Þjóðviljinn - 30.05.1989, Side 3

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Side 3
FRETTIR Fiskverð Bottinn hjá yfimefndinni Á meðan gengur hvorki né rekur um gerð nýs kjarasamnings milli sjómanna og útgerðarmanna. Seljendurgera kröfu um5% fiskverðshækkun strax og3% hœkkun 1. október Akvörðun um nýtt fiskverð var vísað til yfirnefndar í gær eftir árangurslausa fundi í almennu nefndinni í Verðlagsráði sjávar- útvegsins. Nýtt fiskverð á að taka gildi um næstu mánaðamót. A meðan gengur hvorki né rekur í samningum sjómanna og útvegs- manna um nýjan kjarasamning. Að sögn Óskars Vigfússonar formanns Sjómannasambandsins gera sjómenn þá kröfu til sinna viðsemjenda að þeir fái svipaðar hækkanir og þær sem samið var um á milli ASÍ og VSÍ. En kjara- samningur sjómanna við útvegs- menn rann út 15. feþrúar þegar bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar féllu úr gildi. í Verðlagsráði sjávarútvegsins gera sjómenn og útvegsmenn þá kröfu að fiskverð hækki strax um mánaðamótin um 5% og um 3% 1. október. Að sögn Óskars telja kaupendur þetta vera sanngirnis- kröfu en því miður þá séu þeir ekki í stakk búnir til að sam- þykkja hana að óbreyttum for- sendum í rekstri fiskvinnslunnar. Af ríkisstjórnarinnar hálfu hefur því hinsvegar heyrst fleygt að að- eins sé grundvöllur fyrir 2% til 3% fiskverðshækkun. - Ég ætla að vona að nýtt fisk- verð liggi fyrir um næstu mánaða- mót eða í síðasta lagi fyrir sjó- mannadaginn 4. júní. Hvað gerist ef það gengur ekki eftir skal ég ekkert um segja, en það verður fundur í framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins á morg- un, miðvikudag, þar sem ákvörð- un verður tekin um framhaldið," sagði Óskar Vigfússon. I fyrra þegar þáverandi ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar setti bráðabirgðalög þess efnis að þeir sem þá áttu ósamið fengju í það minnsta 10% kauphækkun eins og aðrir, hækkaði fiskverð til sjó- manna aðeins um tæp 5%. Það var gjöfin sem sjómenn fengu daginn áður en þeir héldu sjó- mannadaginn hátíðlegan í 50. skiptið. -grh Flugleiðir Hollensk auglýsing Einar Sigurðsson: Kostaði hvorki 9nél2 miljónir Auglýsing frá Flugleiðum sem birst hefur að undanförnu í sjónvarpi, þar sem kynntur er nýr flugvélafloti fyrirtækisins, hefur vakið mikla athygli og um- tal. Sérstaklega fyrir þá sök að auglýsingin er gerð af hollensku fyrirtæki, tekin upp í Bandaríkj- unum og cinungis einn leikari í henni er íslenskur, aðrir eru nor- skir og hollenskir. Einnig hefur heyrst að auglýs- ingin hafi kostað 9 miljónir í framleiðslu. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði hins vegar í samtali við Þjóðvilj- ann, að sú upphæð væri fjarri öllum sanni, en hann hefði heyrt sögur um að auglýsingin hefði kostað 12 miljónir. Þessar sögur væru algerlega út í hött, þar sem Flugleiðir verðu um 30 miljónum króna í auglýsingar á ári. Þeir færu því aldrei að eyða þessari upphæð í eina auglýsingu. Að- spurður um hvers vegna hol- lenskt fyrirtæki hefði framleitt auglýsinguna, sagði Einar að Flugleiðir versluðu mjög mikið við erlendar augýsingastofur, þeir væru með skrifstofur í 9 löndum og hver þeirra sæi um auglýsingar í sínu landi. Þetta hollenska fyrirtæki hefði komið með þessa hugmynd og þeim Flugleiðamönnum litist vel á, og það væri svo undir auglýs- ingafyrirtækinu komið hvar það tæki auglýsinguna upp og hvaða leikarar væru notaðir. Það er ein- mitt þetta atriði, þ.e. að nota er- lenda leikara, sem hvað mest hef- ur farið fyrir brjóstið á íslending- um. Um það sagði Einar að hann skildi ekki þá gagnrýni, því að þeirra áliti væri það sem máli skipti, þ.e. textinn, í höndum ís- lensks leikara. Hann sæi því ekki að þetta ætti að skipta íslenska leikara nokkru máli. Það væru í framleiðslu 8 auglýsingar sem Flugleiðir voru að láta gera fyrir sig hérlendis, og í þeim væru ís- lenskir leikarar og tæknimenn. Þeir Flugleiðamenn væru hins vegar sáttir við þessa tilteknu auglýsingu og teldu hana hafa skilað því sem ætlast var til. ns. Þriðjudagur 301 maí 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 íslenskt fnimkvæði í Nató Einsog kunnugt er skar ræða Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra sig nokkuð úr á fyrsta degi leiðtogafundar Nató i gær vegna þeirrar sérstöku áherslu sem hann lagði á nauðsyn þess að viðræður hæfust hið allra fyrsta um afvopnun á og í höfun- um. Jafnhliða því að leggja til að endanlegum ákvörðunum um skammdrægar kjarnorkuflaugar yrði skotið á frest. Þótt allir fagni þeirri slökun spennu sem átt hefur sér stað í skiptum Nató og Varsjárbanda- lagsins, lofi þá merku og ágætu ávinninga sem náðst hafa í af- vopnunarviðræðum stórveld- anna með fækkun kjarnorku- vopna á meginlandi Evrópu þá hafa þær raddir ágerst að undan- förnu sem láta í ljós ugg um að „öllu heila draslinu verði bara sópað í sjóinn," einsog ónefndur alþingismaður komst eitt sinn að orði við Þjóðviljann. íslensk stjórnvöld hafa til skamms tíma verið furðu tómlát gagnvart vígbúnaði í höfunum í kringum landið. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson lagði til haust- ið 1987 að alþingi fæli ríkisstjórn- inni að efna til alþjóðlegrar ráð- stefnu í Reykjavík um „skipulag og efnisþætti formlegra samn- ingaviðræðna um aívopnun á norðurhöfum" hlaut málið dræmar undirtektir og því var drepið á dreif. Óg það er ekki lengra síðan en í febrúar að til all snarpra orða- skipta kom á alþingi milli Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra og Hjörleifs Gutt- ormssonar, fulltrúa Alþýðu- bandalagsins í utanríkismála- nefnd alþingis, þegar sá síðar- nefndi harmaði meint aðgerða- og frumkvæðisleysi ráðherrans í vígbúnaðarmálum hafsins. En kafbátsslysið við Bjarnarey í aprflmánuði og umræðurnar um það hreyfðu verulega við al- menningi hérlendis og urðu vatn á myllu formælenda þess að ís-' lendingar tækju af skarið og ættu frumkvæði að afvopnunarvið- ræðum um norðurhöf. I ræðu um skýrslu sína til al- þingis í fyrra mánuði lét utan- nkisráðherra svo ummælt að hann hygðist beita sér fyrir ís- lensku frumkvæði í þessu máli innan vébanda Nató. Á þeim mánuði sem liðinn er frá því hann lét það boð út ganga hafa oddvit- ar ríkisstjórnarflokkanna rætt ít- arlega hvernig best væri að koma því á framfæri þannig að athygli og umræðu vekti á leiðtogafundi Nató sem umfram annað virtist ætla að snúast um erjur um skammdrægar kjarnorkuflaugar á þýskri grund, hvort endurnýja ætti þær eða hefja samningavið- ræður við Varsjárbandalagið um algera eyðingu þeirra, hina svo- kölluðu „þriðju núlllausn." Ölafur Ragnar Grímsson sagði við Þjóðviljann í gær að ræða utanríkisráðherra á alþingi fyrir rúmum mánuði og forsætisráð- herra á leiðtogafundinum í gær væru fyrstu skref íslenskra stjórnvalda í átt að frumkvæði um afvopnun á norðurhöfum. Þótt sjálfsagt væri að fylkja sér að baki þeim aðiljum í bandalaginu sem áfram væru um frestun end- urnýjunar skammdrægu flauganna þyrfti fyrir alla muni að koma afvopnun á og í höfunum á dagskrá í vígbúnaðarviðræðum blakkanna tveggja. Að því þyrfti að stuðla hvarvetna þar sem ís- lenskir fulltrúar næðu eyrum her- veldanna, innan Nató sem utan. Skýrsla Alberts Jónssonar Það er með ólíkindum hve óvirk og ófróð íslensk stjórnvöld í BRENNIDEPLl hafa verið um áform og áætlanir bandaríska setuliðsins hérlendis og hugmyndir Nató um hlutverk íslands á ófriðartímum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Alberts Jónssonar, frani- kvæmdastjóra Öryggismála- nefndar, en hún nefnist „ísland, Atlantshafsbandalagið og Kefla- víkurstöðin." I skýrslunni kennir margra grasa og er einkar fróðlegt að lesa um hlut íslendinga í hverskonar stefnumótandi starfi Nató. „Þannig koma Bandaríkjamenn að segja má fram fyrir hönd ís- lands hjá Atlantshafsherstjórn- inni, á sama hátt og til dæmis norski herinn kemur þar fram fyrir hönd Noregs.“ Fram kemur að stjórnvöld hér- Forsœtisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á afvopnun á og í höfunum á leiðtogafundi Nató. Samkvœmt nýútkominni skýrslu A Iberts Jónssonar þáer nœstafátítt að íslensk stjórnvöld taki afskarið á vettvangi Nató enda telja starfsmenn utanríkisráðuneytisins fáfræði þeirra slíka að hœttsé við að þausettu ofan ístað þess að afla sér virðingar lendis hafi sýnt viðleitni til þess að auka þekkingu sína og þátt- töku í starfsemi Nató á undan- förnum árum. „í samræmi við þetta hefur þátttaka í pólitískum samráðum í Atlantshafsráðinu/ varnaráætlananefnd og pólitísku nefndinni verið aukin. Einnig hefur verið byrjað að „fylgjast með“ störfum hermálanefndar- innar og kjarnorkuáætlanahóps- ins.“ Síðar í kafla þessum, „Þátttaka íslendinga í Atlantshafsbanda- laginu", hefur höfundur eftir starfsmönnum utanríkisráðu- neytisins að „...þekkingu í ís- lenska stjórnkerfinu á hernaðar- áætlunum er varða ísland og norðurslóðir (sé) stórlega ábóta- vant.“ Og skömmu síðar koma þessar athyglisverðu upplýsingar fram: „íslendingar hafa hvorki tekið þátt í stjórnkerfisæfingum Atlantshafsbandalagsins né undirbúningi þeirra. I því hand- riti að atburðarás sem samið er fyrir æfingarnar er því hvergi gert ráð fyrir íslenskum stjórnvöldum eða afstöðu þeirra." Aö setja ofan í skýrslunni er haft eftir starfs- mönnum utanríkisráðuneytisins að „...almennt séu íslendingar ekki í aðstöðu til að hafa með tæknilegri tillögugerð áhrif á stefnumótun, hvorki í hermálum né afvopnunarmálum. Allt slíkt þyrfti að vera mjög vel unnið og undirbúið og mikið vanti uppá að utanríkisráðuneytið og fasta- nefndin geti slíkt á fullnægjandi hátt.“ Og síðar: „Tillöguflutningur eða eitthvert frumkvæði sem ekki væri undirbúið mjög vandlega og í smáatriðum gæti leitt til þess að íslendingar settu ofan í banda- laginu í stað þess að afla sér virð- ingar...Hins vegar er bent á að íslendingar geti minnt á sig og íslenska hagsmuni.“ Höfundur minnir á að íslenskir ráðamenn hafi fallist ásamt öðr- um á þá kröfu annarra Natóríkja að sjóherir og vígbúnaður í höf- unum yrðu ekki með í viðræðum um samdrátt í hefðbundnum her- afla í Evrópu. En hann bendir jafnframt á að í slendingar hafi „... við ýmis tæki- færi minnt á áhyggjur sínar af víg- búnaði í höfunum en ekki beinlínis beitt sér fyrir því að hafa áhrif á stefnu bandamanna sinna í þeim efnum. Nýlega hefur utan- ríkisráðherra lýst yfir að hann hyggist eiga frumkvæði að því innan Atlantshafsbandalagsins að þegar verði hafinn undirbún- ingur að viðræðum um afvopnun á og í höfunum, sem hæfust eftir að samið hefði verið um niður- skurð hefðbundins herafla í Evr- ópu.“ ks

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.