Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR íran Samvirk fbmsta Iraskir ráðamenn hafa komistað samkomulagi um að forðast inn- byrðis erjur í kjölfar fráfalls Khomeinis. Enþeir eru ósammála um margt, bæði íinnan- og utanríkismálum, svo að óvísterhve lengisá friður helst Helst er svo að sjá að íran verði fyrst um sinn stjórnað af eins- konar samvirkrí forustu. Ljóst er að enginn háttsettustu manna hefur nokkra möguleika á að verða eftirmaður Khomeinis sál- uga í raun. I augum aimennings kemst enginn þeirra þangað með tærnar sem Khomeini hafði hæl- ana, eða neitt nálægt því, þvflíkr- ar firnalotningar naut sá gamli sem leiðtogi Irans jafnt um ver- aldleg sem andleg efni. Ali Khamenei íransforseti var að vísu af öðrum ráðamönnum kjörinn eftirmaður Khomeinis og er þar með í orði kveðnu nánast alráður valdhafi landsins, en það kjör fór fram af slíkri skyndingu að sennilegast er að tilgangurinn þar á bakvið hafi fyrst og fremst verið sá að hindra að valdabar- átta milli hinna og þessara æðstu manna brytist þegar út í ljósum loga. Og engum dettur í hug að Khamenei sé maður til að fara í föt Khomeinis. Til þess er hann of lágt settur í forustuhópi sjíta- klerka og forsetaembættinu fylgja lítil völd, þótt ekki væri annað. Vinur basarkaupmanna Hinsvegar er engin ástæða til að efast um að Khamenei haldi sínu í innsta hring ráðamanna fyrst um sinn. Hann er hlynntur einstaklingsframtaki í atvinnulífi og hefur góð sambönd meðal bas- arkaupmannanna, gamalgróinn- ar og áhrifamikillar stéttar í versl- un, en stuðningur þeirra við Khomeini olli talsverðu um að hann komst til valda. Khamenei, sem er tæplega fimmtugur að aldri, nam guðfræði við fótskör Khomeinis og var síðustu þrjú árin fyrir valdatöku hans ýmist í fangelsum keisarans eða í útlegð með meistara sínum. Hægri handleggur Khameneis er honum ónýtur eftir sprengjutilræði sem honum var sýnt í júní 1981, er hann var að flytja ræðu. Hafði sprengjan verið falin í segul- bandstæki. Um Khamenei er ennfremur sagt að hann hafi gríð- armikinn áhuga á bókmenntum, enda kallaður „skáldforsetinn". Eins og sakir standa er talið að honum ívið valdameiri og valda- mesti maður írans í bráðina sé Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, hálfsextugur forseti þingsins. Hann er einnig yfirhershöfðingi og varaformaður 85 manna sér- fræðingasamkundu svokallaðrar, en það var einmitt hún, sem sam- kvæmt stjórnarskrárákvæði kaus eftirmann Khomeinis. Rafsanj- ani er sagður dugnaðar'maður í stjórnmálum og njóta víðtæks stuðnings, m.a. af hálfu þingsins, hersins og byltingarvarðliða svokallaðra. Talið er að fortölur hans hafi valdið mestu um að Khomeini fékkst um síðir til að samþykkja vopnahlé í stríðinu við írak. Rafsanjani hefur líka leitast við að draga úr einangrun írans á alþjóðavettvangi og sér- staklega að bæta samskipti þess við Vesturlönd, en alvarlegur afturkippur kom í þá viðleitni við allt standið út af bók Salmans rit- höfundar Rushdie, sem múslímar telja guðlast. Ambassador í Damaskus Þeir Rafsanjani og Khamenei eru bandamenn í stjójnmálum og báðir sagðir tiltölulega varkárir og hófsamir, eftir því sem gerist þar á bæ. Talið er líklegast að sá fyrrnefndi verði kjörinn eftir- maður þess síðarnefnda í forseta- bættið í ágúst í sumar, en Kham- enei hefur þegar verið forseti tvö kjörtímabil og getur stjórnarskrá samkvæmt ekki verið það lengur. Þeir félagar og stuðningsmenn Mengistu býður friðarviðræður Mengistu Haile Mariam, Eþí- ópíuforseti, hvatti á mánudag til að friðarviðræður yrðu upp tekn- ar milli stjórnar hans og Þjóð- frelsisfylkingar Eritreu (EPLF), sjálfstæðishreyfingar kristinna manna þarlendis. Segist Meng- istu ekki setja nein skilyrði fyrir viðræðunum önnur en þau, að EPLF falli frá kröfu sinni um fullt sjálfstæði til handa Eritreu. En einmitt þar stendur hnífurinn í kúnni, því að EPLF krefst fulls sjálfstæðis fyrir land sitt og tók í gær dauflega undir tilboð Meng- istus. Með því gengur hann þó lengra í tilraunum til samkomu- lags við eritreanska uppreisnar- menn en Eþíópíustjórn hefur nokkurntíma áður gert, enda er her hans mjög þreyttur orðinn á stríðinu í Eritreu, sem staðið hef- ur í 28 ár. Olli sú stríðsþreyta stjórnarbyltingartilraun fyrir þremur vikum, sem Mengistu tókst að vísu að bæla niður. Auk þess hafa Sovétmenn lýst sig ó- fúsa að halda áfram að vopna hann til stríðsins. 162 fórust 162 menn fórust er farþega- flugvél frá Suður-Ameríkuríkinu Súrínam fórst í þoku skammt frá flugvellinum við Paramaribo, höfuðborg landsins. Af farþeg- um, sem flestir munu hafa verið súrínamskir og hollenskir, og áhöfn vélarinnar, sem var banda- rísk, komust að sögn aðeins 15 lífs af. Vélin var í flugi frá Schip- holflugvelli við Amsterdam. Blóðugar róstur í Úsbekistan 67 manns hafa verið drepnir í róstum, sem staðið hafa yfir síðan á laugardag í Fergana í Usbekist- an, fólksflesta Mið-Asíulýðveldi Sovétríkjanna. Eigast þar við Ús- bekar og Mesketar, en þeir síðar- nefndu eru þjóðflokkur sem Stal- ín herleiddi frá Kákasus 1944. Báðar þjóðir eru tyrkneskrar ætt- ar. Meirihluti þeirra, sem hafa verið drepnir, eru Mesketar, og eru Úsbekar sagðir elta þá með skotvopnum, járnstöngum og öðrum bareflum. Að sögn so- vésks blaðs hafa um 11,000 Me- sketar verið fluttir frá óeirða- svæðinu, þar eð ekki hafi reynst fært að tryggja öryggi þeirra þar. Alls eru um 160,000 Mesketar í Úsbekistan. Tassfréttastofan segir yfirvöld á staðnum hafa misst tök á ástandinu og að 16-20 ára unglingar, drukknir eða í ffknilyfjavímu, hafi verið athafn- asamastir við ódæðísverkin. Miljón tegunda í hættu Hætta er á að um miljón dýra- og jurtategunda deyi út á næstu árum af völdum náttúruspjalla, að sögn Umhverfisverndarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Sem ástæður eru meðal annars nefndar til grc'ðurhúss- áhrif og eyðing ósonlag ;. þeirra hafa í undirbúningi stjórn- arskrárbreytingar með það fyrir augum að auka vald forseta drjúgum og afnema embætti for- sætisráðherra. Einn helsti oddviti „haukanna" í írönsku forustunni er sagður vera Ali Akbar Mo- htashemi, rúmlega fertugur að aldri. Hann er innanríkisráð- herra, ræður lögreglubákninu þar með að mestu og hefur á sínu valdi að útnefna fylkisstjóra, 24 að tölu. Vald hans er því ekkert smáræði og gæti vel svo farið að hann reyndist þeim Khamenei og Rafsanjani hættulegur keppi- nautur. Mohtashemi var 1981-85 ambassador í Damaskus, en sú staða er mikilvæg, bæði sökum þess að Sýrland er mikilvægasta vinaríki írans og vegna sambands írönsku forustunnar við sjíta í Lí- banon. í því embætti kom Mo- htashemi sér í mikinn kunnings- skap við Guðsflokkinn (Hezboll- ah), bókstafstrúuð lfbönsk sjíta- samtök, og er ætlan sumra vest- rænna leyniþjónustustofnana að hann hafi staðið á bakvið sjálfs- morðsárásir Líbanonssjíta á Bandaríkjamenn, Frakka og ís- raela. Sjálfur fékk hann um síðir að smakka á eigin meðali, því að einn góðan veðurdag sleit bréf- sprengja af honum nokkra fing- ur. íranir lýstu sök á hendur Bandaríkjamönnum og ísraelum fyrir tilræðið, en trúlegra þykir að Sýrlendingar sjálfir hafi skrifað honum bréfið. Þeir vilja hafa ein- okun á því að deila og drottna í Líbanon og kann vera að þeim hafi þótt íranski ambassadorinn vera orðinn full umsvifamikill þar. Bænahalds- stjóri í Kúm Annar mikill ráðamaður í her- skárri og öfgasinnaðri armi ír- önsku forustunnar er Hussein Musavi forsætisráðherra, tæp- lega fimmtugur að aldri. Hann vill að ríkið ráði sem mestu um stjórnun efnahagslífs og er á þeim vettvangi á öndverðum meiði við þá Khamenei og Rafsanjani, enda er vitað að honum hefur áður lent saman við þann fyrr- nefnda. Musavi hefur verið for- sætisráðherra síðan 1981 og á sæti í tólf manna eftirlitsráði, sem svo heitir og hefur yfirumsjón með allri löggjöf. Forseti sérfræðingasamkundu áðurnefndrar er Ali Meshkini, rúmlega hálfsjötugur ayatollah. Hann nýtur mikils álits fyrir kunnáttu í íslamslögum og miícill- ar lotningar af því að hann stjórn- ar föstudagsbænum í Kúm, höfu- ðstað íransks sjítaklerkdóms. Auk þess er upplýsingamálaráð- herrann tengdasonur hans. Hann er talinn einn af herskárri mönnum forustunnar, án þess þó að hann þurfi endilega þess vegna að vera náinn bandamaður þeirra Mohtashemis og Musavis. „Rauði múllann" Enn skal nefndur meðal her- skárra leiðtoga Musavi Khoeini- ha, opinber saksóknari og kallað- ur „rauði múllann" af því að hann á yngri árum var í læri í Lúmúmb- aháskóla í Moskvu og í Leipzig í Austur-Þýskalandi. Hann er nú rúmlega hálffimmtugur. Hann er áhrifamaður í Félagi herskárra klerka og mikill stuðningsmaður Guðsflokksins í Líbanon. Kho- einiha er ákafur talsmaður út- Rafsanjani - mestur ráðamaður í Khamenei - tiltölulega hófsamur bráðina. og bandamaður Rafsanjanis. Mohtashemi - bréf frá Sýriend- ingum. flutnings íslamsbyltingar og kvað hafa staðið á bakvið óspektir af hálfu íranskra pílagríma í Mekka og Medína. Ahmad Khomeini, 43 ára sonur hins nýlátna leiðtoga, hef- ur lengi verið mikill áhrifamaður á bakvið tjöldin og síðustu æviár föður síns réði hann mestu um það, hverjir fengu að tala við hann. Hann var áður hlynntur Rafsanjani, er kvað upp á síð- kastið hafa gerst bandamaður Mohtashemis. Sagt er að Ahmad Khomeini hafi lengi Ieikið hugur á að verða eftirmaður föður síns, en hann hefur ekkert opinbert embætti og staða hans er nú í óvissu. Af öðrum helstu ráða- mönnum má nefna Mohammad Mohammedi Rey-Shahri, upp- lýsingamálaráðaherra og tengda- son áðurnefnds Meshkinis, og Abdulkarim Musavi Ardebili, forseta hæstaréttar. Sá síðar- Musavi - einn helstu oddvita „haukanna" og bandamaður Mo- htashemis. nefndi er sagður vera einskonar miðjumaður í stjórnmálum þar- lendis. í bráðina virðast helstu ráða- menn hafa náð samkomulagi um að forðast klofning og deilur innan forustunnar, en andstæð- urnar innan hennar eru verulegar svo að óvíst er hvað það gengur lengi. Herskárri armurinn hefur kenningar Khomeinis og pólit- íska erfðaskrá á bakvið sig, og áhrif þess gamla, þótt liðinn sé, eru áfram gífurleg svo að hóf- samari menn komast ekki hjá því að fara að með ýtrustu varkárni, ef þeir færast í fang að breyta stefnu írans í utanríkismálum eitthvað verulega frá því sem ver- ið hefur. Óvíst er enn um, hvort hagur afla andstæðra klerka- stjórninni eins og hún leggur sig vænkast eitthvað við hin nýorðnu umskipti. dþ. 6 SÍÐA - WÓÐVIUINN Kína Ovíst hverjir ráða Deng sagður veikur. Hereiningar íPeking skjóta á hvað semfyrir er. Róstur og mann- dráp í fleiri borgum Einingar úr 27. kínverska hern- um, sem strádrápu stúdenta og verkamenn á Himinsfriðar- torgi á sunnudag, eru nú sagðar víggirða sig í miðborginni í Pek- ing, líkt og þær búist við gagn- árásum. Andstöðu virðist enn haldið uppi í borginni af hálfu mótmælahreyfingarinnar, því að öðru hvoru gera hermenn útrásir frá bækistöðvum sínum og spara þá ekki skotin. Raunar er svo að heyra að sumar hereiningarnar skjóti á hvað sem fyrir er, t.d. varð bygg- ing á sendiráðasvæðinu fyrir skothríð í gær. Þar eru erlendir fréttamenn og stjórnarerindrek- ar, en ekki er vitað til að neinn þeirra hafi sakað. Erlendir menn flýja nú land hver sem betur getur og segja margir hroðalegar sögur af framferði hermanna. Þeir segja 27. herinn hafa í árás sinni á Himinsfriðartorg skotið unn- vörpum niður ungar stúlkur og börn ásamt öðru fólki og einnig hafa skotið á hermenn úr öðrum hereiningum, sem umkringt höfðu torgið áður en ekki viljað beita mótmælafólkið hörðu. Fjölmörg ríki hafa gert ráðstaf- anir til að ná fólki sínu úr landi, t.d. er flugvél frá SAS á leiðinni til Kína til að ná í Norðurlanda- búa, sem þar eru búsettir eða staddir. Hætt er við að átökin komi hart niður á efnahagslífi Kína, því að mörg erlend fyrir- tæki hafa orðið að hætta starf- semi í landinu og má búast við að erlendir aðilar hætti við fjárfest- ingar þarlendis og dragi úr við- skiptum við Kína. Margt er í óvissu um ástandið í innsta valdahring þarlendis, t.d. sagði Marlin Fitzwater, talsmað- ur Hvíta hússins, í gær að hann hefði ekki hugm/nd hver nú færi með stjórnarforustu f Kína. Sögusagnir ganga um að Deng Xiaoping sé veikur og á sjúkra- húsi. Einnig ganga sögur um að stjórnin hafi að verulegu leyti misst tökin á hernum. Sumir kenna Yang Shangkun, háöldr- uðum forseta landsins, um fjöl- damorð 27. hersins á mótmæla- fólkinu, en náfrændi hans að nafni Yang Jianhua kvað vera æðsti maður þess liðsafla. í mörgum öðrum borgum eru áfram róstur og átök og er talið að herinn hafi í sumum þeirra framið veruleg manndráp. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.