Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 11
Þjóðviljinn — Frá lesendum — Síðumúla 6 108 Reykjavík FRA LESENDUM IDAO Misjafnir umræíuþættir Ýmiss konar umræðuþættir eru býsna algengir í útvarpi og sjónvarpi. Stjórnendur þáttanna fá á fund sinn menn, fleiri eða færri, til þess að ræða ákveðin málefni eða svara ákveðnum spurningum. Oftast eru þátttak- endur valdir með það fyrir augum, að þeir séu ekki allir á sama máli. Oft eru þessir þættir skemmti- legir og fróðlegir en stundum eru þeir líka algerlega misheppnaðir. Þegar svo fer, er sökin fyrst og fremst stjórnandans. Hann virð- ist ekki átta sig á því, að hann er einfaldlega fundarstjóri og á að sjá til þess, að þátttakendur hlíti venjulegum fundareglum. Hann á að gæta þess, að sá tími, sem til umráða er, skiptist sem jafnást milli þátttakenda. Á það skortir oft gróflega. Einhver þátttakand- inn notar tækifærið, þegar hann fær orðið, til þess að flytja langa ræðu, veður úr einu í annað og fer þá gjarnan langt út fyrir það efni, sem til umræðu á að vera. Ég minnist t.d. þáttar, þar sem einn þátttakandi af fjórum tók sér, átölulaust af stjórnandanum, meira en helming þess tíma, sem þátturinn átti að standa. Tilgan- gurinn með malandanum er auðvitað sá, að koma í veg fyrir, svo sem kostur er, að aðrir, sem gjarnan eru annarrar skoðunar en fyrirlesarinn, fái komið henni að nema í sem minnstum mæli. Þarna bregst stjórnandinn ger- samlega sínu hlutverki og þáttur- inn misheppnast algjörlega. Stjórnandans er að halda þátttak- endum við efnið og gæta þess jafnframt að tíminn skiptist sem jafnast milli þeirra. Glöggt dæmi um svona slys er þáttur, sem Páll Heiðar Jónsson var með í útvarpinu nú nýlega. Þar þusaði einhver Vilhjálmur tímunum saman um Rússland og Kína, kapítalisma og sósíalisma, skattamál og þar fram eftir göt- unum, að ógleymdum dýrðar- söng um Sjálfstæðisflokkinn og sextugsafmæli hans, sem manni skildist að væri merkasti heimsviðburðurinn þá vikuna. Og þegar Björn Arnórsson and- mælti skoðunum Vilhjálms þessa þá greip hann bara fram í - þoldi auðheyrilega ekki að hlusta á nein mótrök, - og um stund töl- uðu báðir í einu svo að enginn heyrði orðaskil. Þarna átti stjórn- andinn auðvitað að grípa í taumana í stað þess að láta einn taugasjúkling eyðileggja þáttinn. Konurnar tvær, sem þarna voru mættar, svöruðu glöggt og skipu- lega þeim spurningum, sem til þeirra var beint, en fengu naumast að komast að. Ég hef heyrt að þetta hafi verið síðasti þátturinn þessarar tegund- ar a.m.k. í bili. Þeir hafa oft verið góðir hjá þeim Sigrúnu og Páli Heiðari en þetta var afleitur endir. -mhg Bilbelta- skortur Opið bréf til: Alþingismanna, tryggingafélaga, landlæknis og annarra sem málið var'd'ar. Ágætu heiðursmenn, allir sem fylla þennan stóra ofangreinda hóp. Eg er einn af þessum dæmi- gerðu vegfarendum, týpískur bflafarþegi, og oft líka bflstjóri á hinum og öðrum bflum. Mig langar að spyrja ykkur alla einnar spurningar: Af hverju eru ekki bílbelti í ÖLLUM bflum á íslandi fluttum inn eftir gildis- töku laga frá 1969 um bílbelta- skyldu í nýinnfluttum bflum? Ég er einn af þessu fáu sem tömdu sér það strax, árið eftir að umrædd lög voru samþykkt fyrir 20 árum, að nota beltið. Til að byrja með þurfti maður æði oft að sætta sig við að það var ekki belti til að spenna sig í, og þótti slæmt. Nú eru sem fyrr segir liðin 20 ár og enn aka um bflar án bflbelta. Eg er hér ekki að tala um þá bfla sem náð hafa þeim háa aldri að vera yfir 20 ára. Nei, nei, ég er að tala um alla þá bfla sem ekki þurfa lögum samkvæmt að hafa þetta heimsins besta slysavarnar- tól. Það er, að því er mér skilst, svo að sumír bflar eru undan- þegnir gagnvart lögunum. Málið er bara það að þeir eru ekki undan- " þegnir í mínum huga þegar ég sest upp í þá, hvort heldur er sem farþegi í framsæti, eða undir stýri. Ég vil fá að spenna á mig bflbeltið. Er nokkur skynsemi í því að það skuli þá vanta? Ég fæ þar að auki ekki betur séð en að þessir umræddu bflar séu margir hverjirþannig byggðir, að líkurn- ar á því að ég fljúgi út séu bara töluvert meiri enn í venjulegum fólksbíl. Þar. á ég við að einmitt umræddir bflar eru með stóra og síða framrúðu. Mér finnst að 20 ár sé nægilega langur aðlögunartími og að nú sé mál að ljúka verkinu. Gera það að skyldu að allir bflar skuli vera með bflbeltum fyrir bflstjóra og framsætisfarþega. Finnst ykkur þaðekkilíka... HA? Þór J. Gunnarsson Ertþú í rusli? Stundum verður mér hugsað til þess er ég kpm eitt sinn heim frá útlöndum. I Eystrasalti var enn sumarhiti og bændur á Borgund- arhólmi að ganga frá uppsker- unni í hús. Á Keflavíkurflugvelli tók útsynningurinn á móti mér, haustið var lagst að á íslandi. Ég kom mér fyrir í sætinu. Vonaðist jafnvel til að sjá einhverja haust- liti í hrauninu. Rútan af stað. Flugstöðin að baki, andlit lands- ins sögðu landsfeðurnir og byggðu vel. Ekki eru allar dyggðir í andliti fólgnar. Mér varð það æ ljósara eftir því sem ég fjarlægðist And- litið. Sektarkenndin læddist að mér. Skömm yfir því að vera ís- lendingur. Leiðina frá Keflavfk til Reykjavíkur sat ég og fylltist ýmist reiði eða vonleysi. Von- leysi þegar mér varð hugsað til umgengni þjóðarinnar um landið, reiði yfir því ryki sem Frónbúinn slær í augu sér þegar umhverfismál ber á góma. Rúmlega mannhæðar há girð- ing lá með fyrsta hluta leiðarinn- ar. Helst virtist hlutverk þessarar girðingar vera að halda við mis- lita plastpoka sem höfðu hrakist undan veðrinu. Þeir sátu þarna fastir á sínu tilgangslausa ferða- lagi. Mér varð hugsað til þess hvaðan plastið kæmi. Liður í margnefndri landkynningu? Og þó. Eg beið í ofvæni eftir að girð- ingunni sleppti. Leit út, roðnaði og leit undan. Svo gerðist það að plasthenginu við Keflavfk lauk, svona eftir langa mæðu. Ómyndinni af landinu mínu var þó ekki lokið. Beggja vegna vegarinsvarleiðinvörðuð. Leifar sem ekki höfðu haft flugþrótt nema rétt út um bflglugga. Það sem eftir var leiðarinnar vflaði ég fyrir mér að horfa út. Ég vissi að mér yrði litið í vegkantinn, á hið ófleyga rusl sorparanna. Hitt var fokið. Hvert? Varla annað en um öskuhauginn ísland. í huganum var ég búinn að senda þrjú harðorð bréf í les- endadálkana og hringja í þá aðila sem ég taldi málið skylt. Svo þyrmdi yfir mig. Ef enginn hefði notað bílgluggann sem ruslalúgu þá þyrfti ekki að... Folda; Ákall umhverfisvernd- ar. Bjarni Guðmundsson þJÓÐVILJINN 8.JÚNÍ f immtudagur í áttundu viku FYRIR 50 ARUM sumars. 159dagurársins. Sól Pýskaland býður Finnlandi og kemur upp í Reykjavík kl. 3.07 og sestkl. 23.49. Eistlandi hernaðarbandalag gegn Sovétríkjunum. Vinnu- veitendafélag íslands stefnir VIÐBURÐIR stjórn Dagsbrúnarog Þróttarfyrir Félagsdóm. Heimssýning opnuð Medardusdagur. Skaftáreldar í New York. Braskarinn Juan hefjast 1783. FæddurGuðmund- March drottnaryfir utanríkisversl- ur Kamban rithöfundur 1888 og un Spánar. GunnlaugurScheving.listmálari 1904. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 2.-8. júnf er í Laugarnesapóteki og Ár- bæjarapóteki. Fyrrnef nda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opiöákvöldin 18-22 virkadagaogá laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík simi 1 11 66 Kópavogur......................sími 4 12 00 Seltj.nes.........................sími 1 84 55 Hafnarfj..........................sími 5 11 66 Garðabær.......................sími 5 11 66 Slökfcvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.......................simi 1 11 00 Kópavogur......................sími 1 11 00 Seltj.nes.........................sími 1 11 00 Hafnarfj..........................simi 5 11 00 Garðabær.......................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavtk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sfm- svara 18888. Borgarspítalínn: Vakt virka dagakl. 8- 17 og tyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahi inginn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Laeknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Kef lavík: Oagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvaktlæknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensasdeild Borgarspítala:virkadaga16-19, helgar 14-19.30. Hellsuvemdarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16og 18.30-19. Bamadetld: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarf irði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. ' Slúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahú sið Vestmannaeyjum: alla virkadaga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akranoss: alladaga15.30-16og19-19.30.Slúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Slminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið priðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Slmi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarslma félags lesbía og homma á mánudags-ogfimmtudagskvöldumkl.21- ' 23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtuni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspel lamál. Sími 21260 alla virka dága kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveittísíma11012millikl.19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudogumkl. 17.00-19.00. Samtók áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 7. júhf 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.............. 57,53000 Sterlingspund.................. 90,63900 Kanadadollar................... 47,96000 Dönskkróna.................... 7,49580 Norskkróna..................... 8,05630 Sænskkróna................... 8,65500 Finnsktmark................... 13,08690 Franskurfranki................ 8,58910 Belgfskurfranki................ 1,39310 Svissn. fránki................... 33.71230 Holl.gyllini....................... 25,92030 V.-þýsktmark.................. 29,18080 ItölskKra.......................... 0,04008 Austurr.sch....................... 4,14710 Portúg. escudo................ 0,34960 Spánskurpeseti............... 0,44980 Japansktyen................... 0,40310 frsktpund........................ 78,03700 KROSSGÁTA LánMt:1óánægja4 prettur8tröllin9fúlgu 11 hressu 12 málgetni 14til15bleyða17stóft 19lfk21gljúfur22 skynfæri 24 æðir25 míð Loðn»tt:1sofl2tóbak 3sól4flaga5skjól6 spyrja7kurfar10 iandið 13 kjass 16 ilma 18fóðra20forfeður23 varðandi Lausn a siðustu krossgátu Larétt:1pund4maul8 árgæska9akra11 taug12teista14MA15 Iæra17ansir19urt21 lit22tðOu24tróð25 isamt *-" a 3 # 4 • • 7 # ¦ • 1F # 11 ia - . 1» # 1« • # i> 1« • ir^ 1» # 1» 20 *» # 22 2» # 24 # 2« ' Lóðrótt:1plat2nári3 1 drasli 4 mætar 5 asa 6 ukum 7 lagast 10 kenn- ' < ir 13 tasrt 16 auða 17 alt 18stó20rum23ös Flmmtudagur 8. Júnf 1989 .ÞJÓOVILJINN - SÍOA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.