Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hvað er maimúðar- samfélag? í Nýju Helgarblaöi á föstudaginn var sögö saga fertugs fjölskyldufööur sem er aö veröa óvinnufær af parkinsons- veiki. Umsókn hans um utanfararstyrk til að leita sér lækn- inga var neitað á þeirri forsendu aö ekki væri hægt aö sýna fram á meö læknisfræðilegum rökum aö maðurinn gæti læknast af meöferöinni sem hann ætlaði í. Samkvæmt strangri túlkun á reglugerö Tryggingastofnunar var utanfar- arnefnd ekki skylt aö veita styrkinn, þó aö læknir hans heföi skrifað undir umsóknina. Það er ákaflega raunalegt þegar bókstafstrúin kemur í staöinn fyrir hugsunina og samlíöunina meö öörum. í Þjóð- viljanum sl. miðvikudag var sagt frá ööru dæmi um tapað stríö einstaklings við ríkið. Þaö dæmi er aö veröa fjörutíu ára og má vera nokkurt umhugsunarefni hvað bókstafstrúin er lífseig. Kona fór í mál vegna þess hvernig lögreglan meðhöndlaði eiginmann hennar eftir aö hann varö fyrir árás óþokka, en hún tapaði því, vegna þess aö hún gat ekki sannað að blæðingarnar inn á heilann hefðu versnað viö meðferðina. Almenn skynsemi segir hverjum sem hugsa vill aö mannin- um hafi versnað viö að vera hent inn í lögreglubíl, en almenn skynsemi er hreint ekki almenn, eins og vitur maður sagöi einu sinni. Utanfararnefnd var ekki að brjóta reglur meö synjun á styrknum til heimilisfööurins unga, en eins og læknir hans segir í viötalinu í Nýju Helgarblaði, þá „koma óneitanlega upp í hugann dæmi um einstaklinga, sem hafa átt málsmet- andi bakhjarla og hafa fengið fyrirgreiðslu hliöstæöa þessari oröalaust. Þá hafa öflugir þrýstihópar, eins og áfengissjúkl- ingar, fengið slíka fyrirgreiöslu í ríkum mæli á hliöstæðum forsendum og hér er um aö ræða.“ Og læknirinn bætir viö: „íslendingar eru ekki þannig hugsandi aö þeir myndu fetta fingur út í þaö þótt utanfararnefndin heföi túlkaö máliö þann- ig aö rétt væri að sinna þessari umsókn af mannúðarástæð- um.“ Mannúöin kom í Ijós á vinnustað veika mannsins, þar sem félagar hans söfnuðu farareyri handa honum til Banda- ríkjanna svo aö hann kæmist í nálastungukúrinn sem er von hans um vinnuþrek og heilsu. Ef sú von bregst er framtíðin ekki björt hjá þessari fjöl- skyldu meö tvö ung börn. Fullur örorkulífeyrir meö tekju- tryggingu og barnalífeyri fyrir tvö börn gera fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Tekjutryggingin lækkar strax og tekjur úr lífeyrissjóöi koma til viðbótar og tekjur maka, og eins og bent er á er mat Tryggingastofnunar á því hvaö þarf til framfæris fjölskyldu óraunhæft. Þak á aukatekjur er allt of lágt miðað viö rekstrarkostnað á heimilum nú á dögum. Það verður aö hugsa slík mál í heild. „Hvaða rök eru fyrir því,“ segir í greininni, „að Trygginga- stofnunin leggur aukalega skatt, ekki bara á mig heldur líka á konu mína fyrir þaö aö reyna aö afla þeirra tekna sem viö þrátt fyrir allt þurfum til þess að geta lifað?... Hvers vegna á minn sjúkdómur að skerða tekjumöguleika konu minnar? Hvaöa rétt hefur Tryggingastofnunin til þess að gera mig óbeint ábyrgan fyrir því?“ Þaö er þungbær raun fyrir hvern mann að fá erfiðan sjúkdóm, en það grefur ennþá meira undan sjálfsviröingu hans að vera dæmdur til aö fá aldrei nógar tekjur inn á heimiliö til framfærslu þess. „Það sem þiö eruð aö segja mér er einfaldlega að þótt ég megi ekki vinna að dómi læknis megi ég heldur ekki hætta,“ segir hann. Dæmiö getur ekki gengið upp! Fóik á ekki að vera ölmusumenn. Allir eiga rétt á lífvæn- legum launum í velferöarþjóöfélagi. Þaö á ekki síst viö fólk sem er búið aö vinna þessu samfélagi árum saman og greiða tilskilin gjöld af launum sínum. Hugsum um það. SA KLIPPT OG SKORIÐ Uppreisn í Kína Á fimmtudagskvöldið var fluttur í sjónvarpinu giska fróð- legur þáttur um uppreisn náms- manna í Kína, sem er fljótt fræg orðin fyrir þetta hér: hve frið- samleg hún hefur verið, hve skjótt hún hefur breitt úr sér og hve mikinn stuðning almennings hún hefur hlotið. Það gerðist í þessum fréttaþætti sem sjaldgæft er: það var auðséð að fréttamenn voru sjálfir hrifnir, blátt áfram hrærðir. Þeir höfðu hitt ungt fólk sem ekki var í mótmælaleik í ein- hverju bríaríi eða út af smámun- um, heldur var reiðubúið að leggja mikið í sölurnar, ef til vill lífið sjálft, fyrir frelsi og lýðræði. Fyrir orð, sem ekki hafa slitnað af ofbrúkun og hégómlegum teng- ingum í því samhengi sem þau eru sett fram á Torgi hins himneska friðar, heldur eru römm alvara, tengd miklum og sterkum von- um. Þegar þessi þáttur var saman tekinn voru allir í óvissu um hver framvinda mála yrði: mundi ag- inn bresta, yrði reynt að etja her á unga fólkið, mundi það þreytast smám saman og gefast upp? - enginn vissi heldur hver niður- staða yrði af þeim átökum sem átt hafa sér stað innan forystu Kommúnistaflokks Kína um það, hvernig rétt' væri og skynsamlegt að bregðast við æskulýðsupp- reisninni. Og þegar þessar línur eru skrifaðar, þá er það ekki heldur vitað og eru menn beðnir að lesa þær með það í huga. Nú og í menningarbyltingu En semsagt: Ungt fólk fer í miklum flokkum um torg og stræti kínverskra borga: það krefst lýðræðis og mannréttinda og það veifar rauðum fánum og syngur Internasjónalinn. Og heimurinn stendur á öndinni, spenntur og hrifinn. Það er reyndar ekki í fyrsta sinn. Man nú enginn hve hrifnir menn voru fyrir um það bil tuttugu árum þegar menningarbyltingin sem svo var nefnd geisaði í Kína? Sumir voru hrifnir af því að þeir héldu að byltingin héldi nú áfram upp á nýtt og æðra stig, aðrir vegna þess að menningarbylting- arfólkið var á móti Rússum og svo mætti áfram telja. Mönnum gæti vitanlega sýnst sem það sé óþarfi að bera þessar tvær „byltingar" saman. Og satt er það: aðstæður allar eru ólíkar, inntak kröfugerðar unga fólksins er heldur ekki það sama og áður. Menningarbyltingarfólkið heimt- aði meiri rétttrúnað, strangari maóisma, það hamaðist af mikl- um móð gegn öllum sem datt það í hug að bregða út af þanka Maós formanns. UngirKínverjarísam- tímanum krefjast þess hinsvegar, að hundrað blóm fái að blómstra í alvöru. Þeim finnst að Kína hafi dregist aftur úr hinum sovéska granna að því er varðar málfrelsi og breytingar á hinu pólitíska kerfi. Á þessu tvennu er vita- skuld mikill munur og afdrifarík- ur. Andúð á spillingu En sitthvað eiga þeir samt sam- eiginlegt, Rauðu varðliðarnir á sjöunda áratugnum og lýðræðis- vinir okkar daga. Ekki síst það, hve mjög þeir setja á oddinn andúð sína á spillingu og forrétt- indum. Kínverjar hafa mátt reyna það eins og aðrir sem búið hafa við alræði byltingarflokks, að einokun valdsins veldur hnignun og uppdráttarsýki, einn- ig í byltingarflokki sem reistur var á fórnfýsi og hugprýði. Og menningarbyltingin fór af stað einmitt í tengslum við það, að ungt fólk taldi, að með því að fríðindi allskonar hefðu safnast á stjórnendur og liðsforingja valdaflokksins, þá hefði hinn sanni andi byltingarinnar verið svikinn. Það var þessi straumur sem síðan var fjarstýrt með ýms- um ráðum í valdatafli í Kommún- istaflokknum - og hann úrkynj- aðist líka fljótt í grimmd og myndbrjótastefnu sem einatt kemur fram í uppreisn gegn „kir- kju“ (eða flokki) sem talin er hafa svikið sjálfa sig. Og enn er hún á dagskrá Ungir vinir lýðræðis og mál- frelsis á torgum Peking í dag hafa einnig mjög hátt um það, að þeir séu langþreyttir á spillingu. Flokkurinn hefur haldið sínu valdi óskertu - af reynslu t.d. frá Sóvétríkjunum vita menn, að eftir því sem það ástand varir lengur, þeim mun spilltari og mútuþægnari verða ábyrgðar- menn hans ýmsir. Ekki bætir það úr skák, að eftir að einkafram- takið fékk á ný svigrúm í Kína gerist það óumflýjanlega, að veruleg kjaraskil verða milli venjulegs fólks og þeirra sem hafa getað hagnast á ýmislegum smárekstri og viðskiptum. Og pólitískir embættismenn taka svo til sín sneið af einkakökunni sem umbun fyrir sínar fyrirgreiðslur. Þessir samfélagshópar taka stökk fram á við í neyslu og velmegun - meðan eftir eru skildir verka- menn og svo stúdentar, sem eiga kannski von á því að námi loknu að fá fastakaup sem er mörgum sinnum lægra en götusali hefur' upp úr sér. Við tölum sjálf Það er eitthvað kínverskt og ei- líft yfir uppreisn námsmanna í Kína: höfum við svo gripið niður í sögu landsins, sem ekki hefur of oft gerst því miður, að við rækj- umst ekki á landsfólkið í uppreisn gegn spilltu og hátimbruðu emb- ættismannakerfi? Og sem fyrr segir: við vitum ekki hvert stefn- ir. Við vitum ekki einu sinni með neinni vissu, hvað hin sjálf- sprottna hreyfing námsmanna á við með lýðræði. Nema hvað það er líklega meira en rétt hjá einum þeirra fréttaskýrenda sem við heyrðum til í sjónvarpsþættinum á dögunum: Unga fólkið er kom- ið til þess þroska, að það setur hvorki traust sitt á alvitran leið- toga né alvitran flokk. Það af- hendir ekki sitt umboð: það vill tala sjálft, taka sjálft þátt í ákvörðunum. Og það er ekki lífsþreytt fyrirfram eins og svo mikið af ungu fólki í okkar næsta nágrenni: það trúir því enn að það sem sagt er og gjört er skipti máli. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöidsími 681348 Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvœmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Erla Lárusdóttir Útbreiöslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúlaö, símar681331 og 681310. llmbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 80 kr. Nýtt Holgarblað: 110 kr. Áskriftarverð á mánuði: 900 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.