Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.05.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Mín kynslóð hefur næstum aldrei notað sögnina „að kjósa“, en ég hef greitt atkvæði í rúmlega 30 ár. Það var venjulega kallað að „greiða atkvæði" en í hinu opin- bera orðasafni var boðið upp á að „gefa órofa sambandi kommún- ista og óflokksbundinna atkvæði sitt“. Þessar „kosningar" gengu hratt og litlaust fyrir sig, engin umræða átti sér stað hvorki fyrir þær né á eftir, af þeirri ástæðu að ekki var verið að kjósa á milli manna, en atkvæðið fór til ein- hvers ókunnugs manns eða konu. Faðir minn er 77 ára, en hann segir, að svona hafi þessu alltaf verið varið, en þó hafi verið meiri hátíðarbragur á hlutunum fyrri árin. Hvers vegna hlutirnir fóru í þennan farveg og hvers vegna fólk sætti sig við þetta er að mínu mati efni í miklar rannsóknir. Þann 26. mars sl. - daginn, sem kosið var samkvæmt nýju kosn- ingalöggjöfinni til Þjóðarþings Sovétríkjanna, hringdi dóttir mín hingað frá Moskvu án þess að hafa nokkrar áhyggjur af kostn- aðinum, en því miður get ég ekki talið hana til hóps virkasta æskuf- ólksins í Sovétríkjunum. Pabbi, við þurfum á ráðlegg- ingu að halda, sagði hún. Finnst þér, að ég og maðurinn minn eigum að greiða Jeltsín atkvæði okkar (gamla orðalagið), en fylg- ismenn hans eru sífellt á ferðinni hér í götunni, eða eigum við að halla okkur að Sajkin borgar- stjóra, þar sem við höfum heyrt, að hann hafi marga góða hluti á stefnuskrá sinni? Ég verð að segja það, að ég færðist undan því að gefa ráð- leggingar. Tilfinningar mínar í garð Jeltsíns eru ekki þær hlý- justu eftir umbótastarfsemi hans, er hann var fyrsti ritari í flokks- nefnd Moskvuborgar. Markmið hans var gott, en framkvæmdaað- ferðirnar voru að mínu mati hentistefnukenndar og stundum ómannúðlegar. Þá get ég heldur ekki talið, að forseti Borgarráðs Moskvu hafi skapað eðlilegar miðevrópskar aðstæður í borg- inni, hvað þá gert hana að „kommúnískri fyrirmyndarborg" eins og menn dreymdi um. Það er svo annað mál, að í dag er þetta ekki á færi nokkurs manns. Ég tók þá frekar ófrumlega af- stöðu að ráðleggja krökkunum Enska knattspyrnan Úrslit 1. deild Charlton-Wimbledon................1-0 Middlesbrough-Aston Villa.........2-1 Newcastle-Millwall................1-1 Norwich-Everton...................1-0 Southampton-Man. Utd..............2-1 WestHam-Luton.....................1-0 2. deild Barnsley-Portsmouth ..............1-0 Birmingham-Hull...................1-0 Blackburn-Walsall.................3-0 Brighton-lpswich..................0-1 Chelsea-Bradford..................3-1 Leeds-Oldham......................0-0 Leicester-Cr. Palace..............2-2 Man. City-Bournemouth.............3-3 Plymouth-Oxford...................3-1 Swindon-Stoke.....................3-0 Watford-Shrewsbury................0-0 WBA-Sunderland....................0-0 Staðan 1. deild Arsenal 35 21 9 5 68-32 72 Liverpool... 33 18 10 5 55-24 64 Norwich .... 36 17 10 9 46-42 61 Nott.Forest 34 16 12 6 57-38 60 Tottenham 37 15 12 10 60-45 57 Derby 37 16 7 12 38-33 55 Coventry ... 36 14 11 11 44-39 53 Millwall 37 14 10 13 46-51 52 Kosningar og val Vladimir Verbenko skrifar „Endurnýjaður flokkurinn hefur áunnið sér aukna virðingu og tiltrú, þó að langtsé íþað að hannfái „englavœngi“... Það er annað mál að þjóðin vill ekki aðfulltrúar hennar séu aðilarsem hafa orðið sértil minnkunareða óhæfir menn.“ að hlýða á „eigin innri rödd“, en ég gat ekki varist þeirri hugsun að hér hefðu málin þróast á áður óþekktan hátt, þar sem þau höfðu hrista svo upp í dóttur minni, sem hefur verið óvirk gegnum árin. Eins og vitað er sigraði Jeltsín örugglega í sínu kjördæmi, hlaut 89% atkvæða. Það virðist sem Boris Jeltsín sé að verða þroskað- ur baráttumaður, en þessi „Jeltsín-ástríða“ hjá kjósendum minnir á hina fornu rússnesku tál- von um „góðan keisara". Sajkin tapaði, þó að ég sé sannfærður um að hann sé ekki verri borgar- stjóri. Um 20% „nomenklaturunnar" töpuðu og í sumum tilfellum með miklum mun, þar á meðal Solovj- ov, frambjóðandi til framkvæmd- anefndar miðstjórnar, fyrsti ritari héraðsnefndar flokksins í Len- íngrad (það heyrist enn á ný ákveðin rödd frá vöggu byltingar- innar), svo og félagar flokksins. Ég verð að segja, að ég er ekki sammála öfgafullum ummælum þess efnis að „flokkurinn hafi beðið afhroð", þó að hugleiða megi margt: Ef Gorbatsjov sjálf- ur hefur um fjögurra ára skeið talað djarflega (að sumra mati jafnvel um of), og hreinskilnis- lega (sem stundum hefur valdið sársauka), í öllum ræðum heima fyrir og erlendis um að flokkur- inn beri meginábyrgðina á því hræðilega ástandi, sem skapast hefur eftir 70 ára stjórn hans, þá er engin furða þó beri á óánægju og gremju. En það má ekki gleyma því að það var einmitt flokkurinn, sem hóf hina bylting- arkenndu perestrojku eftir að hafa kjörið nýjan aðalritara í mars 1985 og tók róttæka nýja stefnu á sviði innan- og utanríkis- mála. Það kom í ljós, að um 85% þingmanna eru flokksbundnir, sem er meira en áður og kosning- arnar hafa í heild sýnt, að virðing KFS hefur vaxið. Ég kem ekki auga á neina mót- sögn: Endurnýjaður flokkurinn hefur áunnið sér aukna virðingu og tiltrú, þó að langt sé í það að hann fái „englavængi“ eins og er tilfellið með okkur öll! Það er annað mál, að þjóðin vill ekki, að fulltrúar hennar séu aðilar, sem hafa orðið sér til minnkunnar, eða óhæfir menn, sem hafa það eitt sér til ágætis að ganga með flokkskírteini upp á vasann. Það má minna á það, að á 19. ráð- stefnu KFS, sem haldin var síðast liðið sumar, var rætt um nýja kosningalöggjöf meðal annarra málefna, er taka til perestrojku. í heitum umræðum um hvort ráða- menn innan flokksins ættu einnig að gegna þingmannsstörfum, sagði Gorbatsjov, að einmitt í slíku tilfelli sýndu kosningarnar hvort viðkomandi ráðamaður innan flokksins nyti trausts, hvort hann ætti að gegna báðum þess- um skyldum. Mörgum, sem gegndu störfum um stundarsakir, varð órótt. Og nú hefur dómur- inn verið kveðinn upp. Ég ætla mér ekki að skilgreina heildarniðurstöðu kosninganna, þess heldur sem hún verður ekki ljós fyrr en um miðjan maí, eftir endurteknar kosningar í mörgum kjördæmum, sem er einnig nokk- uð, sem á sér ekkert fordæmi. Mig langar bara að skýra frá inni- legri gleði minni. Þetta voru okk- ar kosningar, hversu ófullkomn- ar sem þær voru og enn vitna ég í frumkvöðulinn Gorbatsjov, sem sagði við blaðamenn eftir að hann hafði sett atkvæðaseðilinn sinn í kassann, að í kosningalög- gjöfinni væri margt sem þyrfti að breyta og enn væri margt ógert á þessu sviði. En þessar kosningar mörkuðu meginval hins sovéska þjóðfélags, val í þágu glasnost, fjölhyggju og alhliða lýðræðis- þróunar. Það þýðir val í þágu per- estrojku. Dr. Verbenko er yfirmaður frétta- stofu APN á íslandi. Eg hló í Sóknarsalnum Eiríkur Brynjólfsson skrifar Ég hló ekki að Sóknarkonum. Ég hló ekki að bágum kjörum Sóknarkvenna. Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni. Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni af því hann lagðist svo lágt að hreykja sér af því að hafa gert við Sóknarkonur kjarasamn- ing sem færði þeim nánast ekki neitt. Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni af því hann lagðist svo lágt að nota léleg laun og erfitt hlutskipti margra Sóknarkvenna sem rök gegn þeirri kjarabaráttu sem ég tek þátt í. Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann sagði að Sóknarkonur gerðu sig ánægðar með lélegt kaup og litla kauphækkun. Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að nota bága stöðu margra einstæðra mæðra til að berja á háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum. Ég hló ekki að einstæðum mæðrum. Ég er sjálfur einstæður faðir og þekki þau kjör sem ein- stæðum foreldrum er boðið upp á. Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann missti grímuna og sýndi sitt rétta andllit sem andstæðingur alls launafólks í landinu. Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann sýndi af- stöðu sína til launafólks með því að reyna að etja saman hópum launamanna. Mér er hins vegar ekki hlátur í huga þegar ég sé hve hættulega nálægt hann var að ná takmarki sínu. Við eigum að gæta okkar á Ólafi Ragnari Grímssyni eins og öðrum þeim sem taka að sér að gæta hagsmuna auðstéttarinnar í landinu með því að halda niðri kjörum launamanna. Eiríkur er framhaldsskólakennari IÞROTTIR Fótbolti Urslit í kvöld Fyrsti stórleikur sumarsins fer fram f kvöld þegar Fram og KR leika til úrslita í Reykjavíkurmót- inu i knattspyrnu kl. 20.30. Sömu lið léku einnig til úrslita í fyrra en þá sigruðu KR-ingar með tveimur mörkum gegn engu. Framarar koma eflaust grimmir til leiks, ákveðnir að hefna úrslitanna í fyrra. Annars hafa bæði lið leikið sannfærandi í mótinu og verða að líkindum í toppbaráttunni í íslandsmótinu í sumar. Fylkir og Víkingur léku á sunnudag um 3. sætið á mótinu og sigruðu Árbæingar 4-3, eftir framlengdan leik. Það vakti at- hygli að tveimur leikmönnum Víkings var vikið af leikvelli, þeim Sveinbirni Jóhannssyni og Atla Einarssyni. Víkingar komust í 3-0 með mörkum Andra Marteinssonar (2) og Ámunda Sigurðssonar. Fylkismenn gáfust ekki upp og Framarar hyggjast hefnafyrir úrslitaleikinn ífyrra. Fylkir hlaut bronsið. FH vann ÍA skoraði Guðjón Reynisson tví- það á óvart að FH vann stórsigur vegis og Örn Valdimarsson einu á ÍA, 4-0. Selfoss tapaði fyrir sinni áður en flautað var til leiks- Stjörnunni, 0-1, Víðir vann loka. Örn skoraði síðan sigur- Breiðablik, 1-0, og Haukar töp- mark Fylkis en þá voru Víkingar aðeins níu gegn ellefu. í Litlu bikarkeppninni kom uðu fyrir Keflvíkingum, 2-3. -þóm Enska knattspyrnan Liverpool vann Mersey-liðin mœtast á Wembley Liverpool sigraði Nottingham Aldridge strax á 3. mínútu. Neil Forest, 3-1, í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudag. Þar með fengust loks úrslit í þessum afdrifaríka leik sem stöðvaður var á Hillsborough eins og öllum er kunnugt. Leikurinn fór fram á Old Traff- ord í Manchester og skoraði John Webb jafnaði á 33. mínútu en Aldridge skoraði öðru sinni þeg- ar 11 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Brian Laws varð síðan á að skora sjálfsmark og tryggja Li- verpool þannig sigurinn. Liðið mætir grönnum sínum í Everton á Wembley þann 20. maí. -þóm Wimbledon.... . 36 14 8 14 47-42 50 Man. Utd .35 12 12 11 40-30 48 QPR .35 12 11 12 39-33 47 Everton . 35 11 12 12 44-43 45 Southampton 37 10 14 13 51-65 44 Aston Villa . 37 9 12 16 44-55 39 Charltor. .36 9 12 15 41-54 39 Middlesbro .... .37 9 12 16 44-60 39 Luton .37 9 11 17 41-52 38 Sheft.Wed. ... .35 9 11 15 31-47 38 WestHam . 34 8 8 18 31-53 32 Newcastle .37 7 10 20 32-61 31 2. deild Chelsea .45 28 12 5 93-48 96 Man. City . 45 23 12 10 76-52 81 Blackburn .45 22 11 12 74-57 77 Wattord . 45 21 12 12 70-48 75 Cr. Palace . 44 21 12 11 66-48 75 Swindon .45 20 15 10 66-51 75 Barnsley .45 19 14 12 63-57 71 Ipswich . 45 21 7 17 69-60 70 WBA .45 17 18 10 64-41 69 Leeds . 45 17 15 13 56-47 66 Sunderland ... .45 16 14 15 58-58 62 Bournemouth 45 18 7 20 53-62 61 Stoke . 44 15 13 16 55-69 58 Bradford .45 13 16 16 51-58 55 Oxtord .45 14 12 19 62-66 54 Leicester .45 13 15 17 54-61 54 Oldham ..45 11 20 14 73-70 53 Plymouth ..45 14 11 20 55-66 51 Portsmouth .. ..45 13 12 20 51-59 51 Brighton .45 14 8 23 55-64 50 Hull .45 11 14 20 52-67 47 Shrewsbury.. .45 8 17 20 37-64 41 Birmingham . .45 8 11 26 30-72 35 Walsail ..45 5 16 24 40-77 31 Markahæstir í 1. deild AlanSmith, Arsenal ... John Aldridge, Liverpool .. ..22 Alan Mclnally, Aston Villa . .22 Nigel Clougfi, Nott. Forest .20 DeanSaunders, Derby .... ..19 B Þriðjudagur 9. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.