Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.05.1989, Blaðsíða 2
Hollustuvernd Salavan- mertctra vara stöðvuð Hollustuvernd ríkisins undir- býr nú aðgerðir til að stöðva sölu á þeim matvörum sem framleidd- ar eru hérlendis og uppfylla ekki ákvæði um merkingu umbúða. Stofnuninni er kunnugt um að nokkur fyrirtæki eru með mat- vörur á markaði án þess að um- búðir séu rétt merktar og án þess að sótt hafi verið um undanþágur til leiðréttinga á merkingum. Vegna umræðna um ónógar innihaldsmerkingar á umbúðum utan um innflutt smjörlíki hefur Hollustuvernd upplýst að þrjár íslenskar smjörlíkisverksmiðjur eru á undanþágu vegna ófull- kominna umbúðamerkinga. KEA á Akureyri hefur fengið undanþágu til 1. júlí n.k. vegna 4 vörutegunda og Akra smjörlíkis- gerðin í Hafnarfirði undanþágu til sama tíma vegna 5 tegunda. Þá hefur Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi fengið undanþágu vegna einnar tegundar til ársloka. -Ig. Bankamenn Þokkalegur samningur Þetta eru þokkalegir samning- ar í líkum dúr og ASÍ/BSRB samningarnir, sagði Yngvi Örn Kristinsson, formaður Sambands fclenskra bankamanna, við Þjóð- viljann í gær. Að sögn Yngva stóð megin- styrinn um fæðingarorlof að þessu sinni. Bankamenn vildu að vinnuveitendur greiddu mismun tryggingarfjár og daglauna kvenna í fæðingarorlofi í 5 (bráðum 6) mánuði en ekki í 3 einsog nú tíðkast. Málamiðlun hefði orðið um 25 þúsund króna „fæðingarstyrk" fjórða og fimmta mánuð sem bættist við tryggingarféð. Helstu atriði samningsins að öðru leyti eru 3,6% kauphækkun frá 15. febrúar, 2,5% 1. septemb- er, 2,4% l.nóvember. 10-11 þús- und króna orlofs- og „desember- uppbót" verður greidd í júní. Áætluð kjarabót er um 10 af hundraði en taxtahækkunin ein og sér um 8,5%. Samningurinn gildir fram að áramótum. ks FRETTIR Þjóðhagsstofnun Verðbólgan á uppleið Skuldbindingar ríkissjóðs til að greiða fyrir kjarasamningum á hinum almenna markaði kosta um 1,1 miljarð króna og kostnað- ur ríkisins vegna kjarasamninga við opinbera starfsmenn auk hækkana á lífeyrisgreiðslum al- mannatrygginga nemur um ein- um mUjarði. A móti koma auknar skattatekjur svo heildarkostn- aður ríkissjóðs vegna kjarasamn- inga, að BHMR frátöldu, nemur um tveimur miljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri spá Þjóðhagsstofnunar sem hún gaf út í gær, um efnahagshorfur fyrir. árið 1989 eins og þær líta út eftir nýgerða kjarasamninga og al- menna þróun síðustu mánaða. Telur Þjóðhagsstofnun Ijóst að „erfitt verður að ná þeim mark- miðum sem sett hafa verið í ríkis- fjármálum á þessu ári". Ráðstöfunartekjur heimilanna og kaupmáttur atvinnutekna verður sennilega um 6-7% lægri í ár en var í fyrra. Kaupmáttur verður því um 10% lakari en hann var 1987 en 12% meiri en hann var 1986. í heild telur Þjóð- hagsstofnun útlitið fremur dökkt, allar hagtölur stefna niður á við nema verðbólgan, sem hefur færst í aukana og stefnir í 21% frá upphafi til loka árs. Þórður Friðjónsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar fylgdi spánni úr hlaði og sagði m.a. að hagvöxtur væri með hægasta móti, væri 2,0-2,5% að meðaltali á þessum áratug en hefði verið um 6% að meðaltali frá 1970-80. Hagvöxtur erlendis væri víða á bilinu 3-4% og því þyrfti að verða hér bót á ef íslendingar ættu ekki að dragast hlutfallslega aftur úr öðrum löndum efnahagslega. Spáin gerir ráð fyrir því að lands- framleiðslan verði tæplega 1,5% minni í ár en í fyrra og þar sem svipaður samdráttur varð á milli áranna 1987 og 1988 muni lands- framleiðsla dragast saman um 3% árin 1988 og 1989. Segir að baki þessari þróun liggi samdrátt- ur í útflutningi og þjóðarútgjöld- um og því sé ljóst „að eitt brýn- asta verkefnið framundan er að auka framleiðsluna, ef takast á að viðhalda sambærilegum lífs- kjörum hér á landi og meðal þeirra þjóða sem fremstar standa." Olíuverð á heimsmarkaði hef- ur hækkað úr 15-16 dollurum 1988 í 18-20 dollara á þessu ári og þá er talið að lakara verð fáist fyrir sjávarafurðir „en áður var reiknað með". Af þessu eru talið geta leitt að þjóðartekjur dragist saman á árinu um 3%. Þjóðarút- gjöld dragast hins vegar saman á sama tíma um 3% og því er talið að viðskiptahallinn við útlönd verði óbreyttur, eða 3,5% af landsframleiðslunni. Sagði Þórð- ur að meginskýringin á viðskipta- hallanum lægi í hversu kaupmátt- ur undanfarin ár hefði aukist um- fram þjóðartekjur. Minnkandi velta, hátt raun- gengi og aukinn fjármagnskostn- aður hefur gert afkomu atvinnu- veganna og þá sérstaklega útflutnings- og samkeppnisgreina mjög erfiða. Sem dæmi nefndi Þórður að raungengi milli áranna 1987 og 1988 hefði hækkað um 5-6% og raunfjármagns- kostnaður hefði tvöfaldast á sama tímabili. Ávöxtun eiginfjár hefði árið 1987 verið engin og minni en engin 1988. Því fari ekki á milli mála að „eitt helsta við- fangsefni efnahagsstjórnar á næstunni verður að treysta undir-' stöður efnahagslífsins". Reyndar telur Þjóðhagsstofnun að botnin- um kunni hugsanlega að vera náð og viss rök séu fyrir að þessi staða atvinnuveganna kunni að skána. Stofnunin spáir því að raungengi muni lækka um 6% á árinu auk gengissigs og vextir haldi áfram að lækka og því sé útlit fyrir lægri fjármagnskostnað fyrirtækjanna en í fyrra. Atvinnuleysi hefur aukist og telur Þjóðhagsstofnun að það sé að festast í um 1,5% um næstu framtíð. Til samanburðar má nefna að árin 1983-84 var atvinnuleysi í 1,3% en eftir þann tíma hefur það verið undir einu prósentustigi að meðaltali. At- vinnuhorfur skólafólks í sumar séu ekki góðar, enda sé 2000 færri störf í að ganga en var á sama tíma í fyrra. phh Alusuisse Nemendur Breiðholtsskóla ásamt foreldrum og kennurum fögnuðu í gær 20 ára afmæli skólans. Þrátt fyrir hávaðarok og éljagang skemmtu allir sér hið besta enda skein sólin einnig af og til. í tilefni dagsins voru m.a. gróðursett 20 myndarleg tré á skólalóðinni. Mynd - Þóm. Undrast endurskooun Fulltrúar Alusuisse auðhrings- ins lýstu því yfir í gær á fundi í Ziirich með ráðgjafarnefnd um nýtt álver, að þeir undruðust þá ákvörðun Landsvirkjunar að ætla að nýta heimild í lögum um endurskoðun raforkuverðs til ísal-verksmiðjunnar í Strauni- svfk. Sögðu fulltrúar Alusuisse að þessi yfirlýsing um endurskoðun kæmi á undarlegum tíma þar sem umræður um nýtt álver væru á viðkvæmu stigi og fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri með besta móti. Þjóðleikhússlög endurskoðuð Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða lög um Þjóðleikhúsið. Nefndinni er falið að fjalla um tillögur sem liggja fyrir frá Leiklistarráði varðandi lög Þjóðleikhússins og fjalla um framtíð íslenskrar óp- eru og listdansa, þe. íslenska dansflokkinn. Formaður nefnd- arinnar er Stefán Baldursson en aðrir nefndarmenn eru Þórhallur Sigurðsson, Guðrún Stephensen, Þórhildur Þorleifsdóttir, Nanna Ólafsdóttir, Sveinn Einarsson og Kristinn Hallsson. Ritari nefnd- arinnar er Sigrún Valbergsdóttir. Lítill verðumunur á framköllun Athugun Verðlagsstofnunar á verðlagningu framköllunarfyrir- tækja á höfuðborgarsvæðinu sýnir að fremur lítill verðumunur er á þjónustu fyrirtækjanna. Al- gengt verð fyrir framköllun og stækkun á 12 mynda filmu 10x15 cm. er 555 kr. Þó hefur eitt fyrir- tæki sérstoðu hvað verðlagningu snertir, en hjá Ljósmyndabúð- inni, Laugavegi 118 var verðið lægst í 13 atriðum af 15 sem könnuð voru. Var verðmunur allt að 40-65%. María Pétursdóttir heiðruð Alþjóðaráð Rauða krossins hef- ur sæmt frú Maríu Pétursdóttur, skólastjóra Nýja hjúkrunar- skólans, Florence Nightingale orðunni. Þessi orða er æðsta heiðursmerki sem hjúkrunarkon- um er veitt og fer úthlutun fram annað hvert ár eftir tilnefningum frá landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim. Áður hafa þrjár íslenskar hjúkrunarkonur hlotið sömu viðurkenningu, þær Sigríkur Eiríksdóttir árið 1949, Sigríður Backmann árið 1957 og Bjarney Samúelsdóttir áríð 1977. María Pétursdóttir hefur verið í forystu í mennta- og hagsmunamálum hjúkrunarfólks um langt árabil og einnig tekið mikinn þátt í starfsemi Rauða krossins. Guðjón Magnússon formaður Rauða kross (slands afhenti Maríu Pét- ursdóttur heiðursorðuna við hátíðlega athöfn í fyrradag. Umferðarkönnun vegna Hvalfjarðarganga Vegagerð ríkisins stendur í dag og á laugardag fyrir umferðar- könnum við vegnamót Akranes- vegar og Vesturlandsvegar og einnig á Suðurlandsvegi við Litlu kaffistofuna. Tilgangurinn með þessum könnunum er að afla upplýsinga um umferðarþunga vegna hugsanlegra jarðganga undir Hvalfjörð. Allar bifreiðar sem fara um þessar slóðir verða stöðvaðar og bflstjórar spurðir um ferðatilhögun og áfangastað. Nicolai sýnir í Gallerí Borg Kristinn Nicolai myndlistarmað- ur opnar í dag sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg í Pósthús- stræti. Á sýningunni eru ný olíuverk sem öll eru til sölu. Nic- olai var við myndlistarnám í Nurnberg en hefur um langt ára- bil verðir búsettur í París og hald- ið þar einkasýningar í Tokyo, Madrid og Los Angeles. Hann hefur aðeins einu sinni áður sýnt hér heima, en það var á Kjarvals- stöðum fyrir rúmum áratug. Ákærður fyrir rekstur vændishúss Ríkissaksóknari hefur lagt fram kæru á hendur liðlega fimm- tugum Reykvíking, sem er gefið að sök að hafa í ávinningaskyni haft milligöngu um náin kynni fólks og að hafa leigt út herbergi til kynmaka. Maðurinn hafði að- stöðu fyrir þessa starfsemi í bak- húsi við Laugaveg í Reykjavík en hann var fyrr á árinu úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir auglýsingu í dagblaði þar sem hann gaf sig út fyrir að útvega karlmenn og kvenmenn á aldrinum sextán ára til sjötugs. Tölvunám í sumarfríinu Menningar- og fræðslusamband alþýðu býður félagsmönnum ASÍ uppá tölvunámskeið á vildar- kjörum nú í sumar. Námskeiðin verða haldin í samvinnu við Tölv- ufræðsluna í Reykjavík. Fyrstu námskeiðin eru þegar hafin en þau fara fram að degi til eða á kvöldin og standa yfirleitt í 4 daga hvert. Nánari upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu MFA s: 84233. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.