Þjóðviljinn - 01.06.1989, Page 12

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Page 12
GARÐAR OG GROÐUR Sjá nú, hvað eg er beinaber Svo yrkir Bólu-Hjálmar og leggur landi sínu í munn. Áhugamannafélagið Líf og land hefur gert þessi orð hans að sínum í baráttunni fyrir gróðurvernd og landgræðslu. Frá því í desember 1988 hefur félagið staðið fyrir sölu póstkorta, sem fólk á kost á að undirrita og senda þingflokksfor- manni að eigin vali, og taka þann- ig þátt í barát.tunni. Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona er formaður Lífs og lands og sagði hún í samtali við Þjóðvilj- ann að félagar væru nokkur hundruð og áhugi á starfseminni mikill. Eitt af-aðalbaráttumálum fé- lagsins er að lausaganga búfjár verði afnumin með lögum. Þetta 'er mikið feimnismál hjá öðrum félögum en Herdís segir að við verðum að fara að eins og Nýsjá- lendingargerðu, þ.e. girða af þau svæði sem búfé má athafna sig á. Líf og land er óformlegt félag án starfsmanna og skrifstofu, en það hefur haldið nokkrar ráð- stefnur og gefið út í riti erindin sem þar hafa verið flutt. Fjáröflun félagsins hefur farið fram með sölu ritanna og kort- anna. „Rollurnar eru að éta upp landið. Þetta eru ekki öfgar og áróður heldur staðreyndir sem við verðum að horfast í augu við. Friðuð landsvæði „Gróður og jarðvegur á helstu sandfoks- og uppblásturssvæðun- um er mjög viðkvæmur og þolir illa ágang búfjár. Aðgerðir til að stöðva sandfok og jarðvegs- eyðingu á slíkum svæðum hafa frá upphafi einkum verið fólgnar í friðun þeirra gegn búfjárbeit. Melgresi var síðan sáð þar sem um var að ræða sandfok, ýmist í skjóli varnargarða eða í rákum þvert á skaðlegustu vindáttina, og styrkt með áburðargjöf eftir þörfum. Melgresið er eina jurtin sem reynst hefur nothæf til að binda foksand enn sem komið er. Með friðun og sáningu melfræs og öðrum landgræðslufram- kvæmdum hefur náðst mikils- verður árangur í stöðvun upp- blásturs og uppgræðslu örfoka lands.“ Orð þessi eru tekin úr afmælis- riti Landgræðslunnar, Græðum ísland , sem út kom nú fyrr í þess- um mánuði. Forseti íslands frú Vigdís Finn- bogadóttir, sem sýnt hefur mik- inn áhuga á trj árækt á sínum ferli, fylgir ritinu úr hlaði, og segir hún þar m.a.: „Með því að lúta þörf- um landsins leggjum við rækt við það skásta í okkur sjálfum". Bókin er fróðleg og aðgengileg aflestrar, einkum eru athyglis- ii. U Þetta getur ekki verið feimnismál á haf,“ segir Herdís Þorvalds- hverjum skyldum höfum við lík- lengurþegarlandiðeraðfjúkaút dóttir og bætir því við að ein- lega að gegna við afkomendurna. eb verðir kaflar um baráttuna við sandinn. eb LIFRÆNN ABURÐUR GRÓDRAfíSTÖDlN STJÖRNUGRÓF18 - SÍMI: 84288 Bjóðum sumariö velkomiö meö garöplöntum úr Gróörarstööinni Mörk. Garötré Limgerðisplöntur Fjölærar plöntur (150 tegundir) Sumarblóm (ræktuö í pottum) Biöjiö um plöntulista og leiöbeiningabækling Sendum um landallt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.