Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 7
IÞROTTIR Reykjavíkurmaraþon var þreytt í sjötta sinn um helgina og tóku um 1300 manns þátt í hlaupinu. Hér á myndinni sést sigurvegarinn í maraþonhlaupi karla, Bretinn Robin Nash, skömmu eftir að hann kom í mark á 2:25,49 klst. Hann háði mikla keppni við Simon D'Amico en báðir reyndu hlaupararnir árangurs- laust við nýtt brautarmet. í þriðja sæti varð Sighyatur Dýri Guðmundsson á 2:39,58 klst. og varð hann því íslandsmeistari. í kvennaflokki sigraði Hollendin- gurinn Wilma Rushman á nýju brautarmeti, 2:47,25 klst. Martha Ernstsdóttir vann sigur í hálfu maraþoni kvenna á 1:18,55 klst. en næstar urðu Fríða Bjarnadóttir og danska stúlkan Elna Nielsen. í karlaflokki sigraði Kristján Skúli Ásgeirsson á 1:12,30 klst. en á hæla honum komu Sigurður P. Sigmundsson og Bandaríkjamaðurinn Douglas Hough. Jóhann Ingibergsson og Hulda Páls- dóttir sigruðu í skemmtiskokki á 23,51 og 29,34 mín. I næstu sætum urðu Björn Traustason og Orri Pétursson í karlaflokki en Þorbjörg Jensdóttir og Björg Jónsdóttir í kvennaflokki. Staðan 1. deild FH 14 7 5 2 20-11 26 Fram 15 8 2 5 19-13 26 KA 14 6 6 2 19-12 24 KR 14 6 5 3 22-17 23 Valur 14 6 3 5 15-11 21 IA 14 6 2 6 14-16 20 Vfkingur 14 4 5 5 21-19 17 Þór 15 3 6 6 16-23 15 IBK 14 2 5 7 15-24 11 Fylkir 14 : 3 1 10 12-27 10 2. deild Vlöir 14 10 2 2 20-11 32 Stjarnan 13 ' 10 1 2 30-12 31 IBV 13 8 0 5 31-25 24 Selfoss 14 7 0 7 18-24 21 UBK 14 5 4 5 28-24 19 Leiftur 13 4 4 5 13-15 16 (R 13 4 3 6 16-19 15 Tindastóll .... 14 3 2 9 26-25 11 Völsungur ... 14 3 2 9 18-31 11 Einherji 12 3 2 7 17-31 11 England Urslit 1. deild Charlton-Derby ..................0-0 Coventry-Everton.................2-0 Liverpool-Man. City .............3-1 Man. Utd.-Arsenal................4-1 Nott. Forest-Aston Villa.........1-1 QPR-Crystal Palace...............2-0 Sheff. Wed.-Norwich .............0-2 Southampton-Millwall.............1-2 Tottenham-Luton .................2-1 Wimbledon-Chelsea................0-1 2. deild Blackburn-Oldham.................1-0 Bradford-Port Vale...............2-2 Brighton-Bournemouth.............2-1 Hull-Leicester...................1-1 Ipswich-Barnsley.................3-1 Middlesbrough-Wolves.............4-2 Newcastle-Leeds..................5-2 Plymouth-Oxford..................2-0 Stoke-West Ham...................1-1 Swindon-Sunderland...............0-2 Watford-Portsmouth...............1-0 WBA-Sheff. Utd...................0-3 Skotland Celtic-Dunfermline...............1-0 Dundee-Dundee Utd................4-3 Hibernian-Rangers................2-1 Motherwell-Aberdeen..............0-0 St. Mirren-Hearts................1-2 1. deild Fram úr leik? Sigur Þórs á sunnudag breytir miklu á toppi og botni Þórsarar komu mjög á óvart með þvf að sigra íslandsmeistara Fram í hinum fræga leik sem færður var til vegna bikarúrslita- leiks Fram og KR. Við þennan ósigur hafa möguleikar Framara á að verja titilinn minnkað heldur betur og hljóta leikmenn FH, KA og KR að kætast við þessi úrslit. Þórsarar eru hinsvegar komnir af mesta hættusvæðinu í fallbarátt- unni, í bili að minnsta kosti. Þór gerði bæði mörk sín í fyrri hálfleik og skemmdi mikill með- vindur þá ekki fyrir Þórsurum. Fyrst skoraði Júgóslavinn Luca Kostic beint úr aukaspyrnu og þegar hálfleikurinn var rétt rúm- lega hálfnaður lék Júlíus Tryggvason sama leik nema hvað hann var enn lengra frá markinu. Fremur dauft lið Framara átti ekki mörg færi á að jafna metin í síðari hálfleik þótt liðið væri mun meira með knöttinn. Þetta var þriðji leikur Framara í deildinni á aðeins sex dögum og hafa þeir trúlega verið orðnir þreyttir eða jafnvel sigurvissir eftir frækilegan sigur á Val í síðustu viku. Altént hefur þetta það í för með sér að nú verða Framarar að treysta á að önnur lið sigri hin toppliðin því annars fer bikar þeirra burt úr Safamýrinni. Fram á aðeins möguleika á að hljóta 35 stig í deildinni en íslandsmeistarar hafa aldrei hlotið svo fá stig eftir að þriggja stiga reglunni var kom- ið á árið 1984. Þórsarar setja ÍBK og Fylki hinsvegar í mjög óþægi- lega stöðu á botni deildarinnar. -þóm Bikarkeppni kvenna Loks sigraði Skaginn Bikarinn upp á Akranes eftir sex tilraunir Stúlkunum af Skaganum tókst loks að sigra í bikarkeppni kvenna en lið þeirra hefur sex sinnum lcikið til úrslita f keppn- inni. Þær hafa fimm sinnum beð- ið ósigur en nú knúðu þær fram sigur gegn Þórsurum í úrslitaleik á Skipaskaga á sunnudag. Eftir markalausan fyrri hálf- leik náðu Þórsarar forystunni í byrjun síðari hálfleiks. Steinunn Jónsdóttir skoraði þá úr víta- spyrnu eftir að hún hafði verið felld innan teigs. En Adam var ekki lengi í paradís, og þaðan af síður Eva markvörður Þórs, því Jónína Víglundsdóttir jafnaði að- eins nokkrum mínútum síðar. Vanda Sigurgeirsdóttir skoraði annað mark Skagamanna og Jón- ína fyrirliði innsiglaði svo sigur- inn, 3-1, skömmu fyrir leikslok. Sigur Skagamanna ku hafa ver- ið sanngjarn þótt mikill vindur kæmi í veg fyrir að hægt væri að KA gefur toppliðunum FH og Fram lítið eftir og skilja nú tvö stig þessi lið að. KA vann Skaga- menn á föstudag 1-0 á Akureyri og er ÍA því úr leik í baráttunni um meistaratitilinn. leika skemmtilega knattspyrnu. Þá hljóta þær að eiga sigurinn skilinn eftir fimm úrslitaleiki án sigurs. -þóm Það var Anthony Karl Cre- gory, fyrrverandi Valsari, sem skoraði eina mark leiksins strax á fyrstu mínútunum eftir sendingu frá Gauta fyrrum Framara Lax- dal- -þóm 1. deild KA enn í barattunni Skaginn lagður 1-0 Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Heildarupphæð vinninga 19.08 var 3.892.054 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 1.793.241 Bónusvinninginn fengu 2 og fær hvor kr. 155.556 Fyrir4tölurréttarfær hver 3.833 ogfyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 289 Sölustaðir loka 15 mínútum | fyrir útdrátt í Sjónvarpinu Ptófaftu Græðandi varasalvi! "» kraftaverkatiykkbloðungrum ALOE VERA = WMSMwmMmm Þriðjudagur 22. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.