Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 5
MINNING
Brynjólfur Bjamason
fsland kveður í dag einn sinna
bestu sona - fátækan sveitapilt úr
Flóanum, er varð besti mennta-
málaráðherra íslands, - ungan
Hafnarstúdent, sem 1920 braust
norður allan Noreg og síðan
suður til Pétursborgar, til þess að
sitja þar 2. þing Alþjóðasam-
bands kommúnista, þrýsta hönd
Leníns og binda vinfengi við
besta kommúnista Bandaríkj-
anna, John Reed, - og gerðist
síðan helsti boðberi bolsévismans
á íslandi.
Brynjólfur gekk síðan í gegn-
um harðan skóla kreppunnar og
fátæktarinnar á fslandi, en síðan
gerast þau kraftaverk, sem
bjarga fslandi á örlagatímum, er
einmitt hann, róttækasti foringi
verkalýðsins, myndar 1944 með
aðalforingja auðvaldsins á ís-
landi, Ólafi Thors, vinsælustu og
stórvirkustu ríkisstjórn, sem ís-
land hefur eignast. Það var enn
reisn til í Sjálfstæðisflokknum, er
þeir Ólafur Thors og Pétur
Magnússon sátu í stjórn með
Brynjólfi Bjarnasyni. Og ísland
varð sem annað land fyrir íbúa
sína, fyrst og fremst verkalýðinn,
er nýsköpun atvinnulífsins og
hækkun kaupgjaldsins höfðu
unnið sitt verk: afnumið atvinnu-
leysið og stórbætt kjör alþýðu
þann tíma, sem samvinna þessara
sona íslands fékk að njóta sín.
En voldugasta stórveldi ver-
aldar, Bandaríkin, nærð af ofsa-
gróða styrjaldarinnar, er féll
auðvaldi þess í skaut, gat ekki séð
hið fámenna, hlutlausa og vopn-
lausa ísland í friði. í krafti valda-
græðginnar, er bauð auðdrottn-
um Bandaríkjanna að ásælast fs-
land sem herstöð, og í skugga
hins ofsafengna kommúnista-
haturs, er heltók þá, tókst þeim
að hrekja nýsköpunarstjórnina
frá og ná þeim tökum á landi
voru, er þeir síðan hafa verið að
reyna að herða í meir en 30 ár.
En voldugustu drottnar heims
gátu ekki eyðilagt þau tryggða-
bönd, sem myndast höfðu milli
bestu sona lands vors, er íslandi
reið allra mest á. „Humor“ þeirra
Ólafs og Brynjólfs varpaði ljóma
á vinfengi þessara foringja í and-
stæðustu fylkingum þjóðarinnar.
Látum oss rifja upp símtal á
milli þeirra á árum þeirrar undir-
lægjustjórnar, er tók við 1947, og
ala tók á kommúnistahatrinu og
reyndi eftir mætti að minka ís-
lenska þjóð.
Ólafur hringdi til Brynjólfs og
breytti svo rödd sinni að hann
bjóst við að vera óþekkjanlegur
og sagði: „Eg á að tilkynna yður,
Brynjólfur Bjarnason, að það á
að taka yður af klukkan hálf tvö á
morgun.“ - Og Brynjólfur svar-
ar: „Láttu ekki svona, Ólafur,
heldurðu ég þekki þig ekki?“ -
„Og hvernig í fjandanum fórstu
að því?“ segir Ólafur. Og Brynj-
ólfur svarar: „Hver annar en þú
hefði verið svona elskulegur að
láta mig vita það fyrirfram."
Þetta var til í íslenskri pólitík
ca. 1948. Síðan, og einkum er
árin liðu og gömlu foringjarnir
féllu, hefur lágkúran ameríska
gagntekið Sjálfstæðisflokkinn og
komið víðar við. Sá flokkur, er
eitt sinn átti reisn íslendingsins er
nú horfinn.
Það var gifta Brynjólfs að geta í
senn unnið að því að vekja ís-
lenskan verkalýð til meðvitundar
um mátt sinn, eflt hjá honum
sósíalistíska meðvitund, og geta
samt skírskotað til þess besta
utan okkar flokks, hvar sem slíkt
enn var til. („Með storminn í
fangið,“ öll bindin þrjú, segja
best þá sögu.)
Stórvirk kynslóð er að ganga til
hinstu hvflu, sú kynslóð, er með
lýðveldisstofnuninni batt enda á
ítök Dana á íslandi, - sú kynslóð
er hreif íslenska landhelgi úr
klóm Breta, - kynslóð, er um
Fœddur 26. maí 1898 — Dáinn 16. apríl 1989
nokkurt skeið létti af herðum ís-
lenskrar alþýðu níðþunga fátækt-
ar og atvinnuleysis, - kynslóð, er
aftur hóf íslenskan skáldskap upp
á sitt æðsta stig og gerði hann að
andans vopni í frelsisbaráttunni
nýju, er lslendingar verða að
heyja gegn ofurefli voldugasta
herveldis heims, er nú hyggst
leggja ísland undir sig sem árás-
arstöð í stríði og gera þjóð vora
sér undirgefna.
En þótt samviskan byði Brynj-
ólfi að berjast gegn ranglæti þjóð-
félagsins og sósíalisminn, frelsis-
hugsjón verkalýðsins, ætti hjarta
hans, þá má það ekki gleymast
hvflík ítök heimspekin átti í hug
hans. Hann hafði í Hafnar-
háskóla lagt stund á þá vísinda-
grein og er aldurinn færðist yfir
gerðist hann stórvirkur á því
sviði. Á árunum 1954 til 1980
komu þessi fimm heimspekirit
hans út: „Forn og ný vandamál“,
„Gátan mikla“, „Vitund og ver-
und“, „Á mörkum mannlegrar
þekkingar", og „Lögmál og
frelsi". Og síðar (1987) bættist
við „Samræður um heimspeki"
þar sem Brynjólfur ræðir við þá
Halldór Guðjónsson og Pál
Skúlason. - En ég læt öðrum mér
fremri eftir að rita um þessi verk
öll.
En við eigum von á einu riti
Brynjólfs enn um baráttu hans
alla - og er það vel.
Brynjólfur var gæfumaður í
einkalífi sínu. Hann giftist 1928
Hallfríði Jónasdóttur, sem öllum
er ógleymanleg, er henni kynnt-
ust. Hún stóð sem hetja við hlið
hans, er baráttan var fórnfrekust
og aðstæðurnar erfiðastar, er þau
á krepputímanum bjuggu í einu
kjallaraherbergi á Brekkustíg 14
b með dóttur sína, Elínu. Ó-
gleymanlegt er samstarf þeirra
Hallfríðar og Jóhönnu Egilsdótt-
ur að barnamálefnum, m.a. uppi
í Rauðhólum og víðar, brautryðj-
endastarf í þeim málum. Hall-
fríður andaðist 1968. Var sá mis-
sir Brynjólfi ógurlegt áfall, en
hann átti það, sem eftir var
ævinnar athvarf gott hjá dóttur
sinni og manni hennar, Gottfred
Vestergaard, svo hann dvaldi oft
hjá þeim veturlangt á Sjálandi,
en heima á íslandi á sumrin, - og
þá oft eitthvað af barnabörnum
með eða Elín sjálf. - Ástúð og
umhyggja þessara aðstandenda
varpaði ljóma á síðustu áratugi
þessa mikla baráttumanns.
í dag er kvaddur vinur og sam-
herji í meir en 60 ár með hjartans
þökkum fyrir ævilangt samstarf
og tryggð. Og Ellu, dóttur hans,
og fjölskyldu hennar allri eru
sendar innilegustu samúðar-
kveðjur og þakkir. Minningin um
Brynjólf og Fríðu mun lifa í hug-
um og sögu íslendinga, meðan
þeir enn meta stórhug, fórnfýsi
og hugsjónaást.
Einar Olgeirsson
Sú öld, sem senn er á enda,
hefur verið mesta umbrotaskeið
veraldarsögunnar. Byltingar
ruddu braut nýrrar hugsunar.
Heimssýn tók á skömmum tíma
algjörum stakkaskiptum. Kraftur
fjöldans varð sköpunarafl í sögu
þjóða. Tæknin og vísindin smíð-
uðu í senn tæki gereyöingar og
glæstra framfara. Maðurinn varð
í reynd herra eigin tilveru. Mátt-
ur guðanna varð söguskýring lið-
innar tíðar. Örlögin voru í hendi
hvers og eins: einstaklinga, stétta
og þjóða.
Fáum mönnum var gefin sú
gæfa að vera í senn þátttakandi
og skapandi í þessari stórbrotnu
og fjölskrúðugu sögu. í þeirra
hópi skipaði Brynjólfur Bjarna-
son einstæðan sess. Barn að aldri
fylgdist hann með sjálfstæðisbar-
áttu Skúla Thoroddsen og Hann-
esar Hafstein. Unglingur í Lærða
skólanum skynjaði hann hamfar-
ir heimsstríðsins fyrra þegar ör-
lög Evrópu umturnuðust á fá-
einum árum og réttur þjóðanna
til fullveldis spratt upp úr rústum
hins mikla hildarleiks. Náms-
maður í höfuðborgum álfunnar
tók hann trú á byltingarkenning-
ar Marx og Lenins og beitti rök-
hyggju sinni til að tengja hana
vitrænum forsendum. Barna-
kennari í Reykjavík gerðist hann
foringi byltingarsinna í nýjum
flokki og mótaði í aldarfjórðung
meira en flestir aðrir þá atburði
sem úrslitum réðu í þróun ís-
lenskrar vinstrihreyfingar. Rök-
hyggjan og málsnilldin vöktu að-
dáun allra, bæði samherja og
andstæðinga. í hreyfingu þar sem
tilfinningar voru oftast heitar og
réðu miklu um þróun mála var
hann táknið um hárbeitta rök-
hyggju og skarpa dómgreind.
Hin unga forystusveit sem
stofnaði Kommúnistaflokk ís-
lands árið 1930 hikaði ekki við
hin stóru skref og djarfar ákvarð-
anir. Átta árum síðar lagði hún
flokkinn niður og tók höndum
saman við róttækan arm íslenskra
jafnaðarmanna. Hún sagði sig úr
lögum við Komitern. Sósíalista-
flokkurinn lýsti eindregnum
stuðningi við hina þingræðislegu
leið. Nokkrum árum síðar var
gert bandalag við borgaraleg öfl
um stofnun lýðveldis á íslandi og
svo var innsiglað samkomulag við
Sjálfstæðisflokkinn um nýja rík-
isstjórn. Brynjólfur Bjarnason
varð menntamálaráðherra í ríkis-
stjórn Ólafs Thors og hófst handa
við að leggja grundvöllinn að því
menntakerfi sem þjóðin býr enn
að.
Brynjólfur Bjarnason var ann-
ar áhrifamesti forystumaður Sós-
íalistaflokksins og sat á Alþingi
uns Alþýðubandalagið bauð fyrst
fram í kosningunum 1956. Hann
var eindreginn fylgismaður
þeirrar kenningar að Alþýðu-
bandalagið ætti frekar að vera
lauslega skipulögð hreyfing
ólíkra flokka og samtaka en
formlegur stjórnmálaflokkur.
Sósíalistaflokkurinn ætti hins
vegar að vera flokkslegi kjarninni
í hinu víðtæka bandalagi. Um
þetta efni urðu harðar deilur sem
sagnfræðingar framtíðarinnar
munu lengi skoða. Forystumenn-
irnir höfðu ólíkar áherslur. Fólk-
ið sjálft tók smátt og smátt sínar
ákvarðanir, flokksfélög voru
stofnuð víða um land. Samvinna í
bæjarstjórn og á Alþingi leiddi til
flokkslegs samstarfs.
Alþýðubandalagið varð stig af
stigi að formlegum stjórnmála-
flokki þótt stofnþingið sjálft væri
ekki haldið fyrr en 1968.
Ætíð síðan voru samskipti
Bryjólfs við flokkinn efablandin.
Hann saknaði ávallt flokks með
byltingarkenndu ívafi og taldi Al-
þýðubandalagið oftast vera ærið
langt frá því sem þyrfti til að færa
þjóðfélagið í þann búning sem
samrýmdist kenningunni. Félag-
arnir virtu Brynjólf ætíð mikils og
hlustuðu með athygli á hina
gagnrýnu rödd.
En flokkurinn hélt áfram að
þróast á þeirri braut sem mörkuð
var í upphafi á árunum 1956 til
1968. Það er ekkert leyndarmál
að Brynjólfur var sjaldan sáttur
við þróun mála né heldur verk
flokksins á undanförnum ára-
tugum, hvort heldur flokkurinn
var hluti af landsstjórninni eða
forystuafl í stjórnarandstöðu.
Brynjólfur var þó ætíð hreinn og
beinn í gagnrýni sinni og athuga-
semdum. Það var engin beiskja,
engin sárindi, engin smæð. Hann
var manneskjulegur, rökfastur
og skýr, einlægur þótt oft væri
hann ósammála okkur hinum.
Þess vegna mat Alþýðubandalag-
ið hann mikils. Ekíci bara vegna
sögunnar og forystuhlutverks á
fyrri árum. Heldur miklu frekar
vegna ferskleikans í gagnrýninni
á hverju nýju ári.
Mér er það minnisstætt að
skömmu eftir að Brynjólfur átti
90 ára afmæli og við rituðum
nokkrir grein honum til heiðurs í
Þjóðviljann, hringdi hann til mín
til að þakka fyrir skrifin. Það
voru fjórir ungir menn á besta
aldri sem rituðu þessar afmælis-
greinar, tveir stjórnmálamenn og
tveir heimspekingar. Mér þótti
vænt um allar greinarnar, sagði
Brynjólfur, vegna þess að þið
voruð ekkert að leyna því að ég er
ósammála ykkur öllum. Þessi orð
endurspegluðu dýpri skilning á
eðli lýðræðis og mannlegra sam-
skipta en flestir hafa tileinkað
sér. Hans list var að meta orð-
ræðuna og virða ágreininginn.
Alþýðubandalagið heiðrar
Brynjólf Bjamason á þessari
kveðjustund. Honum eru færðar
þakkir fyrir stóran hlut í mikilli
sögu. Minningin um góðan dreng
og snilling orðsins mun lengi lifa.
Olafur Ragnar Grímsson
Ég ætla ekki hér að fjölyrða um
æviferil Brynjólfs Bjarnasonar.
Við sem kveðjum hann í dag vit-
um að hann var kommúnisti -
formaður Kommúnistaflokksins
og ritstjóri Verkalýðsblaðsins, að
hann réðst til atlögu við gátuna
miklu og við vitum að hugsun
hans var óvenjuskörp. Þó hefur
margt gleymst því ferillinn er orð-
inn ótrúlega langur og sviptingar
aldarinnar eru hluti af ævisögu
Brynjólfs Bjarnasonar.
Hann er fyrst sveitapiltur
austur í Flóa. Hann er síðasti
Garðstúdentinn við Hafnarhá-
skóla. Hann las þar heimspeki og
marxisma og lífeðlisfræði. Hann
var einn af stofnendum Jafnað-
armannafélagsins Spörtu. Hann
varð formaður Kommúnista-
flokksins. Hann var ristjóri
Verkalýðsblaðsins. Hann var
dæmdur fyrir guðlast. Hann var
alþingismaður fyrir Kommúnist-
aflokkinn fyrst og síðan fyrir
Sameiningarflokk alþýðu, Sósíal-
istaflokkinn. Hann var í raun
fyrsti menntamálaráðherrann -
það er fyrsti maðurinn sem gegn-
di þeim titli. Verður nánar að því
vikið síðar. Brynjólfur var þing-
maður til 1956, en hafði þá
nokkrum árum áður hafið útgáfu
bóka um heimspekileg vanda-
mál. Bókin Gátan rnikla 1954
vakti mikla athygli og hún varð
mörgum „Gátan mikla“ því
menn áttu erfitt með að skilja for-
sendur Brynjólfs til þess að takast
á við þetta verkefni.
Þegar ég lít yfir feril Brynjólfs
er það miskunnarlaus sannleiks-
leit sem mér finnst einkenna allt
hans lífshlaup. Jóhannes úr
Kötlum sagði um Gátuna miklu:
„... hinu verður ekki neitað að
það þarf mikið hugrekki, ríka
sannleiksþrá til að rísa upp einn
og óstuddur, og ögra þannig
sögulegri efnishyggju og náttúru-
vísindum nútímans, jafnframt því
sem sanngildi trúarbragðanna er
afneitað."
í Gátunni miklu fullyrðir
Brynjólfur að mannhyggja sósíal-
ismans sé „beinlínis reist á þeirri
forsendu að maðurinn eigi sér
framhaldslíf fyrir höndum". Ekki
verður hér fjallað um þessa kenn-
ingu frekar, en hún fól í sér upp-
reisn og birti um leið hugrekki
þessa leiðtoga hreyfingarinnar til
þess að rísa gegn því sem talið
hafði verið óyggjandi grundvall-
aratriði sósíalismans. Ekki ætla
ég mér þá dul að kveða upp dóm
um þessa kenningu Brynjólfs
Bjarnasonar. Enda á það að vera
einkenni almennilegra marxista
að þeir hafni engu heldur spyrji
og spyrji og áskilji sér jafnan rétt
til þess að hlýða á rök og fallast á
þau. Annað er þröngsýni sem á
ekkert skylt við grundvallaratriði
marxismans. En samskonar hug-
rekki birtist einnig þegar hann
tekst á við það ásamt félögunum
að stofna Kommúnistaflokkrnn.
Sami kjarkurinn birtist þegat
hann stígur inn t nyskopunat-
stjórnina 1944 og tekur \tð
menntamálaraðunevimu
Fimmtudagur 27. apríl 1989 PJÓOVILJINN
SJOA s