Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Alþýðubandalag á heljarþröm Nú eru miklir örlagatímar í Al- þýðubandalaginu og næstu mán- uðir munu skera úr um það hvort flokkurinn verður enn á ný vett- vangur illvígra deilna og jafnvel einhvers konar klofnings. Sú hætta blasir við að flokkurinn fái á sig ímynd þröngsýni og ólýð- ræðislegs andrúmslofts og festi sig í sessi sem smáflokk, en fylgi hans dreifist í gegnum Kvenna- lista og Alþýðuflokk eitthvert út í flokkaflóruna. Ég gekk í annað sinn í Alþýðu- bandalagið fyrir tveim árum eftir rúmlega áratugar dvöl utan flokks og landsteina. Mér þótti einsýnt eftir kosningaósigurinn 1987 að það þyrfti að gera átak til að endurnýja flokkinn bæði að stefnu og starfsháttum. Margir bera í brjósti svipaðan vilja en það er ekki hlaupið að þessu verkefni, einkum þegar langvar- andi deilur hafa skapað hugarfar tortryggni og skotgrafahernaðar. Ég er þeirrar skoðunar að sú ríg- fasta armaskipting sem verið hef- ur í flokknum undanfarin ár sé fjötur um fót allri nýsköpun og frjóum hugmyndaskiptum, fæli menn í stórum stíl frá starfi í flokknum og festi allan stefnu- ágreining í undarlegum og af- skræmdum sporum. Þegar ljóst var, hvernig línur myndu skerast á landsfundi 1987, ákvað ég hins vegar að styðja Ólaf Ragnar til formennsku, einfaldlega vegna þess að ég taldi þann kostinn lík- legri til að opna flokkinn fyrir nauðsynlegri endurnýjun. Því miður hefur sú ekki orðið raunin. Armaskipting hefur ekki riðlast í grundvallaratriðum held- ur leitt flokkinn út í frekari ógöngur. Reyndar hefur sá meiri- hluti sem myndaðist um Ólaf Ragnar ekki beitt sér sem slíkur síðan, hvað þá að hann hafi beitt sér fyrir þeirri djúptæku hug- myndalegu endurnýjun sem vantaði. Margir þeir sem völdust til forystu fyrir þennan meirihluta Gestur Guðmundsson skrifar hafa eytt orku sinni í ófrjóa varn- arbaráttu fyrir stöðu Ólafs Ragn- ars og stuðningshóps hans í flokknum, en flokksformaðurinn sjálfur lagði fljótt þá línu að leita sátta í flokknum og stilla hinar stríðandi fylkingar saman. Slíkar sættir voru ekki aðeins jákvæðar samfylkja til að halda völdum. Slík hugsun hlýtur t.a.m. að hvarfla að mönnum þegar þeir sjá sama fólkið taka upp samstarf við Birnu Þórðardóttur og fyrir fáum árum var í órjúfanlegu samfloti með Ásmundi Stefánssyni - án þess að það verði séð að neinn þannig að þar fari fremur verk- stjóri en foringi en að forysta flokksins sé sem breiðust og lýð- ræðislega uppbyggð. Fyrir mig skiptir það meginmáli að hægt verði að skapa í flokknum and- rúmsloft hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og frjórrar hugsun- „Pað er ófrjóttpex hvort menn kalla sig jafnaðarmenn, sósíalista eða jafnvel komma og bolsa. Sá skilningurþarfað vinna á innan vinstri hreyfingarinnar að hinir sögulegu hugmyndastraumar hafa allir siglt í strand eða náð endamörkum sínum... “ heldur beinlínis nauðsynlegar, en skyldu þær ekki hafa enst lengur ef þær hefðu orðið í grasrót flokksins eða einstökum flokks- stofnunum? Þess í stað gerðust „sættir að ofan“ eða einhvers konar samkrull í þingflokk og æðstu forystu flokksins. Undir þessu yfirbragði sátta hafa marg- ar einkennilegar orrustur verið háðar. Rétt eins og hinn nýi meirihluti í flokknum var áfram í þeirri sál- rænu stöðu sem margir einstak- lingar hans höfðu verið í um ára- bil, þ.e. í stöðu minnihlutans, hélt hinn nýi minnihluti áfram að haga sér eins og hann væri meiri- hluti. Það er ekki út í bláinn að sumt fólk hefur verið kallað flokkseigendafélag, vegna þess að það hagar sér alltaf eins og það eigi einkaleyfi á forystu í Alþýðu- bandalaginu. Maður freistast til að halda að fyrir þennan hóp sé meirihluti ekki spurning um lýð- ræði eða pólitík, heldur um tækni, þ.e. með hverjum eigi að þessara þriggja aðila hafi breytt pólitík sinni um millimetra. Á meðan Ólafur Ragnar hefur brosað sáttabrosinu og beðið þá sem studdu hann í formanns- kosningu að hafa sig hæga, hafa hinir fornu andstæðingar hans í flokknum sest einráðir að hverju apparati flokks og hreyfingar á fætur öðru - nú síðast Þjóðviljan- um og Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur. Blinda Ólafs Ragn- ars á eðli „sáttanna", skortur hans á samráði við flokksmenn og fruntaskapur hans gagnvart eðlilegri kjarabaráttu fólksins í landinu hafa smám saman verið að rýja hann trausti og fylgi, a.m.k. í kjördæmi hans og meðal „Iýðræðissinna" í Reykjavík. Ég er þó ekki að skrifa þessa grein til að fitja upp á því að skipt verði um kallinn í brúnni. Mér er nokk sama hvort sá kall heitir Ólafur Ragnar, Svavar eða eitthvað allt annað. Reyndar tel ég að breyta eigi ímynd flokksfor- manns Alþýðubandalagsins, ar. Á undanförnum árum hefur slíkt starf verið unnið í mörgum málaflokkum, til dæmis húsnæð- ismálum, heilbrigðismálum og byggðamálum. En flokkur endurnýjar ekki stefnu sína nema að litlu leyti í gegnum slíka ein- staka málaflokka, heldur verður líka að taka á einhverjum heild- arhugmyndum urn umbreytingu samfélagsins. Það er ófrjótt pex hvort menn kalla sig jafnaðarmenn, sósíalista eða jafnvel komma og bolsa. Sá skilningur þarf að vinna á innan vinstri hreyfingarinnar að hinir sögulegu hugmyndastraumar hafa allir siglt í strand eða náð endamörkum sínum, hvort sem það er hefðbundin kommúnísk lína eða klassískur sósíaldemó- kratismi, og hvorki femínismi né umhverfispólitík eru nægjanleg endurnýjun. Menn þurfa að geta hugsað upp miklu róttækari upp- skurði og „strúktúrbreytingar" á samfélaginu en gert hefur verið í vinstri hreyfingunni, breytingar sem stórauka jafnrétti og lýðræði og gefa einstaklingunum svigrúm til að njóta hæfileika sinna. Hér eru stórar spurningar settar á dagskrá, en það dugar ekkert minna. Slíkar spurningar verða að vera sósíalistum leiðarljós ef við ætlum okkur annað hlutverk en að dansa á milli einhverra framsóknarlausna í atvinnumál- um og eyðimerkurgöngu utan við öll áhrif á þróun samfélagsins. í Alþýðubandalaginu hefur verið erfitt að fitja upp á slíkum umræðum. Sá vandi verður ekki minni við það að hópur flokks- manna tekur saman höndum um að bola „óæskilegum öflum“ frá öllum áhrifum og helst úr flokkn- um. Hér er ráðist að fólki sem hefur efast um þær forskriftir sem flokkurinn hefur fylgt undan- farna áratugi og um sjálfgefinn frumburðarrétt hefðbundinna flokkseigenda til að stýra flokkn- um. Það mátti heyra í kringum aðalfund Reykjavíkurfélagsins að ýmsir í hinni nýju stjórn og nágrenni hennar hvöttu þá sem undir urðu til að ganga úr flokkn- um. Það hefur mér alltaf þótt undarleg latína að vilja hafa flokksmenn sem fæsta og helst alltaf sammála, en þetta viðhorf virðist vera sá arfur Leníns heitins sem lengst endist. Ég hef því ákeðið að gerast að- ili að hinu nýja félagi, Birtingu, í þeirri von að þar verði meiri áhugi en meðal ráðandi afla í Al- þýðubandalaginu á að fara í þá nýskapandi umræðu sem nauð- syn krefur. Ég mun jafnframt starfa í Alþýðubandalaginu í Reykjavík því að ég tel engan veginn loku fyrir það skotið að hægt verði að tala við fólk þar og að það átti sig á nauðsyn þess að í Alþýðubandalaginu sé fólk með ólíkar skoðanir og tali saman. Gcstur er félagsfræðingur og á sæti í miðstjórn Aiþýðubandalagsins. Söguskýringar Björn S. Stefánsson skrifar Kyrrstaða landsins og raunar afturför á 17. og 18. öld hefur lengi verið þjóðinni harmsefni og sagnfræðingum rannsóknarefni. Lengst af kenndu þeir sérleyfis- verzlun Dana um öðru fremur, nú síðast Gísli Gunnarsson í bók sinni Upp er boðið ísaland. Arnved Nedkvitne hélt því þó fram í Historisk tidskrift 4/i984 að markaðs- og verðlagsþróun á 17. öld og fyrri hluta 18. aldar hefði leitt til stöðnunar í verzlun með þurrkaðan fisk í Norðurevrópu án tillits til verzlunarhátta. Þó var ekki sama kyrrstaða á Nýfundnalandi, eins og kemur fram í bók Gísla (bls. 112), en fiskútflutningur frá Nýfundna- landi tífaldaðist á tímabilinu 1675-1789. Á sama tíma stóð fisk- útflutningur frá fslandi svo að segja í stað. Athygli vekur að aukning fiskútflutnings nýfund- lendinga á þessum tíma er um þrítugfalt heildarmagn útflutn- ings frá íslandi. Því vaknar sú spurning hvort aukningin frá Ný- fundnalandi hafi ekki þrengt kosti annarra sem seldu fisk á sömu svæðum, en hin mikla hlut- fallslega aukning á Nýfundna- landi stafi fyrst og fremst af því að landið var nýpumið. Þetta hefði ég m.a. vifjað sjá rætt af fróðustu mönnum. Gísli gæti stuðlað að því með því að svara ýmsum athugasemdum Ne- dkvitnes í Historisk tidsskrift við bók hans, en það hefur hann ekki enn gert, heldur hælzt um að hann hafi hrakið gagnrýni Ned- kvitnes á allt öðrum vettvangi (í Sögu). - Slíkt er óeðlileg fram- koma í fræðilegri umræðu. Gísli kennir einnig varðstöðu íslenzkra landeigenda um eigin hagsmuni um kyrrstöðuna í sjáv- arútvegi og útskýrir það í bók sinni. Eg hef hins vegar talið að arðbærari sjávarútvegur hefði sízt verið öndverður hagsmunum þeirra og rökræddi ýmsa þætti hagkerfis og stjórnkerfis með til- liti til skýringa Gísla í ritsmíðum sem hann nefnir í grein í blaðinu 1. þ.m. (Stutt Söguskýring), og vísast til þeirra. Þar gerir hann að umræðuefni stríð sitt við ritstjóra Sögu. Ég vil fylgja siðareglum sagntræöinga um rétta lýsingu atburða og leiðrétti því nokkrar ýkjur um það efni og minni enn á þá starfs- reglu sagnfræðinga að fylgja tímaröð atburða. 1. „í Morgunblaðsgreinum sín- um vitnaði Björn mjög til væntanlegrar ritgerðar sinnar í Sögu 1988 og nefndi raunar að greinarnar væru hlutar úr ritgerðinni óbirtu." Morgun- blaðsgreinarnar voru tvær. Ég vitnaði aðeins einu sinni í Söguritgerðina, í niðurlagi seinni greinarinnar, eftir að Gísli hafði sagt frá henni í Morgunblaðsgrein sinni, og að fengnu leyfi ritstjóra Sögu. 2. „Ég fór fram á það við rit- stjóra Sögu að ég fengi að sjá þessa ritgerð og jafnvel svara henni efnislega í sama hefti tímaritsins (sem kemur út að- eins einu sinni á ári). Ég benti á, þessari beiðni minni til stuðnings, að ritgerðin væri þegar orðin fjölmiðlamatur fyrir tilstuðlan höfundar og með leyfi ritstjóra tímarits- ins.“ Það var fyrst 25. maí, að ég skýrði frá ritgerðinni í grein í Morgunblaðinu, en Gísli sneri sér til mín 9. sama mán- aðar til að fá að sjá ritgerðina og hafði þá þegar fengið synj- un ritstjórnar. 3. „Ritstjórarnir höfnuðu báðir beiðni minni og sama gerði höfundurinn.“ Þegar Gísli sneri sér til mín, bað ég um frest til að hugsa málið. Hann vildi hringja í mig kvöldið eftir, en ég bað hann um að hafa samband að tveimur dögum liðnum og á kristilegri tíma en þá. Samt hafði hann aldrei samband við mig um málið. Ég gerði hins vegar fljótt upp hug minn, að ristjór- inn hlyti að ráða yfir ritsmíð- um þar til þær birtust, en ætl- aði að bjóða honum að koma á rannsóknaræfingu á Sagn- fræðistofnun Háskóla íslands, þar sem hann vinnur, og reifa gagnrýni mína. Til að frásögn Gísla af málaferlum hans við ritstjórn Sögu sé full er þess að geta að hann fór fram á það við útgefanda Sögu, stjórn Sögufélags, að hún tæki fram fyrir hendur ritstjóra og fengi honum ritsmíðina, en hún varð ekki við ósk hans. Svo ég snúi mér að merkara máli. Lesendur Historisk tids- skrift sem ekki lesa Sögu hljóta að gera ráð fyrir því að Gísli hafi engar meiri háttar athugasemdir við gagnrýni Nedkvitnes. Nú væri ráð að Gísli léti þá vita að svo sé ekki og svaraði Nedkvitne þar sem svara ber. Mætti svo fara að af því hlytist lærdómsrík umræða þar sem hlutskipti íslendinga yrði skoðað í víðu samhengi, eins og Gísli hefur vissulega gert sér far um. ,Gísli kennir varðstöðu íslenskra landeigenda um eigin hagsmuni um kyrrstöðuna í sjávarútvegi... Éghefhins vegar taliðað arðbærari sjávarútvegur hefði síst verið öndverður hagsmunum þeirra... “ Fimmtudagur 8. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.