Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Þorsteinn frá Hamri les upp á Borginni í kvöld en ný Ijóðabók er væntanleg frá honum í vikunni. Besti vinur Ijóðsins Ljóðahátíð á Borginni Besti vinur ljóðsins rís úr vetrardvala í kvöld, 9. maí og heldur Ijóðakvöld á Hótel Borg. Vorið virðist vera tími Ijóðsins, en þessa dagana eru að koma út sex ljóðabækur og ein ljóðflaska. Þeir sem lesa upp í kvöld, eru Þorsteinn frá Hamri, en ný ljóða- bók er væntanleg frá honum í þessari viku, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Ásta Ólafsdóttir, en hún gaf út bókina, „Þögnin sem stefndi í nýja átt“, Ragna Sigurð- ardóttir, sem hefur birt ljóð í tímaritum og gaf út örsagnasafn- ið, „Stefnumót“, Mike Pollock, þekktari sem tónlistarmaður, les ljóð sín - á ensku, Sigfús Bjartmarsson, en hann verður á ferðinni með nýja ljóðabók í haust,7ón Gnarr, sem áðurhefur gefið út ljóðabók, les kafla úr skáldsögu sem út kemur í haust, Elísabet Jökulsdóttir les úr fyrstu og nýútkominni bók sinni, „Dans í lokuðu herbergi“, og þá mun hinn víðföruli útvarpsmaður, II- lugi Jökulsson lesa eigið ljóð í ti- lefni útkomu ljóðabókar systur hans. Argentínska skáldið, Jorge Luis Borges, mun skipa sitt rúm hjá BVL, en Sigrún Eiríksdóttir les þýðingar sínar á nokkrum ljóða Borgesar. Ljóðið er skylt tónlistinni en í kvöld verður flutt tónverkið TENGSL, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem hann samdi fyrir söngrödd og strengjakvart- ett, við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar. Flytjendur eru Jó- hanna Þórhallsdóttir söngkona og hljóðfæraleikararnir, Helga Þórarinsdóttir, Hlíf Sigurjóns- dóttir, Sean Bradlay og Nora Kornblueh. Stjómandi verður Hjálmar H. Ragnarsson. Kynnir BESTA VINAR UÓÐSINS verður Hrafn Jökulsson. Dag- skráin hefst klukkan 9 og miða- verð er kr. 400. Veitingar verða á boðstólum. Gestum er vinsam- lega bent á að koma tímanlega og um leið gefst tækifæri til að upp- lifa stemmningu BESTA VIN- AR LJÓÐSINS, á Borginni, áður en hótelið verður lagt undir Alþingi. Steingrímur Farinn til Ungó Forsætisráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, hélt utan til Ungverjalands um síðustu helgi. Hann er ekki væntanlegur aftur til landsins fyrr en á fimmtudag, en þingslit er áætluð á laugardag. I frétt frá forsætisráðuneytinu segir að Steingrímur hafi þegið boð um að taka þátt í viðræðum vestrænna stjórnmálamanna við ungverska starfsbræður sína og' fulltrúa atvinnulífs í Ungó, um þær breytingar sem stefnt er að þar í landi. Umboðsmaður Alþingis Fundið að meðferð foiræðismála Sonurinn hafði dvalið hjá föður sínum í hátt á þriðja ár og þótt hann virðist una hag sínum vel þar kemst barnaverndarráð að þeirri niður- stöðu að móðirin skuli hafa forsjá hans. Gaukur Jörundsson umboðs- maður Alþingis hefur sent dómsmálaráðuneytinu álitsgerð þar sem hann finnur að ýmsum atriðum í meðferð barnaverndar- yfirvalda og ráðuneytisins á ákveðnu forsjármáli sem kvartað hafði verið yfir til hans. Málið snýst um forsjá þriggja sona hjóna sem slitu samvistum í ágúst 1985, einkum fjallar þó málið um yngsta barn hjónanna. Faðirinn er bóndi í sveit en eiginkonan flutti frá honum í ónafngreindan kaupstað. Konan krafðist forsjár allra sonanna en maðurinn lagði höfuðáherslu á forsjá yngsta sonarins, enda bjó hann hjá honum frá því í sept- ember sama ár og þau skildu. Jafnframt gerði hann fyrirvara um rétt til forsjár allra drengj- anna. Málið gekk sinn vanagang í kerfinu með umsögnum bama- verndarnefnda í kaupstaðnum þar sem móðirin bjó og hrepp- num þar sem faðirinn bjó. Síðan bar ráðuneytið málið undir Bam- averndarráð íslands og í maí í fyrra kom svo úrskurður dómsmálaráðuneytisins þar sem kveðið er á um að móðirin hafi forsjá allra drengjanna. Kvartanir föðurins Faðirinn undi þeim málalokum illa og kvartaði undan málsmeð- ferðinni við umboðsmann Al- þingis. Kvartanir hans beindust annarsvegar að barnaverndar- ráði og hinsvegar að dómsmála- ráðuneytinu. Faðirinn kvartar undan því að barnaverndarráð hefi ekki tekið tillit til þess að yngsti sonur þeirra hjóna hafði búið í rúmlega tvö ár hjá sér og að niðurstaða ráðsins um að móðirin fengi forsjá allra drengjanna hafi ekki verið rök- studd. Þá kvartar hann undan því að hann hafi ekki fengið að sjá öll gögn sem lögð hafi verið til grundvallar niðurstöðum barna- verndarráðs, sérstaklega skýrslur um viðtöl einstakra starfsmanna ráðsins. Honum hafi ekki verið greint frá tilgangi viðtalanna né hafi hann fengið að staðfesta að rétt hafi verið eftir honum haft. Kvartanir föðurins út af með- ferð dómsmálaráðuneytisins eru að ráðuneytið hafi ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í málinu og ekki athugað nægilega öll gögn sem lágu fyrir þegar það úrskurð- aði um fosjá drengjanna. Einnig að úrskurðurinn um forsjána hafi verið órökstuddur og að honum hafi ekki verið gefinn kostur á að sjá öll gögn í málinu. Umsögn barna- verndarráðs í umsögn barnavemdarráðs um forsjá yngsta sonarins segir að aðstæður beggja foreldra hafi verið kannaðar ítarlega og hefi ráðið ekkert út á þær að setja. Þar kemur fram að eldri drengjunum líður vel hjá móður sinni og að yngsti drengurinn virðist una hag sínum vel hjá föður sínum. Þá segir að við sálfræðiathuganir hafi komið í ljós að yngsti sonur- inn virðist téngdur báðum for- eldrum sínum sterkum tilfinn- ingaböndum en í niðurstöðum bamavemdarráðs segir að við sálfræðiathuganir hafi ýmislegt komið í ljós sem bendir til þess að allir drengirnir séu tilfinninga- lega háðari móður sinni en föður, þó að vissulega sé þeim hlýtt til föður síns. A þessu byggir svo ráðið þá niðurstöðu sína, að móðirin skuli hafa forsjá allra drengjanna, en mælt er með því í BRENNIDEPLI að þeir hafi mikil samskipti við föður sinn og dvelji hjá honum að sumri til. Réttur málsaðila í áliti umboðsmanns kemur fram að til þess að réttur foreldris til að gæta hagsmuna barns og eigin réttar við úrlausn forsjár- deilu komi að gagni verði foreldr- ið að eiga kost á að kynna sér þau gögn sem skipti máli. „Það er og í samræmi við þær kröfur, sem al- mennt verður að gera til stjórnvalda, þegar þau skera úr deilum um mikilvæg réttindi ein- staklinga,“ segir svo orðrétt í álit- inu. Þetta ítrekar svo umboðsmað- ur enn frekar og segir það skoðun sína að stjórnvöldum sem fjalla um forsjármál sé „að lögum skylt að kynna foreldrum þau gögn sem fyrir liggja hjá þessum stjórnvöldum vegna slíkra mála og beri stjórnvöldum að hafa frumkvæði í því efni.“ Þá átelur umboðsmaður seina- ganginn við að úrskurða í þessu máli, einkum hjá barnavemdar- yfirvöldum, og segir að bráðan bug verði að vinda að úrbótum í þeim efnum. Einnig finnur hann að því að úrskurðir dómsmála- ráðuneytis um skipan forsjár barna séu ekki rökstuddir. „Hér fer ráðuneytið með úr- skurðarvald í vandasömum og viðkvæmum deilumálum, sem fjalla um mikilvæg réttindi og hagsmuni deiluaðila og barna þeirra. Umsagnir barnaverndar- yfirvalda í þessum málum eiga að vera rökstuddar, eins og áður greinir. Er engan veginn eðlilegt að gerðar séu minni kröfur til þess aðila, sem fer með úrskurð- arvald, en til aðila, er lætur í té umsögn.“ Umsögn áfátt Hvað kvartanir föðurins varð- ar þá telur umboðsmaður þær réttmætar því bamaverndar- nefnd hafi verið skylt samkvæmt lögum að kynna honum gögn sem voru lögð fyrir ráðið í málinu og gefa honum kost á að tjá sig um þau en það hafi ekki verið gert, auk þess sem upplýsingar sem hafðar voru eftir föðurnum voru ekki bornar undir hann. Þá telur umboðsmaður að um- sögn barnaverndarráðs um forsjá yngsta drengsins hafi verið áfátt að því leyti að ekki hafi verið gerð sjálfstæð og skýr grein fyrir því hvað mælti með og á móti því að faðirinn fengi forsjá hans, en sér- stök ástæða hafi verið til þess þar sem sonurinn hafði dvalið hjá föður sínum í hátt á þriðja ár er ráðið skilaði umsögn sinni. Að lokum gerir umboðsmaður athugasemdir við þá niðurstöðu barnaverndarráðs að við sál- fræðiathuganir hafi komið í ljós að allir synirnir væru tilfinninga- lega háðari móður en föður, þar sem vanti gögn sem rökstyðji þetta. Hvað kvartanir föðurins um málsmeðferð og niðurstöðu ráðuneytisins varðar telur um- boðsmaður að tilhögun aðila við að kynna sér gögn í málinu séu ekki fullnægjandi. Þá telur um- boðsmaður að ráðuneytið hefði átt að ganga eftir því að í umsögn barnaverndarráðs sé gerð rækileg grein fyrir því hvað mælti með og á móti einstökum kostum hvað varðaði forsjána, en slíkt hafi vantað í þessu máli. Einnig telur umboðsmaður að ráðuneytið hefði átt að kveða upp skriflegan úrskurð í málinu. „Það er niðurstaða mín, að ástæða sé til að finna að ýmsum atriðum í meðferð barnaverndar- yfirvalda og dómsmálaráðuneytis á máli því, sem álit þetta fjallar um, en nánari grein hefur verið gerð fyrir því að framan. Eru það jafnframt tilmæli mín, að ráðu- neyti og barnaverndaryfirvöld hagi meðferð mála í framtíðinni í samræmi við þau meginsjónar- mið, sem hafa komið fram í þessu áliti mínu, þar á meðal við síðari ákvarðanir um forsjá bama A og B, ef til þeirra kemur.“ Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu sagði að þessi álitsgerð væri til skoðunar í ráðuneytinu og því gæti hann lítið tjáð sig um hana að svo stöddu. hinsvegar benti hann á að áður hefði komið fram ábendingar frá umboðs- manni Alþingis sem ráðuneytið hefði tekið tillit til. -Sáf Umboðsmaður Alþingis finnur að ýms- um þáttum í málsmeðferð forsjármála. Telur að brotið hafi verið á málsaðila þar sem honum hafi ekki verið leyft að kynna sér öll gögn málsins. Telur niður- stöður barnaverndarnefndar ekki nægi- lega rökstuddar og kvartar undan seina- gangi ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.