Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 11
Þjóðviljinn
- Frá lesendum
Síðumúla 6
108 Reykjavík
FRÁ LESENDUM
IDAG
Herforingi
kveður
ísland
Þegar president Reagan
kvaddi landið okkar að afloknum
heimsfundi sællar minningar hér
um árið, þá skeði það að Kefla-
víkurhreiðrið var flutt inn í stofur
landsmanna, fyrir tilverknað
Yngva Hrafns og sjónvarpsins.
Þetta man fólk greinilega. Fróm-
lynt og hrekklaust fólk er hefur
viljað láta fara sem minnst fyrir
sér í þjóðfélaginu varð felmtri
slegið er það sá inn í þetta amer-
íska sæluríki á Vellinum. Gat
þetta verið? Þetta fólk er að verja
okkur fyrir Rússum sagði al-
þekktur og fróður kommi. En
þetta öskur í fólkinu, hverju er
það að mótmæla? Þetta eru engin
mótmæli í fólkinu, president Re-
" agan var að kynna því kauphækk-
un fyrir mikil og þjóðholl störf
fyrir föðurlandið, upplýsti
komminn.
En nú víkur málinu að amer-
íska herforingjanum Eric McVa-
don er kvaddi landið fyrir stuttu
með dálítið sérkennilegum hætti.
Hann kvaðst vera beiskur og sár
íslendingum, vegna þess að það
væri engu líkara en að þeir
skömmuðust sín fyrir að hýsa
bandarískt herlið. Það var eins og
maðurinn hugsaði: Hvað vilja
þessir íslendingar? Það er ekki
nóg að við mokum í þá morð fjár,
heldur eru þeir að rífa kjaft út af
öllum fjandanum. Herforinginn
varð nefnilega stromphissa út af
þessari heimtufrekju. En hverjir
eru þessir gráðugu náungar er
foringinn talar um? Skyldu það
ekki vera mennirnir sem mest og
best vilja græða á hernum, og þar
eru aðalverktakar fremstir í
flokki og svo hinir guttarnir er
gera sig ánægða með molana.
Þegar herforinginn hafði rutt
þessu út úr sér kom hann að dá-
lítið öðru máli er snertir okkur
landsmenn.
Hvar eruð þið Natóvinir, sem
við treystum á, hversvegna leyfið
þið kommunum að vaða um allt
þjóðfélagið og níða niður mesta
lýðræðisveldið í heiminum, að
við séum aðeins sníkjudýr á ís-
landi sem viljum nota landið sem
skjöld ef Rússar tækju upp á því
að skjóta á Keflavík.
Þið skuluð gera ykkur grein
fyrir því að Bandaríkjastjóm eys
ekki fé í handónýta Natóseppa.
Með kveðju
PáU Hildiþórs
Vegna kveðju til
Eggerts Haukdals
Það er slæmur siður íslenskra
blaða, að leyfðar skulu huldu-
greinar á síðum þeirra, sem birtar
eru án ábyrgðar. Verst er þó þeg-
ar einhver andlega þjökuð per-
sóna tekur sig tii og níðir aðra án
þess að þora að standa við það
undir nafni, eða það sem verra
er, felur sig bak við annarra
manna nafn.
Hér er átt við þá kostulegu níð-
grein sem birtist í Þjóðviljanum
18. maí sl. undir fyrirsögninni
„Síðbúin kvittun". Til að dylja þá
skömm sem viðkomandi hefur á
persónu sinni og nafni, notast
hann við nafið „L-listafólk", en í
þeim samtökum störfuðu á annað
þúsund manns í Suðurlandskjör-
dæmi sem unnu einstakan pólit-
ískan sigur þegar á rétt þeirra
hafði verið gengið, en íbúar
Suðurlandskjördæmis hafa notið
góðs af þeim sigri allar götur síð-
an og þá sérstaklega vegna þess,
að efsti maður á L-listanum var
Eggert Haukdal.
Því miður gerist það oft að fólk
sem einhverra hluta vegna hefur
farið á mis við venjulegt mannlíf
fer að öfundast út í velgengni og
framtakssemi annarra, fyllist
minnimáttarkennd og sér sig
knúið til að belgja sig út og fá
útrás sinni framgengt á þann
máta sem að framan greinir.
1 þessu tilfelli dettur manni í
hug, að um sé að ræða einhvern
andlegan skyldleika við fyrri róg-
skrif um Eggert Haukdal, enda er
mér til efs, að greinarhöfundur
hafi nokkurn tíma stutt L-listann
eða Eggert Haukdal.
Ekki er ætlunin að svara þess-
ari grein eða verja Eggert
Haukdal. Skrifin dæma sig sjálf
og eru ekki svaraverð, auk þess
sem verk Eggerts Haukdals sem
alþingismanns í Suðurlandskjör-
dæmi undanfarin ár þurfa ekki
auglýsingar við eins og oft virðist
þurfa hjá öðrum. Þeim er svarað í
kosningum.
Það sem knýr mig til andsvara
er það, að nafn L-listans skuli
notað undir þennan rógburð, rétt
eins og allir standi þar að baki
sem listanum tilheyrðu. Gegn því
vil ég firra mig og veit ég að svo er
um stærstan hluta þess hóps sem
að listanum stóð.
Sá hópur er enn sterkur og
samheldinn og verður áfram.
Auk þess mun hann stuðla að því
að Eggert Haukdal verði áfram í
öruggu þingsæti við næstu kosn-
ingar. Þess vegna verða öll níð-
skrif og árásir á Eggert Haukdal
skoðuð sem slík á okkur stuðn-
ingsmenn hans sem að öllu jöfnu
eru góðir og gegnir sjálfstæðis-
menn eins og L-lista fólk var og
er.
Ég vil fullvissa greinarhöfund
og aðra kjósendur um, að við
sjálfstæðismenn í Suðurlands-
kjördæmi þ.á m. margir bændur,
sem jafnframt studdu L-listann til
góðra verka á sínum tíma, höfum
úr mörgu mannkostafólki að
velja til þingsetu eins og t.a m.
Þorstein Pálsson og Árna John-
iii
og þetta líka
Eftirfarandi vísur urðu til í Al-
þingishúsinu eftir lestur greinar-
innar „Síðbúin kvittun" í Þjóð-
viljanum 18. maí.
Að næturþeli níðið semur
nærist heift og rógi á.
Út úr greni aldrei kemur
ekki skýrir nafni frá,
Hugurinn er hatri kraminn
heiftin knýr á verkin ill.
Árangurinn illa saminn
ógeðfelldur, Ijótur stíll.
Brigsl og slúður breyskur
flytur
bendir hér á fölsuð rök.
Breima sál á beði situr
blind er sú á eigin sök.
sen sem greinarhöfundur sá einn-
ig ástæðu til að sparka í, í „Síðbú-
inni kvittun". Hluturinn er sá, að
ekkert er sjálfgefið þegar valið er
um fólk á lista sjálfstæðismanna.
Þeir hæfustu sigra og þeir eru
fólkið sem á bak við þá stendur.
Það á einnig við um Eggert
Haukdal og stuðningsfólk hans. í
kosningum verður verkum og
níði svarað.
Greinarhöfundur er ekki fyrsti
öfundarmaður Eggerts Haukdals
sem skrifað hefur níðgrein um
hann í blöð. Ég lít svo á, að grein-
in detti dauð og ómerk sem hinar
fyrri, nema hann geti sannað mál
sitt og sagt til nafns eða nafna. En
huldumenn kunna ekki til slíkra
verka, það vitum við L-lista fólk
fyrrverandi.
Aðalbjörn Kjartansson
Hvolsvelli
Líf í listum áríð 2000
Líf í listum er ætíð mannbæt-
andi, fyrir sérhvern þann, sem
ann slíku, sé þess gætt í leiðinni,
að láta ekki nautnir hverskonar
af neikvæða taginu glepja og
spilla fyrir viðkvæmum gróðri
sálna, meðal þess hóps, og stöku
áhugamanna, er vilja með ýmsu
móti tjá sig í einhverri listgrein,
fyrir aðra... Nú á tímum er
reyndar vöknun fyrir hvaðeina er
að heilsu og mannrækt snertir,
svo og einnig vaxandi skilningur
frá því var, að þeir sem eiga og
fremja sitt iíf í listum fyrir aðra,
eru að mestu svo vita sé fráhverfir
hverskonar spillingu og vaxandi
skilningur fyrir því, að spilling
hverskonar og listáhugi í reynd
eiga alls ekki samleið, reyndar
löngu vituð staðreynd að nú á
síðari tímum þykir þetta heldur
ekki fínt. og finnst mér sú staðr-
eynda falla í kram þeirra hug-
mynd í þeirri ráðagerð réttra að-
ila, í heilbrigðisstéttum hérlendis
að árið tvö þúsund verði allir
miklu heilbrigðari en þeir eru í
dag og jafnframt stefnt að því að
allir verði hættir að reykja og um
það leyti er séð verður að þessi
heilsuáætlun hafi í reynd tekist
svo varanlegt þyki verður áhuga-
vert að koma sér vel við téða að-
ila, er stunda líf í listum því mér
finnst það leiða af sjálfu sér að
eftir því sem þessum hópum líður
betur, vegna bættrar þekkingar
þeirra og alls þorra almennings á
heilsufarssviðinu, ættu téðir aðil-
ar betur með að tjá sig og ná því
jafnframt betur til þjóðarinnar
eða stöku hópa hennar.
Það væri ánægjuleg staðreynd
ef slíkt fylgdi í kjölfar téðrar
ræktunar að listtjáning eða lista-
þing yrði haldið einhverntímann
vors árið tvö þúsund... þegar suð-
lægar áttir verða farnar að leika
um haf og heiðar og allur gróður
á uppleið til augnayndis fyrir all-
an þorra fólks og vorsvölur kvaka
í bláum skýjum... og þegar af því
leiðir á þessu ári heilbrigðisins,
leiðir af sjálfu sér að heilbrigðari
sálir en þekkist í dag í röðum
flestra og viðkomandi listamanna
þá hlakka ég til ef ég lifi að geta
hlustað á vel spilað tónverk gam-
als meistara, eða upplestur á fög-
ru ljóði þekkts meistara, jafnvel
hlustun góðrar smásögu um lífið
og tilveruna af kunnáttumanni...
myndi það ekki verða fögur upp-
lifun, enda þótt margt í lífi lista sé
vel gert í dag... og þjóðin hafi úr
mörgum góðum listamönnum að
spila, þá finnst mér í þessum efn-
um, hvað leiði af öðru að rétt
heilbrigðisátak síns tíma verði til
þess að téðir aðilar lífs og lista
finni sig betur en áður í sinni
grein öðrum til meiri fyllingar og
gleði í sálinni heldur en áður...
það verður áreiðanlega gaman að
fylgjast með þessari þróun þegar
heilsupostular þjóðarinnar gefa
grænt ljós um að hún sé komin af
stað. Gunnar Sverrisson
rithöfundur
ÞlÓÐVILIINN
FYRIR50ÁRUM
Chamberlain þvælist enn fyrir
þríveldabandalagi gegn ofbeídi
fasismans. En yfirlýsingar hans í
neðri málstofunni í gær bendatil
þess að hann sé að láta undan.
Siglfirðingar reka á eftir leyfum
tilsíldarverksmiðjubyggingarinn-
ar. Á 2. þúsund bæjarbúar haf a
skrifað undirtil ríkisstjórnarinnar
og yf ir 60 skip sent áskorun líka
25. MAI
fimmtudagur ísjöttu viku sumars,
sjöttidagurskerplu, 145.dagur
ársins. Sól kemur upp í Reykjavík
kl. 3.42 en sest kl. 23.10. Tungl
minnkandi á þriðja kvartiK.
VIÐBURÐIR
Dýridagur. Sjálfstæðisflokkurinn
stofnaður 1929. FæddurBjörn
Gunnlaugsson 1788. Þjóðhátíð-
ardagur Argentínu. Þjóðhátíðar-
dagurJórdaníu.
DAGBOK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúðavikuna
19.-25. maí er í Apóteki Austurbæjar
ogBreiðholtsApóteki.
Fy rrnef nda apótekið eropiðumhelgar
og annast næturvörslu alla daga22-9 (til
10 frídaga). Sídurnof nda apótekið er
opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík simi 1 11 66
Kópavogur......................sími 4 12 00
Seltj.nes.........................sími 1 84 55
Hafnarfj..........................sími 5 11 66
Garðabær.......................sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabítar:
Reykjavík.......................sími 1 11 00
Kópavogur......................sími 1 11 00
Seltj.nes.........................sími 1 11 00
Hafnarfj..........................sími 5 11 00
Garðabær.......................sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma-
pantanir i síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím-
svara 18888.
Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspit-
alinn: Göngudeildin er opin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn simi 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Kef lavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdeiid
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. HoiIsuverndarstöðin við
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspftali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspítali Hafnarf irði:
alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spftalinn:alladaga 15-16og 18.30-19.
' S]úkrahúsið Akureyri:alladaga 15-16
og 19.19.30. SJúkrahúsið
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16 og 19-19.30. SJúkrahús Akraness:
alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavík: alla daga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
HJálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung-
linga Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum. Sími 687075.
MS-félagið Alandi 13. Opið virkadaga Irá
kl. 8-17. Síminner 688620.
Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími 21500, símsvari.
SJálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa
fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um ey ðni. Simi 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing
á miðvikudögum kl. 18-19, annars sim-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, simi 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsima félags lesbia og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21—
23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er
91-28539.
Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim-
um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga
og sunnudaga kl. 14.00.
Bilanavakt(ratmagns-oghitaveitu:s.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi
21260 alla virka daga kl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á f immtudagskvöldum.
„Opið hús" krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styöja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið i sima 91 -
22400 allavirkadaga.
GENGIÐ
24. maí
1989 kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar.............. 56,95000
Sterlingspund.................. 88,85600
Kanadadollar................... 47,51800
Dönskkróna.................... 7,25250
Norskkróna..................... 7,85900
Sænskkróna................... 8,41270
Finnsktmark................... 12,68660
Franskurfranki................ 8,34250
Belgískurfranki................ 1,35020
Svissn. franki................... 31.76240
Holl.gyllini....................... 25,08260
V.-þýsktmark.................. 28,27280
(tölsklíra.......................... 0,03897
Austurr.sch....................... 4,01750
Portúg. escudo................ 0,34260
Spánskurpeseti............... 0,45280
Japansktyen................... 0,39908
(rsktpund........................ 75,54400
KROSSGATA
1.....¦ 2 3 ^ 4 s é 1 Lárétt: 1 skaut 4ódæði 8falslausi9ágalla11 reykir 12 vinnu 14 eins 15 þjóö 17 lélega 19 grjót21tré22tungl24 varningur25rétt Lóðrétt:1slagæð2 tina 3 marglit 4 athuga-semd 5 lesandi 6 haf 7 Örg10duglegir13 flutning16röð17brot-Ieg18hreyfa20bók23 möndull Lausnásiðustu krossgátu Lárétt: 1stel4svar8 fúslega9sæll11 ólgu 12stigar14an15agat 17hafna19jór21áöu 22rjóð24lima25ánar Lóðrótt:1sess2efli3 fúlgan4slóra5vel6 agga7raunar10ætl-aoi13agar16tjón17 háll8fum20óða23já
• •
• 10 • 11
12 - 13 • 14
• • 18 1« #
17 1» ¥ 19 20
21 ^ 22 23 •
24 • 2S '
Fimmtudagur 25. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11