Þjóðviljinn - 24.05.1989, Side 12

Þjóðviljinn - 24.05.1989, Side 12
SPURNINGIN Ætlar þú að ferðast í sumarfríinu? Jenný Hannesdóttir 14 ára: Ég ætla til Svíþjóðar meö móður minni. Kári Breiðfjörð túmmítæknir: g ætla bara að skreppa í versl- unarferð til Amsterdam í eina viku. Ég og konan mín ætluðum í sólarlandaferð en þetta er orðið svo dýrt að við ákváðum að fara bara í stutta ferð, það skilur líka meira eftir sig. Halldór Guðjónsson verkstjóri gúmmívinnustofu: Ég á eftir að heimsækja Skafta- fell, Eskifjörð, Jökulsárgljúfur og Húsavík og hyggst fara þangað í sumar. Ásgeir R. Helgason ráðunautur: Nei, ég er að byggja hús þannig að ég ætla að læra á hamar og pensil í sumar. Björk Kristjánsdóttir skrifstofutæknir: Ég fer í sumarhús á Austurlandi og verð þar í vikutíma. Varðandi utanlandsferðir er hugsanlegt að ég skreppi kannski í helgarferð. Gerður Hólmfríður Laufey blÓÐVILIINN Miðvikudagur 24. maí 1989 92. tölublað 54. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Fíknivarnir Þú vinnur lífsins glímu - án vímu! Verðlaun veitt ísamkeppni skólanna um einkunnarorð og handritað myndbandi vegna fíknivarna Íjanúar og febrúar efndu menntamálaráðuneytið og Nefnd um átak í áfengisvörnum til samkcppni um einkunnarorð og handrit að myndbandi til notk- unar við fíknivarnir mcðal ungs fólks. Rétt til þátttöku í kcppninni höfðu nemendur í 6.-9. bekkjum grunnskóla og allir nemendur í framhaldsskólum. Pú vinnur lífsins glímu - án vímu! Þessi einkunnarorð samdi Hólmfríður Ýr Gunnlaugsdóttir nemandi í Lækjarskóla í Hafnar- firði og hlaut fyrir fyrstu viður- kenningu. - Ég sá þessa keppni einmitt auglýsta í Þjóðviljanum og þá datt mér þetta bara í hug, sagði Hólmfríður Ýr sem er nemandi í 9. bekk. Að sögn Hólmfríðar er talsvert farið að bera á því að krakkarnir í skólanum séu farin að drekka, en önnur fíkniefni eru óþekkt. Mér finnst ansi fjarri raunveru- leikanum að fsland verði vímu- efnalaust árið 2000 eins og sumir segja, en við verðum þó að reyna allt forvarnarstarf, sagði Hólm- fríður Ýr. Handrit að myndbandi Besta handrit að myndbandi í framhaldsskóla og jafnframt það sem lenti í fyrsta sæti í keppninni kom frá Gerði Gestsdóttur í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. í handritinu er á táknrænan hátt bent á að betra sé að hafna fíkniefnum en neyta þeirra; að sú gleði sem fólk hyggst sækja í vím- una geti hæglega snúist í and- hverfu sína og svipt lífið því ljósi sem allir sækjast eftir. Ég pældi aðeins í því hvernig hægt væri að hafa áhrif á ung- linga, því þeir nota gjarnan vímu- efni til þess að öðlast sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd sína. Ég vildi leita að annarri aðferð, eins og t.d. að gera sér grein fyrir þvi að maður er ekki meiri mann- eskja þó maður noti vímuefni, sagði Gerður Gestsdóttir sem hlaut myndbandsupptökutæki að launum fyrir handritið sitt. Allur bekkurinn sendi handrit í grunnskóla Vestmannaeyja var ekki setið auðum höndum í vetur. Þaðan kom mikill fjöldi handrita og bar handrit Laufeyjar Jörgensdóttur sigur úr býtum í yngri flokki. Laufey er 14 ára. Allir krakkarnir úr hennar bekk sendu handrit í keppnina. Við áttum að skrifa ritgerð, eða svona handrit, og ég valdi handritið og var fljót með það, sagði Laufey sem kom fljúgandi frá Vestmannaeyjum til þess að taka við viðurkenningu og verð- launum. Gífurleg þátttaka Að sögn starfsmanna menntamálaráðuneytis var þátt- takan gífurleg. U.þ.b. 150 til- lögur bárust. Ætlunin er að gera merki með bestu einkunnar- orðunum og sömuleiðis er í bí- gerð að framleiða boli með áletr- uninni. Nemendur í grunnskól- anum í Ólafsvík eru nú þegar búnir að panta sér peysur með þessari áletrun. Myndböndin sem gerð verða eftir handritum stúlknanna verða framleidd í fullri samvinnu við þær og áætlað er að hafa sem flesta unglinga með í ráðum. Gert er ráð fyrir því að nota myndbandið sem innskot í sjón- varp og e.t.v. til sýningar á undan myndum í kvikmyndahúsum. í dómnefnd sátu fimm aðilar sem hafa mikið látið til sín taka í baráttunni við fíkniefnin. Þau Aldís Yngvadóttir námsstjóri í fíknivörnum, Anna Karlsdóttir menntaskólakennari, Guðni Ol- geirsson námsstjóri í íslensku, Ómar H. Kristmundsson þjóðfé- lagsfræðingur og Sonja B. Jóns- dóttir blaðamaður. eb

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.