kúabúunum 246 ærgildi. Árið 1987 höfðu 64% hreinna sauðfjárbúa minni fullvirðisrétt en sem nam einu ársverki og 18% kúabúanna voru undir þessari stærð. En ef öll sauðfjárbú og kúabú á landinu væru talin þá höfðu 41% búanna minni fullvirðisrétt en sem nam einu ársverki. Þetta þýðir að víða vantar atvinnu- og tekjumöguleika fyrir annan aðila búrekstursins. Þessi aðili er yfirleitt bóndakonan. Þessvegna hef ég verið að hug- leiða og leita að atvinnumögu- leikum fyrir konur, þó að þeir geti á hinn bóginn einnig nýst karlmönnum. Ýmsir bændur stunda aukavinnu með bú- skapnum og þá eru konur gjarnan í fullu starfi heimafyrir. Bændakonur hafa til þessa ekki verið í fararbroddi þeirra, sem beitt hafa sér fyrir nýsköpun í landbúnaði. Þær hafa fylgst með og tekið þátt í starfinu á sinn venjulega, hljóðláta hátt, eins og þær hafa ætíð unnið sín störf. Verkkunnáttu þeirra og seiglu við að takast á við vandamálin, hefur lítt verið sinnt. Má segja að þar sé óplægður akur. Mín skoðun er sú að vaxtarbroddur- inn og leynivopnið í baráttunni gegn byggðaröskuninni sé í hönd- um sveitakvenna. Möguleikarnir - Hverjir eru svo þeir atvinnu- möguleikar kvenna í sveitum sem þú kemur einkum auga á? - Þeir eru ýmsir. Suma nýtum við en aðra ekki. Við vitum að margar konur stunda atvinnu í nálægu þéttbýli, en auðvitað eru þær landfræðilegu aðstæður ekki allsstaðar fyrir hendi. Konur kjósa að vinna þegar minna er að gera við búskapinn. Á þeim tím- um, þegar mest er að gera heimafyrir, hljóta þær að sinna bústörfunum þó að tekjur af bú- ...kjörin leið til sparnaðar er Kj örbók Landsbankans Botri oinfaldari og öruggari loió til ávöxtunar sparifjár er vand- fundin Hair grunnvextir og verölryggingarákvæöi tryggja góöa avöxtun Aö auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 16 og 24 mánuöi. Samt er innstæöa Kjörbókar alltaf laus L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað skapnum nægi ekki til viðunandi árslauna. Aukavinna yrði þá að vera heima eða í næsta nágrenni og því er sveigjanlegur vinnutími slíkum konum nauðsynlegur. Vetrarvinna er yfirleitt æski- legust. Margar konur hafa tekjur af sumarvinnu við ferðaþjónustu, en þar eru ennþá margir ónýttir möguleikar. Edduhótel t.d. og veiðihús eru víða rekin með að- keyptu vinnuafli. Þar þyrfti að verða breyting á. Sveitunum er það lífsnauðsyn að nýta þá atvinnumöguleika sem fyrir hendi eru á þeirra svæði. Þegar skyggnst er eftir atvinnu fyrir sveitafólk má hafa þrennt að leiðarljósi. 1. Að starfið sér arðbært, veiti viðunandi tekjur, ekki föndur. 2. Að starfið byggi sem mest á þeim auðlindum, sem fyrir eru, svo sem jarðarafnotum og verk- kunnáttu. 3. Að starfsemin treysti byggð- afestu. Getum allt Þú spyrð hvað bændakonur geti gert? í einu orði allt. Það hafa þær gert allt frá landnámstíð og því skyldum við nútímakonur ekki geta staðið forverum okkar á sporði? - Hvað viljið þið gera? - Því get ég ekki svarað. Konur hafa ekki verið spurðar. Margar konur hafa ekki einu sinni spurt sjálfar sig þeirrar spurningar. Þeim hefur ekki verið ætlað að hafa skoðanir á þessum málum. Ýmsar hafa þó látið til sín heyra. Flestar þær konur, sem ég hef tal- að við, vilja auka fjölskyldutekj- ur. Óska eftir atvinnu hluta af ár- inu en gegni samt sem áður sínu þýðingarmikla hlutverki við bú- skapinn. Aðrir vilja nýta starfs- krafa sína óháð atvinnu eða sam- býlismanni. Inntökuskilyrði í stétt bændakvenna eru þau ein, að hafa valið sér bónda að eigin- manni. Þar er ekkert spurt um löngun, hæfni né vilja til að axla byrðar bóndakonunnar, maka- valið ræður eitt. Af þessu leiðir að fjöldi kvenna innan stéttarinn- ar býr yfir menntun, starfsþjálfun og löngun til starfs, sem ekki tengist landbúnaði: Ef þessar konur og makar þeirra eiga ekki að tapast sveitunum verður að skapa sem fjölbreyttasta atvinnu- möguleika í hverju byggðarlagi. Ýmsar hugmyndir - Og hvað sýnist þér svo vera hœgt að gera í þeim efnum? - Ýmsar hugmyndir hafa kom-* ið fram, sumar raunhæfar, aðrar ekki. Sumar hafa, af stórhug og dugnaði farið út í ferðaþjónustu. Þar eiga konur ekki lítinn hlut að máli. En margar hugmyndir hafa verið lagðar til hliðar, vegna ótrúlegrar þröngsýni og nei- kvæðra viðbragða. Hugmynda- banka Stéttarsambandsins var misjafnlega tekið. Þar er þó að finna athyglisverðar hugmyndir, sem gætu gefið auka- og jafnvel árstekjur. Engin hugmynd er svo slæm að hún eigi ekki rétt á því að vera rædd. Við slíkar umræður getur eitt vaxið af öðru. Skapa þarf nægjanlega arðsemi og laga hugmyndirnar að aðstæðum þeirra, sem ætlað er að sinna við- komandi verkefni. Þar þarf ráð- unautaþjónustan að koma til. Já- kvæð viðbrögð hennar og hvatn- ing getur skipt sköpuin. Svo við víkjum að einstökum hugmyndum þá má nefna hálmvinnslu. Til að byrja með nægir að sá rúgi í gamlan kart- öflugarð. Rúgurinn þarf ekki að ná fullum þroska svo veðráttan hefur ekki afgerandi áhrif. Hann er síðan handsleginn, hálmurinn bútaður og geymdur í rakalitlu útihúsi. Úr honum má búa til nytja- og skrautmuni. Þetta er aðallega handavinna, útbúnaður lítill og ódýr. Vinnuna má stunda á öllum árstímum. Þessi hug- mynd byggir á nýtingu lands, húsa og vinnuafls, sem víðast hvar er fyrir hendi. Þetta er þægi- legt starf fyrir mæður, sem þurfa að sinna börnum. Síðan má e.t.v. bæta við vélvæddri vinnslu. Matarvinnsla. Úr jarðargróða og framleiðsluvörum landbúnað- arins má framleiða ýmiss konar neysluvörur. Smærri sláturhús og ónotað skólahúsnæði gæti hentað sem vinnustaður. Vinnsla úr fisk- afurðum getur einnig komið til greina, s.s. þorskhausavinnsla. Það er okkur t.d. til vansa að flytja inn allt gæludýrafóður. En öllum hugmyndum um svona framleiðslu er svarað með löngum fyrirlestrum um reglu- gerðir eða tilskilin leyfi eða staðhæfingum um að svona fram- leiðslu sé ekki hægt að reka nema í miljónaverksmiðjum. Enginn reiknar út að smærri einingar geti einnig verið arðbærar. Við bændafólkið þekkjum þessar röksemdir þótt aldrei hafi tekist að sanna að stórbúskapur skili, þegar upp er staðið, betri afkomu en smærri fjölskyldubú. Bókhaldsþjónusta. Æ fleiri bændur átta sig á þýðingu þess að færa bókhald yfir búreksturinn, og með virðisaukaskattinum, 14 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.