Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Háskólakennarar Reyna sérviðræður Afstöðu tilfrestunarfrestað ísólarhring meðan reynt er að ná lausn. Talverðar líkur virðast á að Fé- lag háskólakennara semji við rík- ið án þess að komi til boðaðs verkfalls, og kynnu þeir samning- ar að skapa fordæmi til að leysa kjaradeilu ríkisins við önnur BHMR-félög. Ragnar Árnason formaður Fé- lags háskólakennara sagði eftir fund háskólakennara í gær að í gangi séu viðræður á viðkvæmu stigi, og segist hann eygja lausn á málinu. Fundinum í gær var frest- að til klukkan 16 í dag, en fyrir honum lá og liggur tiilaga um at- kvæðagreiðslu um að fresta verk- falli sem hefjast átti í morgun. Ragnar sagði að viðræðurnar beindust á engan hátt gegn fé- lögum í BHMR sem eru í verk- falli, en forystumenn verkfallsfé- laganna hafa skorað á háskóla- kennara að sýna samstöðu. Þröngt var á þingi í Odda í gær þarsem um 170 manns af fjögur- hundruð félögum komu til fund- ar, en hann stóð í 20 mínútur. eb Fullt út úr dyrum. Gatnaframkvœmdir Umferðarljós á Miklatorg Hringtorgið lagt niður ogframlengdur Bústaðavegur tengdur inn á torgið í sumar. Afkastageta eykst um 20% Eins og vegfarendur hafa tekið eftir þá standa nú yfir allmiklar framkvæmdir á vegum Reykja- víkurborgar á Miklatorgi og í ná- grenni þess. Þessar framkvæmdir miða að því að gjörbreyta um- ferðarkerfinu um torgið og vestur eftir Hringbrautinni. Fyrsti áfangi þessara fram- kvæmda, sem á að verða fullgerð- ur 1. september, miðar að því að Bústaðavegur verði framlengdur á fjórum akreinum norðan í Ös- kj uhlíðinni niður á brú, sem verið er að byggja sunnan við Miklat- org. Þessi brú á að liggja yfir Miklubraut-Hringbraut eftir að búið er að sveigja hana suður fyrir Umferðarmiðstöð og Tanngarðinn í átt að flugvellin- um. Sú framkvæmd hefur ekki enn verið tímasett, og teist til annars áfanga verksins. Bústaða- vegur mun hins vegar halda áfram yfir brúna smáspöl inn á Miklatorgið, þar sem hringurinn verður lagður niður, en í staðinn komið fyrir umferðarljósum, sem Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar Fundarboð æ Miðvikudaginn 3. maí verður haldinn almennur fundur til að endurvekja Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar en starfsemi þess hefur legið niðri í nokkur ár. Fundurinn verður haldinn í veitinga- húsinu Gafl-lnn og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Samþykkt endurskoðaðra laga. 2. Kosning stjórnar. 3. Ákvörðun félagsgjalds og styrktarfélags- gjalds. 4. Kosning fulltrúa á aðalfund Krabbameinsfé- lags íslands. 5. önnur mál. Drög að endurskoðuðum lögum liggja frammi í Hafnarfjarðar apóteki við Strandgötu til afhend- ingar þeim sem óska að kynna sér þau fyrir fundinn. Allir Hafnfirðingar velkomnir. Undirbúningsnefndin Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Guðmundur Rósinkarsson Lundarbrakku 10 Kópavogi verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. aprfl kl. 15.00. Siguriína Slgur&ardóttir Hreinn Guðtnundsson Ingibjörg R. Guðmundsd. A&aisteinn Már Ólafsa. Siguráorg S. Guömundsdóttir Au&un Már Guðmundaaon Guðmundur Frayr Aðaisteinaaon Eiginmaður minn og faðir okkar Kristján Kristjánsson Mávaltiíð 1 Rayfcjavik sem lést á Mailorka 13. aprfl 1989 verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavemd. Elín Guðmundsdóttir Erlingur Kriatjánsson Sigrún Krietjánsdóttir Kristján G. Krtstjánsson Athl Beðlst er velvirðingar á þyf að auglýsing sem birtlst í blaðinu f gær var röng. Útfarardagurinn lelð- réttist hér mað. verða samtengd við önnur um- ferðarljós á Miklubraut- Hringbraut allt frá Njarðargötu að Réttarholtsvegi. Að sögn Þór- arins Hjaltasonar hjá borgar- verkfræðingi á þessi fyrsti áfangi, sem jafnframt er bráðabirgða- lausn á umferðarteppunni við Miklatorg að geta aukið afköst umferðar um torgið um 20%. Framtíðarlausnin verður eins og áður segir sú, að sveigja Miklubraut-Hringbraut til suð- vesturs undir brúna og í nýja um- ferðaræð, sem liggja á á milli flugvallarins annars vegar og Umferðarmiðstöðvarinnar og Tanngarðs hins vegar. Samfara þessum framkvæmd- um verður auðvelduð aðkeyrsla að Vatnsmýrarveginum sem liggur að Umferðarmiðstöðinni, þannig að hann geti létt eitthvað á Miklubrautinni. Þá verða einn- ig gerðar beygjuakreinar á Snorr- abrautina við nýju umferð- arljósin til þess að auðvelda að- komu þaðan inn á Miklatorgs- gatnamótin. Þar opnast svo bein tengsl frá Snorrabraut yfir á nýja Bústaðaveginn. -ólg Hluti brúarframkvæmdanna sunnan Miklatorgs. Brúin liggur yfir Miklubraut-Hringbaut eins og hún veröur i framtíðinni sunnan Tanngarðs og Umferðarmiðstöðvar. Brúin tengir jafnframt framlengdan Bústaðaveg við Miklatorgsgatnamótin nýju. Ljósm. Jim Smart Fossvogsbraut úr sögunni Bæjarstjóm Kópavogs hefur lýst því yfir að samþykkt frá 9. októ- ber frá 1973 við Reykjavíkurborg um lagningu Fossvogsbrautar sé úr gildi fallin. Forsendur séu gjörbreyttar frá því að samkomu- lagið var gert, áform um tengingu umferðarmannvirkja séu breytt og viðhorf til umhverfis- og mengunarvarna séu gjörbreytt frá því sem var fyrir 16 árum. Bæjarstjómin hefur í hyggju að ráðstafa hluta Fossvogsdaisins undir íþróttastarfsemi. Davíð Oddsson segir samþykkt bæjar- stjórnar Kópavogs marklausa. SÍS-feústapa 780 ■iljómin Rekstartap fiskvinnslufyrir- tækja Sambandsins á sl. ári nam tæpum 700 miljónum króna eða um 14,5% af veltu. Þetta kom fram á aðalfundi Félags Sam- bands fiskframleiðenda sem haldinn var í gær. Rekstrarútk- oma SH-húsanna á sl. ári verður kynnt í dag aðalfundi Sölumið- stöðvarinnar. Gaflarar vilja húsbréf Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur lýst yfir stuðningi sínum við hús- bréfafmmvarpið sem liggur fyrir Alþingi. Segir bæjarstjómin nauðsynlegt að málið fái af- greiðslu strax á yfirstandandi þingi, enda brýnt að lausn fáist á aðsteðjandi kreppu í húsnæðis- málum. Nýja húsbréfakerfið leysi mörg þau vandamál sem hrjá núverandi kerfi. Kortasvikara leitað Rannsóknarlögreglan leitar tveggja ungra manna sem talið er að hafi svikið stórar fjárhæðir út úr greiðslukortafyrirtækjunum Euoracard og Visa. Einnig er Ijóst að mennimir stofnuðu ávís- anareikninga í einum 5 bönkum og gáfu út fjölmarga innistæðu- lausa tékka. Talið er víst að Samningqrnir Samþykkt hjá Sókn Nýgerðir kjarasamningar vom samþykktir á fjölmenn- um félagsfundi Starfsmanna- féiags Sóknar í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta, 387 atkv. gegn 20. mennirnir hafi farið úr landi og er þeirra nú leitað á Florida og víðar. Skólastarf í molum Kennarar við Fjölbrautaskólann f Breiðholti hafa sent skóla- meistara sínum og ráðhemim fjármála- og menntamála yfirlýs- ingu þar sem vakin er athygli á því að semjist ekki í deilu BHMR og ríkisins innan fárra daga er ó- gerlegt að Ijúka skólastarfi á þessari önn. Ekki komi til greina að útskrifa nemendur án yfirferð- ar tilskilins námsefnis og fullgildra prófa. Er lýst fúllri ábyrgð á hendur stjómvöldum sem hirða hvorki um gefin fyrir- heit né frið um skólastarf til lengri tíma. ShlJÚlÍllMir ðunnunjpu frá Undaketð Hjúkmnarfræðingar í Félagi háskólamenntaðra hjúkmnar- fræðinga á Landakotsspítala hafa lýst eindregnum stuðningi við kjarabaráttu hjúkmnarfræðinga á ríkisstofnunum. Þá mótmæla hjúkmnarfræðingar á Landakoti tilflutningi bráðavakta á milli sjúkrahúsa og segja að með þeim ráðstöfunum sé vandanum velt yfir á annarra herðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.