Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 11. október 1989 169. tölublað 54. órgangur Atvinnuástand Horfur á frekari samdrætti Þjóðhagsstofnun: Vísbendingarfráfyrirtœkjum um œskilegan starfsmannafjölda íveturbenda tilað talsvert eigi eftir að draga úr starfsmannahaldi í vetur. Vinnumálaskrifstofan: Atvinnulausumfœkkaði í septemberfrá mánuðinum á undan en þrefalt fleiri en á sama tíma ífyrra Atvinnuleysi í september var þrefalt meira en það var á sama tíma í fyrra en samanborið við mánuðinn á undan hefur dregið þó nokkuð úr því. Þannig hefur skráðum atvinnuleysis- dögum fækkað um tæplega 8 þús- und frá því í ágúst og hlutfail atvinnulausra af mannafla lækk- að um 0,3%. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Þjóðhagsstofnunar og Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins á atvinnuástandi og horfum á vinnumarkaði haustið 1989 benda vísbendingar frá fyrirtækjum um æskilegan starfs- mannafjölda í vetur til þess að talsvert eigi eftir að draga saman í starfsmannahaldi frá því sem nú er. í könnuninni kemur í ljós að í september voru 285 laus störf í fiskiðnaði 120 í byggingastarf- semi en í öðrum atvinnugreinum þarf að fækka starfsfólki en þó mismikið eftir greinum. í al- mennum iðnaði töldu atvinnu- rekendur sig þurfa að fækka starfsfólki um 90,560 í verslun og veitingastarfsemi, 90 í sam- göngum og 30 í öðrum atvinnu- greinum. Um hvert framhaldið verður segir í spá Þjóðhagsstofnunar og Vinnumálaskrifstofunnar: „Vís- bendingar eru um að fækkun starfsmanna sé almennt reynt að haga þannig að ekki sé ráðið í stöður fólks sem fer á eftirlaun eða segir upp störfum. Fullnýting fiskveiðiheimilda fyrr en áður hefur áhrif á horfurnar á næstu mánuðum. Þetta á ekki síst við um Suðurland og Vesturland, ef borin er saman spá um afla ein- stakra landshluta og það sem þegar hefur verið veitt. Þá er og ógetið hugsanlegra áhrifa vegna sameiningar fyrirtækja." f yfirliti Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins um at- vinnuástandið í september voru skráðir 33 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu og skiptust þeir þannig að hjá konum voru skráðir 18.400 atvinnuleysisdag- ar en 14.400 hjá körlum. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga svarar til þess að 1516 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum, en það jafngildir 1,1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mán- uðinum samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. Skráðum atvinnu- leysisdögum fækkaði í september frá mánuðinum á undan á öllum skráningarsvæðum nema á Austurlandi og á Suðurnesjum þar sem skráningardögum fjölg- aði. Á höfuðborgarsvæðinu fækk- aði atvinnulausum í september frá mánuðinum á undan úr 949 í 723, á Vesturlandi úr 158 í 134, Vestfjörðum úr 26 í 23, Norður- landi vestra úr 87 í 69, Norður- landi eystra úr 220 í 163 og Suður- landi úr 149 í 109 manns. Aftur á móti fjölgaði atvinnulausum á Austurlandi á sama tíma úr 56 í 101 og á Suðurnesjum úr 147 í 165 manns. Að sögn Óskars Hallgríms- sonar forstöðumanns Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins stafar þessi fækkun atvinnulausra í september frá mánuðinum á undan meðal ann- ars af hefðbundinni sveiflu á vinnumarkaðnum. Hins vegar er aukningin á Austurlandi fyrst og fremst vegna þeirra erfiðleika sem voru hjá Fiskvinnslunni á Seyðisfirði, en á Suðurnesjum virðist sem atvinnuleysi haldi áfram að aukast vegna almenns samdráttar á svo til öllum sviðum atvinnulífs. Varðandi höfuðborgarsvæðíð sagði Óskar að þar væri ennþá samdráttur í verslun og þjónustu ss. veitingarekstri en svo virðist sem hann hafi stöðvast í bili í öðr- um þjónustugreinum ss. tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjum og einn- ig hjá auglýsingastofum. Þá er skólafólk farið út af vinnumark- aðnum í einhverjum mæli sem skýrir þessa fækkun atvinnu- lausra á höfuðborgarsvæðinu að hluta. Af öðrum einstaka skráningar- svæðum ss. Suðurlandi þar sem atvinnulausum fækkaði á milli september og ágúst er skýringin ma. sú, að fiskvinnslufyrirtæki í Vestmannaeyjum fóru í gang á nýjan leik eftir sumarstoppið í ág- úst og eins hafa fyrirtæki á Vest- urlandi einnig hafið starfsemi sem ekki voru starfrækt í ágúst. Á Vestfjörðum hefur nánast ekkert atvinnuleysi verið nema einna helst á Patreksfirði út af ástæðum sem flestum er kunnugt um, en þaðan hafa skip og kvótar verið seldir burt á nauðungaruppboð- um. Á Norðurlandi vestra er slát- urtíð í fullum gangi sem skýrir að hluta þá fækkun atvinnulausra sem þar hefur orðið. -grh Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og biskup íslands, Ólafur Skúlason, fara fyrir þingmönnum og ríkisstjórn til Alþingshússins (gær. .... . . Mynd: Kristinn. Alþingi Predikað um fóstureyðingar Þrír nýir þingmenn áAlþingi. Þingmenn ekki allir ánœgðir með stól- rœðu sr. Sólveigar Láru Guðmundsdóttur Hundraðasta og tólfta löggjaf- arþing Islendinga var sett við hátíðlega athöfn í gær. Að lokinni messu í Dómkirkjunni, þar sem sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir predikaði, gengu þingmenn, prestur og biskup, Ólafur Skúla- son, til þinghússins ásamt boðs- gestum, þar sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir setti þing- ið. I predikun sinni ræddi sr. Sól- veig meðal annars um fóstur- eyðingar við misjafnan fögnuð þingmanna. í stólræðu sinni sagði Sólveig að ef löggjöfin væri byggð á kær- leika til lífsins og þeim krafti rétt- lætisins sem Kristur hefði barist fyrir, hefum við ekki löggjöf sem heimilaði læknum að deyða sak- laust líf, sem yxi í sakleysi sínu í móðurkviði. Ef löggjöfin væri byggð á þeim grundvallar mannréttindum sem rétturinn til lífsins væri, hefði engri mannveru dottið í hug að skerða sjálfsagðan lífsrétt ófæddra barna. Þessi ummæli prestsins vöktu ekki hrifningu allra þingmanna. Einn þingmaður sagði að það hefði hvarflað að sér að yfirgefa kirkjuna. Það væri ekki rétt af presti sem predikaði við þetta tækifæri að segja þingmönnum fyrir verkum, hvað þá í umdeildu máli sem þessu. Þrír nýir þingmenn komu til starfa í gær: Rannveig Guð- mundsdóttir, Alþýðuflokki, kemur inn fyrir Kjartan Jóhanns- son, Ásgeir Hannes Eiríksson, Borgaraflokki, tekur sæti Bene- dikts Bogasonar sem lést í sumar og Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kvennalista, tekur við þing- mennsku af Kristínu Halldórs- dóttur sem sagt hefur af sér þing- mennsku. Stefán Valgeirsson stýrði fyrsta fundi þingsins, eins og hefð er fyrir að aldursforseti þess geri. Hann minntist Benedikts Boga- sonar og þingmenn risu úr sætum og minntust hans. Á morgun verður kosið í nefndir þingsins og forsetar kjörnir. Talið er fullvíst að Árni Gunnarsson taki við embætti forseta neðri deildar af flokksbróður sínum Kjartani Jó- hannssyni. -hmp Evrópuóskar Magnús tilnefndur Kvikmynd Þráins Bertelssonar Magnús hefur verið tilnefnd sem besta kvikmyndin og einnig fyrir besta handritið þegar Evrópuósk- arinn verður afhentur í beinni sjónvarpsútsendingu í París 25. nóvember. Að sögn Þráins mun þessi til- nefning gjörbreyta allri dreifingu myndarinnar fyrir utan þá miklu viðurkenningu sem fólgin er í því að myndin er útnefnd bæði sem besta myndin og einnig sem besta kvikmyndahandritið. _grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.