Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR
Dagvistarmál
Færð undir félagsmálaraðuneytið
Foreldrafélagið mótfallið tillögum um aðfœra dagvistarmálfrá menntamálaráðuneytinu.
Jóhanna Sigurðardóttir: Verið að samrœma og bæta þjónustu sveitarfélaganna
Tillaga um að færa dagvistun-
armál frá menntamálaráðu-
neytinu í félagsmálaráðuneytið er
hluti af viðamikilli endurskoðun
á allri félagslegri þjónustu
sveitarfélaganna þar sem verið er
að semja rammalöggjöf á þessu
sviði. Til þess að hægt verði að
samræma og bæta þessa þjónustu
sveitarfélaganna tel ég nauðsyn-
legt að öll verkefni þeirra á þessu
sviði heyri undir sama ráðuneyti,
sagði Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra í samtali við
Þjóðviljann.
Foreldrasamtökin í Reykjavík
hafa sent frá sér ályktun þar sem
þau lýsa yfir andstöðu sinni við þá
tillögu að færa dagvistarmálin
undir félagsmálaráðuneytið. Þau
telja að með því sé sjálfkrafa ver-
ið að ýta undir það viðhorf að
dagvistarheimili séu aðeins fyrir
fáeina illa stadda hópa.
- Ég fæ engan veginn séð
hvaða rök liggja að baki þessari
afstöðu foreldrafélagsins. Það er
mikill metnaður meðal starfs-
manna félagsmálaráðuneytisins
að sinna þessum málaflokki vel
og það er engin hætta á öðru en
að það verði vel gert, sagði Jó-
hanna.
Jóhanna sagði ennfremur að
það væri enn ekki ljóst hvernig
tillögurnar myndu endanlega líta
út. Nefnd sú sem vann að tillögu-
gerðinni hefur skilað áliti sínu og
ráðherra hefur kynnt þær niður-
stöður fyrir ríkisstjórninni. Hins
vegar á eftir að senda þær ýmsum
umsagnaraðilum og ræða þær við
fulltrúa fóstrufélagsins og fleiri
aðila áður en þær verða ræddar á
ný í ríkisstjórninni og tekin
ákvörðun um það hvernig þær
verða lagðar fyrir þingið í haust.
>Þ
Óperufrumsýning
Aðalsöngkonan
þegjand hás
Fresta varð frumsýn-
ingu vegna veikinda.
Frumsýning í kvöld en
sýningumfækkar úr
fjórum í þrjár
Frumsýning á óperu Karólínu
Eiríksdóttur, Mann hef ég séð,
sem vera átti á sunnudaginn var
varð að fresta vegna skyndilegra
veikinda aðalsöngkonunnar Inge-
gerd Nilsson. Hún veiktist á föstu-
daginn og samkvæmt læknisráði
söng hún því ekkert um helgina. I
gær var Ingegerd búin að ná það
góðri heilsu að læknar töldu allar
líkur á að hún geti sungið í kvöld.
Ópera þessi er liður í dagskrá
Hundadaga sem standa yfir um
þessar mundir. Vegna fyrir-
komulags þeirra verður að fækka
sýningum óperunnar úr fjórum í
þrjár og gilda frumsýningarmiðar
því í kvöld eða á sýningarnar sem
verða á fimmtudag og föstudag.
Ingegerd sem er sópransöng-
kona fékk mjög góða dóma fyrir
flutning sinn þegar óperan var
frumflutt í Svíþjóð í fyrra bæði í
skandinavískum blöðum og tíma-
ritum í Bretlandi og Þýskalandi.
Reyndar fengu aðrir söngvarar í
Vonandi verður Ingegerd Nilsson (hvítklædd á miðri mynd) búin að endurheimta röddina fyrir frumsýningu
óperunnar „Mann hef ég séð“ í kvöld.
óperunni einnig mjög góða dóma mesta hrósið, var sögð búa yfir eiginleikum sem væru útfærðir í
en óperan sjálf fékk þó líklega sterkum lýrísk-dramatískum nýstárlegum stfl. iþ
Kjalarnes
Soipið ekki
í Alfsnes
Hreppsnefndin býður
Arnarholt í staðinn.
Davíð segir tilboð
borgarinnar fallið úr
gildi
Hreppsnefnd Kjalarneshrepps
hefur tekið þá ákvörðun að taka
ekki við sorpi frá Reykjavík til
urðunar í Álfsnesi en bjóða þess í
stað að urða megi sorpið við Arn-
arholt. Davíð Oddsson segir hins
vegar að tilboð borgarinnar hafl
verið bundið við Álfsnes og eng-
inn áhugi sé á samningi um aðra
staði á Kjalarnesi.
Tilboð borgarinnar fólst í því
að yfirtaka skuldir hitaveitu
Kjalnesinga og greiða ákveðið
verð fyrir hvert tonn af sorpi sem
urðað væri. Eins og fram hefur
komið í fréttum Þjóðviljans
fannst mörgum íbúum Kjalarness
tilboð þetta það gott að hreppur-
inn hefði ekki efni á að hafna því.
Hins vegar var andstaðan við
sorpurðun á svæðinu nokkuð
mikil og bentu menn á hættuna á
mengun og spjöllum á náttúru-
fyrirbærum sem ekki væri hægt
að kaupa fyrir peninga eftir að
einu sinni væri búið að eyðileggja
þau.
í ljósi þessara deilna um sorpið
tók hreppsnefndin ákvörðun um
að hafna tilboði borgarinnar en
bauð þess í stað að sorpið mætti
urða við Arnarholt þar sem and-
staðan við urðun á þeim stað er
minni meðal hreppsbúa.
Eins og staðan er í dag er allt
útlit fyrir að ekkert sorp verði
urðað á Kjalarnesi og því líklegt
að fyrri áætlanir um að byggja
sorpböggunarstöð í Hafnarfirði
og urða það í Krísuvík komi til
framkvæmda. Endanleg ákvörð-
un þar að lútandi hefur þó enn
ekki verið tekin.
'Þ
Austurland
um aldamótin
Samband sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi heldur aðalfund
sinn í íþróttahúsi Vopnafjarðar
um næstu helgi. Auk venjubund-
inna aðalfundarstarfa verður
fjallað um umræðuefnið Austur-
land árið 2000. Framsögumenn
um það efni verða Guðmundur
Malmquist forstjóri Byggða-
stofnunar, Hallgrímur Guð-
mundsson bæjarstjóri á Höfn í
Hornafirði, Arnbjörg
Sveinsdóttir formaður bæjarráðs
Seyðisfjarðar, Sigurborg Kr.
Hannesdóttir hótelstjóri í Valas-
kjálf, Águsta Þorkelsdóttir á
Refsstað í Vopnafirði og Sigríður
Bragadóttir frá Síreksstöðum í
Vopnafirði. Auk þess verður fjal-
lað um Jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga og breytta skipan á fram-
kvæmd heilbrigðismála. Fundur-
inn hefst á föstudagsmorgni og
stendur til laugardagskvölds.
Ný láns-
kjaravísitala
Seðlabankinn hefur reiknað út
lánskjaravísitölu sem gildir fyrir
septembermánuð. Hún er 2584
stig og hefur hækkað um 1,06%
frá ágústvísitölunni. Umreiknað
til árshækkunar hefur breytingin
á vísitölunni verið sem hér segir: í
síðasta mánuði 13,4%, síðustu 3
mánuði 18,8%, síðustu 6 mánuði
21,3% og síðustu 12 mánuði
14,6%. Er þetta enn eitt teiknið
um að verðbólgan sé á niðurleið.
Maður og kona
á Seltjarnarnesi
Lista- og menningarsjóður Sel-
tjarnarness hefur keypt verkið
Maður og kona eftir Hallstein
Sigurðsson og hefur því verið val-
inn staður í brekkunni við
Norðurströnd á Seltjarnarnesi.
Verkið er 2,60 metrar að hæð,
steypt í ál, og stendur á myndar-
legum stöpli.
Nefnd um verklag
í viðskiptum
Nýlega var stofnuð nefnd um
verklag í viðskiptum á vegum við-
skiptaráðuneytisins, Staðlaráðs
og EDI-félagsins en EDI stendur
fyrir „pappírslaus skjalaskipti
milli tölva“. Markmiðið með
stofnun nefndarinnar er að ein-
falda og samræma verklag í við-
skiptum hér á landi, einkum það
er lýtur að viðskiptaskjölum.
Nýr tónlistarstjóri
útvarpsins
Guðmundur Emilsson hljóm-
sveitarstjóri var á föstudaginn
ráðinn tónlistarstjóri Ríkisút-
varpsins til fjögurra ára. Kemur
hann í stað Jóns Arnar Marinós-
sonar. Guðmundur er 38 ára að
aldri. Hann lauk kennaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík,
BA-prófi í tónmenntum frá
Eastman School of Music og
mastersprófi frá sama skóla.
Vinnur hann nú að doktorsrit-
gerð um kór- og hljómsveitar-
stjórn við Indiana University.
Guðmundur stofnaði íslensku
hljómsveitina árið 1981 og hefur
stjórnað henni frá upphafi. Þegar
útvarpsráð fjallaði um ráðningu
Guðmundar hlaut hann sam-
þykki allra fulltrúa í ráðinu.
flutningaskjölum og skýrslum
hins opinbera. Þessi nefndar-
vinna mun einkum gagnast
Nýr dansskóli
Nýr dansskóli hefur verið stofn-
aður í Reykjavík og verður hann
til húsa í Bolholti 6. Stofnendur
skólans eru Jón Pétur Úlfljótsson
og Kara Arngrímsdóttir en þau
útskrifuðust sem danskennarar
frá Dansskóla Sigurðar Hákonar-
sonar og stunduðu einnig nám við
Ipswich School of Dancing á
Englandi. Þá hafa þau verið ís-
landsmeistarar atvinnumanna í
samkvæmisdönsum í þau fjögur
ár sem keppt hefur verið um þann
titil. Innritun í nýja skólann mun
hefjast innan skamms.
framleiðslu- og útflutningsfyrir-
tækjum sem eiga í síharðnandi al-
þjóðlegri samkeppni. Nefndin
hefur hlotið erlenda heitið IC-
EPRO og mun hún taka upp sam-
starf við samsvarandi nefndir í
öðrum löndum og ýmis samtök,
td. á sviði EDI-tækninnar. í
framkvæmdastjórn nefndarinnar
eiga sæti Karl Garðarsson úr fjár-
málaráðuneytinu sem er formað-
ur, Arnþór Þórðarson frá Félagi
íslenskra iðnrekenda, María Ing-
varsdóttir frá Útflutningsráði ís-
lands, Sigmar Þormar frá Versl-
unarráði og Tryggvi Axelsson úr
viðskiptaráðuneytinu.
Innleggsnófur
gilda á útsölum
Nú eru útsölur í algleymingi í
verslunum landsins og af því til-
efni hafa Neytendasamtökin veitt
því athygli að sumar verslanir
hafa neitað að taka við inn-
leggsnótum sem greiðslu á út-
söluvarningi. Samtökin benda á
að með því að gefa út innleggs-
nótu hefí verslun viðurkennt að
neytandinn eigi kröfu á vörum að
sömu upphæð og skipti þá engu
hvort yfír standi útsala, rýming-
arsala eða annað, réttur neytand-
ans sé óbreyttur.
Nýtt sérkort
af Mývatni
Landmælingar íslands hafa gefið
út nýtt kort af svæðinu frá Húsa-
vík til Mývatns. Er þetta eitt sér-
korta stofnunarinnar sem nú eru
orðin níu talsins. Landmælingar
hafa flutt kortaverslun sína um
set. Er hún nú að Laugavegi 178
og er gengið inn í hana að austan-
verðu. Auk korta fást þar ýmsar
ferðavörur, svo sem áttavitar,
sjónaukar, kortamælar, göngu-
mælar og kortatöskur.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ] Þrlðjudagur 22. ágúst 1989
/