Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 1
>-- - UNAÐUR MARS 1989 þJÓÐVILJINN Þessi skógur er í Fljótshlíð þar sem Skógrækt ríkisins rekur tilraunastöð. Hér henta ekki hænufetin Rœtt við Arnór Snorrason skógfrœðing um rœktun bœndaskóga Sú skoðun hefur verið býsna lífseig að bændur væru lítt hrifnir af skógrækt. En ætli það megi þá ekki segja það sama um obbann af okkur ís- lendingum allt fram til síðari ára? Höfum við ekki flest sýnt skógræktinni tómlæti og slak- lega stutt við bakið á þeim mönnum, sem þar hafa borið hitann og þungann? En hafi þetta verið viðhorf ís- lenskra bænda þá er það nú breytt. Það geta menn m.a. sannfærst um með því að kynna sér ályktanir Búnaðarþings og síðasta aðalfundar Stéttarsam- bands bænda. Einnig mætti gefa því auga, sem bændur hafa verið að vinna á þessum vettvangi und- anfarin ár. Arnór Snorrason heitir ungur skógfræðingur, sem fyrir nokkru hóf störf hjá Skógrækt ríkisins. Meðal þess, sem hann hefur á sinni könnu, eru svonefndir bændaskógar. Arnór var að því spurður, hvert telja megi upphaf að ræktun bændaskóganna. - Upphafið er að rekja til svo- nefndrar Fljótsdalsáætlunar á Héraði, sagði Arnór. Hún fól það í sér að gerður var samningur við bændur um ræktun nytjaskóga. Þetta var á sjöunda áratugnum og fyrsta fjárveitingin fékkst árið 1969 og fyrsta gróðursetningin fór fram 1970. Óhætt er að segja að Jónas Pétursson fyrrverandi alþingismaður átti ómældan þátt í því að í þetta var ráðist. Samið var um að skógurinn yrði ræktað- ur bændum að kosnaðarlausu en þeir greiddu svo 10% af brúttó- verði afurðanna til ríkisins þegar skógurinn færi að gefa arð. Til að byrja með náði áætlunin til 5 jarða en nú eru þær orðnar -15. Nú er búið að gróðursetja í 75 ha. Er það minna en til stóð. Föst fjárveiting var ákveðin til verks- ins í upphafi en vegna rýrnandi verðgildis hennar hefur fram- kvæmdum seinkað. Þann 3. maí í vor var svo stofn- að Félag skógræktarbænda á Héraði. Stofnendur voru rúm- lega 30 bændur og jarðeigendur. FetaÖ í slóðina - Hvað ersvo tíðinda afsamskon- ar starfsemi annarsstaðar á landinu? - Þar er þetta nú yfirleitt skemmra á veg komið. En for- dæmi Fljótsdælinga hefur haft af- gerandi áhrif, eyfirskir bændur gerðu sér ferð austur á Fljótsdals- hérað 1981, undir forystu Tómas- :.B:y: sá «* a^mJ 1 ¦ ¦ ... M 1 W*ym \ ar Inga Olrich, formanns Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga, til þess að kynna sér framtak Fljótsdæl- inga. í framhaldi af því sömdu þeir svo við Skógræktarfélag Eyfirðinga um gerð áætlunar um nytjaskógrækt í Eyjafirði. Mun fyrst hafa verið gróðursett sam- kvæmt henni árið 1983. Allmargir bændur í Eyjafirði, að- allega upp frá Hörgárósum, eru aðilar að áætluninni, en jarðir eru þarna fremur landlitlar og því takmarkað, sem hver jörð getur lagt af mörkum. En það gegnir líku máli með áætlun Eyfirðinga og Fljótsdælinga að hún hefur farið úr böndunum vegna fjár- skorts. í Borgarfirði eru 4 bændur byrjaðir og nokkrir í Suður- Þingeyjasýslu. t>á eru sunnlenskir bændur. að fara af stað. í Biskupstungum hafa nokkrir bændur ákveðið að hefta lausagöngu búfjár og leggja 400 ha. lands undir skóg. Er hug- myndin að girða það í vor. Á þessum jörðum mun aðallega vera búið við kýr og svo garð- og gróðurhúsarækt. Þessir bændur hyggjast að einhverju leyti ala sjálfir upp sínar plöntur, enda jarðhiti fyrir hendi. Þá mun Guð- mundur L. Friðfinnsson, bóndi og rithöfundur á Egilsá í Skaga- firði ætla að ýta úr vör. Margir bændur bíða eftir setn- ingu nýrra skógræktarlaga þar sem kveðið sé á um hversu mikils styrks menn mega vænta og í hvaða formi. Síðan þarf að gera ákveðna samninga við bændur á grundvelli laganna. Árið 1984 var samþykkt viðbót við skógræktar- lögin,-en þá var Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra. Þar var kveðið á um 80% ríkisframlags til stofnkostnaðar nytjaskóga á bú- jörðum. Frumvarp til nýrra skóg- ræktarlaga, sem fól í sér breyting- ar á fyrri ákvæðum, lá fyrir Al- þingi í fyrra en var ekki afgreitt. Vonandi verður frumvarpið aftur lagt fyrir Alþingi nú og þá af- greitt. Viðhorf bænda til skógræktar hefur gjörbreyst á síðari árum og fer því fjarri að unnt sé að sinna óskum allra þeirra um aðstoð. Það eru margir á biðlista. - Nú eru einstakir landshlutar sjálfsagt misjafnlega fallnir til skógrœktar. Hvar eru álitlegustu svœðin? Samkvæmt athugunum Hauks Ragnarssonar er það Hé- raðið niður að Egilsstöðum, viss svæði í Þingeyjarsýslu og Eyja- firði, Fram-Blönduhlíð í Skaga- firði, Stafholtstungur í Borgar- firði, Suðurdalir Borgarfjarðar og uppsveitir Árness- og Rangár- vallasýslu. Svo eru að koma inn Framhald áibls. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.