Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 11
Land- búnaður ísátt við náttúruna Svanberg Guðbrandsson, starfmaður Véla og þjónustu, fyrir framan Case IH dráttarvél 885 XL, 85 hö., með Cron rúllubindivélina og Dovsku Veto moksturstækin. Vélar og þjónusta Svo nefnist bæklingur, sem nýlega kom út. Er hann saminn af nefnd á vegum Náttúruverndarráðs og Bún- aðarfélags íslands. Nefndina skipuðu Helga Edwald, Sig- urður Á. Þráinsson og Ólafur R. Dýrmundsson. Sigurður Sigursveinsson starfaði með nefndinni en um myndefni sá Ragnhildur Stefánsdóttir. Bæklingurinn er framlag ís- lands til upplýsingaherferðar Evrópuráðsins. Þessi herferð stendur yfir í 20 Evrópu- löndum og er hverju landi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga henni. og vaxandi fyrirtæki Ungt Undanfarin misseri hefur fyrirtækið Vélar og þjónusta gengið í gegnum einskonar aðlögunartímabil í sölu á land- búnaðartækjum. Fyrir rúm- lega ári seldu Vélar og þjón- usta aðeins CASE IH dráttar- vélar til landbúnaðar, en með yfirtöku á Vélaborg hf., yfir- töku umboða frá Hamri hf. og annarra nýjunga eru Vélar og þjónusta í fremstu röð innf- lutningsfyrirtækja í landbún- aði. Hér skal nú vikið að nokkrum þáttum þeirrar þjón- ustu, sem fyrirtækið veitir við- skiptavinum sínum. CASE IH dráttarvélin hefur sannað gæði sín og unnið sér fast- an og öruggan sess með áratuga notkun hérlendis, enda verið ein af mest seldu dráttarvélum á landinu. Allar CASE IH dráttar- vélarnar sem seldar hafa verið hjá Vélum og þjónustu eru sér- staklega vel útbúnar í stöðluðum búnaði. Má þar nefna lyftu- tengdan dráttarkrók, Torque amplifier vökvamilligír, fyrsta flokks öryggishús með lituðu gleri, sóllúgu, útvarpi, sléttu gólfi, splittuðu framdrifi, vökv- aúttaki, radialdekkjum, yfir- stærð af vökvadælu o.m.fl. Pökkunarvélar Þegar farið var að nota bagga- kerfi var framan af notast við plastpoka utanum keflin, sem gafst misjafnlega, eftir gæðum plastpokanna. Nú er í vaxandi mæli farið að nota pökkunarvél- ar, sem pakka keflunum inn í pol- iþen plastfilmu. Hún leggst það þétt að keflinu að þótt slysagat komi á filmuna, skemmist heyið aðeins við gatið sjálft. Vélar og þjónusta bjóða upp á margskonar pökkunarvélar fyrir baggakefli. Mesta nýjungin er þó tvímælalaust ný og næsta bylting- arkennd pökkunarvél frá NEV- LANDS MOVERMORE. Hún er dragtengd, með lyftibúnaði, eins og hefðbundnar pökkunar- vélar. En einstök í sinni röð er hún fyrir það, að hún pakkar að öllu leyti sjálfvirkt, þannig að stjórnandinn þarf ekki að vera á sífelldum þönum niður af vélinni og aftur upp. Vélin bindur af tveimur plastkeflum í einu og styttir þannig pökkunartímann um helming án þess að vera eyðslusamari á plastið. Flutnings- búnaður Það eru í boði tvívirk VETO og RIKO moksturstæki með jafn- vægisstillingu á flestar dráttarvél- ar og svo BALEMASTER bagg- agreip. Er það ný og endurbætt hönnun. Tveir hálfmánar liggja saman á lömum og grípa alveg utan um keflið, sem þeir stafla síðan upp á endann. Þannig lok- ast keflisendarnir betur og keflið aflagast minna, en flestar skemmdir á pökkuðum keflum hafa einmitt verið á endum þeirra. Heygjöfin Vélar og þjónusta hafa á boð- stólum tvennslags kerfi til að auðvelda gjöf af baggakeflunum: afrúlluneðasöxun. Ifyrstalagier það tæki frá ECON, sem vindur niður af keflinu beint á fóður- ganginn, í fóðurvagn eða hvað annað, sem notað er til að flytja heyið til gjafar. í annan stað er það TOMAHAWK baggasaxar- inn, frá TEAGLE sem saxar hey- ið niður af keflinu á fóður- ganginn, eða flutningatæki. Þess- ar vélar eru báðar festar á þrí- tengibeisli dráttarvélar og nota aflúrtak hennar, en einnig er hægt að fá þær rafdrifnar. Kjör og þjónusta Vélar og þjónusta bjóða ávallt upp á mjög hagstætt verð og geta þeir, sem vilja, sannfærst um það með því að gera verðsamanburð við aðra, sem selja sambærileg tæki. Hvað greiðslukjör áhrærir þá er boðin fyrirgreiðsla til allt að 5 ára á allt að 100% af kaupverði stærri tækja. Þá er og boðinn lánstími til allt að 12 mánaða á minni tækjum, og gilda þar venjuleg viðskiptakjör banka og sparisjóða. Segja má að í nafni fyrirtækis- ins, Vélar og þjónusta, felist fyrirheit um það að hafa varahluta- og viðgerðaþjónustu eins góða og ýtrasti kostur er. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Söludeild, varahlutaverslun og verkstæði skipar sérhæft og starfssamt fólk á hverju sviði. Um landið fer, reglubundið, sér- hannaður viðgerðabíll með fullkomið viðgerðaverkstæði, sem byggt er á staðli CASE IH. Einnig hefur verið komið upp neti sérþjálfaðra viðgerðamanna vítt um landið. Vélar og þjónusta er ungt og vaxandi fyrirtæki, sem hefur það að megin markmiði að fylgjast sem best með öllum tækninýj- ungum á sínu sviði og veita við- skiptavinum sínum sem besta þjónustu. -mhg Meginmarkmiðið er að benda á einfaldar leiðir til umhverfis- bóta í sveitum og að draga úr um- hverfisáhrifum frá landbúnaði. Hér er leitast við „að tengja starf- semi landbúnaðarins betur við viðhald náttúrulegs umhverfis í sveitum landsins, bændum og öðrum þeim, sem þar dveljast, til yndis og ánægju." í upphafi bæklingsins er spurt „Hversvegna náttúruvernd?" og því svarað í stuttu máli. Síðan er fjallað um gróðurvernd, viðhald túna, nýræktir, sinubrennslu, megnun, búfjáráburð og tilbúinn áburð, eiturefni, skolp, vothey, fiskeldi, byggingar, vegagerð, umferð fólks, villt dýr, umhverfi og umgengni. Bæklingurinn er aðeins 18 bls. en þar er mikið sagt í stuttu máli. -mhg Námskeið við bænda- skólana [ vetur verða um 30 nám- skeið haldin við bænda- skólana á Hólum og Hvann- eyri. Þau eru undirbúin af Bú- fræðslunefnd í samvinnu við Stéttarsamband bænda. Framleiðnisjóður greiðir hluta af kostnaði þátttakenda. Flest standa námskeiðin yfir frá tveimur og upp í fimm daga og sum verða endutekin. Stefnt er að því að slík nám- skeið verði fastur liður í búnað- arfræðslunni. Starfsmenn bænda- skólanna skipuleggja námskeiðin og bera ábyrgð á þeim, en síðan eru fengnir sérfræðingar frá öðr- um stofnunum eftir þörfum. Þátt- takendur eru á öllum aldri, karlar jafnt sem konur. í janúar voru haldin á Hólum námskeið í fiskeldi, fisksjúkdóm- um, kynbótagildi og þjálfun hrossa og járningum. I febrúar í bændabókhaldi, tövlunotkun í landbúnaði, markaðssetningu laxfiska, nýtingu fiskstofna og bleikjueldi. í mars verða nám- skeið í byggingardómum hrossa, heyverkun og skattskilum. Og í aprfl og maí fóðurfræði fiska, rekstri fiskeldisstöðva, laxarækt og hafbeit, nýgreinum, skógrækt og fjallað um hæfileika hrossa. Á Hvanneyri eru það nám- skeið í hagfræði, málmsuðu, kan- ínurækt og bleikjueldi. í mars verður þar fjallað um vot- heysverkun, einkum notkun og meðferð rúllubagga, loðdýra- rækt, og grunnnám í búfræði. Að því er stefnt að slík nám- skeið verði framvegis fastur liður í búnaðarfræðslunni. Með þeim er boðið upp á skipulagða sí- menntun í landbúnaði og má það í raun kallast tímamótaviðburð- ur. -mhg Búnaðarþing Lausaganga búfjár Fyrir nýafstöðnu Búnaðar- þingi lá erindi frá stjórn Bún- aðarfélags íslands um rýmk- un lagaheimildar sveitarfé- laga til að takmarka lausa- göngu búfjár. Búnaðarþing afgreiddi erindið með ályktun, þar sem lagt er til að við end- urskoðun búfjárræktarlaga verði heimildir sveitarfélaga til að takamarka lausagöngu búfjár rýmkaðar þannig, að þær taka til alls búfénaðar. Marka beri nýja stefnu varð- andi skyldu Vegagerðar ríkisins um að girða meðfram þjóðvegum þannig að henni sé undantekn- ingarlaust skylt að reisa og við- halda girðingum með fjölförn- ustu þjóðvegum, en annarsstaðar gildi svipaðar reglur og nú, ásamt merkingarskyldu þar sem búfé er við ógirta vegi, svo sem á heiðum uppi. Þá telur þingið að þrálát um- ræða um takmörkun á „lausa- göngu“ búfjár bendi til þess að margir þeir, sem í henni taka þátt, geri sér litla grein fyrir því, hvað í því hugtaki felst. Því er brýn nauðsyn að skilagreina það og skýra betur fyrir almenningi svo og að hve miklu leyti slíkar takmarkanir eru þegar fyrir hendi. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.