Þjóðviljinn - 21.03.1989, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Qupperneq 12
LANDBUNAÐUR Orsakir gróðureyðingar rr Rœttvið ÓlafR. Dýrmundsson, landnýtingarráðunaut Búnaðarfélags Islands Landgræðsla og gróður- vernd er mjög á dagskrá nú um stundir og raunar að von- um. Engan þann íslending þekki ég, sem ekki vill sjá landið betur og víðar gróið en það er. Bændur eru þar engin undantekning. Allt um það hafa þeir orðið skotspónn þess fólks, sem frábitnast virðist því, að ræða þessi mál með rökum og stillingu. En ætli þetta ágæta fólk hafi í nokkru reynst liðtækari land- varnarmenn en bændur sjálf- ir? Við spurðum Ólaf R. Dýr- mundsson, landnýtingarráðu- naut Búnaðarfélags íslands að því, hvað hann vildi segja um þær ásakanir á hendur bændum, að þeir ættu öðrum fremur sök á gróðureyðing- unni. - Ég tel að slíkur málflutningur sé ákaflega mikil og raunar alveg fráleit einföldun því orsakir gróð- ureyðingareru margþættar, sagði Ólafur. Það er t.d. vitað, að hér varð veruleg gróðureyðing fyrir landnámsöld. Ekki var þá bænd- um um að kenna. En auðvitað hefur beit haft áhrif á jarðveg landsins og gróður, hér sem ann- arsstaðar. Haft er eftir Ara fróða að á landnámsöld hafi landið ver- ið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Hvað sem menn vilja nú taka það bókstaflega þá er hitt víst, að skógur óx þá miklu mun víðar á landinu en nú. Hinsvegar er talið fullvíst, að eyðing skóglendis hafi orðið hvað örust og mest fyrstu árin og áratugina eftir landnám- ið. Mest var þetta vegna skógar- höggsins. Landnámsmennirnir ólust upp við það í átthögum sín- um að nota skóginn m.a. til eldi- viðar og gerðu svo einnig hér, enda áttu þeir ekki annarra kosta völ um eldsneytisöflun. Auk þess voru rjóður höggvin í skóginn til þess að fá rúm fyrir ræktunar- land. kannsóknir, sem gerðar hafa verið, styðja það, að þetta séu réttar ályktanir. Það er óhugsandi að á þessum tíma hafi búfjárbeit ráðið úrslitum um gróðurfarið. Hinsvegar gekk bú- fénaður þá sjálfala árið um kring og ekki bara þessi venjulegi bú- fénaður heldur einnig svín og geitur. Við vitum að ofbeit er skaðleg. Um það er enginn ágreiningur. Það er líka ljóst, að land hefur sumsstaðar verið ofbeitt, einkum í harðærum, þegar kuldaskeið hafa gengið yfir og eldgos. Nú, tilgátur hafa verið um það, að hingað hafi borjst sjúkdómar, sem lagst hafi á trjágróður. Öll eru þessi áhrif samverkandi og hafa mótað landið og haft áhrif á. yfirbragð þess, eins og það er nú. Breyttir búskaparhættir En nú eru búskaparhættir gjör- breyttir frá því sem var á öldum áður. Fyrir miðja síðustu öld hófst hér stórfelld ræktunaralda. Hún leiddi annarsvegar af sér meiri heyfeng en áður og hins- vegar minni vetrarbeit, sem nú má raunar heita horfin hvað sauðfé áhrærir. Úr vetrarbeit hrossa hefur einnig stórlega dreg- ið. Haldist hafa í hendur bætt fóðrun og minnkandi vetrarbeit. Þar við bætist að nú er svo til öllum nautpeningi beitt á ræktað land og sauðfénu einnig í stórum stíl, bæði vor og haust. Allt hefur þetta leitt til léttari beitar á út- haga. Allar breytingar á búskap- arháttum síðari árin hafa létt beitarálagið, með einni undan- tekningu þó, hrossum hefur nokkuð fjölgað. Því skyldi heldur ekki gleymt, að ýmislegt annað en landbúnað- ur veldur álagi á land. Ferða- mannastraumurinn, einkum um hálendið, ber þama einnig sína sök og svo eru stór, gróin svæði lögð undir miðlunarlón, vegna raforkuframkvæmda. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar, sem hér hefur verið vikið að, er sífellt á því klifað, að beitarhættir séu frumstæðari hér en annarsstaðar. Þetta er mjög Bœndur athugið! FANGPROF Lífvaka hringrás TTTTT-n—I—r DAG DAG DAG 0 5 10 1—r 11 i i i DAG DAG 17 21 Beiösli/fangpróf fyrir kýr. Sýnir á 6 mínútum, meö smá mjólkurprufu, hvort kýrin er yxna eöa meö fangi. • Auðveldar eftirlit meö gangmálum — 21 degi eftir sæðingu. • Fljótlegt í notkun. • Einfalt í notkun — mjólk- urdreitill mældur. • Eykur hagkvæmnina. Verð 1. júlí 1988 kr. 254,00 á kú. Nánari upplýsingar veitir Mjólkureftirlit M.S.R. og M.S.B. Mjólkursamlaginu Borgarnesi í síma: 93-7-16-10. Einnig á boöstólum hjá öörum mjólkursamlögum. Klippiö hér Pöntun á fangprófi: Gegn póstkröfu □ Á samlagssvæöi M.S.R. og M.S.B. □ Fyrir 12 kýr □ Fyrir 30 kýr □ Nafn:. Heimilisfang:. Póstnúmer og staður:. Þeir sem vilja ekki klippa úr blaðinu geta afritað svarseðilinn eða Ijósritað hann. Ólafur R. Dýrmundsson villandi. Hið rétta er að meðferð beitilanda hefur víðast hvar stór- batnað. Það er alrangt að beitar- hættir séu hér frumstæðir. Oft kemur þessi gagnrýni frá þeim, sem minnst þekkja til mála. Vitna þeir þá gjarnan í einhverja fræðimenn máli sínu til stuðn- ings. Og þess eru jafnvel dæmi meðal búvísindamanna, að blandað sé saman fræðimennsku, pólitík og hreinum áróðri. Mér finnst þessi umræða oft hafa verið ákaflega ómerkileg og fjarri því að geta alltaf talist heiðarleg. Viðhorf bænda - Hvert telur þú vera viðhorf bœnda til gróðurverndar og hvað hefur verið gert af þeirra hálfu til að auka hana? - Meðal bænda hefur skilning- ur á nauðsyn gróðurverndar farið mjög vaxandi. Hinsvegar sætta bændur sig að vonum illa við hina villandi og oft ofstækisfullu um- ræðu um þessi mál. Þeir vilja að einnig sé á það bent, sem jákvætt er og þar er af mörgu að taka. Fjölmörg sveitarfélög hafa t.d. átt frumkvæði að margvíslegum gróðurverndaraðgerðum á liðn- um árum, í samvinnu við Land- græðsluna og Búnaðarfélag ís- lands. Landgræðslan hefur yfir- umsjón með gróðurverndarmál- um í landinu og þegar hún hefur lagt fram ábendingar og tillögur um ákveðnar aðgerðir hefur alltaf tekist að semja við bændur. Auðvitað getur það stundum tekið nokkurn tíma að koma sumum breytingum í framkvæmd og fer eftir því, hvers eðlis þær eru. Breytingum á beitarháttum verður t.d. að ætla rúman tíma. Bændur hafa víða átt verulegan þátt í uppgræðslu lands, bæði á heimalöndum og afréttum og nú er áhugi þeirra á nytjaskógrækt mjög vaxandi. En þar þarf til að koma mikið opinbert fjármagn, enda er um að ræða langtíma fjár- festingu, sem ekki skilar veru- legum arði a.m.k. fyrr en að ára- tugum liðnum. Það er staðreynd, að mjög mikið hefur dregið úr beitarálagi á síðari árum, einkum þar sem land er viðkvæmast. Munar þar mest um stórfellda fækkun sauðfjár eða um 30% undanfar- inn áratug. Og sárafá stóðhross ganga nú á afréttum. Bændur vilja fá nákvæmari upplýsingar frá Rala um beitarþol landsins. Þau mál þarf að endurskoða frá grunni. Sem dæmi um jákvæð viðhorf bænda til umhverfismála vil ég nefna bækling, sem nefnist „Landbúnaður í sátt við náttúr- una“, sem Búnaðarfélag íslands og Náttúruverndarráð hafa sam- ið og gefið út, og verið er að dreifa um þessar mundir. Lausaganga búfjár - Hvað viltu segja um þœr kröf- urað bœndur girði afallan búfén- að? - Svo sem áður er getið er því oft haldið fram að beitarhættir hér séu frumstæðir og slæmir. ís- land er talið hafa sérstöðu um fyrirkomulag beitarmála. Þetta er rangt. Sé að gáð eru beitar- hættir á íslandi um margt til fyrir- myndar og fara batnandi. Sumir segja að nauðsynlegt sé fyrir gróðurverndina að banna lausagöngu búfjár. Bændur eigi að halda öllum búfénaði í beitar- hólfum á eigin kostnað. Þessi krafa er sérstaklega áberandi hjá sumum skógræktarmönnum og „Heim í garð...“ Nýtt tœki, sem auðveldar meðhöndlun rúllu- bagga Verkun heys í svonefnda rúllubagga hefur verið aö ryðja sér til rúms á undanförn- um árum. Þeir, sem reynt hafa, telja þessa heyverkun- araöferð hafa ýmsa kosti fram yfir þær, sem hingað til hafa veriö algengastar, svo sem þá, að heygæðin verði meiri. En rúllubaggarnir eru engin léttavara í meðförum og plastið, sem þeir eru sveipaðir viðkvæmt. Hefur nokkuð á því borið að það hafi viljað særast þegar baggarnir eru meðhöndlaðir svo að loft komist að heyinu og er þá skemmdunum boðið heim. í Hafnarfirði er fyrirtæki, sem nefnist Boði hf., stofnað árið 1982. Forstjóri þess og stofnandi er Eiríkur Mikaelsson, vélvirki. Af Boða óx svo fyrirtækið Vél- Boði, 1987. Hefur það fyrirtæki flutt inn landbúnaðarvélar og -tæki. Nú gera bændur sér rökstuddar vonir um að viðureignin við rúllu- baggana verði auðveldari eftir- leiðis, og jafnframt hverfandi hætta á því að plastið verði fyrir skemmdum. Ástæðan er sú, að innan skamms er væntanlegt frá Vél-Boða nýtt tæki, sem á að auðvelda mjög meðferð rúllu- bagganna. Hið nýja tæki er vagn, uppfinning Eiríks og smíði. Nú þarf tvær dráttarvélar og mann- skap í samræmi við það við heimflutning á böggunum. Hinn nýi vagn tekur hinsvegar sjálfur upp baggana og kemur þeim í heygeymsluna. Mannshöndin þarf í raun og veru ekkert á bögg- unum að snerta. Reynist þessi vagn eins og von- ir standa til, og raunar er ekki ástæða til að draga það í efa, þá er hér um feykilega framför að ræða, frá hvaða sjónarmiði, sem er: vinnusparnaður, verkaléttir, aukið öryggi fyrir óskemmdu fóðri. Svona tæki mun hvergi annarsstaðar hafa verið smíðað í veröldinni, svo vitað sé. Ekki þarf að efa að bændur munu taka vagninum hans Eiríks tveim höndum. -mhg 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.