Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Móti landbún- aðarstefnu og á móti innflutningi Þaö hlýtur aö vera stórmál á hverjum tíma hvernig standa beri aö innlendri matvælaframleiöslu. Þau mál hafa verið meö vaxandi þunga aö taka til sín athygli fjölmiðla að undan- förnu. Ekki síst eftir aö tekiö var undir þaö í ritstjórnarskrifum Morgunblaðsins sem fyrst hafði veriö boðað í DV og síöar í Alþýðublaðinu: aö eina leiöin til aö bæta kjör manna á íslandi væri aö flytja inn matvæli. Sá boöskapur hefur aö sjálfsögðu komiö illa viö marga og ekki bara bændur og aöra dreifbýlismenn sem eiga starf og búsetu undir því aö ís- lenskur landbúnaöur hrynji ekki í rúst. í byrjun fyrri viku var skýrt frá niðurstöðum merkilegrar skoöanakönnunar sem Neytendasamtökin gengust fyrir um afstööu manna til þeirrar landbúnaöarstefnu sem hér hefur verið rekin. Þar kom þaö fram, aö um áttatíu prósent þeirra sem spuröir voru eru andvígir landbúnaöarstefnunni - en um leiö aö um 70% þessa sama hóps vill ekki aö fluttar séu inn landbúnaöarvörur. í fljótu bragöi gæti virst sem hér væri á ferö samskonar þversögn og í skoðanakönnuninni sem fyrr á þessu ári benti til þess aö svo til allir vildu draga stórlega úr ríkisútgjöldum en um leið auka útgjöld til allra helstu málaflokka. Svo þarf þó ekki aö vera. Þaö er í fyrsta lagi ekki aö undra þótt fólk sé óánægt með landbúnaðarstefnuna - þó ekki væri nema vegna þess hve vonlítil og dýr sú sóun er, sem fylgir stór- felldri meðgjöf meö tilraunum til aö flytja út landbúnaðaraf- uröir. Þær fégreiöslur vill almenningur út úr heiminum eins og eðlilegt er. Auk þess sem fólki finnst vissulega mjög mikill og alltof mikill munur á matvælaverði hér á landi og í ná- lægum löndum. I öðru lagi: Þessi óánægja þarf ekki aö koma í veg fyrir aö drjúgum meirihluta fólks standi stuggur af því að farið verði að flytja inn matvæli í verulegum mæli. Reyndar er merkilegt hve margir eru andvígir þeim hugmyndum, ef tekið er tillit til þess hvernig spurningin var orðuö í könnuninni. En þar var spurt: „Ef þaö yröi til aö lækka verö á landbúnaðarafurðum, eigum viö þá aö flytja inn landbúnaöarvörur?11. Spurningin viröist leiöandi - þaö er ekki verið aö hræöa fólk frá hug- myndinni meö því aö taka eitthvað fram um þaö í hve miklum mæli mætti flytja inn matvæli, og þaö er ýtt undir aö menn játist undir hana með því aö halda beinlínis aö fólki þeim möguleika, að meö þessu móti gæti matvælaverð lækkað. Þaö liggur beinast viö aö draga svofelldar ályktanir af þessari könnun: í fyrsta lagi vill fólk ekki sætta sig viö óbreytt ástand, þaö vill skera af landbúnaöarstefnunni agnúa eins og útflutningsbætur og það vill breyta ýmsu ööru í átt til ódýrari framleiðslu. í ööru lagi: Fólk er nógu ánægt meö gæöi innlendra matvæla og gerir sér þaö sterka grein fyrir því að innflutningur, í verulegum mæli amk, mundi skapa dýrkeyptan nýjan vanda þótt verðlag lækkaöi, aö menn vilja leggja nokkuö á sig til að innlend matvælaframleiðsla sé öflug áfram. Það er og líklegt aö mörgum þyki það aumlegri uppgjöf líkast, ef aö enn væri skorið utan af þeim þörfum sem landsmenn hafa hingaö til séö sjálfir um aö fullnægt yrði. Pólitísk ályktun af þessu öllu saman er vitanlega einskon- ar málamiðlun. Sem er reyndar í sama anda og landbúnað- arráðherra hefur veriö aö boða aö undanförnu og síðast í ræðu á þingi Stéttarsambands bænda á Hvanneyri: Menn þurfa aö vinna sig út úr vandanum, einkum meö því að tengja sem best saman framleiðslumagn og raunverulega eftirspurn eftír helstu afurðum innanlands. Um leið og menn leita leiða til lækkunar á verðlagi matvæla. Þegar hefur náöst nokkur árangur á þessu sviöi - ekki aö vísu stórvægi- legur, en það stefnir samt í rétta átt - hafi menn það í huga að fyrirhafnarlitlar leiðir eru ekki til í þessum málum. Tíðindi af eyðslu unglinga í nýútkomnu hefti Nýrra menntamála birtir Þorlákur Helgason grein um fróðlega könnun sem fram fór í Fjöl - brautaskóla Suðurlands í fyrra- haust. En þá voru lagðir fyrir nemendur skólans spurningalist- ar um eyðslu þeirra í föt og hús- næði og brennivín og bíla og sæl- gæti og þar fram eftir götum. Útkoman er í stuttu máli sú, að unglingar velti mikiu fé, þeir hljóta reyndar með eyðslu sinni að vera snar þáttur í hagvaxtar- stöðunni, haldauppi að talsverðu leyti ekki bara skemmtistöðum og skyndibitastöðum, heldur og fataverslunum, bflasölum og svo náttúrlega hársnyrtistofum. Peir skapa semsagt ótal atvinnutæki- færi. Þorlákur Helgason rekur niðurstöður könnunarinnar í Fjölbrautaskóla Suðurlands og spyr sig hvað gerist ef menn ætli öllum íslenskum unglingum sama hlut: „Hvað kemur í ljós ef við yfir- færum niðurstöðurnar á alla ís- lenska unglinga og miðum við verðhækkanir sem hafa orðið frá því í september í fyrra til þessa dags? Getur það verið að ung- lingar eyði 400 miljónum í eitt og annað á mánuði - um fimm milj- örðum á ári - ríflega tíu miljónum á dag? Að íslenskir unglingar kaupi föt fyrir 40 miljónir á mán- uði? 30 miljónir hverfi í áfengi á mánuði úr vösum unglinganna og annað eins í þarfasta þjóninn, bíl- inn, og að þeir skemmti sér fyrir 50 miljónir á mánuði, þeir kaupi sælgæti fyrir 20 miljónir á mán- uði, eyði 10 miljónum í hársnyrt- ingu... osfrv ???“ Sumir meira, aðrir minna Nú er það ljóst, að lesa má úr þessari könnun á ýmsa vegu. Til dæmis getur Þorlákur þess að meðan meðaleyðsla allra nem- enda við skóla hans er um fimm þúsund krónur á viku, þá eyða þeir sem fá nokkra aðstoð frá for- eldrum minna (eða um 4300 krónum) en þeir sem ekki segjast fá aðstoð frá foreldrum (5900 kr.) Hann segir freistandi að draga af þessu þær ályktanir, að fjárhags- aðstoð foreldra sé veitt með skil- yrðum sem stemmi nokkuð stigu við óhóflegri eyðslu - en það geti ekki síður skipt máJi á hvaða aldursári unglingarnir eru osfrv. En hvað sem því líður: könn - unin gefur margar merkilegar vís- bendingar. Þar kemur fram, að unglingar sem vinna með skóla eyða 60-70% meira en þeir sem ekki vinna með námi. Og þeir sem eiga bíl eru um 50% dýrari í rekstri en þeir sem ekki reka bfl. Strákar eyða að jafnaði um 50% prósent meira en stelpurnar (eru það kannski þeir sem eiga alla bflana?). Hvað segja jafnaðarmenn? Nú gæti maður sem er hallur undir jafnaðarsjónarmið sest nið- ur yfir þessum tölum og klórað sér dálítið á bakvið réttlætis- eyrað. Hvað á hann að hugsa? Á hann að velta því fyrir sér, hvern- ig jafna megi neyslu nemenda „uppá við“ ef svo mætti segja? Á hann að hugsa sem svo: Fyrst 27% nemenda eiga bíla (og eru þar með búnir að skapa nýtt skólavandamál: hvar eiga kenn- arablækurnar að leggja sínum skrjóðum?) - þá er ekki nema rétt að stefnt verði að almennri bílaeign þeirra. Önnur spurning: Fyrst þeir sem vinna með námi hafa bersýnilega allt aðra lífs- hætti en þeir sem ekki gera það (geta eytt 60-70% meiri pening- um) - verður skólinn þá ekki að laga sig að aukavinnunni, svo að sem flestir getið „notið sinna tekjumöguleika“ — eins og það mundi kallað? Spurningar sýnast náttúrlega heimskulegar - en eru þó ekki nema eðlilegt framhald af þeirri meginhugsjón í samfélaginu að meiri neysla sé alltaf betri en minni neysla, og að þegar viss tegund neyslu (til dæmis bílaeign fjölbrautaskólanema og mennt- skælinga) erorðin allútbreidd, þá sé skammt í það, að farið sé að tala um hana sem mannréttinda- mál. Ekki nauðsynleg vinna? í greininni í Nýjum menntamálum er spurt annarra spurninga af hógværð og var- færni. Þar segir til dæmis: „Eyðslan er í samræmi við vinnu (og tekjur). Nærtækt er að velta því fyrir sér, hvort vinna með skóla gegni fyrst og fremst þvf hlutverki að halda uppi „óhóf- legri“ neyslu. Af könnuninni má ráða að í sárafáum tilvikum sé vinna með skóla nauðsynleg til að framfleyta sér (og sínum).“ Þarna er komið að merkum punkti. Fyrir nokkru, þegar miklu færri áttu heimangengt í framhaldsskóla en núna, þá fór það ekki á milli mála, að sumar- vinna (sem enn er við lýði náttúr- lega) var til þess að greiða útgjöld vetrarins. Áftur á móti var sú vinna MEÐ námi, sem nú er skoðuð, lítt á dagskrá (amk alls ekki 35-40 stundir á mánuði eins og fyrrgreind könnun tekur til meðaltals). Menn unnu fyrir nauðsynjum - fæði, húsnæði, heimavistarkostnaði, bókum (merkilegt annars - spurt var í Selfosskönnuninni um eyðslu í sælgæti sem reyndist að meðaltali 636 kr á mánuði, en ekki var spurt sérstaklega um bækur). Og náttúrlega unnu menn fyrir ann- arri eyðslu - nema hvað hún var öll í smærri mæli. Og bílar voru alls ekki á dagskrá. Frekja bílanna Vitanlega hafa allir samúð með þeim sem vinna með námi af brýnni nauðsyn. En öðru máli hlýtur vitanlega að gegna um bíl- aflotann - sem gerir langsamlega stærst strik í reikninginn og stýrir væntanlega mjög miklu af auka- vinnunni. Þorlákur Helgason segir undir lok greinar sinnar: „Bíllinn kallar á aukatekjur. Bíllinn leiðir til meiri neyslu. Nemendur fresta námi og hætta námi í einhverjum mæli vegna bílsins. Ekkert er eins heimtu- frekt og bfllinn... Bfllinn hefur fyrirferð í huga unglinga - hann er rúmfrekari en námið - á stund- um.“ Fyrr í greininni hafði höf- undur reyndar talað um það að „það er alveg áreiðanlegt að við- brögð okkar kennara við vinnu nemenda eru einmitt þau að gera ekki jafn miklar kröfur til bekkj- arins eða hópsins og ella.“ M.ö.o. - skólastarfi hnignar - af tillitssemi við bílaeign nemenda. Hvort erum það við sem við stýri sitjum, eða stjórnar bfllinn okkur? ÁB þJÓÐVILJINN Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími: 68133 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgofandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars- son (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjórí: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreíðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.