Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR
VMSI
Enginn kvartað við mig um mig
Karvel Pálmason varaformaður VMSIkannast ekki við óánœgju með sín störf nema helst hjáformann-
inum Guðmundi Jaka. Tillaga boðuð gegn setuforseta ASÍ ístjórnum peningastofnana
Halldór Björnsson varaformað-
ur Dagsbrúnar segir það ör-
uggt mál að fram verði borin til-
laga sem beinist gegn setu forseta
ASÍ I stjórn íslandsbanka. I kjöl-
far hennar gætu orðið harðar
deilur um um afstöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar til bankarekstr-
ar. Þó aðalmál þingsins séu kjara-
og atvinnumál, auk lífeyrismála,
krauma fleiri erfiðleikar undir
Rafiðnaðarmenn
Hitnar
í hamsi
„Menn sáu ástæðu til að hittast
aftur í dag eftir fundinn í gær
þannig að það miðaði eitthvað
áleiðis milli okkar og Reykjavík-
urborgar,“ sagði Guðmundur
Gunnarsson hjá rafíðnaðar-
mönnum.
Hins vegar hefur ekki verið
boðað til nýs sáttafundar í deilu
rafiðnaðarmanna og ríkisins og
situr þar allt við það sama.
Á félagsfundi rafiðnaðar-
manna í gærkvöld var rætt meðal
annars hvort loka eigi fyrir Ríkis-
sjónvarpið, en rafiðnaðar-
mönnum hitnaði heldur betur í
hamsi í fyrrakvöld vegna meints
verkfallsbrots hjá sjónvarpinu
þegar sýnt var í 11 fréttum þess
frá heimsókn Husseins Jórdaní-
ukonungs. Þá barst undanþágu-
beiðni frá útvarpsstjóra of seint
vegna beinnar útvarpssendingar
frá setningu Alþingis í gær. Þeirri
beiðni var ekki svarað.
f dag klukkan 11 verður hald-
inn félagsfundur hjá rafiðnaðar-
mönnum og þá verður tekin
ákvörðun um framhaldið í ljósi
meintra verkfallsbrota hjá Ríkis-
útvarpi/Sjónvarpi. -grh
yfirborðinu. Nægir að nefna átök
á milli manna vegna vaxtahækk-
ana Alþýðubankans nýverið.
Óánægja vegna samstarfsörð-
ugleika varaformanns og for-
manns VMSÍ er aðalástæða van-
gaveltna um nýjan varaformann
Verkamannasambandsins.
Heimildarmenn Þjóðviljans
segja að á þessu máli verði tekið á
þinginu sem hefst á morgun. Við
Rólegheit og afslöppuð
stemmning einkenndi dvöl og
ferðir Husseins Jórdaníukon-
ungs, konu hans, sonar og fylg-
darliðs um Reykjavík í gærmorg-
un. Fjölskyldan heilsaði upp á
forseta íslands á móttökustað
hans á Laufásvegi 72 í gærmorg-
stefnumótun í kjarabaráttunni
álíta margir tíma til kominn að
verkalýðshreyfingin láti frá sér
heyra opinberlega gegn boðskap
forystusveitar vinnuveitenda þar
sem launahækkanir eru útilokað-
ar og kaupmáttarskerðing talin
sjálfgefin. Verðtrygging launa er
í farteski fjölda fulltrúa á þessu
þingi og munu margir sækja fast
að gera hana að grundvallarkröfu
un og þáði veitingar áður en hald-
ið var af landi brott áleiðis til
Kanada. Eftir viðræður Husseins
við forsetann, sagðist hann hafa
orðið þess heiðurs aðnjótandi að
fá að bjóða Vigdísi í opinbera
heimsókn til Jórdaníu, sem hann
vonaðist til að hún þæði sem
við samningaborðið.
Forystustörf innan bæði VMSÍ
og ASÍ þykja svo njörfuð í hefðir
að fæstir láta sér detta í hug veru-
legar breytingar pólitískra
innviða svo sem eins og að fella
krata úr varaformannssætinu.
Bent er á að konur sem verið hafa
framarlega í baráttunni eigi erfitt
uppdráttar innan VMSÍ, en að-
eins tvær konur sitja í stjórn. Vil-
fyrst. Fjölskyldu konungs virt-
ist líða vel hér á norðurslóðum í
góðri fjarlægð frá heimsamstrinu
þrátt fyrir kuldalegt veður. Ör-
yggisgæsla vegna heimsóknarinn-
ar var laus við allt írafár og kóng-
afólkið lítt hrætt við umhverfið.
-fmg
borg Þorsteinsdóttir formaður
Snótar í Vestmannaeyjum segir
að pólitíkin ráði öllu um svona
embætti, -að hún sé ekki í Alþýð-
uflokknum og láti því spurning-
una liggja óhreyfða.
„Ég hef heyrt að menn séu að
tala um að fá nýjann varafor-
mann, en enginn hefur kvartað
undan mér við mig,“ sagði Karvel
Pálmason varaformaður VMSÍ í
samtali við Þjóðviljann. Hann
segist ekki kannast við óánægju
með sín störf og að hann hafi á 35
ára tímabili innan verkalýðs-
hreyfingarinnar ekki orðið var
við svona vinnubrögð. „Ég held
að það sé einna helst formaður-
inn sem vilji að ég fari frá,“ sagði
Karvel, „...að ég hafi kannski of
einarðar skoðanir fyrir þessa
menn“. Karvel hefur þó ekki enn
gert upp hug sinn um hvort hann
gefur kost á sér áfram og segir
meiri þörf á að ræða um vinnu-
brögð og málefni en að karpa um
persónur í embættum.
Þeir þrír karlmenn sem orðaðir
eru við varaformanninn, láti Kar-
vel af starfinu, eru Pétur Sigurðs-
son forseti ASV, Jón Karlsson
formaður Fram á Sauðárkróki og
Snær Karlsson frá Húsavík. Eng-
inn þeirra vill gefa út yfirlýsingu
fyrirfram um framboð, né heldur
neita þeir möguleikanum.
Þrír valinkunnir sérfræðingar
eru fengnir til að leggja fram
greinargerðir á VMSI-þinginu.
Sigurður Jóhannesson hagfræð-
ingur og fyrrum starfsmaður
kjararannsóknarnefndar sér um
kjaramálin, Jóhann Antonson
viðskiptafræðingur og stjórnar-
maður í Atvinnutryggingarsjóði
um sjávarútvegsmál/fiskvinnslu
og Birgir Árnason hagfræðingur
og aðstoðarmaður iðnaðarráð-
herra um stóriðju. Að sögn Þóris
Daníelssonar framkvæmdastjóra
VMSÍ verða skipulagsmál að
sitja á hakanum að þessu sinni,
enda séu fyrrnefndir málaflokkar
ærið verkefni á þingi sem stendur
í rúma tvo daga. -fmg
Staldrað vlð eftir boð hjá forseta íslands. Syninum leist hinsvegar illa á rigningarsuddann, skaut sér fljótlega undan
honum og lífvörðunum, - inn i gljáfægðan Bensinn. Ljósmynd Jim Smart.
Konungsheimsókn
Afslappaðir Irfverðir
Tjónaskoðun í Kopavogi
Vátryggingafélag íslands hefur opnað nýja tjónaskoðunarstöð á
Skemmuvegi 2 í Kópavogi. Þangað geta eigendur ökutækj a sem lenda í
tjóni og telja sig eiga bætur hjá VÍS, snúið sér með tjónaskýrslur og
bfla og fengið tjónið metið. Þar fer framvegis fram öll skoðun öku-
tækja sem VÍS þarf að leysa til sín vegna umferðaróhappa eða annars.
Öll ökutæki verða skoðuð inni við bestu aðstæður enda er stöðin búin
öllum nauðsynlegum tækjabúnaði til að gera nákvæmar prófanir og
athuganir á bflnum. Til að byrja með verður Tjónaskoðunarstöð VÍS í
318 fermetra húsnæði en áður en langt um lýkur fær stöðin einnig til
umráða 1170 fermetra sal þar sem bílar verða metnir og síðan jafnvel
seldir. Gengið verður frá öllum formsatriðum varðandi matið og söl-
una á staðnum.
Endurnýjanlegar
orkubirgðir og
orkusparnaður
Dr. Dean Abrahamson prófessor
við University of Minnesota
heldur fyrirlestur við verkfræði-
deild Háskóla íslands í dag kl.
17.15. Fyrirlesturinn nefnist.
Endurnýjanlegar orkubirgðir og
orkusparnaður og verður fluttur
á ensku. Öllum er heimill að-
gangur.
Hækkun lífeyris-
aldurs mótmælt
Félag eldri borgara á Siglufirði
mótmælir hugmyndum sem uppi
eru í tryggingaráðuneytinu um að
hækkuð verði aldursmörk til eft-
irlauna, þ.e. lífeyrisaldur, sem nú
miðast við 67 ára aldur hækki í 70
ár. Þetta var samþykkt á fundi
félagsins í byrjun mánaðarins.
Fundurinn bendir á að nokkurt
atvinnuleysi sé og að því sé spáð
að það muni aukast, því sé það
röng stefna að skylda aldrað
launafólk til að lengja starfsævi
sína og seinka því að það geti not-
ið áunninna réttinda hjá lífeyris-
sjóðum og almannatryggingum.
Kvíðanámskeið
Betri líðan - námskeið um
mannleg samskipti, hefst um
miðjan október í Reykjavík. Á
námskeiðunum verður lögð
áhersla á úrlausnir vandamála
sem fylgja spennu og kvíða. Þátt-
takendum er kennt að meta and-
legt og líkamlegt ástand sitt, þ.e.
kvíða- og spennuviðbrögðum og
bent á tengslin á milli líkamiegrar
og andlegrar líðan. Kvíðavið-
brögð koma m.a. fram í líkam-
legri vanlíðan einsog höfuðverk,
vöðvabólgu, svita- og skjálfta-
köstum. Alitið er að um 75% af
öllum líkamlegum umkvörtunum
megi á einn eða annan hátt tengja
streituviðbrögðum. Á námskeið-
unum er kenndar og æfðar hefð-
bundnar sálfræðilegar aðferðir til
að fyrirbyggja og takast á við
þessi viðbrögð og erindi. Stjórn-
andi námskeiðanna er Oddi Er-
lingsson sálfræðingur og veitir
hann nánari upplýsingar eftir kl.
20 á kvöldin í síma 39109.
Endurbættur
Brekkubæjarskóli
Þegar nemendur Brekkubæjar-
skóla á Akranesi mættu í skólann
í haust hafði hann tekið miklum
stakkaskiptum því í sumar voru
gerðar gagngerar endurbætur á
eidra húsnæði skólans auk þess
sem aðstaða kennara og nem-
enda var stórbætt með tilkomu
nýbyggingar við skólann.
Fundur um
Aristóteles
Grikklandsvinafélagið Hellas
heldur fræðslufund á morgun,
fimmtudaginn 12. október.
Fundurinn er í Risinu, Hverfis-
götu 105 og hefst kl. 20.30. Sig-
urður A. Magnússon rithöfundur
mun segja frá ferð sinni í Delfum
á liðnu sumri en að öðru leyti er
dagskráin helguð Aristótelesi,
einum áhrifamesta og jafnframt
víðfeðmasta hugsuði allra alda.
Einungis tvö að fjölmörgum rit-
um hans hafa komið út í íslenskri
þýðingu, Um skáldskaparlistina
og Um sálina og munu þýðendur
ritanna gera þeim skil á fundin-
um. Fyrst mun Sigurjón Björns-
son prófessor fjalla um skref Ar-
istótelesar til sálarfræði en Krist-
ján Ámason síðan víkja að kenn-
ingum hans um skáldskaparlist
og áhrifamátt hennar. Öllum er
heimill aðgangur.
Hjalækningar
Á ráðstefnu um hjálækningar,.
sem Samtök heilbrigðisstétta
halda í dag, verður m.a. rætt um
náttúruvörur, makróbíótik,
svæðanudd og nálarstungur.
Ráðstefnan hefst kl 15.30 í Húsi
BSRB, Grettisgötu 89, 4. hæð,
og henni lýkur um kl. 18.30. Er-
indi flytja Guðrún Eyjólfsdóttir
lyfjafræðingur, Þuríður Her-
mannsdóttir hússtjórnarkennari,
Örn Jónsson nuddari, Hallgrím-
ur Magnússon læknir og Guð-
mundur Sigurðsson læknir. Eftir
erindin verða umræður sem
Kristján Erlendsson læknir stýr-
ir.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. október 1989