Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Kenískur veiðiþjófur heggur skögultönn af felldum fíl - um 70.000 er slátrað árlega. Afríka Fflar og veiöiþjófar Vegna mikillar eftirspurnar áfílabeini eru ólöglegar fílaveiðar arð- vœnleg - en að vísu ekki áhœttulaus - atvinnugrein. Líkur benda til þess að um aldamótin verði Afríkufíllinn kominn í röð útdauðra dýrategunda Fílarnir áttu sér enjprar undan- komu auðið, er veiðiþjófarnir komu að þeim óvörum, þar sem þeir voru að baða sig í fljóti einu. Vciðiþjófarnir voru vopnaðir sjálfvirkum rifflum af gerðinni AK-47 og lögðu á skammri stund að velli heila stórfjölskyldu fíla. Þetta átti sér stað í Tsavo, stærsta þjóðgarði Keníu. Túristar í bú- stöðum í aðeins fimm kílómetra fjarlægð heyrðu skothríðina og hrinurnar, sem dýrin gáfu frá sér í dauðastríðinu. Skömmu síðar komu þjóð- garðsverðir á vettvang. Þeir hittu fyrir sér ellefu dauða fíla, þar á meðal kálffulla kú og lítinn kálf. Veiðiþjófarnir höfðu höggvið höggtennurnar af dýrunum með sveðjum og öxum. Öðru af skepnunum höfðu þeir ekki áhuga á. Sjakalar og hrægammar voru þegar farnir að gera sér gott af hræunum, en veiðiþjófarnir á hraðri leið til hafnarborganna, þaðan sem fflabeininu er smyglað úr landi. Fflabein hefur svo að segja frá upphafi verslunarsögunnar verið með eftirsóttustu lúxusvörum, og svo er enn. Meðan arabar stund- uðu mannaveiðar og þrælaversl- un sem ákafast um austanverða Afríku (og sá bisniss þeirra varð álfunni að líkindum til öllu meiri skaða en þrælaverslun Evrópu- og Ameríkumanna vestan megin á henni), þá var fflabein sú vara, er arabísku höndlararnir (hverra helsta bækistöð var Zanzibar) sóttust mest eftir, að svörtum þrælum einum frátöldum. Var sá háttur hafður á að láta þrælana bera fflabeinið til strandar. Þótti aröbum það bera vott um mikið kaupsýsluvit, að láta þannig aðra vöruna flytja hina. Stóraukin skotvopnaeign Afr- íkumanna síðustu áratugi hefur haft í för með sér að fflunum er enn hættara en fyrr, gífurleg fólksfjölgun leiðir af sér að mannskepnan gengur stöðugt á lífsrými annarra dýra, ffla sem annarra, og opinber spilling er líka með í spilinu (þannig kváðu síðasta kona Jomos gamla Keny- atta og frændur hennar hafa þén- að drjúgum á ólöglegri verslun með fflabein). Fflar hafa nú víð- ast verið friðaðir, þar sem enn er eitthvað eftir af þeim, en eftir- spurnin á fílabeini er söm og fyrr og vegna takmarkaðs framboðs hækkar verðið. Veiðiþjófar, sem leggja fyrir sig ffladráp, eru því orðin aílfjölmenn atvinnustétt í Afríku. í Keníu eru margir þeirra liðhlaupar úr her grannríkisins Sómalílands, þar sem hagur fólks er stórum bágari en í Keníu. Ríkir túristar frá Vestur- löndum fá leyfi stjórnvalda til að skjóta nokkra ffla árlega gegn ærnu gjaldi, og ekki síst vegna þeirrar gjaldeyrislindar er stjórnvöldum mjög í mun að vernda fflastofninn. Daniel arap Moi Keníuforseti lét því þá skipun út ganga s.l. ár að veiði- þjófar þar í landi skyldu héreftir skotnir umsvifalaust, væru þeir staðnir að verki. Skærur milli veiðivarða og veiðiþjófa eru nú- orðið hversdagslegir viðburðir þarlendis og er eitthvað um mannfall á báða bóga. Á s.l. 15 árum hefur fflum í Keníu fækkað úr 130.000 niður í 20.000, í Tansaníu úr 300.000 í 100.000 og í óöldinni í Úganda á ríkisárum Idi Amins og á árunum þar á eftir var dýrategund þessari nærfellt útrýmt þar. Giskað er á að um 1970 hafi enn verið um tvær miljónir fíla f Afríku, en nú eru þeir ekki yfir 700.000 talsins í álfunni. Um 70.000 af stofninum er slátrað árlega. Haldi svo áfram, verður Afríkufíllinn út- dauður um aldamótin. dþ. Hjúkrunarfræðingar Almennur félagsfundur veröur haldinn föstu- daginn 28. apríl n.k. kl. 20.30 aö Grettisgötu 89. Fundarefni: Kjarasamningar. Mætum vel. Stjórn Hjúkrunarfélags íslands. Minningarspjöld Sigfúsarsjóðs eru afgreidd á skrif- stofu Alþýðubandalagsins, Hverfis- götu 105, sími 17500. Það er nægilegt að hringja í síma 17500 og sér þá skrifstofan um send- ingu minningarspjaldanna. Sjóðstjórn FLÓAMARKAÐURINN íbúð óskast keypt Vil kaupa 2-3 herb. íbúð á 1. hæð (eða jarðh.) í steinhúsi, helzt ná- lægt biðstöð strætisv., gjarnan í Vesturbænum, Norðurmýri eða Laugarnesi. Mikil útborgun fyrir- liggjandi, fullnaðargreiðsla innan árs (Húsnæðisstj.-lán). Uppl. í s. 38218 (e. 681333 Elías). Ég vil gjarnan þiggja gömlu húsgögnin þín áður en þú hendir þeim á haugana. Sófi, stólar, borð - margt kemur til greina. Sími 621290. Steven. Peningar í boði Húsnæði óskast í Reykjavík handa um 30 erlendum stúdentum frá 16. júlí - 17. ágúst n.k. Þeir sem hafa áhuga á að leigja þeim herbergi, íbúð eða jafnvel hús, hafi samband við Úlfar Bragason í síma 26220 eða 21281. Tölva Armstrad PC 1512 með s/h skjá, 20 mb hörðum diski, 2 drifum og mús til sölu. Upplýsingar í síma 622618. íbúð óskast Feðgin óska eftir að taka á leigu 2-3 herbergja íbúð í Hólunum eða Vest- urbergi. Upplýsingar í síma 79216 eftir kl.19.00. Kettlingur til söiu Upplýsingar í síma 17243 eða 621440. Myndlistarmaður og söngvari Þessa menn vantar íbúð. Helst 3 herbergja sem næst miðbæ, sem fyrst eða fyrir 1. júní. Meðmæli og öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 23404. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14- 18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfumv eitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóam- arkaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Ný fótaaðgerðarastofa Veiti almenna fótsnyrtingu, fjarlægi líkþorn, meðhöndla inngrónar negl- ur, fótanudd. Guðríður Jóelsdóttir med. fótaaðgerðarsérfræðingur Borgartúni 31, 2. h.h., sími 623501. íbúð óskast Ung hjón með barn vantar 3ja her- bergja íbúð frá 1. júní. Vinsam- legast hafið samband í síma 32814. Framhaldsskólanemar athugið! Tek að mér að kenna framhalds- skólanemum ensku og frönsku í aukatímum. Tala íslensku. Hafið samband við David Williams í síma 686922 eða 33301. Fjallahjól til sölu Hvítt og blátt, 18 gíra, 7 mánaða gamalt. Tegund: KYNAST. Upplýs- ingar í síma 75990. Tll sölu 2ja sæta sófi + 2 stakir stólar kr. 15.000. Upplýsingar í dag til kl. 15 og eftir kl. 16.00 á morgun í síma 45269. BMX 2 ára gamalt BMX hjól fyrir 5-9 ára til sölu. Vel með farið. Upplýsingar í síma 79017. Óskast keypt Barnarúm, baðrúm og burðarrúm óskast keypt. Upplýsingar í síma 76805. Hjónarúm með svampdýnum til sölu. Stærð 170x200. Rúmið er úr dökkum viði með áföstum nátt- borðum, hillum og innbyggðu út- varpi með vekjurum. Upplýsingar í síma 38509 í dag til kl. 19.30 og á morgun eftir kl. 13.00. Gefins Svefnsófi, hansaskrifborð með 3 hillum og skrifborð, allt gamalt, fæst gefins ef einhver vill hirða það. Uþplýsingar í síma 626406. Vinnubíll Til sölu Lada station árg. ‘82. Verð ca. kr. 10.000. Upplýsingar í síma 17574. Reiðhjól óskast Óska eftir að kaupa BMX hjól fyrir ca. 7 ára og stórt karlmannshjól. Upplýsingar í síma 622186. Mold gefins Mikil mold fæst gefins. Hægt að komavið vinnuvélum. Upplýsingarí síma 611487. Hlutastarf óskast Bandarískur maður óskar eftir hlutastarfi, helst seinnipartinn eða næturvinnu. Upplýsingar í síma 18403, Thomas. Part time job A male person seeks a job in the afternoon or a nightjob. Please call Thomas, tel. 18403. Bókband T ek bækur til að binda. Sími 73360. Tvíburakerra Óska eftir að kaupa tvíburakerru. Upplýsingar í síma 42754. Herstöðvaanstæðingar Hittumst í morgunkaffi milli kl. 10 og 13 þann 1. maí að Mjölnisholti 14. Upþlýsingar í síma 17966. Til sölu vegna flutnings Xenon 28“ litsjónvarpstæki og Ori- on myndbandstæki til sölu. Tækin eru 2 ára gömul. Upplýsingar í sima 75965 milli kl. 6 og 9. Kvenreiðhjól 20" til sölu. Upplýsingar í síma 32088. Takið eftir Óska eftir gömlum hornsófa eða raðstólum gefins eða fyrir lítinn pening. Einnig kæmi gangfær þvottavél sér vel. Á sama stað fæst gefins gamall fataskápur. Upplýs- ingar í síma 78883 og 24432 eftir kl. 19.00. Hornsófasett óskast, helst ódýrt. Upplýsingar í síma 45228 eftir kl. 18.00. Óskum eftir að kaupa vel með farna barnakerru með skermi og svuntu fyrir 11 mánaða gamla dóttur okkar. Sími 16679. Er að flytja inn Vantar ísskáp gefins eða fyrir lítinn pening. Takk fyrir. Sími 34598. Heimilishjálp Óska eftir að taka að mér heimilis- hjálp í sumar. Barnapössun kemur líka til greina. Upplýsingar í síma 687816 kl. 17-18, Kolbrún. Óska eftir notuðum listmálaratrönum. Vin- samlegast hafið samband við Helgu í síma 35103. Pels Svo til nýr, síður pels til sölu. Dökkbrúnn úr heilu oppossum skinni frá Nýja-Sjálandi. Frekar stór stærð, 40-42. Hægt er að snúa pelsinum við, og nota skinnið inn á við utan á er svart regnhelt efni. Fallegt snið, sterkt skinn. Einnig til sölu stuttur pels. Selst á lítið sem ekkert. Upplýsingar hjá Helgu í sima 35103. Bílskúrshurðarfleki til sölu, rifflaður krossviður, stærð 2,20x2,24. Verð kr. 15.000. Upp- lýsingar í síma 667293. Til sölu mjög góð gömul frystikista, 410 lítra, kostar ný 12.000. Upplýsingar í síma 74288. 13-16 ára stelpur Viljið þið passa 7 mánaða kríli stundum um helgar fyrir smáaur. Jóhanna, sími 15610. Svalavagn óskast Óska eftir ókeypis eða ódýrum svalavagni, helst tvíburavagni, samt ekki skilyrði. Upplýsingar í síma 622304. Peugeot 504 ‘78 Til sölu. Lítur nokkuð vel út, sama og ekkert ryðgaður. Ný Ijós og ný- leg dekk. Upplýsingar í síma 13656, Sveinbjörn. Til sölu Ladastation ‘88, vínrauður. Sumar- og vetrardekk. Upplýsingar í síma 52504. ATH! Vantar nokkrar gangstéttarhellur gefins eða fyrir lítinn pening. Upp- lýsingar í síma 17548, Birna. Fiskabúr til sölu Til sölu eru nokkur fiskabúr með öllum búnaði. Uppl. í síma 76575, Sigurður eða 73623, Sveinn - eftir kl. 15.00. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.