Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 5
LANDBUNAÐUR ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 ft dráttarvélar Vélar og Þjónusta hf. Jámhálsi2 Reykjavík Sími 91-83266 Sjálfum okkur nógir Rœtt við Hjörleif Jónsson forstjóra Fóðurblöndunnar hf. Hér fer starfsemi Fóðurbiöndunnar hf. fram. draga svo sem unnt er úr innflutn- ingi. Sjálfsþurftarbúskapur er gildur þáttur í sjálfstæði hverrar þjóðar. Og íslensk framleiðsla gæti staðið erlendri framleiðslu fyllilega á sporði ef rétt væri að staðið. Síðan leiddi Hjörleifur blaða- mann um allar þessar miklu bygg- ingar og skýrði þá starfsemi, sem þar fer fram. Tók það ferðalag töluvert á annan klt. Þegar við snerum aftur til skrifstofu Hjör- leifs forstjóra til þess að hressa okkur á kaffisopa eftir allt röltið um þessi víðlendu völdunarhús var einn af fóðurflutningsbílum fyrirtækisins að halda úr hlaði. - Það eru miklir dugnaðar- og úr- valsmenn á þessum bílum okkar og hið sama má segja um allt starfsfólk fyrirtækisins, sagði Hjörleifur Jónsson. -mhg Fyrir nokkrum dögum lá leiö mín inn að Sundahöfn. Þar hafa ýmsar mikilfenglegar byggingar risiö af grunni hin síðari árin. Þar er m.a. að finna Fóðurblönduna hf. Svo vill til að ég er lítilsháttar kunn- ugur forstjóra þessa fyrir- tækis, Hjörleifi Jónssyni, og datt í hug að neyta nú færis og fræðast ofurlítið af honum um starfsemi Fóðurblöndunnar hf. Hér er ekki hugmyndin að rekja sögu Fóðurblöndunnar hf. þótt vert væri þegar í hlut á slíkt nytsemdar fyrirtæki. Til þess gefst hér ekkert rúm að sinni. Aðeins skal vikið að einstaka þáttum í starfseminni og lauslega þó. Fóðurblandan hf. var stofnuð árið 1960. Stofnendur voru 14 og átti Lýsi hf. 50% hlutafjár. Sumir stofnendur hafa nú hætt þátttöku en nýir komið í staðinn. Lýsi hf. seldi sinn hlut 1984. Á þessum árum gekk erfiðlega að útvega fóðurblöndur. Inn- flutningur á korni var aðeins leyfður frá Bandaríkjunum, sam- kvæmt sérstökum samningi. Tvær fóðurblöndunarstöðvar voru hér fyrir, önnur á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, hina rak Mjólkurfélag Reykja- víkur. Það kom hinsvegar á dag- inn að þessir aðilar önnuðu ekki eftirspurninni og því var ráðist í stofnun Fóðurblöndunnar hf. Við fórum hægt af stað en smá færðum okkur upp á skaftið. Til að byrja með fluttum við inn korn í sekkjum en hófum svo innflutn- ing á lausu korni 1966, möluðum það og blönduðum. Þegar inn- flutningur á blönduðu, niður- greiddu fóðri var gefinn frjáls 1967 harðnaði samkeppnin á innanlandsmarkaðnum. Upp úr því hófst nokkurt samstarf Fóð- urblöndunnar hf., SÍS og Mjólk- urfélagsins, er fengu úthlutað sameiginlegri lóð fyrir starfsemi sína hér við Sundahöfnina, 1969. Kornhlaðan, sem er sameiginleg korngeymsla fyrir þessi fyrirtæki, var svo tekin í notkun 1971. Fyr- irtækin hófu síðan að byggja nýj- ar blöndunarstöðvar og 1986 tók Fóðurblandan hf. í notkun mjög vandaða, tölvuvædda fóður- blöndunarstöð. Fyrirtækið er nú allt tölvuvætt, bæði skrifstofur og verksmiðja og eykur sú tækni mjög öryggi fyrir réttri blöndun fóðursins og gerir okkur fært að framleiða margskonar fóðurb- löndur. Nú framleiðum við blöndur fyrir allar búfjártegund- ir. Þessi nýja verksmiðja gerir það að verkum, að bændur treysta okkur fullkomlega og eru sívax- andi viðskipti gleggstur vitnis- burður um það, enda gefur verk- smiðjan ekkert eftir hinum full- komnustu fóðurblöndunarstöðv- um erlendis. Notkun harðfeiti gerir okkar fóður líka orkuríkara en annað, auk þess sem kögglaf- óðrið verður alveg ryklaust. Fiskafóöur Árið 1986 tókum við upp sam- vinnu við Ewos um framleiðslu á fiskafóðri og stofnuðum Ewos hf. Á Fóðurblandan hf. 51% hluta- fjárins en sænska fyrirtækið 49%. Byrjað var á að framleiða fóður- köggla en með stækkun verk- smiðjunnar hófst framleiðsla á svokölluðu þöndu fóðri, - há- gæða fiskeldisfóðri. Er fóðrið þanið út með sérstökum vélbún- aði en kögglunum síðan velt upp úr lýsi eða olíu. Fóðrið er mjög eðlislétt og því fljóta kögglarnir betur og nýting verður betri, en jafnframt er það mjög orku- og næringarefnaríkt. Ewos hf. fram- leiðir nú 15 tegundir af fiskeldi- sfóðri en þeim mun fara fjöl- gandi. Og nú er hafinn útflutn- ingur á fóðrinu m.a. til Færeyja og meira væri hægt að selja út, ef framleiðslan hefði undan. Á þessu ári er gert ráð fyrir að fram- leiðslan nemi 6 þús. tonnum. Allt fóður, sem er á brettum, er pakk- að í plast til þess að verja það í flutningum. Fóðurblandan hf. rekur rann- sóknastofu, sem rannsakar allt fóður áður en það er sent til kaupenda og í þjónustu hennar eru háskólamenntaðir fóður- fræðingar og rannsóknamenn. Þá er enn ótalin Hveitimyllan Kornax hf., sem nú hefur hafið hveitimölun og er eina hveiti- myllan á landinu. Fóðurblandan hf. á Vi í Korn- hlöðunni, 51% í Ewos hf. og 50% í Kornaxi hf. og eru þetta eins- konar dótturfyrirtæki Fóðurb- löndunnar hf. Starfsmenn fyrir- tækjanna eru nú um 50. Á eigin fótum Ég tel, sagði Hjörleifur Jóns- son, að við rekum hér þjóðþrifa- fyrirtæki. Við viljum koma allri þessari framleiðslu á innlendar hendur. Yfirleitt eigum við ís- lendingar að kosta kapps um að framleiða sjálfir sem allra mest af því, sem þjóðin þarfnast, og Umboðsmenn Dieselverk Akureyri Sími 96-25700 Vélaval Varmahlíð “ 95-6118 Kaupf. Húnvetninga “ 95-4198 Kaupf. Þingeyinga “ 96-41.444 B.T.B. Borgarnesi “ 93-71218 Hjólbarðav. Björns Hellu “ 98-75960 * Mikill snúningsradíus og splittað framdrif. * Frábær staðsetning stjórntækja. * Lúxus hús með lituðu gleri, sléttu gólfl, útvarpi, góðu sæti og fl. * Sjálfvirk viðvörun á lyftkrók, mismunadrif og handbremsu. * Alsamhæfður gírkassi með milligír. * 16 hraðastig áfram og 8 afturábak. * Afkastamikil vökvadæla. * Lyftutengdur dráttarkrókur. * Með og án framdrifs. * Splittað framdrif. * Hlaðinn aukabúnaði. * Frábær verð. * Góð greiðslukjör til allt að 5. Fyrir allar CASEIH dráttarvélar er varahluta og viðgerðarþjónusta í sérflokki. Auk þess að hafa umboðssamninga viö viðgerðar- verkstæði með sérþjálfuðum starfsmönnum víða um land, fer þjónustubifreið okkar reglulega um landiö til uppherslu og eftirlits á CASEIIL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.