Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 9
FLOAMARKAÐURINN FRETTIR ALÞYÐUBANDALAGIÐ Tll sölu mikið úrval af gardínum, veggljós, gömul hilla, gamall sími, spegill og ýmislegt fleira. Sími 27214 eftir kl. 17.00. Frábær sumarbíll Plymouth Volare árg. 79, station, vel með farinn og fagurrauður að lit. Verð samkomulag. Skipti koma vel til greina. Upplýsingar í vs. 17593 og hs. 25814. Tll sölu Tvíbreiður svefnsófi til sölu. Lítur mjog vel út. Tilvalinn t.d. I sumar- bústaðinn. Verð kr. 3.000. Upplýs- ingar í síma 25010. Barnfóstra Ég er 13 ára stelpa sem óskar eftir að gæta barna í sumar. Er í Selja- hverfi. Hef farið á námskeið hjá Rauða krosi islands. Upplýsingar í síma 72750 eftir kl. 19.00. Ungur madur óskar eftir atvinnu strax. Allt kemur til greina. Hafið samband í síma 11717. Ýmslr húsmunir óskast í sumarbústað Bamarúm, svefnsófar, borð, stólar, lítill fataskápur og kommóða. Má gjarnan vera gamait og þarf ekki að líta sérlega vel út. Upplýsingar í síma 19504. Tll sölu rúm 1x2 m á 2.500, borðstofuborð og 4 stólar, á 2.500. Upplýsingar í síma 43594 eftir kl. 16.00. Svartur leðurjakki tíl sölu, ónotaður, á 12-14 ára. Upp- lýsingar (síma 24193. Vísnagerð afmælisvísur og fleira. Upplýsingar í síma 17133 ákvöldin. Reykjavík - París Hefurðu áhuga á að skreppa til Par- ísar um mánaðamótin? Hef miða, rauðan apex, aðra leiðina, sem selst ódýrt. Verð um 10-15.000. Upplýsingar í síma 32296 eftir kl. 20.00. Fást geflns pott-baðkar, vaskur, salerni (í vegg), allt hvítt að lit. Sími 34868. Ritsafn Leníns á ensku til sölu. Upplýsingar í síma 16366 á kvöldin og um helgar. Tll sölu 50w Yamaha HR-1000 bassa- magnari, hátalari og Aria PRO-II bassi. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 95-5469. Trjáplöntur til sölu Alaskaösp 100-180 cm á 4-500 kr. stk. Einnig dagstjarna og silfursól- ey. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 681455. BMX hjól til sölu á 3000 kr. Upplýsingar í síma 37426. Þvottavél Biluð, gömul Candy þvottavél fæst gefins. Slær út rafmagnið. Upplýs- ingar í síma 54178 eftir kl. 17.00. Lada til sölu Vegna brottfarar af landinu verð ég aö selja Löduna mína, sem er ár- gerð 1981. Hún er í góðu lagi nema frambrettin eru dálítið þreytt. Hún er með skoðun til des, 1990. Þennan kostagrip getur þú fengið fyrir 30.000 kr. Upplýsingar I slma 671764 eftirkl. 19.00. íbúð óskast Unga reglusama konu bráðvantar að taka á leigu 2-3ja herbergja fbúð. Reglusemi og skilvísi heitið. Upplýsingar I sfma 84319. Lada til sölu Lada safír '86, lítið ekinn, til sölu. Upplýsingar í síma 38715. íbúð óskast Vill einhver góðhjartaður leigja notalega 2-3ja herbergja íbúð frá 1. júlí. Algjör reglusemi og traustar greiðslur. Upplýsingar í síma 31197 eftir hádegi eða á kvöldin næstu daga. Til sölu Leður mótorhjólagalli með öllu til- heyrandi, nýlegur á sanngjörnu verði. Einnig Commodore 64k tölva með 100 leikjum. Selst ódýrt. Sími 34627. Tilvalið fyrir námsfólk 4ra herbergja íbúð með húsgögn- um til leigu I Breiðholti. Laus um miðjan júlí. Upplýsingar í síma 78312. Til lelgu 2ja herbergja íbúð í háhýsi við Austurbrún frá 1 .júlí í 2-3 mánuði, e.tv. lengur. Upplýsingar ásamt greiðslugetu sendist á auglýsinga- deild Þjóðviljans merkt „Góð um- gengni - skilvísi" fyrir 14. júní. 3 barnareiðhjól og 1 fjölskyiduhjól til sölu. A sama stað óskast 3 gira 24"-26" kvenreiðhjól til kaups. Upplýsingar I síma 71232. Bárujárn gamalt en gott fæst gefins. Sími 14060 eða 16908. Trabanteigendur athugið! 4 sumardekk á felgum til sölu. Upp- lýsingar í sima 18648. Lítlll bill óskast Vil kaupa litinn fólksbíl árg. '82 eða yngri t.d. Daihatsu Charade, sem þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í slma 79927. Tll sölu gamalt vinnuborð, bókaskápar, vél- ritunarborð og 2 stólar. Verð tilboð. Nánari upplýsingar í síma 616399 ettir kl. 17. Óska eftir barnarimlarúmi ódýrt. Jórunn, sími 92-11834. Sem ný svefn- herbergissamstæða fyrir ungling til sölu. Samanstendur af Ijósu fururúmi, með rauðu og bláu harðplastinnleggi, skrifborði, hillum og náttborði. Upplýsingar í síma 29105 eða 15709. Útimarkaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni, t.d. skartgripi, útskurð, ker- amik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Upplýsingar í sima 19055. Rússneskar vörur f miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Upplýsingar í síma 19239. Hross óskast Óskum að taka á leigu reiðskólafær hross frá 15.6 - 3.9. '89. Hrossin munu notuð fyrir fatlaða einstak- linga. Leigugjald 7.000 pr. mánuð. Upplýsingar í síma 685470 og 666261. Ýmislegt ódýrt Til sölu: Ferðatöskur, húsbónda- stóll með skemli, handsláttuvól, toppgrind á bíl (festing á rennu) og sumarhjólbarðar á felgum (155X14). Sími 41289 kl. 13-19. Ódýrt I sumarbústaði svefnbekkir, kojur, allskonar stólar o.fl. Einnig til sölu: sófasett, sófa- borð, borðstofuborð og stólar, kom- móður, hjónarúm, tvíbreiður svefn- sófi (2ja manna sófi á daginn), eld- húsborð og stólar, ryksuga o.fl. Uppl. Langholtsvegi 126, kjallara, sími 688116 kl. 18.00 - 20.00. Félagsmiðstöð Laus er til umsóknar staða forstöðumanns við Félagsmiðstöðina Ekkó í Kópavogi. Menntun og/eða reynsla á sviði félags- og tómstunda- starfa með unglingum æskileg. Umsóknir skilist til Félagsmálastofnunar Kópavogs, Digranes- vegi 12, fyrir 1. júlí. Upplýsingar veitir unglinga- fulltrúi í síma 45700. Félagstnálastofnun Kópavogs Útgáfa Vera r ¦ i nyjum búningi Vera, tímarit um konur og kvenfrelsi, hefur nú kotnið út í tæp sjö ár. Hún er því búin að slíta barnsskónum og kemur nú út stærri, aðgengilegri og öðru- vísi útlits en áður. Stefnt er að því að blaðið komi út tíu sinnum á ári. Þetta gefur blaðinu aukið svig- rúm til að taka á atburðum líð- andi stundar. Fréttatengt efni mun fá meira rými í blaðinu sem eftir sem áður mun flytja viðtöl við skemmtilegar og skynsamar konur og greinar sem líklegar eru til að auka skilning kvenna á stöðu sinni og samfélagi. í Veru að þessu sinni er reynt að svara þeirri spurningu hvort konur séu konum verstar? Tilefn- ið er gamalkunn togstreita milli ýmissa kvennastétta sem vinna í mikilli nálægð hver við aðra s.s. á sjúkrastofnunum og dagvistar- heimilum. Þessi togstreita hefur komið nokkuð upp á yfirborðið að undanförnu þar sem málefni fóstra og sjúkraliða hafa verið til umfjöllunar í ráðuneytum og á þingi. Vera leitar svara við áleitnum spurningum hjá fulltrú- um þeirra kvennastétta sem hlut eiga að máli. Sigríður Kristinsdóttir sjúkra- liði og baráttukona segir frá lífi sínu og viðhorfum sem eru vissu- lega efni í meira en eina frásögn í blaði. Þá heldur Vera áfram kynningu sinni á félagasam- tökum kvenna og að þessu sinni eru það alþjóðlegu samktökin ITC, þar sem konur afla sér þjálf- unar til forystu og fundarstarfa. „Meðferð í stað fangelsisvist- unar" er fyrirsögn viðtals sem Vera átti við norska afbrotafræð- inginn Liv Finstad. Liv, sem er virk í kvennahreyfingunni, er þeirrar skoðunar að konur eigi að hafna fangelsum sem refsingu fyrir kynferðisafbrot. Slíkum af- brotamönnum eigi að veita með- ferð sem gefi þeim tækifæri til að horfast í augu við eigin afstöðu og athafnir og afleiðingar þeirra. í blaðinu er að auki grein um konur, velgengni og völd, fjallað um blindan niðurskurð á Borgar- spítalanum, sameiginlegt fram- boð til borgarstjórnar, foreldra- ekkjur, kjaramál, leikhús, kvik- myndir og margt fleira. Blaðið fæst á öllum helstu blaðsölustöðum og kostar 350,- kr. í lausasölu. Áskriftarsími er 22188. Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjómarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Miðvlkudaginn 14. júní: Atvinnumál - veiturnar - jafnrétti kynjanna. Miðvikudaginn 21. júní: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram ad loknum sumar- leyfistíma. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður veröur á opnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Seyðisfirði, Herðubreið, mánudaginn 12. júní kl. 20.30. Bakkafirði, skólanum, þriðjudaginn 13. júní kl. 20.30. Vopnafirði, Austurborg, miðvikudaginn 14. júni kl. 20.30. Reyöarfirði, Verkalýðshúsinu, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Borgarf irði, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Eskifirði, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Hjörleif ur Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið AB Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABK, mánudaginn 12. júní kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Starfið framundan. 2) önnur mál. Stjómin WÖLBRAUTRSKÓUNN BREIÐHOLTI Austurbergi5 109Reykjavík ísland simi756 0Q Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Skólaslit verða í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, laugardaginn 10. júní nk. og hefjast þau kl. 10.30. Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum. Um er að ræða nemendur, er lokið hafa áföng- um sjúkraliða, snyrtifræðinga, matartækna, sveinsprófs svo og sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi. Nemendur, er lokið hafa eins og tveggja ára brautum, fá skírteini sín afhent í Fella- og Hóla- kirkju eftir skólaslitin (um kl. 12.30) og síðan á skrifstofu skólans. Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Frá Grunnskóla Njarðvíkur Sérkennara vantar að Grunnskóla Njarðvíkur. Einnig vantar kennara eða fóstru til þess að kenna í 6 ára deild. Upplýsingar eru veittar í skólanum í síma 92- 14399, hjá skólastjóra í síma 92-14380 eða yfir- kennara í síma 92-37584. Skólastjóri PJÓÐVILJINN - SÍÐA. 9 Auglýsið í Þjóðviljanum Sími: 681333 ___

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.