Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 9
MINNING yfirheyra svona gangandi alfræði- orðabók um þróun pólitískra átaka að tjaldabaki frá þessum örlagaárum íslenskra stjórnmála, - fyrir fólk sem skreið inn í heim- inn löngu seinna við illan leik og litlar vinsældir eins og átti við undirritaðan. Og ég get ekki neitað því að mér fannst ég vera að tala við hálfgert forsögulegt fyrirbæri þegar ég spurði Brynjólf um kynni hans af leiðtogum komm- únismans í gegnum tíðina og hann fór að segja mér frá Lenín sjálfum og Stalín og öðru því liði sem þekkt er úr sögu heims- kommúnismans. Því þá kom í ljós að Brynjólfur hafði verið á stofn- fundi alþjóðasambands komm- únista í Moskvu 1920, þar sem Lenín bar hitann og þungann af aliri hugmyndafræðinni jafn- framt því að vera helsti ræðuskör- ungur samkomunnar. Þar svaraði Lenín framkominni gagnrýni á kommúnismann í ritverki sem einnig var dreift á fundinum og hét Barnasjúkdómar kommúnis- mans. Brynjólfur hafði semsagt kynnst meðal annarra báðum fyrrnefndum Sovétleiðtogum augliti til auglitis á fundum þar eystra. Hugsuðinum mesta og einum fremsta manni þessarar aldar - Lenín sjálfum. Sem og slátraranum mikla, en óumdeild- um sigurvegara seinni heimsstyrjaldarinnar, leiðtoga Stalín. Fyrir mér var þetta ákaf- lega ótrúlegt, að fá frásagnir af þessu umdeilda fólki frá fyrstu heimild, - milliliðalaust! Ekki amalegt fyrir sagnfræðinema nú í lok aldarinnar, meira en 50 og 70 árum eftir að þessir örlagaríku at- burðir áttu sér stað í Austurvegi. Ekki verður vikist undan að geta þess hér að ekki vorum við Brynjólfur sammála um afstöð- una til Stalíns. Þó ég geti að mörgu leyti skilið afstöðu hans. Það hefði a.m.k. ekki verið erfitt að falla í þann farveg sem margt fólk gerði í hita leiksins gagnvart upprisu og sigri ríkis verkamann- anna, á meðan örbirgðin og um- komuleysið tröllreið mestallri menningu Evrópu, sem og stærst- um hluta heimsbyggðarinnar á þessum tíma. Enda vil ég meina að hið mann- eskjulega yfirbragð Vesturlanda hafi orðið til fyrir þróun hinnar efnislegu og sögulegu díalektíkar eins og það heitir á fræðimáli, sem féiagi Marx spáði svo spá- mannlega fyrir um. Það er að segja að þróun hins kapítalíska heims, sem við sumir velsældarþegnar Vesturlanda njótum afrakstursins af allvel í samanburði við aðra í mannkyns- sögunni, sé fyrir tilstuðlan þróun- ar og samkeppni ríkja og hug- myndakerfa, ásamt linnulítilli stéttabaráttu. Þaðan séu hin miklu mannréttindi Vesturlanda að stórum hluta komin, - keppn- in, - hræðslan, - óvinurinn, - vinsældirnar - og vinsældakapph- laup smá- og stórríkja um hylli annarra, helst allra, séu ein helsta driffjöðrin í hinni tiltölulega góðu stöðu í dag. Og ég held að einmitt her muni menn staðnæm- ast við nafn Brynjólfs og hans kynslóðar. Hún vann þrekvirki í þessu efni, hérlendis sem er- lendis. Sökum mælsku, áræðni, eldmóðs og ofurgreindar Brynj- ólfs kom það í hans hlut að stýra þessu skipi öðrum fremur. Og fyrir það verður hans minnst nú sem síðar. Þegar samtöl okkar áttu sér stað á heimili Brynjólfs í Hraunbænum var töluvert dregið af honum vegna þess sjúkdóms sem dró hann að lokum til dauða. Brynjólfur var allmikið þjáður þegar þessar samræður okkar áttu sér dtað, og er ég honum ómetanlega þakklátur fyrir að hafa hagað málum þannig að hugsun hans var alltaf eldskír þegar fundum okkar bar sarnan. Brynjólfur sagði að ég yrði að láta sig vita með fyrirvara þegar ég þyrfti að tala við hann svo hann gæti sleppt verkjalyfjanotk- uninni svo hugur hans væri nógu skýr við þessar upprifjanir. En það var ekki átakalaust eins og leyndi sér ekki. Þarna var maður sem gekk ekki heill til skógar. Þrátt fyrir það mundi Brynjólfur alveg ótrúleg smáatriði sem mér datt varla í hug að hann myndi. Til dæmis ýmsar samræður og orðsendingar sem gengu á milli manna og flokka á árum Ný- sköpunarstjórnarinnar. Árum sem hafa haft örlagaríkari áhrif á sögu íslands en flest önnur tíma- bil. Brynjólfur var annar tveggja máttarstólpa þeirrar ríkisstjórn- ar, andspænis Ólafi Thors sem stýrði þeirri stjórn. Hreykinn væri ég af svona minni á mínum fertugsaldri. Það er sagt að minningagreinar lýsi yfirleitt höfundi þeirra betur en þeim sem ritað er um, og er þessi stúfur hér örugglega ekki undantekning frá því. En svona vill þetta nú verða þrátt fyrir góð- an ásetning um annað. Ég vil að lokum senda dóttur Brynjólfs og fjölskyldu í Dan- mörku samúðarkveðjur mínar, um leið og ég og aðrir smáspá- menn drúpum höfði yfir minn- ingu eldhugans rökfasta Brynj- ólfs Bjarnasonar. Magnús H. Skarphéðinsson Á þeirri stundu sem andláts- fregn góðs vinar berst gleymist oft líkn dauðans. Sársaukinn sem kreppist um vitund þeirra sem eftir lifa er því oft tilfinning sem á ekkert skylt við rökrétta hugsun. Þessi tilfinning er sennilega sjaldnast sprottin af ósætti við að dauðinn hafi lagt líkn með þraut, heldur vegna hins algjöra van- máttar sem við finnum til frammi fyrir gátunni miklu. Frammi fyrir þessari óræðu gátu stöndum við öll jöfn í nakinni einsemd. Og hversu velkominn sem dauðinn kann að vera þeim sem þjáist kallar hann alltaf fram jafn frum- stæðar og eigingjamar tilfinn- ingar okkar sem eftir stöndum. Andlát Brynjólfs Bjarnasonar bar ekki skjótt að. Um all langt skeið var vitað að hverju stefndi. Enginn ætti heldur að undrast að maður á nítugasta og fyrsta ald- ursári deyr og allra síst þegar hann hefur háð langvinna glímu við kvalafullan sjúkdóm. Dauðinn var honum líkn, en hann var honum meira; hann var gáta sem hann glímdi við með heimspekilegri rökvísi. Raunar held ég að enginn fslenskur heim- spekingur hafi glímt jafn mark- visst við gátuna miklu eins og Brynjólfur. Eitt af sínum merk- ustu heimspekiritum, Gátan mikla, byggði hann á þeirri for- sendu að mannleg verðmæti yrðu að engu, ef vitund einstaklingsins væri hverfult fyrirbæri með ei- lífan dauða á undan og eftir. Það væri vafalaust efni í mikið verk að gera grein fyrir dagsverki Brynjólfs Bjarnasonar, - heim- speki og pólitísku starfi. Ferð hans var löng og viðburðarík, frá því hann fæddist að Hæli í Flóa og þar til yfir lauk í Hróarskeldu tæpu 91 ári sfðar. Foreldrar hans fluttu frá Hæli þegar hann var tveggja ára og hófu búskap að Ölvesholti í Hraungerðishreppi. Snemma á barnsaldri fékk hann þann starfa að lesa upphátt fyrir heimafólkið á kvöldin af því að hann þótti ekki til annars nýtur. Ef til vill átti þessi starfi sinn þátt í því að glæða áhuga hans á bóka- grúski sem leiddi hann úr hokrinu austur í Hreppum í loftherbergið að Bræðraborgarstíg 8, þar sem hann las til stúdentsprófs. Síðan lá leiðin til Kaupmannahafnar sem annar af tveimur síðustu ís- lensku stúdentunum sem nutu ókeypis vistar á „Regensen“, eða Garði. Hugurinn stefndi að nátt- úruvísindum og heimspeki. Námsár Brynjólfs í Kaup- mannahöfn og Berlín voru vægt sagt viðburðarík í ýmsum skiln- ingi. Fyrstu mánuði hans á Garði kynntist hann náið spönsku drepsóttinni og fór með sigur eftir kvalafullt stríð. Hann kynntist þeim miklu þjóðfélags- hræringum sem gengu yfir Evr- ópu í kjölfar styrjaldarinnar. Og hann kynntist verkalýðshreyfing- unni sem var í óða önn að sýna mátt sinn, en jafnframt að líða fyrir veikleika. í herberginu hans við Köbmag- ergade, gegnt Sívala turninum var fyrsta danska kommúníska stúdentafélagið stofnað. Að því stóðu eldheitir hugsjónamenn sem voru vissir um að öldurót eftirstríðsáranna myndi sópa burt því rangláta stjórnkerfi auðvalds- ins sem hafði kallað ómælanlegar hörmungar yfir fólk. Þama vora saman komnir auk Brynjólfs t.d. Kaj Barr, síðar prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, Bro- by Johansen,sem betur en flestir aðrir áttu eftir að kenna alþýðu- fólki að listin er ekki séreign fræðinga og „betri borgara", og þarna vara einnig Kaj Moltke síð- ar rithöfundur og stiómmála- maður. Þessir ungu nugsjóna- menn töldu vísindalega sannað að það lýðræði sem byggði á borgaralegu þingræði væri pró- dúkt borgarastéttarinnar og ætti lítið skylt við hið fullkomna lýð- ræði framtíðarsamfélagsins. Að því bæri að stefna og vinna. Ætlun mín er ekki að rekja margbrotinn æviferil Brynjólfs heitins, heldur aðeins að minnast með nokkrum orðum góðs vinar. Ég kynntist honum fyrst persónu- lega vorið 1982. Þá var ég náms- maður í Kaupmannahöfn en hann bjó hjá Elínu dóttur sinni í Kornerup við Hróarskeldu. Eins og flest börn 68 kynslóðarinnar vissi ég hver Brynjólfur Bjarna- son var, - svo djúp eru sporin sem hann markaði í pólitíska sögu þessarar þjóðar, og sögu verka- lýðshreyfingarinnar. Ungur kynntist ég auk þess heimspeki- ritum hans og enn í dag á Gátan mikla sitt ákveðna hólf í hjarta mínu; en það er nú önnur saga. Það var fyrst við hin persónulegu kynni að mér hlotnaðist sú gæfa að kynnast hinum stórbrotna manni sem leyndist á bak við goð- sögnina, - þar var hann íhugull, dulur og hógvær. Brynjólfur var maðurinn sem tók þátt í pólitísku stríði af því að hann áleit það skyldu sína. Stundum voru erjumar magnað- ar persónulegri heift, en alltaf bornar uppi af eldlegri hugsjón þeirra sem vissu að þeir gerðu rétt. Við sem lifum á tímum pró- sentuhugsjóna eigum erfitt með að átta okkur á þeim stóru draumum sem íslenskir komm- únistar og sósíalistar báru með sér og þorðu að kannast við. Við eigum ekki síður erfitt með að gera okkur grein fyrir þeim fórn- um sem ungt efnilegt fólk færði með því að taka þátt í pólitísku starfi á vinstra kanti íslenskra stjórnmála og innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þeir sem ekki voru falir fyrir góð embætti voru gjarnan beittir því sem í Þýska- landi era nefnt Berufsverbot, - á því fékk Brynjólfur að kenna oft- ar en einu sinni og oftar en tvisv- ar. Hið pólitíska ævistarf Brynj- ólfs og félaga bíður þess að verða krufið og skýrt til hlítar opnum fordómalausum huga. Sá grunur læðist að þeim sem þetta skrifar að þá muni koma í ljós annar sannleikur en sá sem áratuga löng Moggasíbylja hefur gert að trúar- atriði, sem nánast allir pólitískir flokkar, og sem verra er fræði- menn einnig, hafa kokgleypt. Mér virðist nefnilega að það þurfi að draga starf þeirrar hreyfingar sem Brynjólfur var í forystu fyrir betur fram í dagsljósið og draga að sama skapi úr þeirri gríðarlegu þýðingu sem afstaðan til Kreml- bænda hefur fengið. Hafa ekki viðhorf okkar mótast um of af átökum stórvelda í austri og vestri eins og þau blasa við í dag? Ef svo er virðist augljóst að for- tíðin nýtur ekki sannmælis. Hún er ekki skýrð í ljósi aðstæðna sem voru, heldur aðstæðna sem eru. Ég verð að viðurkenna að ég dreg mjög í efa þýlyndi íslenskra kommúnista og sósíalista gagn- vart Moskvuvaldinu. Til dæmis má nefna að Komintern sendi hingað sendimenn í tvfgang (1924 og 1928) til að reyna að fá komm- únista, sem störfuðu innan Alþýðuflokksins, til þess að kljúfa flokkinn og stofna kommúnistaflokk. Hinir róttæku ungu menn, undir forystu Brynj- ólfs Bjarnasonar og Einars Ol- geirssonar, þóttust þekkja að- stæður hér betur en þeir í Moskvu og þverskölluðust við í bæði skiptin. Það var ekki fyrr en tveimur árum eftir seinni heim- sókn Komintemfulltrúans að ís- lenskir kommúnistar stofnuðu sinn eigin flokk og þá var það ekki vegna fyrirskipunar frá Kreml. Raunar virðist sem samskipti íslenskra kommúnista við foryst- una í Kreml hafi m.a. byggst á þeirri vissu að félagar í sósíalísk- um samtökum hefðu jafnan rétt til þess að koma með ábendingar og að sú vissa hafi lifað bæði Kommúnistaflokk íslands og Komintern. í þessu sambandi minnist ég 1. maí 1982. Þá fórum við Brynjólfur saman í Fælled- parken í Kaupmannahöfn þar sem verkamannasamtökin í Kaupmannahöfn halda jafnan fundi sína þann dag. Talið barst vítt og breitt; frá Mogens Glist- rup til íslenskrar náttúru, sem gamli maðurinn unni mjög. Skyndilega barst talið að sam- skiptum Kína og Sovét sem Brynjólfi þótti mikill harmleikur fyrir sósíalíska þróun almennt. Þá sagði hann mér frá því að hann hafi skrifað kunningja sínum sem átti sæti í sovéska pólítbýróinu einhverntíma á öndverðum sjötta áratugnum og lýst áhyggjum sín- um af að ríkin gætu ekki komið sér saman um hvar landamærin ættu að liggja. „Ég varaði við hættunni sem gæti hlotist af. Ég bendi á að meðan málið væri ekki afgreitt af hálfu beggja ríkja væri það eins og tímasprengja sem tif- aði og myndi eyðileggja sambúð ríkjanna til langframa ef hún Flmmtudagur 27. apríl 1989 ÞJÖÐVIUJINN - SÍÐA 9 Þrír forystumenn; Brynjólfur, Einar Olgeirsson, Lúðvik Jósepsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.