Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT QG SKQRIÐ Vöm fyrir velferð Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa hvor með sínum hætti látið í sér heyra um það sem framundan er í ríkisfjármálum og skattheimtu. Þeir segja nokkurn veginn þetta: Ríkissjóður verður ekki rekinn með halla til frambúðar. Þetta hefur verið gert í mörg undanfarin ár, en verður að taka enda, ella er efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar stefnt í voða. Til að snúa við á þessari braut eru aðeins tvær aðferðir, að draga úr útgjöldum eða hækka skatta. Ábendingar af þessu tagi ættu ekki að koma neinum á óvart. Um ríkissjóð gilda sömu lögmál og um hvert heimili. Ef ekki tekst að afla tekna fyrir útgjöldum þeirra gerist annað tveggja. Tekjumar eru auknar ef einhver ráð eru til þess, eða að útgjöldin eru skorin niður. Engum venjulegum heimilishaldara dettur í hug að hann geti lifað til frambúðar á lánsfé. Sú þjónusta sem velferðarríkið veitir, útheimtir bæði góða að- stöðu og sérþekkingu sem ekki er hægt að fá fyrir lítið. Enda þótt velferðarkerfið á íslandi sé með því betra sem þekkist í heiminum, fer því fjarri að í þeim efnum sé einhver lokasigur unninn. Enn vantar mikið á að þjónusta við aldraða og öryrkja sé fullnægjandi, og hverjum manni má vera Ijóst að löng árleg lokun sjúkrastofn- ana, með ómældum óþægindum og skaða fyrir hina sjúku og aðstandendur þeirra, er ekki viðunandi til frambúðar. Hvergi er vitað til að fullkomnir vegir kosti lítið og enn síður geta menn reiknað með að skólakerfi, sem rísi undir nafni, fáist á útsöluverði. Félagshyggjuflokkar, sem standa vilja vörð um velferðarkerfið, hljóta að lenda í alvarlegri klemmu við þær aðstæður sem nú ríkja. Menntun, heilbrigði og félagsleg þjónusta eru dýrustu útgjalda- liðir ríkis og sveitarfélaga. Þegar séð er fram á versnandi afkomu þjóðarbúsins, eftir að tillögur Hafrannsóknastofnunar um minnkandi afla á næsta ári eru komnar fram, reynir í alvöru á ríkisstjórnina. Hvar á að spara og hverjir eiga að greiða hærri skatta? Skattahækkun við þessi skilyrði er því í meira lagi vandasöm. Kaupmáttur launa hefur almennt lækkað, þannig að hækkun skatta á þeim sem hafa miðlungstekjur eða lægri mælist naumast vel fyrir hjá fjölmennustu starfsstéttum þjóðfélagsins, hvað þá hinum sem verr eru settir. Hækkun óbeinna skatta, sem leiðir til hækkunar á lífsnauðsynjum, eykur þrýstinginn á hækkun launa. Ríkisstjórninni virðist því eins og sakir standa ekki fær önnur leið en að hækka skatta, með einhverjum hætti, á þá sem betur mega sín. Ríkisstjórnin hefur auk þess ekki nauðsynlegan tryggan meiri- hluta á Alþingi. Semjist ekki um liðsauka Borgaraflokksins, er henni nauðugur sá kostur að semja við einhvern hluta stjórnar- andstöðunnar um framgang þeirra mála sem hún viil fá samþykkt. Stjórnarhættir af því tagi eru vel þekktir um öll Norðurlönd en hafa hingað til verið taldir frágangssök hér á landi. Viðfangsefnið framundan sýnist því vera þetta: Að verja vel- ferðarkerfið, að koma í veg fyrir að lífskjör fari versnandi og að snúa við á braut endalausrar skuldasöfnunar hjá ríkissjóði. Þessu verður að koma í kring við þau skilyrði að þjóðartekjur fari minnkandi, þingmeirihluti er óviss og oddviti atvinnurekenda krefst gengisfellingar og meiri kjaraskerðingar. Verkefnaskrá ráðherra í ríkisstjórn félagshyggjuflokka hefur áreiðanlega áður verið auðveldari. hágé Sambúð A-flokkanna Fyrir nokkru birti Alþýðublað- ið alllangt viðtal við Guðmund Arna Stefánsson bæjarstjóra í Hafnarfirði. Það snerist mikið um hans innansveitarkróniku - en þar að auki um ríkisstjórnar- samstarf og samvinnu A- flokkana. Að því er síðasttalda málið varðar, þá eru menn öðru hvoru að hreyfa því og syngur hver með sínu nefni. Einn nýbakaður krati sagði í pistli í því sama Alþýðu- blaði, að allt tal um sameiningu A-flokkana væri bjánaskapur. Nógu erfitt væri reyndar að losa sjálfan Alþýðuflokkinn við norðurlandakratismann, sem honum fannst vanta í rétta blöndu af markaðshyggju, þótt Alþýðubandalagsmenn færu ekki að þvælast fyrir í því máli. Nú og svo eru þeir til, sem tala eins og skjótur samruni þessara flokka tveggja mundi leysa allan vanda vinstrimanna hér á landi fljótt og vel. Aðstæður og veruleiki Bæjarstjórinn í Hafnarfirði tal- ar reyndar mjög æðrulaust og raunsæislega um þessi mál. Hann vill aukið samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags (og bætir því við hann fagni því að flokks- formaðurinn sé orðinn honum sammála „því hann tónaði nú á öðrum nótum hér á árum áður“.) Hann lofar samstarf A-flokkanna í Hafnarfirði, en telur að hvorki þar né annarsstaðar sé ástæða til að efna til sameiginlegra fram- boða. Líka vegna þess að „um leið og fylgi þessara flokka dregst saman í skoðanakönnunum minnkar auðvitað áhugi manna á því að fara í sameiginleg fram- boð“. Um sameiningarmálin segir Guðmundur Árni: „Til að allar aðstæður væru sem ákjósanlegastar fyrir sam- einingu flokkanna í einhverjum áföngum þyrfti fylgið að vera í meðallagi, flokkarnir álíka stórir og forysta þeirra þokkalega sam- stíga“. Og er þetta vafalaust nokkuð nálægt „realpólitískum" sanni. Hitt er svo líklegra að Guðmund- ur Árni geri of lítið úr þeim mál- efnaágreiningi sem verið hefur meðal liðskjarna A-flokkana, en hann lýsir þeirri skoðun sinni í viðtalinu, að þar sé mestan part um tilbúin ágreiningsefni að ræða en ekki raunveruleg. Stjórnin stjórni Bæjarstjórinn er ekki ánægður með ríkisstjórnina þótt hann sé reiðubúinn til að fyrirgefa henni ýmislegt, finnst að hún sé alltof upptekin af dægurmálum og reddingum fyrir horn: „Mér finnst satt að segja að for- ystumenn þessarar ríkisstjórnar hafi eytt alltof miklu púðri í auka- atriði en gleymt meginatriði allra stjórnmála og það er að stjórna, í þessu tilfelli landinu, með lang- tímamarkmið í huga. Að leggja upp línur í efnahags- og atvinnu- málum, ekki til næstu sex eða næstu tólf mánaða, ekki til næstu kosninga, heldur til næsta ára- tugar eða svo.“ Æææ, gætu nú þeir illkvittnu sagt: trúir maðurinn á stjórn- sýslu, er hann stjórnlyndur, man hann ekki kínverska spekinginn sem sagði, að veik stjórn væri mikil blessun fyrir þegnana? En sleppum því gamni - það er eðli- legt að bæjarstjórinn tali á þess- úm nótum. Ekki síst vegna þess, að almenningur er mjög með hugann við einmitt þetta: það er baslað við reddingar, en engu er breytt sem um munar. Lágt gengi stjórnár Steingríms Hermanns- sonar í skoðanakönnunum er ekki tengt því að hún hafi gert eitthvað mikið af sér, né heldur því, að menn búist við afrekum af Sjálfstæðisflokknum. Þetta lága gengi skýrist fyrst og síðast af því að mönnum finnst ekkert gerast, ráðleysið ríki. Þar með er því ekki endilega haldið fram að stjórninni detti ekkert í hug eða hún sé aðgerðarlaus - en hitt blasir við, að það sem gert er vek- ur litla hrifningu, jafnvel þótt um skynsamlegar ráðstafanir sé að ræða. Hvað viljum við? Og hrifningarskorturinn er áreiðanlega tengdur því ekki síst, að mönnum finnst að alltaf sé verið að tjalda til einnar nætur, það er rétt hjá Guðmundi Árna: menn sakna þess að ekki er reynt að hugsa fram í tímann, langtím- amarkmiðin eru í þoku falin eða gleymd með öllu. Að vísu má segja sem svo, að í því efni endur- spegli stjórnmálin samviskusam- lega gjaldþrot þeirra framfara- og hagvaxtarhugmynda sem menn hafa nærst á, hver með sínum hætti. Allir hafa reynt að bjóða upp á framtíð sem gerir ráð fyrir að meira sé framleitt, selt og keypt af öllu: allir voru á Göng- unni miklu upp á tinda hámarks- neyslunnar, spurningin var bara sú, hvort leiðin upp á það fjall liggur til hægri eða vinstri. Nú dynur það hinsvegar á mönnum, að það eina sem þeir eigi víst í efnahagsmálum sé óvissan, og að því er okkur ís- lendinga varðar, þá ættu flestir að vera farnir að skilja - ekki síst eftir fréttir í síðustu viku - að svo hart hefur verið gengið að auð- lindum okkar í sjónum að það er borin von að við getum leyst okk- ar mál með hagvexti á næstunni. En með því að allir hafa gert ráð fyrir hagvexti til þessa, þá gerist það fyrst við slík tíðindi að menn setur hljóða. Því næst benda þeir á næsta mann (stétt, flokk, hrey- fingu) og segja: Þetta er þér að kenna andskotinn þinn. En hvað um það: krafan um að stjórnmálamenn sem og atkvæði þeirra hugsi eitthvað framí tím- ann, hún fer ekki af dagskrá þótt mönnum sé svarafátt um framtíð- ina nú um stundir. Og hún hlýtur að tengjast því að menn endur- skoði sín markmið, sínar framfar- ahugmyndir. Og það er meira en líklegt að í því starfi skýrist pólit- ískar línur til muna frá því sem verið hefur á því tímaskeiði, þeg- ar við notfærðum okkur óspart þann möguleika að vísa meiri- háttar ágreiningi frá okkur í þeirri von, að hagvöxturinn tæki við honum og leysti úr honum. Þjóðviljinn Síðumúla 6'108 Reykjavík Sími:68133 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHar- aldsson. FramkvæmdastjórhHallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askrlftarverð á mónuði: 1000 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 22. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.