Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Páfi á spœnskum söguslóðum Sameinuð og kristin Evrópa Jóhannes Páll páfi annar, sem undanfarna daga hefur verið í opinberri heimsókn á Spáni, messaði í gær í Covadonga, smá- borg í Astúríu. Staður sá er fræg- ur í sögunni sökum sigurs, sem A usturríkil Ungverjaland 1000 yfir landa- mærin um helgina Yfir 1000 austurþýskum flótta- mönnum tókst að komast fram- hjá landamæravörðum frá Ung- verjalandi inn í Austurríki um helgina, að sögn starfsmanns við vesturþýska sendiráðið í Vín. Er talið að aldrei hafi fleiri Austur- Þjóðverjar flúið í einu lagi vestur yfir járntjald frá því að Berlín- armúr var hlaðinn 1961. Austur-Þjóðverjar þessir bættu sér í hóp allmargra Austurríkismanna og Ungverja, sem safnast höfðu saman á landa- mærunum til táknrænnar veislu undir berum himni í nafni friðar og einingar. Voru verndarar samkomunnar þeir Imre Pozsgay, einn af leiðtogum frjáls- lyndari arms ungverska komm- únistaflokksins, og Ottó af Habs- borg, sonur síðasta keisara Austurríkis og konungs Ung- verjalands. Urðu Austur- Þjóðverjarnir Austurríkismönn- unum síðan samferða til lands þeirra síðarnefndu, og var annað- hvort að nærstaddir ungverskir landamæraverðir tóku ekki eftir því eða létust ekki verða neins óvenjulegs varir. Um 3000 Austur-Þjóðverjar hafa komist framhjá landamæravörðum frá Ungverjalandi inn í Austurríki frá því um miðjan maí, er Ung- verjar byrjuðu að klippa niður sinn hluta járntjaldsins. Reuter/-dþ. landsmenn unnu þar á Aröbum árið 722. Arabar höfðu ráðist inn á Spán 11 árum fyrr og kollvarpað ríki Vestgota. Höfðu hinir íslömsku innrásarmenn náð nærfellt öllum skaganum á sitt vald, er höfðingi að nafni Pelayo sundraði einum af herj um þeirra við áðurnefndan stað. Varð sá sigur til þess, að arabískum og berbneskum mús- límum (sem Spánverjar og Port- úgalar einu nafni kölluðu Mára) tókst aldrei að ná fjalllendinu nyrst á Pýreneaskaga að fullu á sitt vald. Þaðan tóku kristnir menn síðan til við að endurvinna skagann smámsaman, en því verki varð ekki að fullu lokið fýrr en eftir átta aldir. Páfi sagði m.a. á þá leið, að með sigrinum við Covadonga hefði verið lagður einn af horn- steinum Evrópu okkar tíma. Kvað hann það eindregna ósk sína að til sögunnar kæmi samein- uð Evrópa, án núverandi landa- mæra er skiptu henni sundur, Evrópa er viðurkenndi að rætur hennar væru í kristinni trú. Áður hefur Jóhannes Páll annar hvatt til sameinaðrar, kristinnar Evr- ópu frá Atlantshafi til Úralfjalla, og má ætla að sú hafi einnig verið meining hans í gær í Covadonga. Áður en páfi söng messuna baðst hann fyrir frammi fyrir styttu af Maríu mey, sem er í helli skammt frá borginni. Hermir sögn að þar hafi María birst Pela- yo fyrir bardagann og hvatt hann til dáða gegn Márum. Reuter/-dþ. Tékkóslóvakía Lögregla tvístraöi mótmælafólki r Oeirðalögregla vopnuð kylfum dreifði í gær um 2000 mönnum, sem komu saman á Vensislásstorgi í Prag til þess að minnast þess, að liðið er 21 ár frá innrás Varsjárbandalagsins, sem batt enda á Pragvorið, er svo hef- ur verið nefnt. Nokkrir menn voru handteknir, en hermt er þó að aðfarir tékkóslóvakísku lög- reglunnar hafl ekki verið eins ruddalegar og við sum samskonar tækifæri áður. Fundarmenn mættu á torgið að áeggjan Carta 77 og margra sam- taka annarra. Þeir höfðu fyrir- hugað þögula mótmælagöngu, en lustu upp hyllingarhrópum er við flokk þeirra bættist hópur ung- verskra stuðningsmanna þeirra. Á borða sem Ungverjarnir voru með stóð: „Bolsévíkar komu með skriðdreka, við komum með blóm.“ Fundarmenn hylltu einn- ig Pólland og létu í ljós aðdáun á Vaciav Havel, rithöfundi og ein- um helsta forustumanni tékkó- slóvakískra andófsmanna og Al- exander Dubcek, fyrrum leið- toga kommúnistaflokksins þar í landi er stóð fyrir innleiðslu Pra- gvorsins. Pólska þingið fordæmdi í s.l. viku innrás Varsjárbandalagsins í ágúst 1968 og slíkt hið sama gerðu kommúnistaflokkur og stjórn Ungverjalands. Brugðust tékkóslóvakískir valdhafar reiðir við. Reuter/-dþ. Japan ríkast í heimi Arið 1987 áttu sér stað þau tímamót í veraldarsögunni að Japan varð efnaðasta ríki heims og fór í því fram úr Bandaríkjun- um. Er þetta samkvæmt upplýs- ingum gefnum af stofnun á vegum japanskra stjórnvalda. Þjóðareign Japans nam í árslok 1987 43,7 triljónum dollara. Þar af var rúmur helmingur lausafjár- eign og um 30 af hundraði fast- eignir. Um sömu áramót nam þjóðareign Bandaríkjanna 36,2 triljónum dollara. Ári fyrr voru þau enn ríkasta ríki heims með 34,0 triljónir dollara í þjóðareign en í öðru sæti var Japan með 28,3 triljónir. Þessi þróun vekur at- hygli á gífurlegu veldi Japans ekki einungis á sviði iðnaðar, heldur og ekki síður í fjármálum. Friðanriðræður út um þúfur Friðarviðræður herforingja- stjórnar þeirrar, er rændi völdum í Súdan 30. júní s.l., og suðursú- danskra uppreisnarmanna er hóf- ust í Addis Ababa á laugardag, leystust upp í gær. Ástæðan var að fulltrúar Súdansstjórnar tregðuðust við að ganga að aðal- kröfu uppreisnarmanna, þess efnis að Islamslögmál (sharia) gildi ekki í suðurhluta landsins, sem byggður er kristnum mönnum og heiðnum. Bretland Furðumikið um storslys Sumir kenna um mis- bresti á öryggisráð- stöfunum og kæru- leysi stjórnvalda Talið er að allt að 60 manns hafl farist er dýpkunarprammi sigldi á skemmtiskip á Thames- fljóti í miðri Lundúnaborg aðfar- anótt sunnudags. Er þetta átt- unda stórslysið í Bretlandi s.l. 30 mánuði og hefur það vakið þar- lendis heitar umræður um hvort hér sé einungis óhöppum, sem enginn geti gert að, um að kenna, eða hvort ónógar öryggisráðstaf- anir og kæruleysi af hálfu stjórnvalda liggi að baki a.m.k. sumum slysanna. Slysið á Thames um helgina minnti marga á bresku ferjuna, sem hvolfdi í mars 1987 undan Belgíuströnd, en þá fórust 193 manneskjur. í nóv. s.á. brunnu eða köfnuðu yfir 30 manns í elds- voða á King's Cross, neðanjarð- arbrautarstöð þeirri í Lundúnum þar sem umferð er mest. í des. s.l. fórust 35 manns er þrjár járnbrautarlestir keyrðu hver inn í aðra á Claphambrautarmótum í Suður-Lundúnum. Mánuði síðar fórust 47 manns með Boeingfar- þegavél, sem skall til jarðar við Kegworth í Mið-Englandi. Þegar hryðjuverkamenn grönduðu PanAmfarþegaþotu og 270 manns í Skotlandi í des. s.l. kenndu sumir um ónógum örygg- isráðstöfunum á breskum flug- völlum. Þá erþess aðgeta aðíjúlí s.l. ár fórust 167 menn er spren- ging varð í breskum olíuborpalli á Norðursjó. f apríl s.l. krömdust 95 manneskjur til bana á Hills- boroughknattspyrnuvelli f Sheffi- eld. Eitt Lundúnablaðið komst svo að orði í gær að Bretland væri orðið mesta slysaland „siðm- enntaða heimsins.“ Reuter/-dþ. Gíslarnir í Líbanon CIA ráðalaus Erfitt er að lauma njósnurum inn í mafíukennda hópa ofstœk- isfullra mannrœningja. Með sjálfsmorðsárásum og mannránum tókst Hizbollahmönnum þar að auki að lama starf bandarísku leyniþjónustunnar þarlendis Örlög vestrænu gíslanna í Lí- banon hafa mikið verið í fréttum um árabil. Vitað er að þeir sæta illri meðferð, hafa sumir verið pyndaðir og nokkrir myrtir og þeir sem enn lifa eiga dauðann stöðugt yfir höfði sér. Nærri má geta hvernig ástvinum þessara manna líður. Meirihluti gísla þessara, sem eru taldir vera 17 talsins, eru Bandaríkjamenn. Það vekur óhjákvæmilega furðu, hve ger- samlega ráðþrota risaveldið föðurland þeirra stendur gagnvart þeirri skyldu sinni að fá þá lausa. Eðlilegt er að spurt sé sem svo: Hvað dvelur nú CIA, bandarísku leyniþjónustuna, sem áður var taiin öllum öðrum slík- um stofnunum máttugri og með ráð og möguleika undir rifi hverju? Má muna sinn fífil fegri í Líbanon má CIA sín svo lítils að haft er fyrir satt að hún hafi ekki einu sinni hugmynd um, hvar gíslarnir séu hafðir í haldi, og hafa þó sumir þeirra verið fangar mannræningja frá því um miðjan áratuginn. Leyniþjónust- ustofnun þessi má muna sinn fífil fegri þarlendis. Á fyrri árum borgarastríðsins þar átti CIA í engum vandræðum með að verða sér úti um upplýsingar, „fýrir góð orð og betalíng,"- frá líbönskum stjórnmálamönnum og herfor- ingjum af hinum og þessum trúarlegum og pólitískum sauða- húsum, stjórnarerindrekum frá öðrum Arabaríkjum og háttsett- um mönnum í ýmsum palestínsk- um samtökum, svo að ekki sé tal- að um urmul minniháttar fólks, sem reiðubúið var að láta þes- skonar þjónustu í té gegn greiðslu eða til að klekkja á einhverjum andstæðingum eða keppinaut- um. En þetta gerbreyttist til hins verra fyrir CIA eftir að sjítar tóku að magnast. Hollusta hinna of- stækistrúuðu Líbanonssjíta við málstað sinn, samtök, ættbálk og fjölskyldu er svo gagnger, að við- leitni utan frá til að fá menn í þeirra röðum til að njósna fyrir sig hefur hingað til ekki borið ár- angur, svo vitað sé. A.m.k. virð- ist CIA enn sem komið er ekki hafa orðið neitt ágengt á þeim vettvangi. Mafíuhópar Talið er að mannræningjarnir flestir séu í einhverjum tengslum við Hizbollah (Guðsflokk), en þar er raunar um að ræða laus- lega skipulögð samtök. Mikið af því liði er skipt í smáhópa, oft eftir fjölskyldutengslum og skyldleika. Það fyrirkomulag minnir um margt á það sem þekkt er frá ítölsku mafíunni. Inn í þá hópa er engum hleypt, nema hann sé skyldur, tengdur eða frá bernskuárum nákunnugur þeim sem fyrir eru. Það hefur hingað til gert að verkum að nánast ómögu- legt hefur reynst að koma flugu- mönnum inn í hópa þessa. Margir Líbanar, sem ekki eru sjítar eða a.m.k. ekki hollir Hiz- bollah, vita að vísu heilmikið um þau samtök og hina ýmsu hópa innan þeirra. Sumum þeirra kann meira að segja að vera kunnugt um hvar gísiarnir eru faldir. Full- yrt er að sumt af þessu fólki vildi gjarnan láta þeim, sem vilja fá gíslana lausa, vitneskju sína um Hizbollah sýnir styrk sínn í Beirút - tókst að tæta sundur njósnanet CIA. þá í té. En það þorir það ekki af ótta við að mannræningjarnir verði þess vísir. Þetta fólk ætti þá yfir höfði sér hroðalegustu hefnd- ir, og þótt CIA eða aðrir álíka aðilar heiti því vernd að launum fyrir upplýsingar, þora ekki margir að reiða sig á það. Örlög Ames og Buck- leys Ferill CIA undanfarin ár í Lí- banon er sem sé ekki þesskonar, að líklegt sé að virðing þeirrar stofnunar hafi vaxið í augum Lí- bana þeirra, sem kannski vildu vera henni innan handar. Sá hrakfallabálkur hófst fyrir alvöru 18. apríl 1983, er bfl hlöðnum sprengiefni var ekið á bandaríska sendiráðið í Beirút. Meðal þeirra 16 Bandaríkjamanna, sem þá fór- ust, voru flestir helstu starfs- manna CIA í Líbanon, þeirra á meðal Robert Ames, sérstakur ráðunautur stofnunarinnar um Austurlönd nær. Hann hafði í mörg ár haft góð sambönd við háttsetta menn í Frelsissam- tökum Palestínu (PLO) og frétt frá þeim um tilræði ýmis og að- gerðir, sem fyrirhuguð höfðu ver- ið gegn bandarískum aðilum. 1984 var William Buckley, yfir- manni CIA í Líbanon, rænt. Bandarfskir embættismenn telja, að hann hafi sætt hroðalegum pyndingum og ef til vill verið fluttur til íran til yfirheyrslu. Lík- legt sé að hann hafi ekki staðist þá meðferð og látið margt uppi. Skömmu síðar voru nokkrir Lí- banar, sem njósnað höfðu fyrir CIA, myrtir eða hurfu sporlaust. dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.