Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Biðlaunahneisan Það er mesta furða hvað menn eru fúsir til að gera lítið úr sjálfum sér. Til dæmis fjölgar þeim nú jafnt og þétt stjórnmálamönnunum sem eru reiðubúnir að skafa af sér það sem enn kynni að tolla við þá af reisn og virðingu - bara til að krækja sér í tvöföld hálaun í nokkra mánuði eftir að þeir eru hættir þingmennsku - og teknir við embættum á borð við sendiherrastörf eða bankastjórastöður. Sverrir Hermannsson fór beint úr þingmennsku í bank- astjórastarf - og tók sex mánaða biðlaun með sér. Þar með fylgdi mikið hrap í almenningsálitinu: Sverrir hafði þótt galvaskur stjórnmálamaður og, þótt umdeildur mað- ur væri, ekki líklegur til að lúta að slíkri lágkúru. Enda er eins og bankastjórinn hafi gufað upp þegar spurðist um biðlaunamál hans, hann hafi orðið að einskonar „ekki- persónu". Þessu næst kemur svo Albert Guðmundsson, sem telur að það séu heilög réttindi þess „litla manns“ á uppleið sem hann hefur leikið í samfélaginu, að fá biðlaun þingmanns til uppbótar á þá fórnfýsi sína í þágu ættjarð- arinnar að gerast sendiherra í París. Albert Guðmunds- son hafði ekki úr háum söðli að detta í þessum málum og það kom því engum á óvart þótt hann vildi biðlaun og engar refjar. Þó væri skrýtið ef enginn sá hrekkur við, sem les yfirlýsingar sendiherrans í blöðum um að þeir sem svo mikið sem dirfast að spyrja um biðlaun hans og önnur kjör stundi pólitískar ofsóknir á hendur honum! Það er eins og frægur samtíðarmaður sagði: það er ekki öll vitleysan hálf. Og nú bættist sá þriðji við og vildi biðlaun. Sá er Bene- dikt Gröndal, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og utan- ríkisráðherra og löngu orðinn sendiherra. Það er mál út af fyrir sig, að hið pólitíska kerfi á íslandi virðist hafa gengist undir það ok mótþróalaust að toppkrati megi ekki hverfa af pólitískum vettvangi án þess að verða sendiherra. En þetta er semsagt ekki nóg fyrir Benedikt Gröndal. Hann fór af þingi árið 1982 og gerðist þá þegar sendiherra. Og tók engin biðlaun. Nú sér hann að „allir eru að gera það gott nema ég“ og skrifar alþingi bréf og vill fá úrskurð um það hvort hann eigi ekki, eftir á að hyggja, líka rétt á biðlaunum. Hvort hann geti ekki eftir sjö ára bið fengið svosem átta hundruð þúsund krónur úr ríkissjóði. DV hefur það eftir Guðrúnu Helgadóttur forseta Sam- eínaðs þings, að hún hafi haldið fyrst að þetta „væri bara grín hjá Benedikt". En svo var ekki. Honum var rammasta alvara. „Ég sé enga ástæðu til að gefa ríkissjóði þetta ef ég á löglega kröfu til þessara biðlauna," segir sendiherr- ann í viðtali við Þjóðviljann. Það dapurlegasta við þessa furðulegu kröfugerð er þó ótalið: Benedikt segir í fyrr- greindu viðtali, að hann sé eiginlega á móti því að lög um biðlaun séu túlkuð þannig að þeir sem fara beint í önnur launuð störf - og það á vegum ríkisins - eigi að fá slíkar sporslur. En fyrst AÐRIR eru á kafi í spillingu, þá verð ég að fá að vera með líka. Hann segir þetta náttúrlega ekki með þessum orðum. Hann segir: „þjóðfélagið og lífið er nú einu sinni þannig að á ég að neita mér um þetta ef ég á þennan rétt?“ En meiningin er þessi, eins og hver maður getur séð. Og Benedikt Gröndal tekur að sér að hlaða enn undir það almenningsálit, að engu sjái krati eins mikið eftir og bitlingi sem hann missti af. Það er svo ekki hans verð- leikum að þakka að þessi sérstæða launakrafa reyndist fyrnd Allt ber þetta vott um undarlega brenglað pólitískt sið- gæði. Og eins gott að forsetar alþingis hafa nú borið fram frumvarp sem á að taka frá mönnum hina óviðráðanlegu freistingu tvöfaldra hálauna. Oft var þörf en nú er nauð- syn. ÁB KLIPPT OG SKORIÐ BHMR Við gefumst ekki upp FjölmennurfundurBHMR-félaga bar vott um sterka samstöðu ídfram- haldandi bardttu Háskólamcnntaðir starfsmcnn r I ríkisins héldu baráttufund f . Bíóborginni í gær. Fundurinn , sýndi stcrka samstöSu þeirra á að i f engu á kröfum sfnum. \ Langvarandi verkfall virSist þvf sfSur en svo draga úr fólki innan BHMR. Fundarstjóri í þétt setnu bíóinu var Gunnlaugur Ástgeirsson kennari. Ávörp fluttu Lilja Stef- í ánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, | Magnús Guðjónsson, dýra- | læknir, Margrét Heinreksdóttir, [ lögfræðingur og Wincie Jóhanns- ! dóttjr-Taniiaður HÍK og varafor- -4«amafSj ■ ___ A • -----------------------------------'--------------------------------- k O w •‘‘w —*&kndö.Ove Engman, kollega -neí, I «a semfJ'■;£» J,að rov™ I <*Wtekfet tyri, ^ Þrjár vikur Verkfall BHMR-félaganna hófst fimmtudaginn 5. apríl, og hefur því staðið í réttar þrjár vik- ur. Rúmlega tvöþúsund opinber- ir starfsmenn eru núna að hefja fjórðu verkfallsvikuna. Þrjár vikur eru langur tími í verkfalli, og má marka af því meðal annars að ef ekki verður samið í einum spretti næstu dæg- ur er nokkurnveginn víst að BHMR-verkfallið nær að tíma- lengd hinu fræga BSRB-verkfalli 1984, þótt það sé ennþá aðeins hálfdrættingur verkfalls verkfall- anna í sögu lýðveldisins, Dags- brúnarslagsins 1955, þegar Guð- mundur jaki varð helsti skelfir borgarastéttarinnar. En það verkfall stóð sex vikur. Orð eru ekki ókeypis í>ótt verkfalls BHMR- félaganna gæti hvergi nærri í dag- legu Iífi á sama hátt og BSRB- átakanna fyrir fimm árum (hvað þá í samanburði við styrjaldar- ástandið 1955) er tónninn í verk- fallsmönnum jafnvel enn bitrari en þá, og forystumenn BHMR segjast vera reiðubúnir til þess að berjast nánast til síðasta manns, nú uppá síðkastið með taktík hinnar sviðnu jarðar: eftir því sem líður á hafa verkfallsmenn skorið undanþágur niður við trog og gengið langt í yfirlýsingahern- aði. Auðvitað er tungumál í verk- falli ekki það sama og sunnudags- spjall yfir rjómakaffi og teboll- um. Hitt verða menn svo að muna að orð eru dýr. Að kalla mann verkfallsbrjót er til dæmis þess eðlis að sterk rök verða að fylgja, jafnvel þótt ráðherrar eigi í hlut. Hitt er jafnrétt, að þótt hér ríki stjórnarskrárbundið frelsi til að finnast hvað sem manni sýnist um tilætlanir náungans er ekki hægt að segja að það hjálpi mikið til við að finna lausn, eða lýsi yfir- höfuð mikilli kurteisi, að kalla kjarakröfur rúmlega tvöþúsund opinberra starfsmanna vitfirr- ingu, jafnvel þótt maður sé for- sætisráðherra. Alvarleg áhrif Fjölmiðlar hafa nú í þrj ár vikur verið uppfullir af fréttum um áhrif verkfallsins, sem vissulega eru mikil, og meiri en sést á til- tölulega lygnu yfirborði samfé- lagsins. Alvarlegust afleiðing þessa verkfalls er sennilega í skól- unum þótt slík áhrif verði ekki metin í dagsfréttum, - það mælist ekki í krónum eða sentímetrum hvað það kostar að hverfa frá námi eða missa úr ár. Að ó- gleymdu hættuástandi á sjúkra- húsum, þeim búsifjum sem geta hvenær sem er hlotist af því að menn styðjast ekki við spár veð- urmanna, - og því tjóni sem ekki verður ljóst fyrren löngu síðar. Til dæmis er skógræktarstöðin í Hallormsstaðaskógi lömuð og þessvegna líkur á að ekki komist upp allar plöntur sem í vor áttu að verða til, sem ekki einungis dreg- ur úr árbundnum störfum við Hallormsstaðaskóg heldur gæti tafið bændaskógræktina á Héraði um eitt ár. Vegna lesendabréfanna og út- varpshringjaranna undanfarið er rétt að leggja á það þunga áherslu í takt við verkfallsmenn hvað það er fráleitt að leggja sjálfkrafa „sök“ og „ábyrgð“ á slíkum af- leiðingum kjaradeilna á launa- menn. Og í kjaradeilunni nú er eitt sterkasta vopn BHMR- manna einmitt saga síðustu miss- era, sem sýnir vel að viðbrögð ríkisins hafa verið já, já í orði og nei, nei á borði, þannig að full ástæða hafi verið til harðra að- gerða nú. Óraunhæft stöðumat Það er hinsvegar engin launung á því að margir hollvinir verkfallshópanna telja að for- ystumenn BHMR hafi látið stjórnast af óraunhæfu stöðumati þegar þeir tóku þá ákvörðun að leggja til við félagsmenn sína að leggja strax í harðar aðgerðir. Ljóst var að þráttfyrir samúð með opinberum starfsmönnum, sem hafa dregist verulega afturúr í launum á undanförnum góðær- istímum, mundu viðsemjendur ríkismenn ekki vera reiðubúnir Ul verulegra krónuhækkana eftir heit um að rétta af fjárlagahalla og erfiðar sparnaðaraðgerðir í opinbera geiranum. Jafnvel þótt Alþýðubandalagsmenn sætu við stjórnvöl, - eða kannski einmitt þess vegna? Jafnljóst var að sá tími þegar stjórnmál og stéttaátök snúiast um það hvernig eigi að mæta kreppu í kjölfar góðærisins er ekki besti tíminn til að fara í hart til að knýja fram meiriháttar uppstokkun í launakerfinu. Efasemdarmenn um þetta benda auðvitað á það núna að BHMR-félögin standa ein uppi í verkfalli sínu. BSRB samdi fyrir hálfum mánuði og Sókn fylgdi á eftir fyrir nokkrum dögum, - óyf-' irlýst takmark Alþýðusambands- félaganna og annarra samtaka launafólks, til dæmis Bókagerð- armanna, er að ná fram BSRB- samningum og eiga við ramman reip að draga. Menntagjáin víkkar Ýmsar líkur eru á að næstu dægur gefi möguleika til að leysa kjaradeilu BHMR, - og síðustu tíðindi benda til að kennarar í KÍ og uppí háskóla kynnu að gerast ljósmæður slíkrar lausnar. Hætt er við að þær afleiðingar verkfallsins sem mest áhrif hefðu á næstu framtíð í verkalýðsmál- um séu sá brestur sem verkfallið hefur leitt skýrt í ljós á samstöðu launafólks. í verkfallinu hefur nefnilega sést að gjáin milli „mennta- manna“ og „verkamanna" er óhugnanlega miklu breiðari en áður var haldið. BHMR-mönnum hefur því miður mistekist að koma sínum kröfum á framfæri við almenn- ingsálitið, og hafa kannski ekki skilið til fulls mikilvægi þeirrar hliðar í baráttunni. Ónógur undirbúningur við þetta verk hef- ur kynt undir þá landlægu skoðun í óæðri skúmaskotum meðal fé- laga hinnar hefðbundnu verka- lýðshreyfingar að í fyrsta lagi séu opinberir starfsmenn flestir skít- apakk og í öðru lagi hafi háskóla- menn svimandi laun og vinni þar að auki ekkert að gagni. Saman- ber þjóðarsálir útvarpsrásanna. Satt að segja hélt sá sem hér klippir að þessir fordómar væru á undanhaldi. Aukin menntun í öllum stéttum væri að eyða þess- ari tortryggni frá því samfélags- skeiði þegar lærdómur var sér- eign yfirstéttar. Að kjaraþróunin sjálf hefði átt sinn þátt í að út- rýma andstæðum milli „verka- fólks“ sem sífellt verður faglærð- ara og „menntamanna" sem augljóst er að deila kjörum með öðru alþýðufólki. Þessi gjá hefur víkkað verulega í verkfalli BHMR, meðal annars fyrir tilverknað fjölmiðla and- stæðra launamönnum, - en ein af orsökunum er því miður sú að málflutningur sumra BHMR- manna er ekki í átt að launa- jöfnuði og kjarasamstöðu heldur er þar leitað röksemda fyrir „eðli- legum" kjaramun, sem jafnvel er talinn samfélaginu skynsam- legur, - sjá til dæmis annars ágæta grein Hólmgeirs Björns- sonar tölfræðings hér í blaðinu í fyrri viku. Það er skylda BHMR-foryst- unnar og samningamanna ríkis- ins að einbeita sér næstu daga að því að finna hugnanlega lendingu í þessari erfiðu stöðu. Og þegar núverandi kjaraátökum er lokið á öllum vígstöðvum hlýtur það að verða næsta verk í ýmsum her- búðum launafólks að hugleiða orsakir fyrir því af hverju ekki tókst betur að standa saman núna. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlrblaðamenn: DagurÞorieifsson, ElíasMar(pr.),Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Héiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: HallaPálsdóttir.HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsia, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúia 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Augiýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áskriftarverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.