Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Rœkjukvótar Ki I I l-í eiði kyndir undir brask Félag rcekju- og hörpudiskframleiðenda: 250 bátar og skip hafa rœkjuveiðileyfi ogþar afhafa 52 % einungis leyfi til að veiða innan við 50 tonn. Kílóið afóveiddri rœkju svipað og afóveiddumþorski eða um 15 krónur. Fyrstufjóra mánuði ársins dróst heildarrœkjuaflinn saman um 45% en aukning varð í hörpudiskveiðum um 28,5% Auðvitað er ekki hægt að bjóða uppá þetta og afleiðingin er óeðlilega mikil kvótaviðskipti. í þeim er boðið eitt tonn af óveiddri rœkju fyrir hið sama f þorski þannig að kflóið af rækju í sjó er selt á sama verði og þorskurinn sem er núna hátt í 15 krónur. Fyrir utan hvað veiðar með ekki stærri kvóta eru í senn bæði dýrar og óhagkvæmar, sagði Lárus Jónsson framkvæmdastjóri Fé- lags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda. Af þeim 250 skipum og bátuin sem hafa rækjuveiðileyfi eru 131 bátur eða 52% sem einungis hafa Gosdósir Endurvinnsla aðhefjast Móttaka á tómum dósum hefst trúlega í næsta mánuði í gær var gengið formlega frá stofnun Endurvinnslunnar hf. sem mun annast söfnun og cndur- vinnslu á umbúðum utan um ein- nota vörur. SkUagjald á gosdósir og aðrar einnota umbúðir var lagt á frá og með síðustu mánaða- mótum, samtals 5 krónur með söluskatti, en nýja fyrirtækið mun hefja móttöku á tómum dós- um eftir nokkrar vikur. Stefnt er að því að fyrirtækið hefji móttöku skilagjaldsskyldra umbúða í næsta mánuði, og verða settir upp sérstakir gámar í helstu kaupstöðum auk þess sem hægt verður að skila tómum ílátum í verslanir. Að auki hefur skáta- hreyfíngin í samvinnu við Hjálp- arstofnun kirkjunnar stofnað fyr- irtækið Þjóðþrif sem ætlar að koma fyrir skilagámum við bens- ínstöðvar og fleiri staði, til fjár- öflunar fyrir þessi samtök. -Jg leyfi til að veiða innan við 50 tonn. 121 bátur eða 48% hafa leyfi til að veiða yfir 50 tonn, 60 bátar með kvóta undir 20 tonnum og 30 bátar með rækjukvóta undir 10 tonnum. Lárus sagði nær fyrir stjórnvöld og hagkvæmara fyrir alla aðila að nota veiði- reynslu fyrri ára til fulltingis við úthlutun kvóta þannig að útgerð- irnar sjái sér hag í því að gera út á rækju í stað þess að versla með hana óveidda. Nú fer í hönd aðalveiðitími út- hafsrækju en eins og kunnugt er var heildarveiðikvótinn skorinn niður úr 36 þúsund tonnum árið 1988 í 23 þúsund tonn 1989. Þó náðist ekki að veiða nema um 25 þúsund tonn á vertíðinni 1988. Fyrstu fjóra mánuðina í ár dróst heildarrækjuaflinn saman um 45% eða um 3.150 tonn miðað við sama tíma í fyrra eða úr 6.938 tonnum í 3.789 tonn. Á sama tíma jókst hörpudiskafli um 455 tonn eða um 28,5%. Á sama tíma í fyrra nam hann 1.596 tonnum en er núna orðinn um 2.051 tonn. Þrátt fyrir þennan samdrátt í veiðunum árið 1988 nam fram- leiðsluverðmæti rækju- og hörpu- diskafurða á þáverandi verðlagi 4. 630 miljónum króna eða sem samsvarar 9,5% af sjávarvöru- | framleiðslunni það árið. Svo virðist sem markaðir fyrir frysta skelfletta rækju og hörpu- disk séu heldur að styrkjast og hefur rækjuverð á Evrópumark- aði hækkað um 2% - 3% síðustu vikur. Svipaða sögu er að segja um hörpudiskinn á Bandaríkja- markaði sem hefur lítillega hækk- að. Gengi Evrópumynta hefur lítið breyst þessa síðustu mánuði og gerir það rækjuframleiðend- um þungt fyrir. Aftur á móti hef- ur BandaríkjadoUar hækkað sem kemur sér afar vel fyrir hörpu- diskframleiðendur þar sem markaðurinn er nánast allur þar fyrir hörpudiskinn. -grh «11 Hálendisferðir Kennir nokkurs kvíða Vegaeftirlitið: Allir hálendisvegir ófœrir. Hugað að snjómokstri. Stefniríl5% -20% aukninguíhálendis- ferðir hjá ferðaskrifstofum byrjun mánaðarins kom fyrsta vegakortið út um ástand fjallvega sem Vegagerð ríkisins og Náttúr- uverndarráð gefa út. Stefnt er að því að gefa það út vikulega í allt sumar til upplýsinga fyrir ferða- langa. Hjá ferðaskrifstofu Úlfars Jac- obsens er fyrsta skipulagða há- lendisferðin á dagskrá 19. júní og að sðgn Njáls Símonarsonar má búast við að breyta þurfi áætlun fyrstu 2-3 ferðanna vegna þess óvenjulega ástands sem ríkir á hálendinu. Njáll sagði að sér virt- ist að árferðið á hálendinu vera tveimur vikum á eftir áætlun mið- að við það sem hefur verið venju- lega. Hann sagði að þeir væru þó ekki enn farnir að örvænta yfir ástandinu. -grh Þó sumarið sé komið víðast hvar á landinu er enn allt á kafi í snjó á hálendinu og með öllu óvíst hvenær vegir þar verða færir. Vegna þessa er nokkurs kvfða farið að gæta meðal þeirra ferða- skrifstofa sem skipuleggja há- lendisferðir fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn og stefnir í 15%- 20% aukningu frá síðasta sumri. " Að sögn lljörleifs Ólafssonar hjá vegaeftirliti Vegagerðar ríkis- ins er með öllu óvíst hvenær há- lendisvegirnir verða færir vegna mikilla snjóalaga. Þó hefur það komið til tals hjá Vegagerðinni hvort veita eigi fjármagn til að moka þá áður en í óefni verður komið en engin ákvörðun hefur enn verið tekin þar að lútandi. í Á dögunum urðu hat- rammar deilur umkjör stjórnar A Iþýðubanda- lagsfélags Reykjavíkur. í kjölfarþess komsthópur manna aðþeirri niður- stöðu að ólíft væri íþeim félagsskap, mennstiguá stokk og hrópuðu líkt og hið ástsœla höfuðskáld forðum: „Gefiðloft, gef- ið loft, gefið lífsanda loft, þvíég lifi ekki írotnandi gröf!" Og ákváðu að tímabært vœri að setja saman nýttfélag Reykvískir Alþýðubandalazsmenn Skilnaður á borði og sæng Flmmtudagur 8. júní 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 Síðan hefur staðið hið undar- legasta fjölmiðlastríð þar sem klögumálin ganga á víxl og eru sum hver hin skoplegustu. Til að mynda er nokkrum félögum Al- þýðubandalagsins borið á brýn að vera „jafnaðarmenn" en ekki sósíalistar. Þessari „aðdróttun" svöruðu jafnaðarmenn með því að segjast að sönnu vera sósíalist- ar þar eð þeir séu og verði félagar Alþýðubandalagsins enn um skeið. Og þegar fólk sem hvað mest hefur hneykslast á þessum jafnaðarmönnum fyrir að vera ekki „sósíalistar" er spurt út úr um þann sósíalisma sem það að- hyllist í orði kveðnu kemur á dag- inn að hann felst í blönduðu hag- kerfi og umbótum innan ramma núverandi þjóðskipulags. Sem sé hefðbundinni jafnaðarmennsku í anda vinstri-krata. Ekki um Olaf Ragnar Þótt ekki sé í fljótu bragði hægt að koma auga á málefnalegan ágreining sem útskýrt geti áral- angt og mannskætt sundurlyndi meðal reykvískra Alþýðubanda- lagsmanna þá kemur sitthvað uppúr kafinu sé nánar að gætt. Hitt er svo annað mál að sá ág- reiningur ætti ekki að öllu eðli- legu að valda jafn heiftarlegri tví- drægni og raun ber vitni. Orsakir sundurþykkjunnar í Alþýðubandalagsfélagi Reykja- víkur eru þær sömu skiptu mönnum í fylkingar í formanns- kjöri á landsfundi flokksins í hitt- iðfyrra. En þar með er ekki sagt að hópurinn sem hyggst stofna Birtingu sé eindregið stuðnings- mannalið Ólafs Ragnars Gríms- sonar né að þeir sem sitji eftir við stjórn Alþýðubandalags Reykja- víkur séu jafn eindregnir fjendur hans og fyrrum. Þessu til stuðn- ings má benda á ummæli „Birt- : ingarmannsins" Gests Guð- mundssonar ígrein hér í blaðinu í dag: „Blinda Ólafs Ragnars á eðli „sáttanna", skortur hans á sam- ráði við flokksmenn og frunta- skapur hans gagnvart eðlilegri kjarabaráttu fólksins í landinu hafa smám saman verið að rýja hann trausti og fylgi, amk. í kjör- dæmi hans og meðal „lýðræðiss- inna" í Reykjavík." Athyglisvert er að bera þessi orð Gests saman við ummæli Stefaníu Traustadóttur, for- manns ABR og einnar höfu- ðpersónunnar í því sundurþyk- kjudrama sem leikið hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu, í samtali við Þjóðviljann í gær. Hún sagðist styðja Ólaf Ragnar í embætti formanns. Það væri óðs manns æði að efna til átaka um formannsembættið að hausti og sjálfsögð regla að formaður leiddi flokkinn í amk. einum þúigkosningum. Vandi vinstrimanna Það er á aUra vitorði að vinstri- hreyfingin á Vesturlöndum hefur átt við mikinn tilvistarvanda að glíma. Engir sækja sér nú fyrir- myndir draumalandsins til ann- arra ríkja og róttæknihreyfingar „68 kynslóðarinnar" hafa flestar borið beinin. Alþýðubandalagið hefur ekki svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu en skort einurð eða áhuga á því að ganga á hólm við nýja heimsmynd. Gera upp við drauga fortíðarinnar og efla umræðu um það hvernig koma eigi kapítalismanum fyrir kattarnef og setja á fót sósíalískt þjóðfélag. f orði kveðnu hyggst Alþýðu- bandalagið enn koma á fót sósíal- isma á Islandi en í raun hefur hvorki forysta flokksins né þorri almennra félaga slíkt í hyggju. Það er ár og dagur síðan nokkur maður hefur minnst á umræðu innan flokksins um sósíalisma. í I BRENNIDEPLI raun hefur Alþýðubandalagið verið róttækur jafnaðarmanna- flokkur um langt árabil en sér- staða þess þó mótast öðru fremur af afstöðu þess til þjóðfrelsis, andstöðu við herstöðvar og aðild að Nató, andstöðu við erlenda stóriðju og fjármagnsflutninga til íslands svo eitthvað sé nefnt. Hin öndverðu viðhorf sem nú hafa leitt til sundrungar meðal reykvískra Alþýðubandalags- manna eiga rót sína að rekja til þess að ýmsir menn, stundum nefndir „lýðræðiskynslóð" í seinni tíð, fara að láta í ljós efa um traustleika burðarásanna, „sósíalismans" og „þjóðfrelsis- ins", vilja að þeir verði metnir að nýju í ljósi nýrra tíma og nýrrar heimsmyndar. Á móti tekur hóp- ur manna sem óttast hrun heims- myndar við brottnám burðarás- anna. Þessir aðiljar hafa borist á ban- aspjót innan flokksins um árabil og heiftin á milli ýmist stigið eða hnigið eftir atvikum. Fyrir sjónir almennings í landinu hafa borið dramatísk átök með jöfnu milli- bili allar götur frá verkfalli BSRB haustið 1984. Formannnslagur- inn, fjölmargar uppákomur vegna ritstjórnarmála á Þjóðvilj- anum, deilur um ríkisstjórnar- þátttöku, afstaða flokksins til verkfalls BHMR og nú rimman í ABR. Allar virðast þessar uppá- komur við fyrstu sín eingöngu snúast um persónur og völd þeirra. En undirtónninn er hug- myndafræðilegur ágreiningur um ýms atriði. Nefnum tvö dæmi. Fyrra: Fólk er á öndverðum meiði um það hvort Alþýðubandalagið eigi að vera „breiður" vinstri flokkur, hús með mörgum vistarverum fyrir lausskilgreint félagshyggju- fólk og lýðræðissinnaða jafnaðar- menn sem gert hafa með sér ein- hverskonar lágmarkssamkomu- lag um markmið og leiðir. Eða hvort flokkurinn eigi þvert á móti að ydda sérstöðu sína sem flokk- ur „sósíalisma" og „þjóðfrelsis" og mæta nýjum tíma sterkur í staðfestu sinni. Seinna: Fólk greinir á um það hvort fylgja eigi hefðbundinni stefnu um að hundsa Nató uns íslendingar segja skilið við þann félagsskap eða hvort reyna eigi að „eyðileggja það innan frá" með því að starfa þar með vinstri- mönnum að afvopnun og því að einangra helstu hernaðarsinna. Þessi dæmi eru um málefnaá- greining sem hollt og gott hefði verið að ræða af bróðerni og drenglyndi innan raða flokksins, Alþýðubandalags Reykjavíkur sem annars staðar. Félagar sem hyggjast stofna Birtingu fullyrða að þetta hafi bara ekki fengist rætt í röðum ABR en Stefanía formaður Traustadóttir st aðhæfir að þetta sé rangt. Kornið sem fyllti mælinn Langvarandi „tortryggni og skotgrafarhernaður" í félaginu leiddi ioks til þess að sú ákvörðun uppstillinganefndar fyrir stjórnarkjör ABR að fallast ekki á visst hlutfall „jafnaðarmanna" f stjórn varð kornið sem fyllti mæ- linn. Ekki gekk saman með fjendum þótt Svavar Gestsson reyndi að bera" klæði á vopnin. Össur Skarphéðinsson sagði við Þjóðviljann í gær að hann ög félagar hans hafi fundist sem þeir væru í fjötrum í ABR. Aðskiln- aðurinn hafi verið óhjákvæmi- legur, yrði án efa til góðs og myndi glæða líf beggja félaga. Á milli þeirra muni skapast viss samkeppni og með bættu and- rúmslofti ættu sættir að takast í fyllingu tímans og í kjölfar þeirra sameining á ný. Þessu til árétting- ar lét hann þess getið að hann hygðist beita sér fyrir því að eitt fyrsta verk Birtingar yrði að efna til fundar með Svavari Gestssyni. Svavar Gestsson staðfesti í við- tali við Þjóðviljann í gær að hann hefði í lengstu lög freistað þess að sætta deiluaðilja í ABR með því að koma því um kring að 1 eða 2 „jafnaðarmenn" fengju sæti í stjórn. Allt hefði það verið um seinan og því komið fyrir ekki. Svavar sagðist ekki viðurkenna að slíkur grundvallarágreiningui* væri á milli manna að það rétt- lætti skiptingu þeirra í tvö félög. Hann vonaði að menn næðu sam- an á ný, hér væri hvorki um klofn- ing né lögskUnað að ræða heldui skilnað að borði og sæng. ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.