Þjóðviljinn - 27.04.1989, Síða 3

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Síða 3
_______FRETTIR________ Húsbréf Gagntilboð frá Kvennó ígœrkveldi ákvað þingflokkur Kvennalistans að samþykkja húsbréfafrumvarp svo fremi fé- lagslega íbúðarkerfið verði stóreflt ogfjár- framlag til þess tvöfaldað í ár Samtök um kvennalista hyggj- ast greiða götu húsbréfafrum- varps Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra á alþingi fall- ist ríkisstjórnin á að efla félags- lega íbúðakerflð og tvöfalda fjár- framlög til þess. Félagsmálaráð- herra sagði við Þjóðviljann í gær- kveldi að þessar hugmyndir væru í anda stjórnarsamstarfsins og gæti hún fyrir sitt leyti fallist á þær, þó með þeim fyrirvara að ríkisstjórnin sæi sér fært að auka fjárframlagið um helming. Einsog kunnugt er höfðu verið lögð drög að tillögu um sættir stjórnarliða og Kvennalista um húsbréfafrumvarpið á þá lund að það yrði samþykkt nú í vor, milli- þinganefnd skæri úr um ágrein- ingsmál og st'ðan gengi húsbréf- akerfið í gildi tveim mánuðum Rás tvö Útvarp að handan Skyggnilýsing í beinni út- sendingu á rásinni Það eru ekki farnar troðnar út- varpsslóðir á rás tvö þessa daga heldur en endranær, og síðdegis í dag verður enn brotið blað með skyggnilýsingu í bcinni útsend- ingu. Kanadískur miðill á vegum Guðspekifélagsins verður gestur dægurmálamanna á rásinni og verður rætt við hana í morgunút- varpi, en þegar fer að halla í kvöldfréttir sér hún um skyggni- lýsinguna með þátttöku þess fólks sem inn hringir. Útvarpið að handan í dag mun vera hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi og þótt víðar væri leitað. Haf- steinn Björnsson hélt þó eitt sinn miðilsfund í sjónvarpi. -m síðar erí áætlað hefði verið í haust; 1. nóvember í stað 1. sept- ember. Höfðu Alþýðuflokks- menn gert sér vonir um að þetta nægði og að húsbréfin væru í höfn. En lykilmanneskjan í þessu húsbréfamáli og oddamaður í fé- lagsmálanefnd neðri deildar, Kristín Einarsdóttir, tók því fjarri í gærdag að hún myndi fall- ast á ofannefnda málamiðlunar- tillögu. Og í gærkveldi sömdu Kvennalistakonur gagntilboð á þingflokksfundi. Þær segja húsbréfin hafa margt til síns ágætis en það sé bara ekki á allra færi að eignast þak yfir höfuðið um slíkt kerfi. Síst nú þegar þrengir að í þjóðfélaginu. Því setji þingflokkur Kvennalist- ans þau skilyrði fyrir samþykki í vor að hið félagslega íbúðarkerfi verði stórum eflt. Kröfur Kvennalistkvenna eru þrjár: 1) Félagsmálaráðherra skipi nefnd til þess að endurskoða fé- lagslega íbúðakerfið. 2) Ríkisstjórnin tvöfaldi fram- lag sitt í Byggingasjóð verka- manna þannig að það verði 600 miljónir í ár. 3) Að hækkun vaxta verði ekki afturvirk á Byggingasjóð ríkisins þegar eða ef þeir hækka. Félagsmálaráðherra hrósaði Kvennalistakonum í gærkveldi fyrir málefnalega afstöðu. Ríkis- stjórn vildi efla félagslega íbúð- arkerfið og sjálf hefði hún nefnd að störfum til þess. Ráðherra sagði Kvennalista- konur hafa fest hendur á ein- hverju því jákvæðasta við hús- bréfakerfið sem væri svigrúmið sem það gæfi til þess að stórefla félagslega kerfið umfram það sem nú er. Húsbréfin myndu taka til viðskipta með eldra húsnæði og almennar nýbyggingar en til þess að tryggja hag þeirra sem lakar stæðu fjárhagslega yrðu í framtíðinni öflugar vaxtabætur og gott félagslegt íbúðakerfi. ks Alþingi Skriður á biðlaunum Pingmenn á einu máli um að stemma stigu við biðlaunasukki Frumvarp fímm þingmanna efri deildar um breytingar á fyrir- komulagi biðlaunagreiðslna losn- ar innan skamms úr fjárhags- og viðskiptanefnd. Þingmenn eru al- mennt áfram um að frumvarpið verði að lögum fyrir þingslit svo bundinn verðir endi á meinta mis- notkun biðlaunafjárins. Að sögn Margrétar Frímanns- dóttur, eins af flutningsmönnum frumvarpsins, nýtur mál þetta al- mennrar samúðar meðal þing- manna og reiknar hún ekki með öðru en því að það verði að lögum nú í vor. Einu andmælin sem henni hafa borist séu þau að þingmaður fái greiddan launa- mun hverfi hann í lægra launað starf en þingmennsku hjá hinu opinbera. Frumvarpið gerir sem kunnugt er ráð fyrir því að ein málsgrein bætist við 8. gr. laga um þingfar- arkaup alþingismanna: „Afsali þingmaður sér þingmennsku og hverfi til annarra launaðra starfa fellur réttúr hans til biðlauna nið- ur.“ í greinargerð er hinsvegar tekið fram að breyting þessi hafi engin áhrif á biðlaunarétt að kjörtímabili loknu, þrenn mán- aðarlaun eftir eitt kjörtímabil en 6 eftir 10 ára eða lengri þingsetu. ks Fimmtudagur 27. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Alþýðuflokkurinn Flokksforinginn einn við völd Kratar orðnir órólegir. Óánœgja með einleikiformannsins. Fylgið tínist afflokki ogformanni. „Sitjum bara og bíðum eins og Benedikt... “ Frammámenn í Alþýðuflokkn- um eru ailt annað en hressir með stöðu flokksins þessa dagana og reyndar síðustu vikur og mánuði. Almenn gremja ríkir einnig með- al flokksmanna út í forystu- sveitina og þá ekki síst formann- inn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem þykir vera einfari í allri póli- tískri stefnumörkum flokksins, ekki síst í þessari og síðustu ríkis- stjórn. Hann hafí lítið sem ekkert samband við sitt fólk, megi ekki vera að því að mæta á fundi í flokksfélögum, eða beinlínis neiti slíkum beiðnum. „Hann er alveg týndur og virðist sjálfur vera búin að týna flokknum“, sagði einn á- hrifamaður í Alþýðuflokknum í samtali við Þjóðviljann í gær. Óánægjunnar með forystu flokksins og formanninn er ekki síst að leita í röðum sveitar- stjórnarmannaflokksins. Á þingi þeirra fyrir skömmu komu fram háværar raddir þess efnis að flokkurinn yrði að vera búinn að stokka upp hjá sér og helst að tryggja nýjar þingkosningar áður en sveitarstjórnarkosningar fara I fram næsta vor. Miðað við stöðu flokksins nú sæju menn fram á stórtap í sveitarstjórnarkosning- unum eftir mikla uppsveiflu víða um land í kosningunum 1986. Slæm útkoma í könnunum Það er ekki að undra þó uggur sé í ýmsum forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum því samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum hefur Alþýðuflokkur- inn aldrei fengið eins slæma út- komu frá því í kosningunum sumarið 1987. Samkvæmt könn- un Skáís á dögunum, fékk flokk- urinn 9,3% atkvæða en hafði haft 12,8% í könnun í mars. Þessi út- koma er sú lélegasta hjá Skáís frá því í ágúst 1987. í DV-könnun í mars fékk flokkurinn 8% at- kvæða sem var það lélegasta sem hann hafði fengið frá því í júní í fyrrasumar. Flokkurinn hefur því tapað verulegu fylgi á síðustu mánuð- um á sama tíma og Alþýðubanda- lagið hefur verið að auka sitt fylgi á síðustu mánuðum og fékk 12,3% í könnun Skáís á dögun- um. Þó skoðanakannanir segi aldrei allan sannleikann, þá sýna þær óumdeilanlega hvert stefnir hverju sinni. Það sem er þó einna athyglisverðast í síðustu könnun Skáís fyrir Stöð 2, er útkoman úr vinsældakosningu stjórnmála- manna. Sú könnun segir meira en lítið um forystu Alþýðuflokksins, því formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson er þar langt frá sínu besta hingað tií. Jón lendir í 7. sæti, en bæði Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gests- son og Jóhanna Sigurðardóttir hljóta fleiri tilnefningar en for- maður Alþýðufíokksins. Eintómir einleikir Slæm málefnastaða formanns- ins, segja margir Alþýðuflokks- menn sem Þjóðviljinn hefur rætt við, einmitt vera skýringuna á lé- legri útkomu flokksins. Það kraumi víða undir niðri í flokkn- um, og menn séu farnir að rifja upp í fullri alvöru, yfirlýsingar formannsins forðum, um skipstjórann og aflabrögðin og hvenær menn eigi að víkja úr brúnni. Það eru ekki einungis einleikir og einstrengingsháttur formanns- ins í flokksstarfinu sem pirrað hefur margan flokksmanninn, I BRENNIDEPLI heldur ekki síður síðustu hróker- ingar hans á embættismönnum í utanríkisþjónustunni. Mörgum þótti nóg um þegar Jón Baldvin var í forystu fyrir því að koma Albert Guðmundssyni til Parísar, en fleirum þótti undarleg vinnu- brögðin við ráðningu Kjartans Jóhannssonar til Brussel og hug- myndir um að flytja Jón Sigurðs- son í öruggt þingsæti í Reykjanes- kjördæmi. Þessar tilfæringar komu fram í dagsljósið án þess að rætt hefði verið við einn eða neinn, segja framámenn í flokkn- um og bæta því að slík vinnu- brögð verði ekki þoluð öllu lengur. Sitjum bara og bíðum... Ekki bætir úr skák, að á sama tíma og Jón Baldvin tryggir for- vera sínum á formannsstóli, gött embætti í Brussel, á hann í úti- stöðum við annan fyrrverandi formann flokksins, Benedikt Gröndal, sendiherra, sem situr heima í Reykjavík og bíður eftir því að núverandi formaður gefi sér tíma til að ræða við hann um framtíð hans innan utanríkis- þjónustunnar. - Við bara sitjum og bíðum ...við höfum ekki fengið neinar skýringar. Það hefur ekki verið talað við okkur um þetta. Ekki eitt einasta orð, segir Benedikt Gröndal í samtali við Alþýðu- blaðið í gær, um þær hugmyndir utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins að leggja niður embætti heimasendiherra, en þeir Benedikt og Hannes Jónsson gegna slíkum stöðum stundina. - Það er ekki að undra þó víða séu sárindi og illindi innan flokks- ins, þegar enginn veit hvað er að gerast og enginn virðist mega vera með í ráðum, sagði Alþýðu- flokksmaður í samtali í gær. - Við bara sitjum og bíðum eins og Benedikt, bíðum eftir því að formaðurinn megi vera að því að tala við okkur, öðruvísi en í gegnum fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneytinu. -•g- ITT lítasjónvarp erQárfestíng ív-þýskum gæðumog fallegum IT’IStum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.