Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 6
MINNING bandalagi við erkióvininn, íhald- ið. Þá eru sett fræðslulögin nýju sem svo voru lengi kölluð og voru sáttargrundvöllur þjóðarinnar og skólakerfisins um áratugaskeið. Þegar ég kynntist Brynjólfi voru heit átakaár í hreyfingu okk- ar en þar hafa oft verið átök af því að hreyfingin finnur til og af því aðhún er lifandi hreyfing en ekki dauð úr öllum æðum. Á þeim átakatíma var fjallað um Alþýðu- bandalagið og framtíð þess. Brynjólfur og hans menn kusu að Alþýðubandalagið yrði samfylk- ingarsamtök með félagsaðild en ekki með einstaklingsaðild nema tá í undantekningartilvikum. úðvík var annarrar skoðunar og Einar var sáttasemjarinn. Niður- staðan varð Brynjólfi ekki að skapi og hann steig ekki fyrstu skrefin með Alþýðubandalaginu. Það gerðist ekki fyrr en haustið 1969. Pá var haldinn fyrsti flokks- ráðsfundur hins unga flokks og þar var Brynjólfur einn fulltrúa Reykvíkinga. Fundurinn var haldinn í Skíðaskálanum við Ak- ureyri. Á öðrum fundardegi kvaddi Brynjólfur sér hljóðs og ræða hans er öllum sem á hlýddu eftirminnileg: Hann hafði efa- semdir um Alþýðubandalagið. Og hver hefur það ekki? En hann komst að málefnalegri niður- stöðu sem byggðist á rökum - rökum sem voru honum áreiðan- lega ekki þægileg. En hann spurði aldrei um slíkt - heldur um málefni og aftur málefni. Þess vegna voru honum persónuupp- hlaup seinni ára í flokknum ekki að skapi. Þau rök sem Brynjólfur komst að þá eru raunar fullgild enn í dag: íslenskir sósíalistar eiga engan flokk annan en Al- þýðubandalagið með öllum kost- um þess og augljósum göllum. Brynjólfur Bjarnason var fyrsti ráðherrann sem gegndi titli menntamálaráðherra. Mennta- málaráðuneytið á rætur að rekja til ársins 1944 þegar nýsköpunar- stjórnin var mynduð. I yfirliti um ráðuneytið segir Birgir Thorlaci- us frá því að Brynjólfur Bjarna- son hafi fljótlega farið þess á leit að hann fengi sérstakan starfs- mann til þess að „vinna að af- greiðslu menntamála, er hann fór með, en þau voru þá afgreidd í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu. Alllöngu eftir að þessari hug- mynd var hreyft ákváðu þeir for- sætisráðherra og menntamála- ráðherra, að sá starfsmaður, sem síðan 1939 hafði verið ritari og sfðan 1941 fulltrúi hjá forsætis- ráðherra skyldi einnig starfa fyrir menntamálaráðherra, en mála- flokkurinn tilheyrði eftir sem áður dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu". Þar með var menntamálaráð- herra orðinn til í íslenska stjórn- kerfinu. Og hefur verið það síð- an. í ráðherratíð sinni beitti Brynjólfur sér fyrir því að fræðslulögin voru sett 1946. Lög þessi voru talin svo framfarasinn- uð að þau voru kölluð „fræðslu- Iögin nýju“ allt fram undir það að grunnskólalögin voru sett í tíð Magnúsar Torfa Ólafssonar. Hann var kosinn til þess starfa á vegum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna en árum saman verið blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans og síðar einn af for- ystumönnum Alþýðubandalags- ins. Og hafði því verið samherji Brynjólfs í áratugi. Merkasta nýmæli „fræðslulag- anna nýju“ voru ákvæðin um landsprófið sem opnaði leið fyrir alla sem höfðu lokið unglinga- prófi til þess að hefja undirbún- ing að framhaldsnámi án þess að þurfa að verja fjármunum til einkakennslu í stórum stíl eins og verið hafði venjan um árabil. Þar var einnig opnað fyrir gagn- fræðapróf og mikilvæg nýmæli snertu verknám sem er eftirsjá að úr íslenskum skólalögum. „Fræðslulögin nýju“ voru horn- steinn skólastarfs á íslandi í 28 ár á mestu umbrotatímum aldarinn- ar og entust vel sem slík og skiluðu miklum árangri. Væri reyndar fróðlegt að gerð yrði út- tekt á þessum lögum og áhrifum þeirra á menningarþróun þjóðar- innar á þessu árabili og síðar. Þegar lög þessi eru lesin kemur í ljós að þau eru ótrúlega einföld að allri gerð. Hér er um að ræða þrjá lagabálka. Fyrst ber að nefna lög um skólakerfi og fræðsluskyldu nr. 22 frá 1946. Þessi lög eru aðeins 10 greinar. Þá er um að ræða lög nr. 58 frá 1946 um menntaskóla og lög nr. 48 frá sama ári um gagnfræða- nám. Ekk er of mikið sagt þótt fullyrt sé að þessi lög hafi hvað sem öllu öðru líður haft meiri áhrif á ís- lenskt skólastarf og mennta- stefnu en nokkur önnur lög sem sett hafa verið um skólamál hér á landi. Undirritaður átti ekki mikil samskipti við Brynjólf Bjarnason utan funda af ólíkasta tagi. Þó vissum við vel hvor af öðrum. Þegar ég tók sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík lagði ég mikla áherslu á að Brynj- ólfur yrði þar í heiðurssæti ásamt Einari. Þeirri beiðni tók Brynj- ólfur vel eins og alltaf síðar með því að segja: Ef þú telur að það sé betra fyrir flokkinn. í hans flokkslegu afstöðu var eigin pers- óna aldrei í fyrirrúmi heldur hug- sjón og hinn sameiginlegi mál- staður. Áhrif Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins á íslenskt þjóðlíf eru mikil og þeirra gætir hvarvetna. Þar nægir ekki aðeins að benda á skólakerfið. Þar þarf einnig að minna á atvinnuupp- bygginguna á nýsköpunarárun- um, á landhelgisbaráttuna. Ekki þarf að minna á baráttuna gegn ameríska hernáminu. Allir þeir grundvallarþættir sem þá urðu til eru og eiga að vera hinn rauði þráður í starfi og stefnu stjórn- málaflokks íslenskra sósíalista - þar sem saman fer atvinnan, lífskjörin í víðustu merkingu þess orðs og varðstaðan um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, menningu og hennar og tungu. Fyrr í þessari kveðjugrein hef ég vitnað í sveitunga minn Jó- hannes úr Kötlum og í afmælis- grein um Brynjólf sextugan benti Jóhannes á setningu úr ritum Brynjólfs Bjarnasonar sem er sí- gild, semsé að við „Lifum á mikl- um tímamótum, sem krefjast endurskoðunar allra mannlegra hugmynda." Þetta á einnig við í dag nú þegar Brynjólfur er bor- inn til grafar á nítugasta og fyrsta aldursári. Brynjólfur var fæddur 26. maí 1898. Kona hans var Hallfríður Jónasdóttir og lést hún í desemb- er 1968. Ég heimsótti þau stund- um á unglingsárum mínum í lítið hús við Brekkustíg. Þar var gott að koma. Eftir að Hallfríður lést var Brynjólfur oft langdvölum hjá Elínu dóttur sinni og fjöl- skyldu hennar en Elín býr í Dan- mörku. Á þessari stundu flyt ég Elínu og fjölskyldu hennar sam- úðarkveðjur. Svavar Gestsson Ég hef fjallað svo oft um Brynj- ólf Bjarnason við ýmis tækifæri, að mér þykir við hæfi nú að skrifa aðeins fáein kveðjuorð. Ég hafði verið nokkur ár hér í Reykjavík, áður en ég kynntist honum að nokkru ráði. Hvort tveggja var, að hann mátti víst teljast fremur ómannblendinn, og kaus sér heldur fáa vini og nána en marga kunningja, og svo hafði hann sem flokksleiðtogi í mörg horn að líta. Á miðjum aldri fór hann að draga úr þátt- töku sinni í stjórnmálum og snúa sér æ meira að því sviði, sem hafði verið hjartans mál hans frá unga aldri, heimspekinni. Þá gat hann meira um frjálst höfuð strokið. Við höfðum báðir yndi af útivist, og ekki leið á löngu, þar til við fórum að fara lengri eða skemmri ferðir eftir atvikum. Á vetrum fórum við á skíði í ná- grenni borgarinnar, og lá þá leiðin oft upp í Rjúpnadali. Það brást ekki að það var sem fargi væri létt af Brynjólfi, þegar hann var kominn út í villta náttúruna, og hann varð léttari í máli. Reyndar kunnum við þá list að þegja saman og vera einir með náttúrunni, en þess á milli hvfld- um við okkur og höfðum uppi gamanmál. Brynjólfur kunni mikið af spésögum. Alltaf kom- um við hressir og endurnærðir heim, enda þótt stundum blési svalt um vanga. Á sumrin sóttum við mikið upp í hálendið og varð þá tíðförult í Kerlingarfjöll. Einhverju sinni vorum við að klífa einhvern hnjúkinn. Ég fór fyrir, en þegar ég varð þess var, að Brynjólfi hafði seinkað, leit ég við og sá hvar hann sat á hækjum sér og var að skoða lítið blóm, en hann var líffræðingur að mennt. Kannske átti hann ekki von á þessari teg- und svo hátt uppi í reginfjöllum eða blómið var eitthvað afbrigði- legt. Ég sneri aftur til hans, og sagði hann mér hvað það héti, og sýndi mér gerð þess og fíngerða fegurð sem stakk svo mjög í stúf við kaldranaleik þessara fjalla, sem í eina tíð voru kölluð Oveð- urshnjúkar. Brynjólfur var svo niðursokkinn í að skoða blómið, að engu líkara var en að hann hefði fundið dýrmætan fjársjóð. Svo ólíkar hliðar hafði þessi stjórnmálamaður og heimspek- ingur. Það er lán að kynnast á lífsleið- inni afburðamanni. Maður fær nýja útsýn, ný sjónarhorn og nýja reynslu. Einn slíkur maður var Brynjólfur. Honum auðnaðist að njóta almennrar virðingar í lif- anda lífi, einkum fyrir heimspeki- rit sín. Þó er ekki ólíklegt að veg- ur hans vaxi enn, þegar stundir líða. Með þökk fyrir samfylgdina. Gísli Ásmundsson Fátækrastyttan mikla Brynj- ólfur Bjarnason er fallinn en rödd hans er ekki þögnuð, þung var hún sem græðis gnýr og þó svo mild sem sjálfur vorboðinn, hann var mérkisberi sannleikans og brautryðjandi að vegi réttlætis og þjóðfrelsis og stóð frá unga aldri við hlið alþýðunnar á íslandi að velta þar völum úr leið og sýna með stórhuga fordæmi, að það var hægt að ryðja veginn og hann vissi hvar vegurinn átti að liggja og hvert bar að stefna. Hann var vinur hinna snauðu sem aldrei brást. Fullhuginn sem hvern sinn starfsdag stóð meðal þeirra sem fremstir fóru í baráttunni gegn fá- tæktinni og fáfræðinni var kenn- arinn og leiðtogi allra vinnandi manna í landinu og lagði á það ríka áherslu að það væri hægt að útrýma fátæktinni, orsakir henn- ar væru þekktar og ráð til að út- rýma henni væri löngu vituð. Or- sök fátæktarinnar er auðvaldið, það vald sem drottnar yfir at- vinnutækjunum og þar með auðæfum þjóðarinnar. Ráðið til að útrýma fátæktinni er sósíal- isminn. Fáfræðin, segir Brynjólfur, er fylgja fátæktarinnar og því er þeim mönnum sem græða á fá- tækt fjöldans lífsnauðsyn að halda fátæktinni við, og á meðan svo er ástatt verður erfitt fyrir ís- lensku þjóðina að hagnýta sér það dýrmæta vald sem hún á, vald lýðræðisins. Brynjólfur Bjarnason var ung- ur settur til mennta og varð stúd- ent úr M.R. tvítugur að aldri (1918), stundaði síðan náttúru- fræðinám við Kaupmannahafn- arháskóla, cand. phil. 1919, próf í efnafræði og eðlisfræði 1920. Las heimspeki við Berlínarháskóla 1923-1924. Kenndi náttúrufræði við framhaldsskóla í Reykjavík frá 1926-33. Lagði síðan fyrir sig ritstörf og stjórnmál, var alþing- ismaður í 19 ár, menntamálaráð- herra 1944-1947. Formaður Kommúnistaflokks fslands frá stofnun 1930-1938. Þá var Kommúnistaflokkurinn lagður niður og stofnaður Sameiningar- flokkur alþýðu - Sósíalistaflokk- urinn. Brynjólfur var þar for- maður miðstjórnar og síðan for- maður framkvæmdanefndar flokksins. Hann var ritstjóri Verkalýðsblaðsins 1930-35. í stjórn Sjúkrasamlags Rvíkur og í Tryggingaráði í full 16 ár. Á þessari upptalningu, sem þó er fjarri því að skýra frá öllum hans fjölþættu ritstörfum sem mikil eru að vöxtum og mikilleik efnis, sést hversu hann var búinn undir sitt víðfeðma leiðtogastarf meðal íslenskrar alþýðu í barátt- unni gegn fátæktinni og fáfræð- inni. Ég sem þetta skrifa bar gæfu til að kynnast manninum Brynjólfi Bjarnasyni, gáfu- og mennta- manninum, og fann hversu hon- um var auðvelt að vekja máls á sameiginlegum áhugamálum, málefnum verkalýðsbaráttunnar, andanum, efninu, málinu og út- skýra það sem torvelt gat reynst að skilja. Við vorum saman í stjórn Sósíalistafélags Rvkur, um skeið þar sem hann var þá for- maður, ég var baráttufélagi hans þegar íslenskri alþýðu reið mest á að slíta af sér hlekki örbirgðar- innar og stefna fram til bættra lífskjara. Brynjólfur sótti ótrauð- Á ungum aldri. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. apríl 1989 ur á brattann með storminn í fangið, mótaði kröfurnar ásamt öðrum félögum í Sósíalista- flokknum, fann þeim jarðveg og framrás og vísaði veginn. Það var gott að eiga hann að, vökumann- inn, skipuleggjarann, hann sem kunni til verka og neytti sinna ótvíræðu yfirburðahærileika til að vekja menn til baráttunnar, sannfæringarkraftinn og viljann sem aldrei má bresta. Baráttumálin voru mörg og fjölþætt og skal minnst á nokkur þeirra til minningar um fallinn fé- laga og alla hina sem aldrei viku af verðinum. Sósíalistaflokkurinn lét mikið að sér kveða á Alþingi, ekki síður en forveri hans, Kommúnista- flokkurinn. Þar sátu þrír komm- únistar á þingi, skörungar að viti, menntun og mælsku og fylgdu fast eftir áhugamálum róttækra verkamanna og -kvenna. Á kreppuárunum voru mörg mál afturhaldsmanna á Alþingi sem berjast varð gegn svo ekki yrðu að lögum, þau sömu mál voru einnig höfuðverkefni verka- lýðshreyfingarinnar um allt land auk kjarabaráttunnar og má nefna þar til ríkislögreglu sem harðasta afturhaldið heimtaði að yrðu að lögum í landi. Það mál var kæft á þingi að lokum. Togaravökulögin voru lengi á döfinni í þingsölum og í sam- tökum vinnandi manna, eftir margra ára öfuguggahátt útgerð- armanna og íhaldsins á Alþingi og síharðnandi baráttu sósíalista á þingi og utan þess var hvfldart- ími sjómanna á togurum lög- leiddur. Fátækralögin voru lengi lífs- skilyrði auðvaldsins og eitt helsta kúgunartækið sem þeir höfðu í hendi, refsivöndurinn sem þeim hafði dugað best. Afnám þeirra laga var hitamál, og loksins eftir margra ára baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar og sósíalistanna á þingi voru þau þrælalög afnum- in, á árinu 1934. Enn má nefna tryggingarnar sem voru eitt af höfuðkröfum verkafólks, á kröfuspjöldum verkalýðsins í fyrstu kröfugöng- unni 1923 ásamt afnámi fátækra- laganna sem loks voru afnumin 1934 eftir að verkamenn höfðu sýnt krepptan hnefa. Lög um Tryggingastofnun ríkisins voru loks samþykkt á Alþingi tveimur árum seinna. Þetta tvennt voru stórir og merkir áfangar á vegi verkalýðs- og þjóðfrelsisbarátt- unnar og lýsa langt fram á veginn og sýna hvers við erum megnug sameinuð, hversu við gætum ver- ið voldug og sterk. Þeir Brynjólf- ur og Einar Olgeirsson voru báðir á þingi þegar orrahríð afturhalds- ins reis hægt gegn afnámi fátækr- alaganna og stofnun Trygginga- stofnunar ríkisins. En félagar okkar verkamanna í Sósíalistaflokknum og í okkar hreyfingu voru ekki þagnaðir þó þessi stórmál væru í höfn, það varð að tryggja að lögin næðu að festast í sessi og ná sínum leiðum til fólksins út um allt land og að því vann Brynjólfur þar sem hann sat í Tryggingaráði í sextán ár og fylgdi málunum fram af lífi og sál. Oll slík vinna var hans þegnskyld- uvinna sem hann nefndi svo. Auk þess að koma á stofn Tryggingastofnuninni voru fjöl- mörg skyld mál sem verkalýðs- hreyfingin hlaut að berjast fyrir, jafnvel með hörðum höndum og löngum verkföllum, svo sem slysa- og sjúkratryggingar, orlof margvísleg og atvinnuleysistrygg- ingar. Öll þessi mál mættu mikilli andstöðu og voru þrætumál á Al- þingi. Þar stóð Brynjólfur eins og klettur úr hafinu við hlið Einars og annarra félaga okkar á þingi. Deilurnar voru harðar og oft óvægilegar og má geta þess hér sem kunnugt er að verkfall Dagsbrúnar stóð í sex vikur. Verkfall til að ná fram trygging- um sem margir njóta góðs af. Á Alþingi urðu atvinnuleysistrygg- ingarnar að lögum gegn illvígri andstöðu þeirra sem héldu okkur Dagsbrúnarmönnum kaup- og i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.