Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF Opið bréf til Odds Júlíussonar vetkamaims Sæll salt fiskjar, vaki frjórrar moldar, snauður vinur snauðra. Ég byrja þetta bréf til þín í Þránd- heimi á þjóðhátíðardegi Norð- manna 17. maí. Útkastið hripa ég með vaxlit á borðdúk úr pappír. Þaö er svo agalega vinsælt núna, á veitingastöðum, að leyfa full- orðnum að lita. Við eigum það kannski eftir, Oddur að teikna Heimaklett á pappírsborðdúk á uppaveiting- astað með félaga Napóleón okk- ur til birtu og listrænnar hand- leiðslu. í þetta sinn læt ég mér nægja bjór og norskt „lökeböff". Þær fréttir hafa borist mér Oddur, að Berti sé farinn til Par- ísar sem ambassador. Að hann hafi fengið nokkur árslaun verka- manna fyrir að sitja ekki á þingi og þiggi að auki hálf árslaun verkamanna á mánuði fyrir að skála við Frakka. Er þetta rétt? Ef svo er, ertu ekki fúll yfir þessu félagi? Því er einnig hvíslað að mér að þetta gerist þegar félagar okkar allaballar halda í stjórnartaum- ana. Ég heyri einnig að menntuð möppudýr hafi fengið 17% launahækkun við síðustu kjara- samninga. Aðrir blýantsnagarar eiga víst að hafa fengið eitthvað minna. Svo var einhver að rugla um það að fiskverkunarfólki hefði verið tjáð að útrými til frekari launahækkana til þess væru ekki fyrir hendi. Far vel frans. Þetta og þvíumlík tíðindi kalla ég „þú lýgur þessu“-fréttir. Þær lýsa siðleysi á stigi sem ein- ungis hefur höfðað til bananalýð- velda hingað til. Þessu fer fram í landi sem kennir stjórnskipulag sitt við lýð- ræði, ákveðið á Þingvöllum 1944 þar sem blóðið streymdi örar í æðum en rigningin yfir höfðum landsfeðranna. Ég heyri líka Óddur að tveir veitingamenn sem við þekkjum hafi nýlega farið á hausinn. Ann- ar í orðsins fyllstu merkingu en hinn hafi selt fyrirtækið skyld- mennum, daginn áður en hamar- inn féll. Lifi frjálshyggjan félagi, og þá sérstaklega rétturinn til að ganga aftur. Enn á ný, enn á ný. Heldur þú að foreldrar okkar hefðu sungið jafn hátt og þau gerðu á Þingvöllum 1944, ef þau hefðu getað séð fram til ársins 1989? Of mikið af engu Það sem virðist hrjá ísland í dag er að landið er fullt af fólki sem er ekki neitt. Herskarar manna lifa á því í dag að byggja loftkastala sem ekki skila þjóð- inni neinum arði. Iðnaðarmenn byggja orðið upp á vonina að fyrirtækið nái að borga þeim áður en það fer á kóngi, er klappað lof í lófa á sjálfstæðisflokksfundum víðsveg- ar um landið. Þar hafa ekki risið mörg hús undanfarið Oddur. Hægri stefna í stjórnmálum er ekki lengur fyrir hendi. Allir leggjast á eitt við að forða sér og sínum á kostnað annarra. Vinstri stefnan er haldin sama mænuskjögrinu. Menn tala þar tungum sem ekki tilheyra þeim er byggja hugmyndafræði sína á jafnræði og rétti allra manna til mannsæmandi lífs. ur. Ég á að sjálfsögðu við lág- launafólkið Oddur, sem er ríg- bundið á klafa lélegustu kjara- samninga sem fyrirfinnast í landinu. Hækki menn skörina er hætta á að einhver móðgist. Það flökrar oft að mér, þú maður sem slóst spons úr kari fullu af blóði og slógi, við lestur dagblaða að lýðræði á íslandi sé ekki lengur til. Kusum við þetta yfir okkur? Svarið er já. Sögðust þeir ætla að stjórna „Allirstjórnmálamenn krefjastþó fórna, en því miður bara afþeimsemfórnað hafa öllu aftur og aftur. Ég á að sjálfsögðu við láglaunafólkið, Oddur. “ hausinn, eða eigandinn selji það konu sinni. Sjómenn róa upp á krítina sem útgerðarmaðurinn krunkaði út í bankanum sem gekk á undan með slæmu fordæmi og varð gjaldþrota án þess að fara á haus- inn. Verkamenn vinna sig til húðar til að geta sýnt fram á að þeir séu lánshæfir. Ungt fólk giftir sig í þeirri frá- leitu trú að ekki fari fyrir þeim eins og félögum þeirra sem marg- ir hafa skilið eða hengt sig á snaga yfir skuldunum. Ráðuneytin eru umsetin opin- berum starfsmönnum sem ekki treysta sér lengur til að gera súpu af lánuðum nagla. Frjálshyggjumenn sem hróp- uðu hvað hæst fyrir nokkrum árum um mátt og megin hins sterka og að hinr ættu að fara á hausinn gera bisness í því að selja þrotabú vinum og vanda- mönnum. Hægri menn, ótvíræðir upp- hafsmenn þessarar stefnu, kann- ast ekki lengur við króann og vilja helst ekki tala umhann. Ein- um og hálfum miljarði er hent fyrir endurnar á Tjörninni, og „okkar manni í borginni" Bubba Framámenn verkalýðshreyf- ingarinnar hafa látið blekkjast inn í hugtakafrumskóg eigenda fjármagnsins án þess að eiga það- an afturkvæmt. Þeir eru í dag handhafar máttlausra titla í stað valds byggðs á trausti umbjóð- enda. Stjórnmálamennirnir á vinstri vængnum hafa einnig glapist inn í völundarhús miðjumoðs og að- gerðarleysis. Skyldleykinn við marxismann kemur ekki fram nema á kosn- ingafundum, og þá ekki nema einhver út í sal sé það „vitlaus“ að hann bryddi upp á kommúnisma í fyrirspurn. Ég giska á, Oddur, gamla brýni, að þó nokkrir flokksfé- lagar okkar, sem eru bundnari flokknum framar hugsjóninni séu nokkrum sinnum búnir að kalla þig fífl, ef þér hefur orðið á að spyrja þá grundvallarspurninga úr kommúnismanum sem Al- þýðubandalagið hefur brotið gegn undanfarið. Það virðist vera svo að þeir sem þiggja laun fyrir að fylgja hugsjóninni gleymi henni fyrst. Allir stjórnmálamenn krefjast þó fórna. Því miður bara af þeim sem fórnað hafa öllu aftur og aft- svona? Þar hlýtur svarið að vera nei. Þá er lýðræðið dautt vinur, því handbendi hins gráa fjár- magns sitja við völd og þeir fella fjármagnið að sínum þörfum og engra annarra. Maðurinn sem setur sjálfan sig á hausinn eftir að hafa selt fyrir- tæki sitt dóttur sinni er glæpa- maður sem ekki á skilið vernd lagabálka fyrir uppátæki sín. Hann er bein ástæða fyrir verð- hækkunum á vöru og þjónustu. Hann gerir önnur fyrirtæki gjald- þrota. Svona lýð höfum við ekki efni á Oddur. Þegar slíkt er orðið lenska hér á landi er ekki um ann- að að ræða en skera upp herör, því þá er komið fyrir íslendingum eins og dýrunum í dýragarði Orwells. Svínin farin að ganga upprétt. Lítil saga af rauðskinna Mér dettur ekki til hugar Oddur minn að segja þér að tími sé til kominn að feta í fótspor Kvennalistans og stofna stjórnmálaflokk byggðan upp af verkafólki. Þú hefur örugglega velt því fyrir þér sjálfur. Hins vegar ætla ég að gera samanburð á tveimur sögulegum atburðum og óska þér örlaga. 1944 17. júní varð ísland sjálf- stætt. Þá safnaðist fólk saman á Þingvöllum. Síðan þá hafa ís- lendingar tapað enn meira sjálf- stæði. 1889, við Wounded Knee í Ameríku, sem er vestan við Eyjar, mættust herir indíána og hvítra manna. Ástæðan var að indíánarnir ætluðu að leggja nið- ur vopn fyrir fullt og allt. Menn voru frekar stressaðir á stöðunni, hvítu mennirnir þó ívið verri. Afvopnunin gekk þó stórslysa- laust fyrir sig. Indíánarnir gengu fram og köstuðu vopnum sínum að fótum hvíta mannsins. Það vill segja allir nema einn. Gamall stríðsjálkur sem farinn var á heilsu og orðinn heyrnarlaus. Enginn hafði sagt honum frá því að menn ætluðu að leggja niður vopn sín við Wounded Knee. Hann hélt að ætlunin væri að berjast og vonaðist til að geta lok- ið ævi sinni eins og hann hafði eytt henni, í baráttu við hvíta manninn. Er komið var að honum að leggja niður vopn skildi hann ekki hvers til var ætlast af honum og færðist undan. Hermenn söfnuðust og hröktu gamla stríðsmanninn undan sér. Hann hörfaði, samtímis sem hann hrópaði á hjálp félaga sinna. Enginn lyfti fingri til að koma honum til aðstoðar. í ör- væntingu sinni skaut hann upp í loftið. Þá fengu hvítu mennirnir móð- ursýkiskast og slátruðu fjölda indíána sem enga vörn gátu sér veitt. Þessa atburðar minnast indíán- ar enn í dag. Spurningin er hvort þeir hefðu lagt niður vopn 1889, hefðu þeir vitað fyrir þróunina á sambandi hvíta mannsins og indíánanna. Sömu spurningar spurði ég þig áður í þessu bréfi Oddur um hvort foreldrar okkar hefðu sungið jafnhátt 1944 ef þau hefðu séð þróunina fram til 1989. Ég óska þess samt vinur minn, að þú hlustir aldrei á tal um vopn- ahlé og óska þér góðs dauðdaga með hreinni samvisku. Lifðu heill ætíð. Gunnar Kári Magnússon Þrándheimi 17. maí Gautaborg 20. maí AUGLÝSINGAR - AUGLÝSINGAR Tölvubókhald Opinber stofnun óskar eftir að ráða starfsmann til að annast bókhald, þ.e. merkja, færa, stemma af. Leitað er að viðskiptafræðing eða manni með sams konar reynslu og þekkingu. Félag járniðnaðarmanna Skemmtiferð 1989 Umsóknir sendist á auglýsingadeild Þjóðviljans fyrir 6. júní n.k. Psoriasissjúklingar fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra verður farin laugardaginn 24. júní. Ferðast verður um Suðurland. Lagt verður af stað frá skrifstofu félagsins kl. 9 fyrir hádegi. Upplýsingar og skráning á skrif- stofunni, sími 83011. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 20. ág- úst nk. til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslu- stöðina Panorama. \ Þeir, sem hafa þörf fyrir slíka ferð, snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð frá þeim. Sendið það merkt pafni, heimilisfangi, nafn- númeri og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að hafa borist fyrir 23. júní. Frá Fósturskóla íslands Vegna verkfalls framlengist umsóknarfrestur um skólavist til 9. júní. Þá er ennþá möguleiki fyrir fóstrur að sækja um nám í framhaldsdeild sem starfrækt verður næsta skólaár. AUGLÝSINGAR Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri óskar að ráða skólastjóra frá og með 1. ágúst n.k. Gott húsnæði í boði. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 91-79551 og formaður skólanefndar, Ragnheiður Júlíusdóttir, í síma 98-71387. A Atvinnumiðlun skólafólks í Kópavogi Ákveðið hefur verið að kanna atvinnuhorfur skólafólks í Kópavogi í sumar. Þeir skólanem- endur sem eru orðnir 16 ára, þ.e. fæddir 1972 eða fyrr og ekki hafa tryggt sér vinnu í sumar, eru beðnir að láta skrá sig hjá atvinnumiðlun skólafólks að Fannborg 2 (félagsheimilinu), 2. hæð, gengið inn um suðurdyr. Atvinnumiðlunin verður opin daglega milli kl. 13 og 15. Síminn er 41444. Tryggingastofnun ríkisins Skólastjóri Vinnumiðlun skólafólks Þriðjudagur 30. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.