Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 12
“SPURNINGIN"
Á aö láta erlenda ferða-
menn greiða sérstakt
tryggingargjald við kom-
unatillandsins.tilað
greiða kostnað við að
leita að þeim ef þeirtýn-
ast?
Sólveig Jónsdóttir
kennari:
Erum við ekki svo hrædd um að
fæla frá okkur ferðamenn. Mynd-
um við þora það?
Valdimar Flygenring
leikari:
Alveg hiklaust. Það væri mjög
eðlilegt og almennt ætti að rukka
erlenda ferðamenn fyrir afnot af
landinu og setja peningana í
landgræðslu.
Arndís Níelsdóttir
erindreki:
Kannski væri það hugsanlegur
möguleiki. Ég hef annars ekki
hugleitt þetta.
Hlöðver Sigurjónsson
sjómaður:
Já, annars ættu þeir að láta vita
af sér og þeir mega líka alveg
týnast, þannig að leitarmenn fái
þjálfun.
Magnús Aspelund
framkvæmdastjóri:
Mér finnst þetta fáránlegt. Mynd-
um við vilja láta rukka okkur um
slíkt?
pJÓÐVILIINN
Þriðjudagur 22. ógúst 1989 142. tölublað 54. árgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
SÍMFAX
681935
Reykjavíkurborg
Hugmyndasamkeppni um
framtíoarskipulag í Viðey
Borgarstjórn ákvað á 200 ára
afmæli Reykjavíkurborgar
árið 1986 að efna til hugmynda-
samkeppni um framtíðarskipulag
og nýtingu Viðeyjar og hefur
dómnefnd nú skilað úrskurði sín-
um.
Fyrstu verðlaun, sem voru 470
þúsund krónur fékk tillaga Bald-
urs Svavarssonar, Egils Guð-
mundssonar og Þórarins Þórar-
inssonar. Önnur verðlaun, 265
þúsund krónur fékk tillaga Fríðu
Bjargar Eðvarðsdóttur og Gunn-
laugs Ó. Johnsons og þriðju verð-
laun, 206 þúsund krónur fékk til-
laga Þórólfs Jónssonar.
Nokkur atriði voru lögð til
grundvallar við mat á tillögunum
og voru þau m.a. að litið var til
samgangna milli lands og eyjar og
var dómnefnd sammála um að
samgöngur yrðu áfram með bát-
um og hafnaði því öllum tillögum
um gerð brúar og hugmynd um
svifbraut sem samgöngutæki. í
öðru lagi áleit nefndin að engin
vélknúin ökutæki yrðu í eynni
nema sem þjónustu- og öryggis-
tæki, og því ætti að leggja áherslu
á gerð göngustíga. Einnig áleit
dómnefndin að í Viðey ætti að
vera útivistarsvæði sem væri opið
öllum og áhersla var lögð á nátt-
úruvernd. Þá var nefndin þeirrar
skoðunar að ný mannvirki skyldu
vera í lágmarki, en þau sem reist
yrðu gætu tengst þeim atriðum
sem til grundvallar voru lögð.
Verðlaunatillagan
í tillögunni sem hlaut fyrstu
verðlaun er gert ráð fyrir ferju
sem tengist almenningsvagna-
kerfi borgarinnar, og hest-
Davíð Oddsson borgarstjóri afhendir höfundum verðlaunatillögunnar, þeim Baldri Svavarssyni, Agli Guðmundssyni og
Þórarni Þórarinssyni 470 þúsund krónur. Mynd: Kristinn.
vögnum sem samgöngutæki í
eynni. Þá er lagt til að Viðeyjar-
stofa, kirkjan og nánasta um-
hverfi verði óbreytt og að ásýnd
eyjarinnar frá Reykjavík verði
óbreytt.
Margar athyglisverðar tillögur
komu fram og nýstárlegar hug-
myndir um nýtingu eyjarinnar.
Til dæmis hugmyndir um að reisa
klaustur, hótel og bóndabæ, og
hugmynd um neðansjávarað-
komu að eynni. Ein tillagan gerði
ráð fyrir verulegri uppbyggingu á
eynni með byggingu þingborgar
fyrir Alþingi og alþjóðastofnanir
og samgöngur með svifbraut.
Auk tillagnanna þriggja sem
voru verðlaunaðar, voru fjórar
hugmyndir verðlaunaðar sérstak-
lega með 60 þúsund krónum
hver. Sérstök athygli var vakin á
einni tillögunni og þótti hugmynd
að byggingu víkingabæjar athygl-
isverð. AIls barst 21 tillaga í
hugmyndasamkeppnina.
ns.