Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 11
BELGURINN
I DAG
Svona var þaksvipur Torfunnar séður frá Menntaskólanum árið 1885. Myndina tók Sigfús Eymundsson.
Torfan fest í sessi
Loksins er lokið uppbyggingu
Bernhöftstorfunnar en fá timbur-
hús hafa vakið upp meiri öldu-
gang í sálum Reykvíkinga en þessi
húsaþyrping í Kvosinni. Baráttan
fyrir verndun húsanna hófst um
1970 en árið 1979 voru þau
friðuð. Síðan hefur uppbygging
staðið yfir, en tafist af ýmsum
ástæðum, svo sem þrálátum hús-
brunum.
Nú eru húsin í Bakarabrekk-
unni semsé komin í sitt endanlega
form - ef hús komast þá einhvern
tíma í slíkt form. Af því tilefni er
búið að opna sýningu á ljósmynd-
um, líkönum og fleiru sem tengist
sögu húsanna og endurbyggingu
þeirra. Að sjálfsögðu er sýningin
haldin í Gamla bakaríinu að
Bankastræti 2.
Á sýningunni má ma. sjá til-
lögur sem bárust í hugmynda-
samkeppni um framtíðarútlit
Torfunnar sem Arkitektafélag ís-
lands efndi til árið 1971. Þá má
sjá líkan af Torfunni eins og hún
leit út árið 1905 og ljósmyndir af
viðgerð húsanna. Einnig verður
sýndur úrdráttur úr kvikmynd
sem Vilhjálmur Knudsen gerði
um þróun byggðar í miðborginni.
Sýningin verður opin virka
daga frá kl. 10-12 og 13-18 en um
helgar frá 12-16. Henni lýkur 6.
september nk. -ÞH
Breskur fangi þýðir Ijóð Khomeinis
Breski kaupsýslumaðurinn Ro-
ger Cooper, sem setið hefur í ír-
önsku fangelsi síðan í nóv. 1985,
hefur þýtt eitt af Ijóðum Khom-
einis heitins erkiklerks á ensku og
lýst því jafnframt yfir, að sá gamli
hafi verið skáld gott. Er þetta
samkvæmt frétt frá írönsku
fréttastofunni IRNA í s.l. viku.
Cooper er systursonur hins
þekkta breska rithöfundar Ro-
berts Graves. Hann hafði búið í
íran í tvo áratugi áður en ísl-
amska byltingin svokallaða var
gerð þar 1979 og talar persnesku
reiprennandi. Hann var í vinnu,
hjá bandaríska olíufyrirtækinu
McDermott, sem er með
atvinnurekstur við Persaflóa, er
hann var handtekinn. írönsk yfir-
völd ákærðu hann fyrir njósnir og
í febr. s.l. sagði Mohammad Mo-
hammadi Reyshahri, njósna-
málaráðherra írans, að hann
hefði hlotið þungan dóm.
Ráðherrann gaf þó í skyn um
leið, að sá dómur væri ekki enda-
nlegur og hefði dómsvaldið mál
hans enn til athugunar.
Khomeini hafði auk annars
lagt stund á skáldskap, en það var
á fárra vitorði fyrir lát hans. Að
honum látnum var gefið út kver
með átta af ljóðum hans, sem
vöktu mikla athygli, þar eð þau
þykja sýna á honum aðra hlið en
flestir þekktu. Ljóðin er sögð lýr-
ísk og mildari í tóni en annað sem
menn höfðu vanist að heyra frá
þeim gamla. Hann orti undir
jpersneskum bragarhætti, sem
I nefndur er ghazal, og segir Coop-
• er að meðferð hans á efninu
innan þess ramma, sem bragar-
hátturinn setur, sýni mikla fágun
og leikni í skáldskap. Cooper hef-
ur eins og fyrr segir þýtt eitt ljóð-
anna, og sneri hann því undir
bragarhætti f líkingu við þann
sem Shakespeare notaði.
Til stendur að meira af ljóðum
Khomeinis verði gefið út. Mögu-
leikar Coopers á að verða látinn
laus hafa aukist og minnkað til
skiptis eftir því hvernig gengið
hefur í samskiptum Bretiands og
írans, svo að segja má að hann sé
einskonar gísl. Stjórnmálasam-
bandi ríkjanna var slitið í mars
s.l. þegar bók Salmans rithöfund-
ar Rushdie, Kölskavers, var sem
mest hitamál.
Reuter/-dþ.
Ég vil ekki læra að bíða
og bíða,
betra er að stökkva og
falla en að skríða.
Jóhann Sigurjónsson
Strax eða aldrei
Styrkur til þýðinga á norrænum bókmenntum Norræna bókmennta- og bókasafnsnefndin, sem er skipuð af Ráðherranefnd Norðurlanda (menningar- og menntamálaráðherrarnir), hef- ur til umráða fé til að styrkja útgáfu á norrænum bókmenntum í þýðingu milli Norðurlandamál- anna. Önnur úthlutun í þessu skyni 1989 fer fram í nóvember. Umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 4-6, 101 Reykjavík, (sími: 609000) eða skrifstofu Ráðherranefndar Norðurlanda í Kaupmanna- höfn. Umsóknarfresturfyrirstyrkinn rennur út 1. októ- ber 1989. Umsóknir sendist til: ■affp"- Nordisk litteratur- og Ih bibliotekskomité k Nordisk ministerrád Store Strandstræde 18 DK-1255 Kobenhavn K, Danmark
Útför föður okkar, tengdaföður og afa
Ragnars Á. Magnússonar,
löggilts endurskoðanda
Rofabæ 43
fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 23. ágúst kl.
15:00.
Sigurbjörg Ragnarsdóttir Aðalsteinn Hallgrímsson
Marta Ragnarsdóttir Þorsteinn Eggertsson
Hrafnhildur Ragnarsdóttir Pétur Gunnarsson
Ragnheiður Ragnarsdóttir Keld Gjall Jörgensen
og barnabörn
þlOÐVILIINN
Fyrir 50 árum
Heimsstyrjöld yfirvofandi?
Stjórnir Bretlands og Frakklands
kvaddar saman í skyndi. For-
maður Sjálfstæðisflokksins á
Siglufirði segir sig úr flokknum.
Borgarafundur um „Rauðku“-
málið. Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsókn í upplausn. Er síldin
aftur að bregðast? Um helgina
kom mikil síld á land, en í gær var
lítil veiði.
22. ágúst
þriðjudagur í 18. viku sumars.
234. dagur ársins. Symfórían-
usmessa, tvímánuður byrjar.
Sólarupprás í Reykjavík kl. 5.40-
sólarlag kl. 21.19.
Viðburðir
Jörundi hundadagakonungi
steypt árið 1809. Sacco og Van-
zetti líflátnir í Bandaríkjunum árið
1927.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúöavikuna
18.-24. ágúst er í Lyfjabúðinni löunni
ogGarðsApóteki.
Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 fridaga). Siðarnef nda apótekið er
opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur..........sími 4 12 00
Seltj.nes..........sími 1 84 55
Hafnarfj...........sími 5 11 66
Garðabær...........sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavík..........sími 1 11 00
Kópavogur..........sími 1 11 00
Seltj.nes..........sími 1 11 00
Hafnarfj...........sími 5 11 00
Garðabær...........sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavaktfyrir Reykjavik, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur alla virkadaga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingarogtíma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sim-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virkadaga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspit-
alinn: Göngudeildin er opin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn simi 696600.
Hafnartjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna simi
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akurey ri: Dagvakt 8-17 á Læknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt læknas.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn:
virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstígopinalladaga 15-16og
18.30-19.30. Landakotsspítalhalla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
1( og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
all.daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavík: alla daga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allan sólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum
efnum. Sími 687075.
MS-félagið Alanoi 13. Opið virka daga frá
kl. 8-17. Síminn er 688620.
Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- .
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími 21500, símsvari.
Sjálf sh jálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari.
Upplysingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing
ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssim-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aöstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-
23. Símsvari á öðrum tímum. Siminn er
91-28539.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi
21260 alla virka daga kl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, erveitt ísíma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlið 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb-
ameinssjúklingaog aðstandendur þeirra á
fimmtudögumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
17. ágúst
1989 kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar.......... 60,83000
Sterlingspund............. 95,49100
Kanadadollar............ 51,68000
Dönsk króna................ 7,98560
Norskkróna................. 8,51720
Sænskkróna................. 9,17220
Finnsktmark............... 13,78740
Franskurfranki............. 9,19160
Belgískurfranki............ 1,48200
Svissn.franki............. 35,94090
Holl. gyllini............. 27,49690
V.-þýskt mark............. 30,99850
Itölsklíra................. 0,04319
Austurr. sch............... 4,40320
Portúg. escudo............. 0,37200
Spánskur peseti............ 0,49640
Japansktyen................ 0,42553
Irsktpund................. 82,75600
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 þjark4bút6
fataefni7rjóða9úr-
koma12hindri14
blundur15taíngi16
sterka19kvabb20
eyktamark21 skakkt
Lóðrétt: 2 sefa 3 prik 4
mögl 5 aum 7 salli 8
umgerð10alltaf11
nærh13kaðall17el-
Iegar18nægilegt
Lausnásíðustu
krossgátu
Lárétt: 1 smár4saug6
Ótt7lyst9alda12kafli
14svo15níð16rekan
19 næði 20 siga 21 arg-
ar
Lóðrétt: 2 mey 3 róta 4
stal5und7lýsing8
skorða10linnir11
auðrar13fák17eir18
asa
Þriðjudagur 22. ágúst 1989 i ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11